Morgunblaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 19
Laugardagur 12. sept. 1959 MORCVNBLifílÐ 19 — / fáum orðum sagt Framh. af hls. 8 á iðjuleysið. Það er lítil kúnst. Ég fæ nógan og góðan mat á elH- heimilinu, en er orðinn lystarlítill og nautnalítill. Samt er ég sæmi- lega fóðraður, vil ég meina, eða hvað finnst þér um það? Það er talað um að ég borði lítið, en mér finnst það nóg og þá er það nóg. Ég þarf engan hádegismat. — Ónei, það var ekki verið að hugsa um andlega fóðrið í gamla daga. Ég lærði ekki að skrifa fyrr en ég var kominn undir fimmtugt, en hætti við það þegar spænska veikin kom, því varð ég svo lítil- fjörlegur, mátti ekki við neinu. Ég lærði því aldrei ai- minlega að skrifa og ekki kann ég það nú. Þetta hefur einhvern- veginn allt orðið að engu hjá mér. — Eitthvað lesfu nú á elliheim- ilinu, er það ekki? — Jú, dálítið hef ég lesið. En ég sé ekki nema litla stund í einu. — Þú eyðir þá ekki tímanum í að lesa atómljóð? — Nei, hvað er það? Er það bók? Við snerum nú aftur tali okkar að æskuárum Magnúsar og hann sagði mér, að sér hefði þótt vænzt um prestinn, sem fermdi hann af þeim höfðingjum, sem hann hef- ur kynnzt á lífsleiðinni. Prestur- inn var Halldór Þorsteinsson frá Kiðjabergi í Grímsnesi. Þá gat Magnús þess, að hann hefði ekki fengið neina fermingargjöf, því það var ekki til siðs: — Ekki átti ég fötin, sem ég var fermdur í, en ég átti, kind, sagði hann. — Hvað er þér nú minnisstæð- ast frá æskuárunum? — Ég held hvað ég var svang- ur, ef ég á að segja eins og er. Stundum fengum við svona eins og góðan kaffibolla af nýmjólk i hvort mál.; Maður var svangur með það. En það var ekki til lengdar. Það var eitthvað sem lagðist til, einhver björg kom úr sjónum og strax eldað og komið í munninn og magann. Guð gaí manni þetta. — En hvenær byrjaðir þú að stunda sjóinn? — Ég reri svolítið út á ýsu og pilkaði hana undan Landeyja- sandi, þegar ég var 18 ára. Svo fór ég til vers í Vestmannaeyjum og var á vertíð nær hálfa öld. Það gekk ágætlega. Ég var lengi í sama skipsrúminu og það var út af því að ég var liðinn.kallarðu það ekki að ganga vel? Ég var upp undir 10 vertíðir hjá Jóni Guðnasyni frá Hallgeirseyjarhjá- leigu. Skipið hét Sigursæll, gott nafn. — Þú hefur auðvitað oft kom- izt í hann krappan? — Onei, ekki mátti það nú svo sem heita. Einu sinni var ég á bát sem hvolfdi í lendingu, en við komumst allir lífs af og allt fór þetta vel, Guð vildi hafa þetta svona, þó það nú væri. En segðu mér eitt, hefurðu ekki heyrt tal- að um sjóslysið mikla í Landeyj- unum 1893? Á laugardag fyrir pálma fórst skip með 15 mönnum og nokkru síðar lenti brimfall á öðru skipi við Landeyjasand og fórst það líka, ég held með því hafi verið 14 menn. Formaður var Sigurður Þorbjömsson frá Kirkjulandshjáleigu, en skipið hét Tobías. Það var miðvikudag- inn fyrstan í sumri. Þetta var mikið áfall fyrir Landeyinga að tapa þarna nær 30 mönnum á stuttum tíma. Þegar Tobías var að fara á flot, kom einn af há- setum hans, Jón Þórðarson, frá Hildisey, niður í fjöru, en varð of seinn. Þá kom Jón Þórðarson til Jóns Guðnasonar og bað hann flytja sig út í Tobías. Jón lofaði því. Svo renndum við færi, en ekki var góðfiski í þetta sinn. Jón Þórðarson fer nú að spyrja, hvort ekki sé kominn tími til að hann verði fluttur um borð í Tobías, en Jón okkar sagðist ætla að setja upp segl og sigla hérna vestur úr áður, í gamni og alvöru sagði hann þetta. Það endaði með því, að Jón Þórðarson var ekki fluttur útoí Tobías, því þeg- ar við vorum á heimleið, skall á aftakaveður og stinningsvindur á landssunnán. Við lensuðum og komum loks á móts við Hallgeirs ey og lentum skammt frá heimili Jóns form. þar var betri sjór. En allir skipverjar á Tobíasi drukkn uðu, eins og ég sagði áðan. Svona getur oft verið skammt milli iífs og dauða, ég vil meina það. Jón Guðnason sagði mér siðar, að hann hefði gert þetta af ertni við Jón frænda sinn Þórðarson, en það bjargaði lífi hins síðarnefnda. Hann dó hér í Reykjavík fyrir skömmu, 102 ára gamall. Ég hitti hann í fyrra og talaði þá við hann, því við vorum báðir Land- eyingar, og hafði hann gaman af, þegar ég sagði honum frá ýmsurn nýjungum úr sveitinni, túnaslétt- um og öðru. Hann var merkilegur maður. Hann söng í útvarpið, þeg ar hann var 100 ára. Það hafa ekki margir leikið eftir honum. Ég spurði hann, hvort hann ætl- aði ekki að syngja í útvarpið á næsta afmæli, en hann þvertók fyrir það. Hann hafði ekki mikla rödd undir það síðasta, en lagið hefur hann haft, vil ég meina. En það leit ekki út fyr;r að Sigurður Þorbjömsson þyrfti hans með. Nú eru þeir líklega saman á sjó, og það er ekki laust við, að ég öfundi þá dálítið. Sig- urður Þorbjörnsson átti hieima í sama túninu og ég, svo ég þekkti hann vel og sá eftir honum, en hvað dugir að tala um það. Hann dó jafnt fyrir því. — Þú hefur aldrei verið hrædd- ur á sjó? — Nei, ég hef aldrei verið hræddur. Ég hef oft farið í flug- vél milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur og aldrei verið hræddur. Ef þetta fer illa þarf ekki legstein, það er allt og sumt. — En hvenær hefur minnstu munað? ■— Ætli það hafi ekki verið, þeg ar ég fór með Jóni Guðnasyni frá Vestmannaeyjum, en við gát- um ekki tekið land og urðum að snúa aftur til Eyja. Jón og fleiri voru kenndir, eins og oft kom fyrir, ég segi ekki hann hafi verið fullur, það er ekki rétt, en kennd ur var hann, vil ég meina. Jón var ör og vildi komast til lands. Þegar vijl sáum á kennileiti sýnd- ist sitt hterjum. Þegar tveir sjóar fóru yfir Nafarinn var ekki gott í efni, en ef þeir voru þrír, þótti ófær sjór. Þegar við sjáum nú Nafarinn fóru tveir yfir, en Jón hélt hann brúklegan, þó sumir héldu hann ekki færan og var ég einn þeirra, sem hélt hann væri ekki góður og taldi heldur úr. Jón hélt samt áfram og ætlaði að vera kominn inn fyrir dimmu- mót, en þegar við vorum á móts við Hallgeirsey var sjór skarp- ófær og þurfti ekki að líta að sjó til að lenda. Guðlaugur í Halla sá skipið og gat ekki um það til að gera engin órólegheit á bæjun- um. Þegar Jón sá, að það var engin hugmynd um að lenda, spurði hann, hvort nokkur treysti sér til að taka land í Þorlákshöfn, og beindi einkum máli sínu til Sigurðar í Káragerði, sem einn var kunnugur þar um slóðir, en treysti sér ekki. Hann var kunn- ur fyrir hrakninga sína með Lætur ekki skilu- aðiim af tra sér MÚNCHEN, 11. sept. (Reuter). — Sópransöngkonan fræga Maria Callas mun fara með aðalhlut- verkið í Vestur-þýzku kvikmynd inni „The Primadonna", þrátt fyrir yfirstandandi hjónabands- erfiðleika sína, sagðt Eberhard Meichsner frá Gloria-kvikmynda- félaginu hér í dag. Annar fulltrúi kvikmyndafé- lagsins skýrði fréttamanni frá því, að frúnni hefði verið lofað- ir 500 þús. dölum fyrir þátt henn- ar í kvikmyndinni. Hann sagði jafnframt, að samkvæmt ítölsk- um lögum, mundi eiginmaður hennar eiga kröfu á helmmg þessa íjár. Þorkeli í Nesi 1883, held ég. Þá var ekki annað að gera en sigia á hafið og komast í skjól af Þrí- dröngum. Það var ekki tilhlökk- unarefni vil ég meina, í öðru ems manndrápsveðri Við köstuðum út yfirborði af þorskhausum til að létta skipið, en skildum eftir 30 hausa, ef einhver vildi nasla í þá, því það má vera ómerkileg fæða, sem menn eru ekki fegnir að éta, ef hungur er. Við köstuðum líka út kolum og salti, en ekki korn- mat, kaffi eða því um líku. Svo lágum við undir Þúfudrangnum, þó þar væri órótt og reyndum að standa uppi sem gátum, en lítið lagðist fyrir suma og misstu kjarkinn. Næsta morgun gekk hann í vestur með storm og sigldum þá til Eyja, þó sjór væri vondur, þegar hann kom á vestan í austanölduna. Við sigld- um auðvitað ekki í fullu tré, en þó gekk þetta slysalaust og seinni part dags komumst við til Eyja. Nokkrum dögum seinna fengum við leiði til lands og var þá mesti rosinn úr karlinum og veðrinu. M. — Nehru Framh. af bls. 1 sig þó eiga tilkall til, þar sem slíkt gæti dregið dilk á eftir sér. Nehru sagði, að þegar hann talaði um. að ástandið væri al- varlegt, fælist ekki í því, að hann teldi neitt sérstakt í vændum. Hins vegar hefði bréf Chou En- Lai síðastliðinn þriðjudag borið vott um harðnandi afstöðu hans. 1 bréfinu ásakaði hinn kín- verski forsætisráðherra ind- verska herinn um að hafa virt landamæri rikjanna að vett- ugi og krafðist þess, að hon- um yrði fyrirskipað að draga sig til baka. Hann bauð jafnframt upp á vin samlegar samningaviðræður. Fáleikar með nágrönnum Nehru kvað það skoðun sina, að vandræðin við landamærin yllu ekki alvarleik ástandsins, „heldur vaxandi fáleikatilfinn- ing, angur og stundum reiði á báða bóga“. Hann fagnaði fregn- um Tass-fréttastofunnar sovézku, þar sem hvatt var til skjótrar lausnar á ágreiningsmálunum, og kvað yfirlýsingar af þessu tagi fá tíðar af hálfu sovézku stjórnar- irnar. Loks barmaði Nehru óeirð ir við sendiráð Kína. Bráðabirgðalausn verði fundin í ræðu, sem Chou En-Lai flutti í fastanefnd Þjóðþingsins, hélt hann því á hinn bóginn fram, skv. fregnum útvarpsins í Peking, að kínverska alþýðulýðveldið óskaði eftir ,að landamæradeila Kína og Indlands yrði leyst á breiðum grundvelli í vinsamleg- um samningaumleitunum við Indverja til að byrja með, áður en ágreiningsmálið verður tekið upp á undirbúnum samninga- fundum, þar sem tekið verður til lit til sögulegra atriða. Ástandið í dag skipti mestu máli nú. Þá. taldi hann mikilvægt, að ekki eigi sér stað neinar breyt- ingar, fyrr en samkomulag hefur náðst um þær. Sérstaklega beri að forðast að grípa til einhliða aðgerða í þeim tilgangi að reyna að breyta landamærunum og enn síður mætti beita valdi. Að lokum hélt Chou En-L'ai því enn fram, að keppa bæri að bráða- birgðalausn, og voru allir fund- armenn honum sammála. Landamæraágreiningsins við Indverja var í gær í fyrsta sinn getið opinberlega í kommúnista- ríkinu Kína og virtist almenn- íngur ekki láta þær fregnir á sig fá. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er gtum ódýr ,ra að auglýsa í Morguntlaðinu, en í öðrum blöðum. — DANSPARIÐ Edda Scheving og Jón Valgeir, sem verið hafa í Kaupmannahöfn i snimar, munu brátt halda heim. Jón Valgeir hefur dansað í sumar í balletflokki hins kunna skemmtigarðs, Tivoli og fékk hann góða dóma þar fyrir frammistöðu sína. Þá hafa þau Edda og Jón Valgeir verið við kunn- an danskan dansskóla þar sem kynnt er allt hið nýjasta í dansi og þar kynntu þau sér nýjungar varðandi Suð- ur-Ameríska dansa og hvers konar samkvæmisdansa. — Einnig lögðu • þau stund á ballett hjá Bartholin sem er meðal kunnari balletmeist- ara Dana. Þau Edda og Jón munu hafa dansskóla í vet- ur, eins og í fyrra og mun skólinn væntanlega byrja 1. okt Bandorísku blaðamennlrnir sdn brezka Iandhelgisbrjóla BANDARÍSKU blaðamennirnir, sem komu hingað 5. september síðastliðinn á vegum íslenzku ríkisstjórnarinnar, hafa nú dval- ið hér í vikutíma og safnað frétta efni, einkum að því er varðar Kosningabaráttan 1 Bretlandi hafin LONDON, 11. sept. (Reuter). — íhaldsflokkurinn byrjaði í dag kosningabaráttu sina, en þing- kosningar eiga að fara fram þann 8. október, sem kunnugt er. í kosningayfirlýsingu flokks- ins er lögð áherzla á það, að fyrir forgöngu Macmillans for- sætisráðherra og brezku íhalds- stjórnarinnar hafi nú tekizt að nýju viðræður milli stjórnmála- leiðtoga austurs og vesturs, en af þeim sé mikils árangurs að vænta. Ekki hafði sá ásetningur íhaldsmanna, að leggja megin- áherzlu á alþjóðamálin í kosn- ingabaráttu' sinni fyrr komið í ljós en formælendur Verka- mannaflokksins vöktu athygli á því, áð fundur æðstu manna hefði ætíð verið eitt af megin- atriðunum í stefnuskrá þeirra. Ekið á grindverk AÐFARANÓTT 9. þ.m. var ekið á grindverk við Birkimel 6A og urðu talsverðar skemmdir. Er sá sem olli skemmdum þessum beð- inn að gefa sig fram við rann sóknarlögregluna, svo og þeir er kynnu að geta gefið uppl. í máli þessu. landhelgismálið. Þrír þelrra «ru nú farnir heim, en tveir eru hér enn. Blaðamennirnir hafa rætt hér við forsætisráðherra, utanríkis- ráðherra og menntamálaráð- herra, Jóhannes Nordal, banka- stjóra, Davíð Ólafsson, fiskimála stjóra og Jón Jónsson, deildar- stjóra Fiskideildarinnar. Þá hafa þeir heimsótt flsk- vinnslustöðvar, m.a. Hraðfrysti- hús Tryggva Ófeigssonar á Kirkjusandi. Einnig hafa þeir farið til Þlng- valla, að Sogi og til Hveragerðis, skoðað hér skóla og söfn. Síðast en ekki sízt hafa þeir flogið með Rán, flugvél Landhelgisgæzlunn- ar, og sáu þá brezka togara að ólöglegum veiðum innan land- helginnar úti fyrir Dýrafirði og Horni. Kviknar í kaffi- brennara GÆRMOdGúN var slökkviiið bæjarins kallað vegna elds, im kom upp í kaffibrennslunnl, Ryd- enskaffi við Vatnsstíginn. Þegar brunaverðir komu á vettvang, var mikill eldur í kaffibrennar- anum og kaffi sem verið var að brenna. Brunvörðum gekk greið- lega að ráða niðurlögum eldsins, en kaffibrennarinn skemmdist all mikið. Ekki hefur þetta þó í för með sér stöðvun brennslunnar, sagði Carl Ryden Mbl. í gær, því við höfum tvo og getum því brennt kaffi áfram, en brennar- ann sem skemmdist verður hægt að gera við. Faðir okkar, SKARPHÉÐINN JÓNSSON andaðist að sjúkrahúsinu Kleppi 9. þ.m. Jarðarförin ákveðin þriðjud. 15. sept. kl 3 frá Fossvogskirkju Blóm vinsamlega afþökkuð. Fyrir hönd vandamanna og fjærstaddar dóttur. Bergþóra Skarphéðinsdóttir Sonardóttir mín, HELGA JÓNSDÓTTIR lézt 11. september að Hnappavöllum, Fagurhólsmýri. Jarðarförin ákveðin síðar. Gísli Sigurðsson, Óðinsgötu 16 og ættingjar. Konan mín, ÓLlNA ANDRÉSDÓTTIR THORODDSEN frá Vatnsdal, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. þ.m. kl. 13,30. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vildu minn- ast hinnar látnu, bent á líknarstofnanir. Ólafur E. Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.