Morgunblaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 17. sept. 1959 MORGVISBLAÐIÐ 15 Á stjórnpalli Ingólfur Kristjánsson: Á stjórnpallinum. Saga Eiríks Kristóferssonar skipstjóra. Kvöldútgáfan, Akureyri 1959. Vestfirðingar hafa frá öndveiðu verið dugmiklir sjómenn og kunn að landsmanna bezt til sjó- mennsku, hvort heldur er við fisk veiðar eða til ferða. Enda hefur sjórinn verið Vestfirðingum þýð ingarmeiri en öðrum landsmönn- um bæði til fanga og ferða. Sam- göngur voru víða á Vestfjörðum næm eingöngu á sjó. Vestfirðing- ar vöndust því'frá blautu barns- beini við sjóinn og hann var þeim í mörgu jafnþýðingarmikitl og landið. Það er engin tilviljun, að Vest- firðingar hafa á þessari öld orðið fremstir á hvaða sviði sjómennsk unnar sem er. Við veiðar á vél- skipum, togurum og í siglingum með ströndum fram og milli landa, og sama er að segja, hvað viðvíkur landhelgisgsezlu og björgunarstarfsemi ýmis konar. Á öllum þessum sviðum hafa Vest firðingar átt afburðamenn og ekki sízt, þar sem björgunar- starfsemin er og landhelgisgæzl- an. Af sögu landhelgisgæzlunnar sést vel, að Vestfirðingar hafa þar frá öndverðu verið í brjóst- vörn. Það er frægt, þegar Hannes Hafstein réðst til atlögu við brezkan togara, Royalist, á Dýra- firði 1895. Varð sú för fræg og komu Bretar þar illa fram sem oftar. Brezkur togari flutti Guð- mund Barðstrendingasýslumann og Snæbjörn í Hergilsey sem fanga til Englands, litlu eftir alda mótin. Brezkur togari tók Eirík skipherra til fanga og flutti til Englands árið 1924. Frá því segir Eiríkur í ævisögu sinni. Eiríkur Kristófersson er Vest- firðingur að ætt og uppruna. Skapgerð hans er fyrst og fremst mótuð af lífsbaráttu forfeðra hans við sjó og önnur störf tengd sjónum. Karlmennsku og vík- ingslund Vestfirðingsins, gætri og þrautseigju sjómannsins, við- brögð, er aldrei fatast, eru ein kenni hans í. starfi. Þetta sézt greinilega af hinn ágætu ævisögu hans. Á stundum skynjaði hann hættur, sem steðjuðu að á yfir- náttúrlegan hátt, eins og hann segir skýrlega frá í kaflanum: Aðvarandi rödd. En þessi skynj- un er einmitt arfur sæfarenda, sem er forn að uppruna og heilla- drjúgur Eiríkur skipherra hefur frá mörgu að segja. Ævi hans hefur verið viðburðarík, enda hefur hann sinnt þeim málum, sern verða sviprík í sögunni þar sem eru landhelgismálin. Hann kaus ungur sjómennsku og ævistarfi og hvikaði hvergi frá þeirri ætl- un, þó Ægir reyndist stundum hvikull og erfiður til lags. Hann stundaði sjó á togurum og var í siglingum til Spánar. Frásagnir af þessu eru mjög skemmtilegar og vel sagðar. En ég held, að flest um muni leika mest í muna að kynnast frásögnum hans af starf- inu við landhelgisgæzluna. En starf Eiríks á því sviði er fjöl- þætt og hefur margt drifið á daga hans þar. Hann hefur oft lent í ævintýrum í sambandi við tog- arahandtökur. En alltaf borið sig ur af hólmi i leik við grálynda og óhlýðna veiðiþjófa. Mér er sér staklega í huga eftir lestur bók- arinnar frásagnirnar: Tilraun til að sigla Enok niður^ Fluttur til Englands og Skammbyssuskip- stjórinn. Starf varðskipanna er fólgið i fleiru en að taka veiðiþjófa í landhelgi. Þeir þurfa oft að veita bátum og fiskiskipum margskon- ar aðstoð og vernda veiðarfæri fyrir ágangi erlendra togara. — Einnig hjálpa skipum, sem lent hafa í hrakningum og bjarga sjó mönnum úr sjávarháska. Björg- unarstarfsemin er fjölþætt og lýsir Eirikur skipherra henni að nokkru. Má geta þess, að Eiríkur hefur hjálpað skipum og er því Ingólfur Kristjansson af nógu að taka til frásagna. Mér eru minnisstæðastir kaflarnir: Björgun á jólakvöld, Northern Crown á klettinum og Goðaness- björgunin. Allir þessir kaflar eru mjög heillandi til lestrar og eru mjög fróðlegir, og er gaman að kynnast þessum þætti í frásögn- um Eiríks. Síðasti kafli ævisögunnar heit- ir: Tó'lf mílna stríðið. Er hann eins og nafnið bendir til um starf Eiríks skipherra, eftir að land- helgin var færð út um tólf mílur. Frásagnir Eiríks af atburðum þeim, er gerzt hafa síðastliðið ár í sambandi við landhelgisdeil- una við Breta eru rnjög skemmti lega sagðar. Það er mikilsvirði að fá frásögn af þessum atburð- um frá þátttakanda. Veit ég því, að menn mun fýsa að lesa og kynnast þessum kafla. Bókin Á stjórnpallinum er prýdd mörgum myndum og er frágangur hennar hinn sæmileg- asti. Ég held, að Ingólfi Kristjáns- syni hafi tekizt vel að færa í xet- ur frásagnir Eiríks skipherra. — | Bókin Á Stjórnpallinum er Bókin er fjörlega rituð og er þó látlaus í frásögnum öllum og ber þess glöggan keim, að sögumað- urinn er hvergi smeykur að segja það, sem honum býr í brjósi, enda hefur hann engu að leyna. Varðstaða hans á stjórnpallinum er Islandi til sóma. Ég skai fúslega játa, að ég er enginn spámaður; en hitt kæmi mér ekki að óvörum, að þessi bók verði uppseld löngu áður en hinn venjulegi jólamarkaður bóka jhefst. Jón Gíslason. Sendisveinn röskur og ábyggilegur, óskast. H. BENEDIKTSSON, H.F. llafnarlivoli. VINNA Ungur maður óskast til afgreiðslustarfa í bifreiða- deild vora. Garðar Gíslason hf. Hverfisgötu 4—6. Auglýsendur! Dlorigtittlilabiti er helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt dagblað. ☆ Blaðið er nú sent öllum þeim, er áður fengu „ísafold og Vörð“. og er bví lesið á flest öllum bæjum dreifbýlistns. ☆ fi*i>r0íWíral>l&Sii& er blað ailra landsmanna. Höfum fengið glæsilegt úrval af gardínuefnum Komið meðan úrvalið er mest. Strigo prjónavélar Hin vandaða svissneska prjónavél STRIGO óskar að stækka sölukerfi sitt í Svíþjóð. Vill þess vegna kom- ast í samband við sölumenn, sem hver á sínu svæði hefðu áhuga fyrir þessari vörutegund. — Skriflegar umsóknir með öllum nánari uppl. sendist til: Akts SYNA Ved Godsbanegaarden 2 — Köbenhavn V By 9501. Sk.riístofustúlka Heildverzlun óskar að ráða til sín skrifstofustúlku tfl almennra skrifstofustarfa. Þarf að hafa góða vélrit- unarkunnáttu. Umsóknir með sem ítarlegustum upp- lýsingum, merktar: „Skrifstofustörf — 9082“ send- ist afgr. Mbl. fyrir 19. þ.m. Ráðskona og aðstoðarstúlkur óskast í mötuneyti. Upplýsingar í Ráðn- ingarskrifstofu Reykjavíkurbæjar. Sogsvirkjunin. Orðsending frá Húsmæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirði Kennsla hefst í húsmæðraskólanum á Löngumýri 15. október n.k. Hægt er að bæta við nokkrum nemendum vegna forfalla. Meðal náms og dvalarkostnaður á nem- anda varð s.l. vetur kr. 5.400,00. Æskilegt er að fyrrver- andi nemendur og aðrir sem ætla að stunda verkqám í skólanum mæti.þar 15 október. Bóklegt og verklegt nám fyrir unglingsstúlkur 14 ára og eldri hefst á Löngumýri 15. október. Umsóknum fylgi afrit af fullnaðarprófs- vottorði. < SKÓLASTJÓRI. Húsnœði til leigu önnur hæð í steinhúsi á góðum stað í miðbænum er til leigu frá 1. okt. Væri hentugt fyrir skrifstofur, læknastofur, matstofu o. fl. Húsnæðið er: allstór salur, stofa, eldhús, snyrtiherbergi, innri og ytri forstofa. Húsnæðið er í mjög góðu ásigkomulagi. Tilboð merkt: „333 — 9180“ sendist Morgunblaðinu fyrir 23. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.