Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 13
Laugardagur 26. sept. 1959 MORGVNBLAÐ1Ð 13 Stefnt í rétta átt Ræða Gunnars Guðjónssonar formanns Verzlunarráðsins á aðalfundi þess Er vér lítum yfir ár það sem' liðið er, síðan Yerzlunarráð ís- lands hélt seinasta aðalfund sinn, hlýtur svo að virðast, ekki aðeins frá vorum sjónarhóli, heldur og alla annarra landsmanna, sem þeir atbuðir hafi gerzt, sera kunni að marka tímamót í efna- hagslegri þróun þess lands. Að vísu fer því fjarri, að fullvíst sé, hvort stefnubreyting sú, sem orð- ið hefir á undanfönu ári, sé til frambúðar en hins vegar má full- yrða, að það hafi verið orðið öll- um þorra landslýðs ljóst, þegar að síðustu áramótum dró, að stöðva yrði þá efnahagslegu hel- göngu, sem þjóðin mismunándi fús eða ófús, hafði þreytt á und- anfönum árum, og birtist í, að bví er virtist, óviðráðanlegri víxl- hækkun kaupgjalds og verðlags. Þessi aukni skilningur fólksins í landinu á þeirri staðreynd, að slík dýrtíðarskrúfa kæmi engum til góða, heldur leiddi þvert á móti til hruns innan fyrirsjáan- legrar framtíðar, olli þeirri hugar farsbreytingu, að minnsta kosti í svip, að meðvitundin um vilja fólksins til þess að hlýta skyri'- samlegum ráðstöfunum, ef upp á þær væri boðið, gaf meirihluta Alþingis og hinni nýju stjórn lofs vert áræði til þess að horfast í augu við staðreyndirnar, þannig að lögleiddar voru ráðstafanir í þeim tilgangi að stöðva dýrtíðar- skrúfuna og leitast við að stefna inn á heilbrigða braut. ☆ Sú stutta reynsla sem fengist hefir af þessum ráðstöfunum leið- ir greinilega í ljós, að stefnt hefir verið í rétta átt, en þess ber þó vitaskuld að minnast, að hér hafa aðeins verið stigin fyrstu sporin á þeirri braut, sem leiðir til efna- hagslegs heilbrigðis, og eitt meg- in skilyrði fyrir því, að þau spor verði fleiri, er, að allir þegnar þjóðfélagsins neiti sér um að gera nokkrar þær- kröfur, sem ekki byggjast einvörðungu á efldri getu atvinnuvega þjóðarinnar og fólksins sjálfs, til þess að full- nægja slíkum kröfum í krafti aukinnar framleiðslu, aukinnar sparifjármyndunar og bættra at- vinnuhátta. í sérstaklega athyglisverðri og raunsærri grein sem birt var i sumar, benti dr. Jóhannes Nordal með Ijósum rökum á, hvert þróun efnahagsmálanna yrði að stefna, og hver endurskoðun efnahags- kerfisins yrði að fara fram, til þess að jafnvægi fengist í pen- ingamálum og nauðsynleg efling atvinnuveganna mætti eiga sér stað. Nefndi hann þar á meðal nauð- syn þess, að sköpuð yrðn skilyrði fyrir rýmkun hafta og auknu frelsi í innflutningsverzlun, í þeim tilgangi að stuðla að frjátsri verðmyndun og samkeppni. Enn- fremur benti hann á nauðs.vn þess að kveða niður þann verð- bólguhugsunarhátt, sem tíðkazt hefir með þjóðinni, allt frá því að styrjöldinni lauk, en sú van- trú á verðgildi peninganna, ser.i hann felur í sér, hefir orðið til þess, að menn hafa haft tilhneyg- ingu til þess að festa ekki ein- ungis sparifé sitt, heldur og atlt það lánsfé, sem þeir gátu komist yfir, í fasteignum eða öðru, sem þeir töldu að hækka myndu í verði jafnframt því sem skuldirn ar gufuðu að talsverðu leyti upp í verðbólgunni. Afleiðingin hefir orðið sú, að f jármagnið hefir ekki leitað þangað, sem það er nauð- synlegt fyrir þjóðarbúið, þ. e. a. s. til atvinnuveganna. Ræðir dr. Jóhannes Nordal í því sambandi nauðsyn þess að koma upp verð- bréfamarkaði, til þess að lögmál framboðs og eftirspurnar fái not- ið sín, og fjármagn fengist bæði til famkv?emda hins opinbera og einstaklinga, án þess að slíks fjár magns þyrfti jafnan að afla með auknum sköttum, erlendum lán- um og peningaþenslu. Er ekki að efa, að allir hérstaddir munu mjög samdóma sjónarmiðum gréinarhöfundar. ☆ Hugmyndin um verðbréfa markað eða Kaupþing, hefir ver- ið á döfinni hjá Verzlunarráði ís- lands um nokkurt árabil, og var á sínum tíma reynt að koma henni á framfæri við stjórnar- völdin, en án árangurs í það sinn. Munu hér á fundinum síðar verða bornar fram tillögur til ályktun- ar um þessi mál. Það liggur í augum uppi, að höfuðverkefni hverrar þeirrar ríkisstjónar, sem tekur við völd- um að afloknum íhöndfarandi alþingiskosningum, hlýtur að vera það, að leitast við að þoka efnahagskerfi voru í þá átt, sem reynslan hefir sýnt að bezt hefir dugað meðal vestrænna þjóða. Með ýmsum óeðlilegum ráðstöf- unum höfum vér horfið svo frá því gundvallakefi, sem efnahags- líf vort er talið byggjast á, að það kerfi er nú næsta torkenni- legt. Verður því að vona, að allir væntanlegir fulltrúar á löggjaf- arþingi þjóðarinnar, aðrir en þeir, sem eiga þá ósk heitasta, að leiða. oss í sælu þá hina mikiu, sem þeir telja að búi að járn- tjaldsbaki, beri nú gæfu til þess, að láta ekki stundarhagsmuni stétta eða byggðarlaga villa sér sýn, heldur snúi sér ótrauðir að því að framkvæma þær læknis- aðgerðir í efnahagsmálum, sem nauðsynlegar eru til þess að skapa traustan grundvöll undir velmegun allra landsmanna. Ber þá fyrst að gjöra ráðstaf- anir til þess, að bankaútlánum og fjárfestingu verði þannig skip- að, að sú starfsemi leiði ekki af sér verðbólgu. í því skyni virðist óumflýjanlegt, að endurskoðun á núgildandi bankalöggjöf verði framkvæmd, án tafar. Skiptir þar mestu máli, að verksvið seðla banka og viðskiptabankanna verði skýrt aðskilið, og seðia- bankinn hafi eingöngu með hönd um viðskiptin við aðrar peninga- stofnanir og ríkissjóð, seðlaút- gáfu ásamt stjórn og eftirliti gjaldeyrismála, ákveði forvexti af endurkeyptum víxlum og setji reglur um fé það, sem viðskipta- bankarnir skuli hafa handbært á hverjum tíma. ☆ Þá virðist það í alla staði æski- legt, að skráning hinnar íslenzkli krónu sé innan verkahrings seðla bankans. Gengisskráning í eigin legum skilningi, hefir um langan aldur ekki átt sér stað, heldur hefir það verið í höndum Alþing- is, að ákveða verðgildi krónunn- ar miðað við grlenda mynt, jafn- an að undangengnum stórpólitísk um átökum. f vaxandi verðbólgu eftirstríðsáranna, hefir gengi krónunnar aldrei verið í sam- ræmi við kaupmátt hennar, nema þá um stundarsakir, en verðrýrn- un hennar hefir verið dulbúin með uppbótum. Gengi krónunnar á að vera eðlilegur og réttur mælikvarði á verðmæti erlendrar myntar, mið- að við íslenzka peninga. — Stigi mælirinn vegna vanheilsu efna- Gunnar Guðjónsson hagskerfisins, verður á hverjum tíma að leitast við að fjarlægja orsök krankleikans, en ekki að dylja sjúkdómseinkennin. Það fer því án efa bezt á því, að þar standi sérfræðingar á verðinum og að stjórn þeirrar stofnunar, sem ákveður gengi krónunnar, sé sem mest má verða losuð und- an hernaðaraðgerðum hinna póli- tísku flokka. ☆ Eins og öllum er kunnugt, hef- ir þeirri efnahagsstefnu verið fylgt um alllangt árabil, að til þess að bæta útflutningsatvinnu- vegunum upp ranga gengisskrán- ingu, hafa þeim verið veittir út,- flutningsstyrkir, og nema þessir styrkir nú frá 55% og allt upp í rúm 100%, eftir því hvaða fram- leiðslu er um að ræða. Mjög hefir jafnan verið um það deilt á und- anförnum árum, hver háttur skyldi hafður á í þessum efnum, hvort heldur skyldi haft uppbóta og gjaldakerfi, eða eðlileg gengis- skráning. Gengisfelling hefir ver- ið mjög viðkvæmt mál, enda orð- ið ekki nefnt upphátt, frekar en háttvís maður minnist á snöru í hengds manns húsi. Hversu mik- ið sem bera kann á milli manna í þessu efni, er það þó engu að síður staðreynd, að gengisbreyt- ing, eins og nú stendur á, er ekki annað en viðurkenning á stað- reynd, sem þegar er orðin. Upp- bótakerfið hefir svo marga ann- marka, ekki aðeins efnahagslega, heldur og sálrœns og siðferðislegs eðlis, að það getur ekki átt heima í heilbrigðu þjóðfélagi. Mismun- un sú, sem hinum ýmsu fram- leiðslugreinum er gerð með kerfi þessu, verður þess valdandi, að óeðlilega er hlaðið undir ýmsar vafasamar greinar framleiðslu, á kostnað arðvænlegrar fram- leiðslu, auk þess sem kerfið inni- ber þá hættu, að við ákvörðun styrkjanna, sé of mikið miðað við afkomu þeirra framleiðenda, sem verst kunna til verka í rekstri sínum. Virðist því einsætt, að af- nema beri uppbótakerfið, taka upp rétta gengisskráningu, og láta þannig framleiðendurna sitja við sama borð og bera sjálfa allan veg og vanda af rekstri fyrirtækja sinna. Þegar stefna á að jafnvægi í efnahagslífinu, er nauðsynlegt að ekki verði halli á ríkisbúskapn- um. Útgjöldum ríkissjóðs verður að halda innan þeirra takmarka, að þau leiði ekki til verðbólgu. Ríkissjóður hefir tekið á sig mjög auknar skuldbindingar urn greiðslur til útflutningssjóðs, vegna stóraukinna niður- greiðslna. Gert er ráð fyrir að þessar niðurgreiðslur muni nema um 250 millj. króna á þessu ári. Þessar niðurgreiðslur eru komn- ar út fyrir öll eðlileg takmörk. í mörgum tilfellum er útsöluveið varanna til neytenda orðið lægra, heldur en verðið sem framleið- endur fá. Niðurgreiðslunum er ætlað það hlutverk, að bæta hag þeirra, sem við erfiðar aðstæður búa í þjóð- félaginu, en nú njóta allir niður- greiðslnanna, bæði ríkir og fá- tækir, þó að þeir að sjálfsögðu greiði skatta og gjöld til að standa straum af þeim. Þegar þannig er ástatt, ber brýna nauð- syn til að dregið verði úr niður- greiðslunum, jafnframt því sem sjá verður um, að það bitni ekki á þeim, sem verst eru settir fjár- hagslega. Á öllum sviðum athafnalífsins, hvort heldur er um að ræða verzl un, iðnað eða útgerð, gildir sú meginregla, að til þess að fyrir- tækin, sem þessar atvinriugreinar stunda, megi gegna hlutverk: sínu og vera undirstaða blómlegs þjóðfélags, verða þau að vera fjárhagslega sterk. Sá hugsunar háttur, sem of mikið hefir borið á hér á landi á undanfömum ára- tugum, að fyrirtæki einstaklinga ættu sér helzt ekki tilverurétt, í bezta falli mættu þau hanga á horriminni, þótt samtímis ætti helzt að vera hægt að mjólka þau, er með öllu úreltur. Jafnvel jafn- aðarmannaflokkar annarra vest- rænna landa hafa misst trúna á ríkisrekstri. Til stórra átaka í atvinnulífinu, hvort heldur einstaklingar eða félög standa að þeim, þarf mikla fjármuni, og virðist það í fram- tiðinni ekki munu verða á með- færi annarra en ríkis- og bæjar- félaga, svo og samvinnufélaga, að færast í fang ýmis ný viðfangs- efni sem bíða úrlausnar á athafna sviðinu, að óbreyttum þeim kjör- um, sem einkareksturinn nú á við að búa. Ríkis- og bæjarrekstur á verzlunar- eða framleiðslu- sem nýlega hefir birzt almenn- ingi, og lýsir því á hinn áþreifan- legasta hátt, hve óviðunandi mis- munun þessara rekstrarforma er. — Samband ísl. 'Samvinnufélaga og Olíufélagið hf. eiga til heim- inga olíuflutningaskipið „Hamra- fell“. Á helmingseign Olíufélags- ins, sem er hlutafélag, er lagt veltuútsvar, en sá hluti skipsins, sem er eign S. í. S., sleppur með öllu við útsvar, þar sem lögum samkvæmt, má ekki leggja á það félag hærri upphæð, en sem nem- ur arði af viðskiptum við utan- félagsmenn. Ef þetta er í sam- ræmi við réttarmeðvitund al- mennings, hlýtur hún að vera mjög slævð, en víst er, að hér þarf endurskoðunar við. fyrirtækjum er í alla staði mjög óæskilegur undir þeim kringum stæðum, að einstaklingar eða fé- lög vilji og geti annazt þann rekstur, sem um er að ræða. Vilj- ann mun aldrei skorta hjá ein- staklingunum, þar sem forsend- urnar eru fyrir hendi, en getan hlýtur að fara algjörlega eftir þeim starfsskilyrðum, sem einka- framtakinu eru búin innan þjóð- félagsins. Þau starfsskilyrði eru í fyrsta lagi komin undir algjörn endurskoðun skattaálagningar fyrirtækja, og í öðru lagi því, að öll rekstrarform, hvort heldur eru ríkis-, bæja-, samvinnu eða einkafyrirtæki, sæti sömu með- ferð um allar skattaálögur. Ég hef áður á aðalfundi Verzl- unarráðsins, vikið að skattgreiðsl um samvinnufélaga og einka- fyrirtækja og þeirri óréttlátu mis munun sem þar á sér stað, og skal því ekki farið langt út í þá sálma hér. Þó virðist ekki kom- izt hjá að minnast á það dæmi, ☆ Ég lét áðan þá skoðun í Ijós, að ríkis- og bæjarrekstur at- vinnufyrirtækja væri óæskilegur. Ég tel það einkum vera vegna þess, að hann vantar þann afl- vaka, sem frjáls og heilbrigð sam keppni er hverju fyrirtæki. Auk þess er það staðreynd, að opinber rekstur er jafnan undanþeginn öllum skattaálögum og nýtur ýmissa fríðinda. Hann getur velt töpum yfir á ríki og bæi, án þess að almenningur veiti því nokkra eftirtekt, en það rugiar að sjálfsögðu allan mælikvarða á, hvar hliðstæð fyritæki, sem ekki njóta slikra fríðinda, eru á vegi stödd, og stendur slíkur opinber rekstur þannig í vegi fyrir því að almennt sé búið að þessum at- vinnuvegum, þannig að þeir megi dafna. Eins og áður er getið, ber til þess brýna nauðsyn, að höfuðat- vinnuvegum þjóðarinnar verði sniðinn svo rúmur stakkur, að þeir geti byggt sig upp af eigin rammleik, og munu þá fjármunir almennings leita þangað, sem hagnaðar er von. Þegar svo væri komið, virðist full ástæða til að opinber rekstur atvinnufyrir- tækja verði lagður niður, og seld- ur í hendur einstaklingum eða félögum, sem allur almenningur á kost á að gerast þátttakendur í. Meðan svo er ekki, hlýtur það að vera ákveðin krafa hins frjálsa framtaks, að atvinnufyrirtæki bæja og ríkis, greiði skatta og gjöld á móts við aðra, svo að réttur samanburður fáist, og njóti ekki neinna fríðinda umfram það. Áður en ég lýk máli mínu, vil ég enn ítreka þá von að þeir sem þessu landi stjórna, eigi eftir að halda áfram á þeirri braut í efna- hagsmálum þjóðarinnar, sem þegar hefir verið lagt út á. Þjóð- in hefir nú undanfarin tvö ár upp lifað hin mestu góðæri,og vart má búast við, að ekki geti þar út af brugðið framvegis. Verði því það tækifæri látið ónotað, sem þessi góðæri gefa kost á, til þess að skipa málum þesum á þann veg, að til heilla horfi, er ekki að vita hvenær tækifærið gefst aftur. AldarfjórBungsafmœli Gamla Garðs tíM NÆSTU mánaðamót eru lið- in 25 ár síðan fyrstu íbúar Gamla Stúdentagarðsins stigu inn fyrir dyr hans í fyrsta sinn, fullir eftir væntingar. Þetta var líka mikið og heillaríkt spor í sögu íslenzkra skóla- og menningarmála. Fyrsta stúdentaheimilið á íslandi var risið af grunni. Stúdentarnir höfðu sjálfir tekið forystuna í baráttunni gegn vofu húsnæðis- skortsins og þjóðin hafði lagzt drengilega á sveifina með þeim, því að góðir menn höfðu skiíið kall þeirra og skilið enn fremur, að hér barst ekkert óþarfa eymd- arvæl til eyrna. Forsaga Gamla Garðs verður ekki rakin hér, það gerir vafalaust annar mér færari og kunnugri, þegar afmælisins verður minnzt með fullum sóma. Þó verður aldrei minnzt á þessa byggingarsögu, sem er frækileg og lærdómsrík, án þess að um leið sé nefnt nafn eins manns öðrum fremur. Sá maður er auð- vitað Ludvig Guðmundsson skóla stjóri, sem með eldlegum áhuga sínum, hugkvæmní og fórnfýsi hratt þessari hugsjón fram til sigurs. Mörgum námsmönnum átti þetta nýja hús eftir að verða til heilla. Þá áttu ungir menn erfið- ara með að afla sér námsfjár en nú. Ýmsir urðu af þeim orsökum að leigja sér óheppilegt og jafn- vel óheilsusamlegt húsnæði í höf uðstaðnum og kaupa sér fæði í misjöfnum matsölum. Stúdentar áttu sér enga miðstöð fyrir fé- lagsstarf sitt. í Stúdentagarðinum fengu námsmennirnir við æðstu mennta stofnun þjóðarinnar glæsilegt heimili, þar sem þeir gátu lifað mannsæmandi lífi. Herbergin Frh. á bls. 23 (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.