Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 3
Laugardagur 26. sept. 1959 VORCVNBLAÐ1Ð 3 Sjóstanga- félag áformar veiði hámera í SÍÐUSTU viku gerði brezk- ur sjóstangaveiðigarpur, Norton C. Bracy, ítrekaðar til- raunir til þess að fanga há- meri hér við land, en orð fer af að sá fiskur dafni hvað bezt við íslandsstrendur og sé að sama skapi stærri hér en annars staðar. Og hver er sá veiðimaður, sem ekki vill leggja dálítið á sig, til þess að ná í stærsta fiskinn? Tíðindamaður Mbl. var svo heppinn að hitla á förnum vegi Jóhann Sigurðsson, skrifstofu- stjóra Flugfélags íslands í Lund- únum. en hann var aðalhvata- maður að komu veiðigarpsins hingað og var með honum í öll- um ferðunum. Skýrði Jóhann svo frá, að gripið væri hvert tæki- færi til þess að laða erlenda ferða menn til landsins og löngum ver- ið hafður augastaður á ýmiskon- ar veiðum hér í því sambandi. Um veiðar í ám og vötnum væri það hins vegar að segja, að áhugi landsmanna sjálfra fyrir þeim væri svo mikill, að naumast væri þar rúm fyrir fleiri. Þess í stað hefur hugurinn beinzt að hugs- anlegum stangaveiðum á sjó, sem hin síðari ár hafa rutt sér til rúms í ýmsum löndum og eiga þar vaxandi vinsældum að fagna. Njóta vaxandi vinsældar Ég komst svo eigi alls fyrir löngu í kynni við Bracy fyrir milligöngu kunningja míns í Lundúnum, forstjóra danskrar ferðaskrifstofu þar, sagði Jóhann. — Bracy er förvígismaður sjó- stangaveiði í Bretlandi og hefur m.a. beitt sér fyrir skemmtiferð- um áhugamanna í þeirri grein til annarra landa. — Hvert hefur helzt verið leit- að? — Síðustu 2—3 árin hafa nokk ur hundruð manns farið árlega til Danmerkur, þar sem íþrótt þessi breiðist talsvert ört út. ír- land er einnig vinsælt hjá brézk- um áhugamönnum, sem nú orð- ið fara þangað þúsundum saman á hverju ári, Önnur lönd hér í álfu, sem ég veit með vissu, að þessar veiðar eru stundaðar í, eru Belgía, Frakkland og Portú- gal, en eflaust tíðkast þær í fleiri löndum. — Hvaða fisktegundir eru það iýrir utan hámeri, sem freistað Framh. á bls. 22. STAKSTEINAR Eina úrræðið ÖUum íslendingum er þa8 ferskt í minni, að vinstri stjóm- in, undir forystu Framsóknar- flokksins átti það úrræði eitt i dýrtíðarmálunum, að leggja stór- . kostlega nýja skatta og tolla á almenning til þess að geta haldið framleiðslutækjunum í gangi og greitt niður hið síhækkandi verð- lag. í þessu skyni lagði vinstri stjórnin á almenning rúmlega 1200 milljónir króna í nýjum op- inberum álögum á þeim rúmlega tveimur árum, sem hún fór með völd. Nú deilir Tíminn hins vegar harðlega á núverandi valdhafa fyrir að hafa aukið nokkuð nið- urgreiðslur á verðlagi til þess að koma í veg fyrir að til algerrar stöðvunar kæmi á framleiðslu- tækjum þjóðarinnar. Framsókn- armenn láta nú sem þeir hafi ævinlega verið á móti niður- greiðslum á verðlagi innanlands, til þess að halda dýrtíðinni í skefjum. Þannig er samræmið í orðum og athöfnum Framsóknarmanna. Það sem var þeirra eina úrræði meðan þeir sjálfir fóru með stjórnarforystu í vinstri stjórn- inni, er nú allt í einu orðið hrein- asta skaðræði! Silkihúfur Framsóknar Á Keflavíkurflugvelli og í stjórn varnarmálanna er eins og kunnugt er hver silkihúfa Fram- sóknarflokksins upp af annarrri. Þegar Framsóknarmenn tóku við yfirstjóm varnarmálanna árið 1953, settu þeir flokksmenn sína í flestar trúnaðarstöður í sam- bandi við varnarmálin. Sérstök varnarmáladeild var sett á lagg- irnar og yfir hana settur ungur Framsóknarpiltur. Framsóknar- maður var gerður að lögreglu- stjóra á Keflavíkurflugvelli og Framsóknarmaður var gerður að flugvallarstjóra. Þegar á það er litið, að Fram- sóknarmenn skipa þannig allar þýðingarmestu stöðurnar, sem varnarmálin og Keflavíkurflug- völlur heyrir undir,sætir það ekki lítilli furðu, að málgögn Fram- sóknarflokksins skuli leyfa sér að ásaka andstæðinga sína fyrir það sukk og óstjórn, sem ríkt hefur undanfarið i stjórn varnar- málanna. Allur almenningur veit til dæmis, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur ekki komið nálægt stjórn þessarra mála sl. 6 ár. Á árunum 1953—1956 heyra þau undir einn af ráðherrum Fram- sóknarflokksins, og á tímabilinu frá 1956 til þess dags, hafa þau heyrt undir Alþýðuflokksráð- herra. Botnlaust brask Framsóknarmanna Það er líka á allra vitorði, að aldrei hefur annað eins brask átt sér stað á Keflavíkurflugvelli og í sambandi við varnarmálin og einmitt á þessu tímabili, síðan Framsóknarmenn og Alþýðu- flokksmenn tóku að öllu leyti i sínar hendur stjórn varnarmál- anna. Nægir í því sambandi að minna á olíuhneykslið, sem mun vera eitthvert víðtækasta brask- mál, sem um getur hér á landi. Rannsókn þess stendur enn yfir og er það áreiðanlega krafa al- mennings, að þar verði öll kurl látin koma til grafar. Þannig eru efndirnar á því lof- orði Framsóknarflokksins að upp ræta allt „hermang“ í sambandi við Keflavíkurflugvöll og varnar liðið. Óstjórn og botnlaust brask hefur siglt í kjölfar Framsóknar silkihúfanna í varnarmálunum og á Keflavíkurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.