Morgunblaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 6
6 MOR'irwrtr 4ðið Laugardagur 12. sept. 1959 Biskup íslands end urvígir á morgun Reynivallakirkju Á MORGUN verður kirkjuathöfn í Reynivallakirkju í Kjós. Kirkj- an verður j>á endurvígð af bisk- upi landsina, prófessor Sigur- birni Einarssyni eftir viðgerð og stækkun. Jafnframt verður þess þá minnzt, að kirkjan er orðin 100 ára. Hér á Reynivöllum hefur kirkja staðið svo lengi sem mál- dagar herma, sagði séra Kristján Bjarnason prestur á Reynivöllum í samtali við Mbl. heima á hinu vistlega prestsetri. Hinir elztu máldagar herma, að hér hafi kvarða alistór og gat rúmað um 100 kirkjugesti. 'Hana teiknaði Einar snikkari Jónsson, og sá um smíði hennar, en Einar mun hafa búið í Reykjavík. Á þeim 100 árum, sem nú eru liðin, hefur kirkjan lítið breytt um svip hið ytra að öðru leyti en því, að á hana var sett bárujárn, þegar það tók að flytjast inn í landið. í tíð séra Halldórs Jóns- sonar, er hér var prestur í rúm 50 ár, var byggð við hana for- kirkja. Reynivallakirkja á margt góðra gripa, sagði séra Kristján, sem sóknarbörn hennar hafa gef- ið henni og aðrir velunnarar. Tel ég einna merkasta altaristöfluna, en fleira mætti nefna. Hana mál- aði ungur listmálari, Brynjólfur Þórðarson. Einna merkastan þátt í 100 ára sögu kirkjunnar kvaðst séra Kristján telja daginn 27. júní 1950. Þá tók söfnuðurinn að sér kirkjuna og alla umsjá en áður hafði hún verið lénskirkja í umsjá sóknarpresta. Hefur kirkjunni alla tíð verið vel við haldið. Prestar að Reynivöllum hafa verið 6 síðasliðin 100 ár, þeir séra Gísli Jóhannesson, séra Björn Jónsson, séra Þorvaldur Björnsson, séra Þorkell Bjarna- Sagt er að glöggt sé gestsaug- að. Það mun líka óhætt að full- yrða að stækkun Reynivalla- kirkju og aðrar endurbætur hafi tekizt mjög vel. Mun hún án efa vera í tölu hinna fallegri sveitakirkna á landinu. ★ Að vígsluathöfninni lokinni mun kirkjugestum verða boðið til kaffidrykkju í Félagsgarði, í boði sóknarnefndarinnar. Wi Séra Kristján Bjarnason, Reynivallaprestur er og mjög andi bóadi. Hann er hér á kirkjutröppunum. dug- Karl Andrésson á Hálsi verið yf- irsmiður við þessar breytingar og var hann að leggja síðustu hönd að því að festa nýju bekkj- Þessi minningatafla, sem er í Reynivallakirkju, er líklega um það bil 150 ára. Kort Þorvaldsson, sem taflan er til minningar um, bjó á Möðruvöllum og honum var sendur móri sá norðan úr Skagafirði, sem kallaður var ísafellsmóri, en sá hélt sig þó einkum hjá Magnúsi á írafelli, sem var sonur Korts. staðið Maríukirkja. Mun hafa allt til ársins 1859 staðið inni j hin- um gamla kirkjugarði staðarins. Árið 1699 féll snjóskriða á stað- inn hér ofan úr gilinu, sem Kipp- ur heitir. í skriðunni tók bæjar- hús af og varð mikið manntjón, er allt heimilisfólk fórst. Þá gerð- ist það, að presturinn flutti héð- an að Vindási, sem var kirkju- jörð frá því og þar bjuggu Reyni- vallaprestar um nokkurt árabil. Árið 1859 er séra Gísli Jóhannes- / , son var prestur her, var þessi kirkja reist og flutt á núverandi stað sökum skriðhættu. Kirkj- þessari mynd sjá hve Reynivallakirkja hefur verið stækkuð, þar sem gamla þakjámið og hið nýja mætast. — Nú er búið að máia kirkjuna alla hátt og lágt. unum, en þeir Gunnar Leó Þor- steinsson málarameistari á Tinda stöðum á Kjalarnesi og Njáll Guðmundsson, Ásgarði í Kjós, voru að mála. Klukkan 2 á morgun, sunnu- dag, hefst endurvígsluathöfnin í kirkjunni með vígslu biskups, prófessors Sigurbjörns Einars- sonar og verður þetta önnur kirkjuvígslan, sem biskup fraln- kvæmir. Verða auk þess viðstaddir at- höfnina prófasturinn, séra Garð ar Þorsteinsson í Hafnarfirði og fleiri prestar. SéTa Kristján Bjarnason prédikar og prófast- urinn mun og tala við þessa at- höfn. Kirkjukórinn undir stjórn Odds Andréssonar syngur við at- höfnina. Meðhjálpari Reynivalla- kirkju um langt árabil héfur ver- ið núverandi sóknarnefndarfor- maður hennar, Steini Guðmunds- son á Valdastöðum. Misjöfn veiði r Isafjarðardjúpi ÍSAFIRÐI, 9. sept: — Nokkrir bátar, bæði heimabátar og að- komubátar stunda héðan frá ísa firði veiðar með þorskanet. Fá þeir aflann í ísafjarðardjúpi, og er hann nokkuð misjafn, nú síð- ast 3—6 tunnur á bát. Þá er hér einnig nokkur reknetjaveiði, og var Víkingur annar aflahæstur í gær með 145 tunnur. Síldin er fryst til beitu. Mikil atvinna er hér á Ísaíirði, einkum síðan rækjuveiðar hófust að nýju, en þær veiðar eru góð- ar, liggur jafnvel við að fólks- ekla sé. En þrátt fyrir ágæta af- komu og góðar tekjur, er mikið um fólksflutninga úr bænum, og .þykir mörgum illa horfa í þeim efnum. Bót er þó, að margt ungt fólk, sem hefur nýstofnað heim- ili er að byggja hús. Hefur verið mikið um húsbyggingar hér i sum ar. Veður er nú milt hér, en úr- komusamt og var svo allan ágúst mánuð, aftur á móti var sólríkt í júlímánuði og síðari hluta júní. Fæðingarheimili í Kópavogi FÆÐINGARHEIMIUI Jóhönnu Hrafnfjörð, sem áður var að Álf- hólsvegi 66, Kópavogi, hefir nú flutt í nýtt húsnæði að Hlíðar- vegi 6 og getur nú tekið á móti 9—10 sængurkonum í einu. Húsnæðið er hið vistlegasta og mjög rúmgott. Þar eru 2 sjúkra- stöfur, fæðingarstofa, sérstakt barnaherbergi, vaktstofa og auk þess setustofa með síma fyrir sængurkonurnar, þegar þær íara að hafa fótavist. son og séra Halldór Jóns'son. Séra Kristján Bjarnason hefur verið prestur þar síðan 1950. Svo sem fyrr getur hefur Reyni vallakirkja verið endurbætt og stækkuð í sumar. Skoðun Kjós- verja er, að kirkja þeirra sé fall- egri eftir þá stækkun. Þá hafa ver ið settir nýir smekklegir og þægi- an okkar var á þeirra tíma mæli- legir bekkir í kirkjuna. — Hefur Oiafur Andrésson að festa einn hinna nýju kirkjubekkja. í ' skrifar ur daglega lífinu J i Kúakynið í Hjálmholti GREIN her í blaðinu sl. mið- vikudag var sagt frá gæða- gripnum Skrautu í Hjálmholti, sem sögð er bezta mjólkurkýr landsins. Er þar talið, að kúa- stofninn í Hjálmholti sé upphaf- lega af dönsku kyni, sem hafi komið þangað í byrjun 19. aldar með ekkju Ólafs Stephenssens, er þá hafi flutzt í Hjálmholt. Hér hefir eitthvað skolazt í meðförum, en viðkomandi blaða- maður telur sig hafa haft rétt eftir það, sem honum var sagt. — Ólafur amtmaður og kona hans bjuggu í Viðey frá 1793, og þar andaðist kona hans 1807, fimm árum á undan honum. Það, sem hér liggur sennilega til grundvallar, er eftirfarandi: Magnús Stephensen, konferenz- ráð, sonur Ólafs amtmanns, sem var mikill áhuga- og fram- kvæmdamaður um búfjárrækt, fékk á sínum tíma tvær úrvals- kvígur danskar, frá Holtseta- landi — með kynbætur fyrir aug- um. — Lét Magnús síðan átefán amtmann á Hvítárvöllum, bróður sinn hafa aðra kvíguna. — Stefán lézt 1820, en síðari kona hans, Guðrún Oddsdóttir, giftist 1822 Þórði háyfirdómara Sveinbjörns syni, er varð sýslumaður Árnes- sýslu það ár — en hann sat ein- mitt í Hjálmholti á meðan hann var sýslumaður þeirra Árnesinga. Hefir það því væntanlega verið ekkja Stefáns amtmanns Step- hensens, sem kom með hið danska kúakyn með sér til Hjálm holts, er hún giftist Þórði Svein- björnssyni. — Þetta staðfesta um mæli Magnúsar Stephensens í Kiausturpóstinum, en þar segir hann frá þvi, að kvígan, sem hann lét Stefán bróður sinn hafa, hafi síður lent í Hjálmholti. Biómaskrúð í myrkrinu FYRIR nokkrum kvöldum ösi- aði ég yfir pollana í miðbæn- um og rigningin buldi á kollin- um á mér. Ég var niðurlútur, glápti niður á tærnar á mér og flýtti mér gegnum miðbæinn. En allt í einu blasti við augum mínum marglitt blómskrúð, bað- að björtu Ijósi, eins og vin í eyði- mörkinni. Ég var staddur á Austurvelli, þar sem búið er að koma fyrir skemmtilegum ljósalömpum, sem lýsa upp blómabeðin meðfram gangstígnum. Og þó blómin á Austurvelli hafi átt erfitt upp- dráttar vegna veðurs í sumar, þá er varla hægt að hugsa sér þau fallegri en þarna, þegar ljósið glampar á regndropunum á alla vega litum rósum, levkoj og fjölda mörgum öðrum tegundum. Það er eins og blómin verði enn- þá meira lifandi svona. Þessi hug mynd að lýsa upp blómabeðin, lengir í rauninni þann stutta tíma, sem við hér norðurfrá fáum að njóta blómanna. Blómin skærari hér norður frá ÞJCÆJLAGASÖNGKONAN Eng el Lund, sem ferðazt hefur víða um lönd, sagði mér um dag- inn, að hún yrði alltaf fyrir von- brigðum, þegar hún sæi á suð- lægum slóðum þau blóm, sem á annað borð vaxa hér, því þau væru hvergi eins skær á lit og falle^. Nefndi hún sérstaklega levkoj, en það blóm hafði vaxið i garðinum bak við apotekið, þegar hún var að alast upp. Og þar sem hún hafði mikla heimþrá til ís- lands eftir að hún flutti til Dan- merkur 11 ára gomul, mundi hún ennþá betur eftir yndislega ilm- inum og fallegu blómunum í garð inum. En seinna sá hún svo lev- koj suður í Evrópu og þá var það ekki nærri eins, fallegt og líflegt. Þessu segist hún veita athygli í hvert skipti sem hún kemur hing- að og gengur um bæinn. En úr- því ég var farinn að minnast á blómin á Austurvelli og upplýsinguna þar, þá langar mig til að benda á það, að skemmtilegt væri ef styttan af Jóni Sigurðssyni væri líka upp- lýst um leið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.