Morgunblaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 13
Laugardagur 12. sept. 1959 MORCVNfíT.AÐlÐ 13 Bjarni Árnason í Einarsbúð FYRSTU tómthúsamannahverfin á íslandi urðu til á Snæfellsnesi og þá að sjálfsögðu í sambandi við örgjöfular fiskislóðir. Þegar á 17. öld eru Brimilsvellir í Fróðárhreppi meðal fjölmenn- ustu fiskiþorpa á landinu og eiga heima þar um tvö hundruð manns. Að vísu voru það ekki tómthúsmenn eingöngu, sem þar bjuggu, því að grasbýli voru þar lengst af mörg. En grasnytin hrökk eigi til að fleyta á henni mörgum skepnum og urðu því hjáleigubændurnir aðallega að styðjast við sjávargagnið og tómt húsmennirnir nær einfarið. Út- gerðarsaga Brimilsvalla er löng, en eigi margbrotin, því að hún mátti heita öll í sama mund og Snæfellingar lögðu fyrir róða ár og..segl. En við lokaþátt þessarar sögu kemur frábærlega aflasæll maður og sjólaginn, svo að orð fór af um allt Nesið. Sá var Bjarni Árnason í Einarsbúð, sem í dag er til moldar borinn í Hafnarfirði hálf áttræður að aldri. Árið 1885 byrjuðu hjónin Karitas Magnúsdóttir og Árni Arnason búskap í Lækjarbug, sem var ein af hjáleigunum á Brimilsvöllum. Árni var af Gaularætt sunnan heiðar, en Karitas var á aðra hlið Skóg- strendingur, en Eyrsveitingur á hina. Síðar fluttust þau að Jaðri í Ólafsvík, bjuggu þar lengi og voru jafnan við þann stað kennd. Fyrstu þrjú búskaparárin eign- uðust þau fjóra drengi, tvenna tvíbura. Þeir fyrri fæddust 5. júní 1884. Voru þeir nefndir Bjarni Ólafur og Magnús. Er sá síðarnefndi enn á lífi og býr í Tröð í Fróðárhreppi, en Bjarni andaðist í Landakotsspítala 5. september síðastl. Þegar svo gerðist fjölmennt hjá þeim Lækjarbugshjónum, reyndist þeim erfið lífsbjargargangan. Bjarni, sonur þeirra, naut skamma stund foreldraumsjár, þar eð hann var kornungur tek- inn til fósturs af afasystur sinni, Ingibjörgu Árnadóttur, sem þá bjó í Bakkabæ á Völlum. Bakka- bær var á sjávarbakkanum, svo að Bjarni hafði kynni af glettni Ægis sem góðsemi frá 'blautu barnsbeini, enda byrjaði hann mjög ungur að fylgja fjölum þeirra Vallnara. Hann fékk fyrst að fljóta með Guðsteini gamla Þorsteinssyni, greindum karli og sérkennilegum. Annan dreng hafði Guðsteinn samtímis honum á horni sínu, en sá var Sigurður Kristófer Pétursson, er síðar varð landskunnur rithöfundur. Hefur sá, er þetta ritar, séð ýmis gögn runnin frá Sigurði um sævarhættu vestra, og vitnar hann þar oft til síns fyrsta for- manns, Guðsteins gamla á Völl- um. — Jafnskjótt og Bjarni hafði aldur til réðst hann á skútur þeirra Vestfirðinga. Ýmsir voru honum þrástæðari við dráttinn, en oftast reyndist þó gellufjöld- inn mestur hjá honum, þá er talið var um vaktaskiptin. Fóstru hans var því eigi lítill stuðningur í honum, því að henni vann hann allt, meðan hann var til heimilis í Bakkabæ. Árið 1908 fór Bjarni að eiga með sig sjálfur, enda kvæntist hann þá um sumarið, Steinunni Árnadóttur, hálfsystur föður hans. Settu þau bú saman í Ein- arsbúð á Völlum. En það er til marks um, hvílíkur dráttarmaður Bjarni var, að hann gat fyrir andvirði sumaraflans látið byggja sér hús í Einarsbúð og keypt sér bústofn. Steinunn og hann voru samhent vel í búsýsl- unni, verkvökul og ráðdeildar- söm, enda farnaðist þeim að sama skapi. Hleypti Bjarni upp meiri búpeningi en tíðkaðist meðal hjáleigubænda á Brimils- völlum, enda eignaðist hann hluta af Mávahlíð, og lét sér ekki í augum vaxa, þótt langt væri á engjateiginn. Mest dró hann þó — Minning jafnan sjávargagnið. Hann eign- aðist snemma vertíðarbát, síðar vorróðrabát, og lok§ varð hann fyrstur manna í þessari gömlu veiðistöð til þess að taka véla- aflið í þjónustu sína. Bjarni var djarfur í sjósókn sinni, en jafnframt athugull og gætinn. Hann var veðurvís og miðaglöggur og fór flestum mönnum betur að sjó, en um- fram allt var hann þó fiskisæll, enda var þá talinn brenndur sjór, ef hann kom fáfiskaður að landi. Fyrir kom í áhlaupsveðr- um, að hann næði ekki heima- höfn, en lánaðist þó ætíð að skila öllu heilu að landi. Bjarni lét sér ekki það eitt lynda að draga mikla björg úr sjó, því að hann sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn til að gera hana að gæðavöru, og áttu flestir Vallnarar honum sam merkt um það. Árið 1930 tók Bjarni sig upp frá Einarsbúð með fjölskyldu sína og fluttist til Hafnarfjarðar, þar sem hann átti heima upp frá því. Stundaði hann sjó enn um hrið og þótti sem fyrr vel lið- tækur. Síðustu árin vann hann í landi og féll aldrei verk úr hendi fyrr en yfrum lauk fyrir honum. En svo fast var hann tengdur sjónum, að hann gat ekki hugsað sér að vera bátlaus. Aldrei leið svo sumar, að hann færi ekki nokkra skotturóðra út í flóann, þegar blíðast lét og bezt, og taldi þá daga, þegar því var við komið, til mestu unaðs- stunda. Og svo vænt þótti hon- um um síðustu fleytuna, sem hann átti, að hann vitjaði hennar dag hvern öll sumur. Vera má, að þá hafi gamlar minningar leit- að í hug aldraðs manns, minn- ingar frá þeim árum, þegar hann ungur atti kapp við sjó og vind. Og víst er um það, að þá fyrst var hann í esslnu sínu, þegar rætt var við hann um sjóferðir og aflabrögð. Steinunn og Bjarni áttu dóttur eina barna, er hét Ólöf, eftir móðurömmu sinni. En þau urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa hana 24 ára gamla. Varð að henni mikill harmur, þótt í hljóði væri borinn, enda var hún væn stúlka og gjörvuleg, og öllum hugljúf, | sem henni kynntust. Konu sína missti Bjarni 1945. Þegar Júlíus j Pálsson, uppeldissonur hans, kvæntist, fór Bjarni til hans og Gunnhildar Georgsdóttur, konu j hans. Tók hann miklu ástfóstri I við börn þeirra. Bjarni Árnason var fáskiptinn, og óáleitinn við aðra, dulur í lund og innhverfur, en fastur fyrir, ef á hann var leitað. Marg- yrðar ráðagerðir án framkvæmda voru eitur í hans beinum. Hon- um var sem fleirum áframgeng- j um dugnaðarmönnum meira gef- ið um verk en orð. Öll verk sín innti hann af hendi með stakri samvizkusemi og giltu einu hvort hann vann sjálfum sér eða öðrum. Hann var manna þakklátastur, þegar honum voru sýnd vinahót. Eigi var hann vinmargur, enda vinavandur, en tryggðin hans var fölskvalaus og óhvikul. Hann stjanaði aldrei við sjálfan sig né reyndi að koma sér í mjúk hæg- indi, en fórnaði öðrum þeim mun meira, enda reyndist hann sumum vina sinna mikill greiða- maður. Kynni mín af Bjarna Árnasyni frá Einarsbúð voru löng og náin. Og þegar ég nú kveð hann, kýs ég vorri móður, „að ætíð megi hún minning kyssa manna, er voru svona góðir“. L. K. Myndaframköllun Kona, sem fengist hefir við myndafram- köllun, getur fengið vinnu nokkra tíma á dag. Vinna Marci-Feguson með ámokstursskóflu, heykvísl og jarðtætara til leigu lengri eða skemmri tíma. Uppl. í síma 13172. qqSI \m Smurl brauð og snittui Seljum smurt brauð og snittur út í bæ með stuttum fyrirvara. MIÐGABÐUR, Þórsgötu 1 — Sími 17514 VÖRUBlLSTJÓRAFÉLAGEÐ ÞRÓTTUR Allsherjar atkvæðagreiðsla um uppsögn samninga fer fram í liúsi félagsins í dag frá kl. 2—10 e.h. og á morgun frá kl. 1—9 e.h. STJÓRNIN Afgreiðslustúlka óskast í vefnaðarvöruverzlun við Laugaveg um næstu mánaðarmót. Þarf helzt að vera dálítið vön. Tilboð ásamt meðmælum eða upplýsingum um fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi á mánudag 14. þ.m. Auðkennt: „Reglusöm—4745“ Kvenfélag Háteigissóknar: KAFFISALA í Sjómannaskólanum í dag. Hefst kl. 3. Safnaðarfólk og aðrir Reykvíkingar f jölmennið og drekkið síðdeg- iskaffið í Sjómannaskólanum. NEFNDIN Mann vantar að smurstöðinni, Sætúni 4 — Sími 16227. Stulka oskast i kaffistofu LeikHusk j allarinn Veitingastofa á bezta stað í bænum. Meðeigandi óskast, er getur tekið að sér reksturinn upp á eigin spítur. Uppl. sendist afgr Mbl. merkt „Veitingastofa—9042‘a Bifreið og útvoipslón Ford station 4ra dyra, árgangur 1956, sem nýr. Utvarpsfónn með segulbandi til sýnis og sölu að Vesturgötu 54 A (uppi) Sími 22977 í dag kl. 1—1 eftir hádegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.