Morgunblaðið - 17.09.1959, Side 23

Morgunblaðið - 17.09.1959, Side 23
Fimmtudagur 17. sept. 1959 MORCTJNBÍ 4Ð1Ð 23 Callas og Onassis Samvistir þeirra vekja enn mikla athygli Jón Gíslason - minningarorð HANN lézt hér í bænum 10. sept. Hafði hann orðið bráðkvaddur niður við verkamannaskýl i. Jón var fæddur í Gröf í Hrunamanna hreppi 25. nóv. 1890, en fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sín- um og systkinum árið 1902. 17 ára gamall fór hann að læra skó- smíði hjá Jóni Stefánssyni skó- smíðam., sem þá hafði vmnu- stofu á Laugav. 12 hér í bæ, en námi lauk hann hjá Oddi Bjarna syni sem þá hafði vinnustofu og verzlun á Vesturg. 3. Jón þótti snemma afgbragðs skósmiður, enda var sótzt eftir í þá daga að ganga í skóm «ða vaðstígvélum smíðuðum eftir Jón Gíslason. Seinna hætti Jón svo skósmíð- inni og fór að vinna alla algenga vinnu og vann í mörg ár hjá Reykjavíkurbæ. Á yngri árum Var Jón glæsilegur maður, fríður sýnum og gjörvilegur. Hann var söngmaður góður og gleðimaður á stundum og söng þá oft í karla- kórum, meðal annars var hann stofnandi Karlakórs Iðnaðar- manna og söng i þeim kór í mörg ár. Einnig mun hann hafa sung- ið í Fríkirkjunni á tímabili. Þann ig liðu árin og lífið brosti við honum enda eftirsóttur á gleðinn ar stundum, og var þá ósjaldan skálað í dýrum veigum, enda var hann hraustur og sást !ítt fyrir. Jón var tvíkvæntur og átti með konum sínum 4 börn og eru tvö þeirra á lifi, Gísli og Þórður, en Karl og Herdís dóu ung. Hann sleit samvistum við konur sínar eftir stutta sambúð. Þannig er saga þessa frænda míns í stuttu máli sem við kveðj- um nú í dag, er óblíð veðrátta og ill örlög voru búin að hafa sín áhrif á áður en hann dó. Nú þegar þú ert farinn frá okkur, minnumst við margra gleðistunda, sem þú hefur veitt okkur með nærveru þinni og ósk- um þér góðrar ferðar til ókunna landsins. Þ. K. Fjallferðin úr Hreppunum liafin HÆLI, Hreppum, 16. sept. — Fjallferðin er byrjuð. I gær fóru sex menn í lengstu leit, inn í Arnarfell. Fjallkóngur Hreppa- manna, bændaöldungurinn Jó- hann á Hamarsheiði, fór í fjall- ferðina með sexmenningunum. Er réttað í Skaftholtsréttum 24. þessa mánaðar og munu Hreppa- bændur fá af fjalli svipaða tölu fjár og í fyrra, um 12.000. — St.G. MBL átti í gærkvöldi tal við Stefán líjörnsson forstjóra Mjólkursamsohinnar hér í bæ og spnrðist fyrir um hvernig fólk hefði tekiS þeirri nýjung, að mjólkin væri seld i pappa- umbúðum. Stefán Iét vel yfir móttök- um þeim er þessi nýjung fékk í gær, en það var fyrsti dagur- VATIKANINU og GLYFADA, 16. sept. Reuter. — Söngkonan María Callas ætlaði í dag að fara til Bil- bao flugleiðis með tveggja hreyfla einkaflugvél olíukóngsins Aristoselesar Onassis, og stend- nr för þessi í sambandi við fyrir- hugaða söngskemmtun á Spáni. Onassis hótar ljósmyndara Ekki hefur tekist að afla nán- ari upplýsinga um brottför söng- konunnar, enda hvílir yfir henni slík leynd, að ætla mætti að um hernaðarleyndamál væri að ræða. í gærkvöldi hótaði Onassis ljósmyndara einum, að „brjóta ekki myndavél yðar — heldur höfuð“, ef hann tæki mynd af þeim Callas í dansi. Þetta skeði fyrsta kvöldið sem þau fóru út, eftir að þau komu til Glyfada, um 16 km fyrir ut- an Aþenu, með lystisnekkju olíu- kóngsins s.l. mánudag. Þau Call- as og Onassis vísá enn á bug öllum orðrómi um að þau elsk- ist. „Ég er hér í viðskiptaerind- um“, segir Onassis, „og Maria kom hingað til þess að hvíla sig, því að þess þurfti hún með.“ Siðferðilegt íhugunarefni Fólk viða um heim fylgist af áhuga með því sem gerist hjá þeim Callas og Onassis. Eitt af dagblöðum Vatikansins sagði í dag, að frásagnir blaða og tíma- rita í Róm af samvistum þeirra -- Rannsóknarnefnd einungis keppir að friðsamlegn sambúð við nágranna sína, hefur orðið fórnardýr utan að komandi árásar.“ Formaður nefndarinnar, Shib- usawa, lét svo ummælt, að nefnd- in mundi þegar byrja að afla sér upplýsinga um málið, hvar sem þeirra væri að leit, og sagði að nefndin hyggðist ekki dvelj- ast lengi í Laos. „Við erum reiðu- búnir til að gera allt sem í okkar valdi stendur, til þess að leysa af höndum það verkefni, sem Ör- yggisráðið hefur falið okkur með ályktun sinni“, sagði hann. Meðan þessu fór fram, hafa kínverskir kommúnistar og kommúnistastjórnin í Norður- Viet-Nam lýst yfir stuðningi við tillögu Sovétríkjanna um að efr.t verði til ráðstefnu um málið með þeim aðilum, er árið 1954 tóku þátt í ráðstefnunni í Genf, sem leiddi styrjöldina í Indo-Kína til lykta. Þessari tillögu hefur hins vegar verið vísað á bug af ýms- um þjóðum, þ. á m. Bandaríkja- mönnum og Frökkum. Hafa þeir síðarnefndu m. a. bent á að Sam- einuðu þjóðirnar hafi nú þegar tekið málið í sínar hendur. . Nýjar árásir kommúnista Seint í gærkvöldi bárust fregn- ir af enn nýjum átökum í norð- austurhluta landsins, en ekki var unnt á því stigi málsins að greina nánar frá, hversu alvarleg þau væru. inn sem slík mjólk var til sölui. Sneinma dags voru birgðir þær, sem sendar höfðu verið mjólkurbúðum, uppseldar og er ekki gott um það að segja hvort svo skjót sala hefir or- sakast að nýjabruminu sem á þessu var, eða þeim hægðar- auka sem þetta veldur almenn ingi. myndu ásamt fregnum af skiln- aðarmáli Ingrid Bergman og Robero Rosselini fylla samanlagt um 426 feta langan blaðadálk. Annað blað er með svipaða út- reikninga og segir þá ekki hugs- aða sem stærðfræðiæfingu, held- ur siðferðilegt íhugunarefni. Gagnkvæmar kveðjur LAUST fyrir klukkan níu á þriðjudagsmorgun barst forsætis ráðherra, Emil Jónssyni, svo- hljóðandi skeyti frá N. Krúsjeff, forsætisráðherra Ráðstjórnarríkj anna, en flugvél hans var þá yfir íslandi, á leið sinni til Bandaríkj anna: „Á flugi yfir tslandi sendi ég yður og hinni íslenzku þjóð vin- arkveðjur og árnaðaróskir. Nikita Krúsjeff". Forsætisráðherra svaraði kveðj- unni um hæl með svofelldu skeyti: „Ég þakka yður, herra forsætis ráðherra, árnaðaróskir yðar, sem ég og þjóð mín metum mjög mik- ils._ Ég vona, að fundur yðar og Bandaríkjaforseta verði árang- , ursríkur til góðs fyrir allar þjóðir heims. Emil Jónsson“. (Frá forsætisráðuneytinu). — Skákmóíið Framh. af bls. 10 kóngi svarts, en er ekki kominn langt, þegar hinn sterki riddari Petrosjans tekur að rusla til í herbúðum andstæðingsins, sem á veikan biskup í staðinn. Þegar biskupinn loks kemst í spilið, hefur Petrosjan unnið peð og komið einu frípeða sinna allt upp á sjöundu línu. Með slíkan vá- gest fyrir dyrum, getur Fischer naumast búizt við að bjarga bið- skákinni, einkum þar sem hann hefur hvorki frípeð sjálfur, né raunhæfa sókn. Eldri kynslóðin, þeim Smysloff og Keres, leiða saman hesta sína í Spænskum leik. Keres virðist vera með eitthvað nýtt í poka- horninu og leikur hratt og djarf- lega. Brátt nær hann að skipta upp í endatafl, þar sem hann hef- ur yfirráð yfir öllum helztu sam- gönguleiðum. Smysloff er nú kominn í tímaþröng, og tekst þá Keres að véla af honum peð. Síðan fer skákin í bið. Biðskákir 9. september. Smysloff — Tal 1—0 ' Keres — Fischer 0—1 Friðrik — Benkö 0—1 Fischer — Petrosjan 0—1 Smysloff — Keres 0—1 Þegar við Tal borðum saman morgunverð, er hann ennþá von- góður um að bjarga skákinni, sem hann segir að Smysloff hafi teflt mjög vel. Sagt er að Fischer hafi einnig von um björgun á móti Petrosjan, en allt fer þó samkvæmt áætlun. Hvílíkur dag- ur! Ekki einungis Keres, Tal og Friðrik liggja í valnum, heldur Samkomur Hjálpræðisherinn: — Fimmtudag kl. 20,30: Almenn samkoma. — Fagnaðarsamkoma fyrir Birgit Jostad frá Noregi. Allir velkomn ir. — Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8,30. — Kristín Sæmunds og Ester Nils- son tala. Allir velkomnir. Mjólkinni í pappaumbúð unum var vel tekið einnig Smysloff, sem í siðustu tveim áskorendamótum tapaði aði aðeins einni skák í hvoru móti, og loks verður undrabarnið ameríska, í fyrsta sinn á ævinni, að gefast.upp fyrir Rússa. 1 skákinni Smysloff—Tal nær hinn fyrrnefndi að koma hrók sínum inn í raðir óvinanna, er þá framhaldið aðeins tæknilegt. Tal gefst svo upp, þegar hann getur ekki lengur spyrnt á móti frípeði andstæðingsins. Fischer leikur, sem áður, hratt og nákvæmt á móti Keres. Brátt tekst drengnum að vinna hið þýðingarmikla peð, sem hann hefði átt að drepa þegar í 31. leik, eins og áður segir. Á hann nú tvö samstæð frípeð og kostar annað þeirra riddara. í tíma- þröng og vonlausri stöðu verður Keres svo mát á miðju borði. Fallegur endir á mikilli baráttu- skák milli elzta og yngsta þátt-' takandans. Friðrik verður brátt að gefa mann fyrir hið hættulega frípeð andstæðingsins. Framhaldið er auðvelt fyrir Benkö, og Friðrik gefst upp í 55. leik. Fischer reynir að verjast Petrosjan með taktískum brell- um, en er mjög bundinn sökum hins hættulega frípeðs. Rússinn hrekst að vísu með kóng sinn um hálft borðið, en öðru hverju hef- ur hann þó tíma til að ýta tveim- ur nýjum frípeðum áleiðis. Loks hafa þau lallað upp á sjöttu og sjöundu línu. Þá berst skyndilega kliður um salinn Fischer hafði séð sér leik á borði að vinna eitt af frípeðum andstæðingsins og lætur þá ekki bíða boðanna, þar sem hann er að reyna að pressa andstæðinginn á tíma. Eftir svar Petrosjans sér Fischer loks þann kost . vænstan að gefast upp. Brosandi stöðvar hann klukkuna og tekur í höndina á andstæð- ingnum. Þeir tímar eru liðnir þegar slíkum athöfnum fylgdu tár á kinnum. Keres teflir biðskákina við Smysloff með sama glæsibrag og fyrrihlutann. Þegar hann er kom- inn með nokkur peð yfir í hróks- endatafli, sér fyrrverandi heims- meistari að ekki verður feigum forðað og hættir hinni vonlausu baráttu. Radíofónn til sölu úr haghony, með Garrad 3ja hraða plötuspilara og „Hifi 3-dimension“ hátalarakerfi, FM-bylgju og banddreifingu á stuttbylgjum. Ásvallagötu 46 HI. kl. 20—22. Sími 10461. Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar. Kassagerð Reykjavíkur h.f. Móðir okkar ANNA JÖNSDOTTIR andaðist að heimili sínu Stórholti 30, 15. þ.m. Börnin. Dóttir okkar ÞURÍÐUR ELlN verður jarðsett frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. sept. Athöfnin hefst kl. 1,30 e.h. Blóm afþökkuð. Sigríður Gísladóttir, Guðmundur Bjarnason, Ljósvallagötu 32. Móðir mín GUÐRtJN JÓNSDÓTTIR frá Fáskúrðsfirði, sem lézt 13. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. þ.m. kl. 10,30 fh. Athöfninni verður útvarpað. Blóm afbeðin, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Sólveig Bjarnadóttir. Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för systur minnar RÓSU ELÍNAR VIGFtíSDÓTTUR Sigurveig Vigfúsdóttir, Óðinsgötu 17. Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu við andlát og útför JÖRUNDAR ODDSSONAR aðalbókara. María Pétursdóttir og börn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ÓLAFS ÓLAFSSONAR Ólafsvöllum, Vestur-Landeyjum Þorgerður Guðmundsdóttir, Signý Ólafsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Sigurgeir Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.