Morgunblaðið - 17.09.1959, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.09.1959, Qupperneq 10
10 MORCUNTtL 4Ð1Ð Skákmólið i Bled: Mannfórnír og tímahrak Freysteinn Þorbergsson skrif- ar hér á eftir um tvær fyrstu umferðirnar á kandidata- mótinu í Bled. í’yrsta umferð 7. september. Smysloff — Tal biðskák. Keres — * Fischer biðskák Petrosjan — Friðrik 1—0 Benkö — Gligoric. Vz—Vz. Klukkan er orðin fjögur, og stóri salurinn undir opna kaffi- staðnum { Casino er að fyllast af áhorfendum. Ekki væri viðlit að fá sæti, ef Karpus hefði ekki látið merkja sætin í fremstu röð með nöfnum blaða, fréttastofn- ana og blaðamanna. Þarna er sætið Politika Thorbergsson Tass — Ekki er amalegt að fá Bendar- evský fyrir sessunaut og við hina hliðina unga fegurðardrottningu, skákmeistara Júgóslavneskra kvenna, sem talar ágæta rússnesku. Keppendur eru þegar seztir að skákinni. Fyrsti leikirn- ir koma hratt, einkum hjá Keres og Fischer. Hinn síðamefndi vel- ur Sikileijarvörn eins og Tal á móti Smysloff. Gligoric heldur sig við Kóngsindverjann, en Friðrik hefur hætt við að beita mótbragði Benónýs og teflir Nimzo-indverska vörn. Keres og Fischer leika sjö leikjum hver á fyrstu fjórum mínútum skák- tímans, en hægast gengur hjá Friðriki. Á fyrstu ellefu leikina sem allir eru eftir bókinni, not- ar hann eina klukkustund og ellefu mínútur af tima sínum. Það þótti Bronstein að vísu ekki mikið. Koteff segir, að hann noti aldrei minna en fjörutíu mínútur á fyrsta leik, en það er nú nokk- uð í stílinn fært. Strax á 45. mínútu skáktímans fer mikill kliður um salinn. Keres fórnar, drottningunni þegar í 13. leik, fyrir þrjá menn. Það fer ekki á milli mála að hann teflir stíft upp á vinning. Annar sessunautur minn segir, að Keres hafi lítið sofið um nóttina fyrir hefndar- áformum vegna ófaranna á móti JC ve: / / . L'/l °f LeimiliÍ Peysa sem allar stúlkur dreymir um að eignast NÚ er sól tekin að lækka á lofti, grös að fölna og hvert sem litið er, má sjá þess merki að sunjarið ar að kveðja. Ungu stúlkurnar hafa hengt upp þunnu sumarkjólana sína og búnar að taka fram skjólbetri fatnað, sem ver þær fyrir miá viðri haustsins. Pils og peysa hafa í langan tíma verið mjög vinsæll klæðn aður meðal kvenna, og þykk og hlý peysa þykir alveg ómissandi yfir vetrartímann. Og nú er einmitt tími til að taka fram prjónana og prjóna sér eina slíka fyrir veturinn. Hér á eftir fara leiðbeining- ar um, hvernig peysa sú er prjónuð, sem meðfylgjandi mynd sýnir. Ekki tekur eins langan tíma að prjóna hana og í fljótu bragði kann að virðast, því hún er prjónuð úr mjög þykku garni á grófa prjóna. í peysuna fer 1000 gr. af þykku garni og notaðir prjón- ar nr. 10. Hún er prjónuð í 6 hlutum, og er mynstrið á allri peysunni það sama 1 lykkja rétt og ein röng, þannig að lóðréttar rákir myndast. Hinir jinstöku hlutar peysunnar ru prjónaðir þannig: Hægra framstykki: — Fitjið ipp 38 I. og prjónið 43 cm. Fellið af 2 1. í vinstri hlið þannig: Lyftið 1 lykkju, prjón ið 1 og lyftið þeirri óprjónuðu /fir. Þessar þrisvar sinnum í annari hverri umf., einu sinni eftir umf. x. Endurtekið frá x til x þrisvar. Því næst fellt úr 3 í annarri hverri umf. Þegar stykkið mælist 64 cm. eru skildar eftir lykkjur fyrir kragan hægra megin í annari hverri umf., þannig: 5 1., 4. 1. 3 1., 2 sinnum 2 1. og svo þær lykkjur, sem þá eru eftir á prjón inum. Vinstra framstykki: Prjónað eir.s og hægra framstykki, r.ema fellt er af hægra megin, og þá teknar lykkjur saman. Bakstykkið: Fitjið upp 57 1. og prjónið 43 cm. Fellið af 4 1. báð- um megin, hægra rrt^gin 2 tekn- ar saman, vinstra megin eins og lýst er í hægra framstykki. Úrtakan er þannig: x þrisvar sinnum aðra hverja umf., einu sinni eftir 4 umf. x, endurtekið frá x til x þrisvar, einr. sinni í annarri hverri umf., einu sinni eftir 4 umf. Þegar bakstykkið mælist 68 cm., eru 1. teknar upp á prjónanælu og geymdar, þar til byrjað verður á kraganum. Hægri ermi: Fitjið upp 3o 1. — Aukið út í báðum megin eina 1. í 8. hverri umf., alls 7 sinn- um. Þegar ermin mælist 4^ cm. eru 2 1. prjónaðar saman í hægri hlið í 4. hv. umf., alls 9 sinnum, því næst 2 1. saman tvisvar í ann arri hverri umf. Úrtakan (lykkj- unni lyft í vinstri Mið, 2 teknar saman í hægri) er þannig: Tvis- var sinnum í annarri hverri umf. einu sinni eftir 4 umf. x 3 sinnum í annarri hverri og einu sinni eftir 4 umf, x. Endurtekið frá x til x þrisvar sinnum. Fellt af. Vinstri ermin prjónuð eins. Frágangur og kraginn: Pressið peysuhlutana og saumið þá sam- an. Lykkjurnar í hálsmálinu eru teknar upp á prjón og kraginn prjónaður. Er hann 14 cm. á lengd. 5 hnappagöt eru búin til á hægra framstykki og þau látin liggja lóðrétt. Fyrsta hnappagat- ið er saumað 4 cm. frá fitinni, en hin með 14 cm. millibili. — Saumið hnappana á vinstra fram stykki — og peysan er tilbúin. 1 skáksalnum í Bled. Fischer í Zurich, en þó leikið við hvern sinn fingur um daginn, vegna bjartsýni um að áformin muni takast. Drottningarfórnin er ekki ný. Hún mun fyrst hafa verið rannsökuð af Trifunovic. Fischer vinnur brátt einn mann- inn aftur, en kóngur hans lendir þá í klemmu, og hrókur er inni- lokaður. Snáðinn teflir vörnina vel, og tekur brátt að pressa Keres á tíma. Ólíkt er að horfa á drenginn nú eða í Portoroz í fyrra, þegar mótið þar hófst. Þá var hann lítill og hikaði við hvern leik. Nú er hann ekki lægri í loftinu, en hver annar, og leikirnir koma af sömu sann- færingu, eins og hann viti sig fást við léttann andstæðing. Smýsloff skiptir brátt upp á drottningum og fær hagstætt endatafl. Benkö vill ekki láta til skarar skríða á miðborðinu, fyrr en það gefi beinan gróða. Tækifærið kem ur í 17. leik — svartur riddari er hrakinn út í horn, en horn- rekur eru, sem kunnugt er, sjald- an til mikils gagns. Friðrik er furðu rólegur að leika, en staðan er að.vísu erfið. Peðsókn andstæðingsins á drottn ingarvæng er vægast sagt ógn- andi, en erfitt að ná gagnsókn á kóngsvæng, sökum traustrar stöðu og vel staðsettra manna Petrosj ans. Keres fórnar enn peði í 22. leik, til þess að reyna að halda svarta hróknum í klemmu og kóngnum, en Fisrher bætir stöðu sína og eykur tímamuninn með hverjum leik. Tal fórnar skiptamun fyrir peð, til að reyna að byggja upp trausta víglínu. 'aðrar leiðir voru naum- ast skárri. Með því að fórna peði tekst Gligoric að losna úr klemmunni og skipta upp á horri- rekunni. Skák hans við Benkö er að verða jafnteflisleg, en Benkö er kominn í tímaþröng. Friðrik er þó margfalt verr sett- ur hvað tíma snertir, á nú aðeins fjórar mínútur eftir fyrir 15 leiki, og baráttan er rétt að hefjast. Petrosjan opnar sér línu á drottn- ingarvæng, og Friðrik á ekki á öðru völ, en að hefja peðasókn á kóngsvæng, til þess að reyna að brjóta hvíta vígið, en þetta veik- ir að sjálfsögðu hans eigin kóngs- stöðu. Brátt rænir Petrosjan peði og litlu síðar leikur Friðrik grófum afleik og gefst upp um leið. Gligoric kærir sig ekki um að fá stöðu sna £ bið og býður jafn- tefli, sem Benkö hafnar. Nokkru síðar þiggur Benkö þó boðið. Hann átti aðeins sekúndur eftir á fimm leiki. Fischer, sem stöðugt pressar Keres á tímann, flýtir sér um of. Sleppir hann auðveldri vinnings- leið, þegar hann í 31. leik drepur skakkt peð. Fischer hefur samt góðar vinningslíkur, er skákin fer í bið. Líkt er um • Smýrslof, sem er á góðum vegi með að brjót ast í gegn um varnir Tals á kóngsvæng. Önnur umferð 8. september. Tal — Gligoric 1—0. Friðrik — Benkö biðskák. Fischer---Petrosjam biðskák. Smýrsloff — Keres biðskák. Aftur beitir Gligoric Kóngs- indversku: vörninni, að þessu sinni gegn Tal. Hinn ungi meistari frá Kigu er auðsjáanlega f baráttuhug. f 13. leik velur hann mjög skarpftog tvíeggjað framhald, til þess að opna sér sóknarlínur á kóngs- væng. Gligoric teflir ekki bezta framhaldið og missir brátt mann. Hann hefur að vísu þrjú peð fyrir manninn, en Tal heldur sókninni. Eftir frekari svipting- ar kemur út endatafl, þar sem # ^ ^ & 'Ö' Skák Friðriks og Benkö SPÁNSKUR LEIKUR Hvítt: Friðrik Svart: Benkö 1. e4, e5 2. Rf3, Rc6 3. Bb5, a6 4 Ba4, Rf6 5. 0-0, Be7 6. Hel, b5 7. Bb3, 0-0 8. c3, d6 9. h3, Bb7 10. d4, Rb8 11. Rbd2, Rbd7 12. Bc2, He8 13. Rfl, Bf8 14. £g3, g6 15. h4, d5 16. dxe5, dxe4 17. Rxe4, Rxe4 18. Bxe4, Bxe4 19. Hxe4, Rxe5 20. Bg5, Dxdl 21 Ilxdl, Rxf3f 22. gxf3, Bd6 23. Hdel, IIxe4 24. fxe4, He8 25. f3 f5 26. Kf2, Kf7 27. Ke3 fxe4 28. fxe4, Ke6 29. h5, Hf8 30. hxg6 hxg6 31. Kd3, Hf3f 32. He3, Hfl 33. Hh3, Hdlf 34. Kc2, Hgl 35. Bd2, g5 36. Hh6f, Kf7 37. Kd3 Hg3f 38. Ke2, Hg2f 39. Kd3, g4 40. e5, Bxe5 41. Hxa6, g3 og hér fór skákin í bið og varð fram haldiö sem hér segir: 42. Be3 Hxb2 43. a4, b4 44 cxb4, g2 45. Ke4, He2 46. Kf3, Hxe3f 47. Kx g2, Hb3 48. b5, Bd6 49. Kf2, Ke6 50. Ke2 Kd5 51. Ha8 Kc4 52. Ila6, Bc5 53. Hc6, He3f 54. Kd2 He7 og hvítur gafst upp. Tal hefur hrók og þrjú peð gegn biskupi og sex peðum andstæð- ingsins, en hrókurinn á opna leið í herbúðir óvinarins, og ræð- ur það úrslitum. Friðrik og Benkö tefla spænska leikinn. 1 15. leik sprengir Benkö upp á miðborðinu, og vel- ur Friðrik naumast bezta svarið, í tímaþrönginni tekst Benkö að auka stöðumuninn, og þegar skákin fer í bið, er hún vonlaus að sjá fyrir Friðrik. Hæður því einkum hið hættulega frípeð hjá Benkö. Petrosjan velur Caro Kann- vöm gegn Fischer og hrókar langt. Fischer hefur peðasókn að Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.