Morgunblaðið - 17.09.1959, Side 2

Morgunblaðið - 17.09.1959, Side 2
2 MORVVIVBT AÐIÐ Fimmtudagur 17. sept. 1959 Svar Loftleiða v/ð vibbrögðum Svla: Hraðirm á oð rdðo flugfargjöl d um t SAMBANDI við frétt í danoka blaðinu Börsen, sem birt var í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum, þar sem skýrt var frá því, að Henrik YVinberg, fram- kvæmdastjóri sænsku flugmála- stjórnarinnar, hefði vakið at- hygli sænska flugmálaráðuneytis ins á því, að lendingarréttur Loftleiða í Gautaborg á flugleið- inni Reykjavík til Hamborgar sé úr sögunni, þegar félagið byrjar að nota flugvéíar af gerðinni Douglas DC-6B — sneri Mbl. sér til Sigurðar Magnússonar blaða- bulltrúa Loftleiða og spurði hann um álit þess félags á þessari frétt hins danska blaðs og hvað hann vildi segja í þessu sambandi. Fara ummæli Sigurðar hér á eftir: Það hefur lengi verið skoðun Loftleiða að gera eigi með far- gjöldum greinarmun á því, hvort maður kemur klukkutímanum fyrr eða seinna á áfangastað. Er- lendis er t. d. gerður munur á því, hvort farið er með hraðlest eða hægfara lest. Tíminn er oft- ast nokkuð dýrmætur. Þetta er grundvallaratriði þess, að Loft- leiðir hófu árið 1951 að bjóða lægri fargjöld á flugleiðum sín- um og er svo enn. Skymaster- flugvélin DC-4, sem við höfum notað er talin mjög örugg vél, enda þaulreynd, en þessar flug- vélar voru, og eru sérstaklega í dag, ekki eins hraðfleygar og þær, sem fljótastar eru í ferðum. Þegar við hófum ferðir með lág fargjöld, þá var DC-6B mjög al- geng flugvélategund. Til þess að gefa hugmynd um hraðamismun á þessum vélum, þá má geta þess að DC-4 flýgur með 332 kílómetra hraða miðað við klukkustund, en DC-6B með 453 kílómetra hraða á klukku- stund. Mismunurinn á þeim er því 121 km ifiiðað við klukku- stund. Á þessum hraðamismun byggist það, að við höfum talið rétt að bjóða lægra fargjald. DC-4 er t. d. 13% tíma á leiðinni frá Reykjavík til New York, en DC-6B ekki nema 9.45 klst. Frá Reykjavík til Kaupmanna- hafnar er DC-4 6,35 klst. í logni, en DC-6B 4.85 klst. Nú er það ekkertlaunungarmál, að ýmis flugfélög hafa unað því illa að þetta sjónarmið okkar yrði almennt viðurkennt. Af þeim sökum, höfum við ekki fengið leyfi til að taka lægri far- gjöld milli íslands og Norður- Evrópu, en þau félög, sem geta notað á sömu leiðum hraðskreið- ari flugvélar en Skymaster. Far- gjöld okkar milli íslands og Norður-Evrópu eru þau sömu og fargjöld annarra flugfélaga. En milli íslands og Bandaríkjanna hefur þetta sjónarmið okkar feng izt viðurkennt. Samanlögð far- gjöld okkar á allri leiðinni eru þar af leiðandi lægri. Milli ís- lands og Stóra-Bretlands og meg- inlands Norður-Evrópu gilda flugtaxtar IATA, flugsamsteyp- unnar, en milli Ameríku og ís- lands eru fargjöld okkar lægri. Nú hefur verið talað um, að Loftleiðir kaupi flugvélar af gerð inni DC-6B (Cloudmaster). Þann ig háttar í dag, að stóru flugfé- lögin eru nú sem óðast að endur- nýja flugvélaflota sína með kaup um á þotum. Meðal þeirra er vél frá Douglasverksmiðjunum, sem nefnist DC-8. Þessi flugvél flýg- ur með 945 km hraða miðað við klukkustund. Ef hraði DC-6B sem er 453 km, er dreginn frá hraða þessarar flugvélar, þá er útkoman 492 km. Með öðrum orð um, ef þessi tala, 492, er borir, saman við 121 km, þá er hraða- mismunurinn miklu meiri á þess- um tveim flugvélum, heldur en á DC-4 og DC-6B. Ekkert nýtt Það hefur tekið nokkurt árabil að fá viðurkenningu á því grund- vallarsjónarmiði Loftleiða, að hraðinn skuli vera nokkurs ráð- andi um fargjöldin. Og það má vel gera ráð fyrir því, að það taki menn nokkurn tíma að átta sig á því, að með tilkomu DC-6B og samanburði á þeim og þotun- um, þá hefur í rauninni ekkert nýtt gerzt. Annað mál er það, að þeir sömu aðilar, sem aldrei hafa viljað viðurkenna hið réttláta sjónarmið Loftleiða, munu nú auðvitað grípa þetta tækifæri til þess að efna til nýrrar áróðurs- herferðar á hendur Loftleiðum. Árangur þeirrar viðleitni fer m. a eftir því, hve örugglega ís- lenzk stjórnarvöld styðja við- leitni Loftleiða til þess að keppa á alþjóðaflugleiðum. Eins og nú standa sakir, er ekkert fjármagn fyrir hendi til þess að kaupa mjög hraðfleygar tegundir flug- véla, og af þeim sökum er þetta eina leiðin, sem við fslendingar getum farið í bili, til þess að vera hlutgengir í samkeppninni. Færi svo að nægilegt fjármagn og viiji væru fyrir hendi til þess að kaupa þotur, þá myndu Loftleið- ir, að sjálfsögðu gera sínum far- þegum að greiða sömu fargjöld og þau flugfélög krefjast sem hafa upp á hinar hraðfleygu flug vélar að bjóða. De Gaulle lýsir yfir sjálfs ákvörðunarrétti Alsírbúa PARÍS, 16. septernber. — Reuter. — DE GAULLE, forseti Frakk- lands, lýsti í dag yfir sjálfs- ákvörðunarrétti Alsírbúum til handa, jafnskjótt og komið hefur verið á friði í landinu. Með þessari yfirlýsingu hefur forsetinn markað gjörsamlega nýja stefnu í málefnum Alsír. Ræðu forsetcuis var útvarpað og sjónvarpað samtímis í Frakk- landi og Alsír, þar sem upp- reisnarmenn úr röðum Múham- eðstrúarmanna hafa barist gegn Frökkum í nær 5 ár. Fjórum árum eftir að friður kemst á Hann komst svo að orði í ræð- unni, að hann teldi nauðsyn bera til að lýsa yfir því nú, að Alsír- búar ættu sjálfir að ráða fram- tíð sinni. Þeir mundu, eftir að friður hefði komist á, fá frjáls- ara og víðtækara tækifæri til þess að nota atkvæði sitt. Hann kvaðst telja að friður væri kom- inn á í landinu, þegar færri en 200 menn létu lífið á einu ári í átökum þar. Eigi síðar en fjór- um árum eftir að slíkt ástand hefði skapast skyldu kosningar fara fram. í þeim kosningum sagði for- setinn, að Alsírbúum yrði í sjálfs vald sett, hvort þeir kysu: 1) algjört fullveldi og aðskiln- að við Frakkland 2) algjöra sameiningu við Frakkland eða 3) heimastjórn, með nánum tengslum við Frakkland að því er snerti efnahags-, ut- anríkis- og landvarnarmál. De Gaulle tók það fram í ræðu sinni, að ef uppreisnarmenn vildu taka þátt í þeim breyting- um, sem nú yrðu gerðar á réttar- stöðu landsins, mundu þeir fá sama málfrelsi, kjörgengi, kosn- ingarétt og aðrir menn í landinu. Möguleikar Alsírbúa 1 ræðunni fjallaði forsetinn nokkuð um þá möguleika, sem Alsírbúar mundu eiga um að velja. Taldi hann mjög óráðlegt fyrir þá að segja með öllu skilið við Frakkland, slíkt mundi að- eins leiða yfir þá eymd, stjórn- leysi og síðast einræði. — Með sameiningu við Frakkland mundu þeir öðlast fullkomið jafnrétti á við aðra franska borg- ara. — Samkomutag nœst ekki um verð á nýju kjöti SLÁTRUN er hafin sem kunnugt er, en nýja kjötið er ekki komið í búðirnar. I gær var óvissa ríkj- andi um það, hvenær kjötið kcmur á markaðinn. Nefnd manna, sex menn, full- trúar framleiðenda og neytenda, sem hafa það verk með höndum að finna verðlagsgrundvöllinn, hefur ekki orðið sammála. Hefur nefndin undanfarnar vikur hald- ið marga fundi, en hún hefur ekki komizt að samkomulagi um hið væntanlega kjötverð. Er sennilegt að málinu verði áfrýjað til yfimcfndar, þar sem eiga sæti einn fulltrúi fyrir framleiðendur og annar fyrir neytendur, en oddamaður í nefndinni er hag stofustjóri. Mun þess því enn nokkuð að bíða, að því er Mbl. fregnaði í gær, að kjötverðið verði ákveðið og nýja kjötið sett á markaðinn. Kettirnir ú barnum Þessi skemmtilega mynd er, eins og þið sjáið, úr fjósi í sveit og við höfum valið henni nafnið „Kettirnir á barnum“. Mjaltamaðurinn er að sprauta mjólkinni upp í kisu, en annar köttur biður eftir því að röðin komi að honnim. Menn þarf ekki að undra þótt kettirnir hagi sér líkt og menn gera, er þeir koma á bar til þess að fá sér hressingu, því myndin er tek in í því mikla vinlandi Frakk landi. Hœttuástand tyrir gangandi vegtarendur SEM kunnugt er, standa nú yfir miklar gatnagerðarframkvæmdir á Miklubraut, nokkuð fyrir vest- an Seljalandsveg í Kringlumýr- inni. Hafa þessar framkvæmdir í för með sér, að umferð er mjög þröng, því helmingur götunnar er lokaður. Á þessum kafla hef- ur verið nauðsynlegt að fella þá fáu Ijósastaura sem þarna stóðu. Er svæðið því með öllu óupp- lýst, nema hvar nokkur aðvör- unarljós blikka í sífellu. Enginn afmarkaður stígur fyrir gangandi og er fólk í síöðugri hættu vegna bílaumferðarinnar úr báðum átt- um, sem ekki hefur neitt minnk- að þrátt fyrir gatnaframkvæmd- irnar. Á þetta er bent hér, því þarna er mikið hættusvæði. Ekki hafa menn er þarna eiga leið um á ýmsum tímum orðið þess varir að gerðar hafi verið sérstakar varúðarráðstafanir. Verkfræðingur einn, hjá einni helztu bæjarstofnuninni, sagði Mbl. í gær, að vissulega bæri að loka Miklubrautinni meðan á þessum stórframkvæmdum stend ur, en á meðan auka lögregluna á Suðurlandsbrautinni með tilliti til umferðaröryggisins. Biskupimi gegui starfi Þingvalla- prests EFTIRFARANDI hefur blaðinu borist frá Bandalagi íslenzkra listamanna: „Stjórnarfundur Bandalags ís- lenzkra listamanna með fulltrú- um allra sambandsfélaga, Arki- tektafélags íslands, Félags ís- lenzkra myndlistarmanna, Félags íslenzkra tónlistarmanna, Rithöf- undasambands íslands og Tón- skáldafélags íslands, samþykkti í dag einróma eftirfarandi áskor- un til Þingvallanefndar: „Stjórn Bandalags íslenzkra listamanna skorar á Þingvalla- nefnd að veita embætti Þjóð- garðsvarðar listamanni eða fræðimanni, sem væri líklegur til að vernda hina fornu þinghelgi staðarins af listrænni eða sögu- legri tilfinningu fyrir landslagi og staðháttum.“ Þingvallanefnd er beðin að taka þessi tilmæli til vinsamlegr- ar athugunar. Þá hefur sú tillaga einnig kom- ið frá Bandalagi íslenzkra lista- manna að biskupinn yfir íslandi gegni starfi Þingvallaprests.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.