Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 22
22 MORCVISBLAÐIÐ taugardagur 26. sept. 1959 Danir og Tékkar skildu ,við áttum leikinn' segja DANIR léku landsleik við Tékka í knattspyrnu á miðviku- dagskvöldið og fór leikurinn fram í Idrætsparken. Jafn- tefli varð, 2 mörk gegn 2, eftir að Danir höfðu náð forystu 2:0. Það eru þrjú atriði, sem hinir 32400 áhorfendur munu seint eða ekki gleyma. 1 \ Vítaspyrnan, sem Henning Enoksen, einum öruggasta I framherja Dana mistókst að skora úr undir leikslok og þar með rann danskur sigur út í sandinn. 0\ Menn gleyma seint eða ekki hinum lélega hollenzka “J dómara, sem m. a. í fyrri hálfleik sá ekki greinilega vítaspyrnu, sem Danir áttu á Tékka. 0\ Og ekki gleyma menn nær óslitinni sókn Dana allan J síðari hálfleikinn. jafnir Danir jr Danir ánægðir — og þó Danir eru sem sé mjög montnir aí árangri sinna manna — og blöðin fullyrða að Danir hafi átt að sigra eftir gangi leiksins. — Leikurinn fór fram á flóðlýstum velli og höfðu Tékkarnir fyrir- fram sagt að ljósin óttuðust þeir, því í ljósum hefðu þeir aldrei keppt fyrr. Leikurinn byrjaði mjög vel fyr ir Dani — áhlaup eftir áhlaup af þeirra hálfu. Á 18. mínútu leiksins hafnaði skot Poul Petersen fyrirliða í netinu. Poul lék á tvo menn og hugðist gefa til miðherjans, Har- aid Nielsen (hinnar nýju stór- stjörnu Dana) en Tékki komst á milli og Poul fékk knöttinn aft- ur. Hann skaut — og í netinu lá knötturinn. Tékkneski mark- * vörðurinn gerði fallega tilraun til að verja en var of seinn. Danska blaðið segir — var hann of seinn eða voru það ljósin, sem hann er alls óvanur, sem gerðu það að hann misreiknaði knöttinn. Er leikur hófst að nýju meidd- ist annar framvörður Tékkanna og var borinn af velli. Danirnir notfærðu sér það að vera fleiri um stund og tveim mín. síðar kom annað mark Dana. Poul Petersen gaf til Enoksen en hann hljóp upp að endamörkum, gaf fyrir til Harald Nielsen, sem mis- tókst að notfæra sér sendinguna en Bent Hansen kom skyndilega aðvífandi og sendi fagurlega í mark Tékka. Á’ Sex — núll — 6—0, 6—0, 6—0, — hrópaði gleðitrylltur mannfjöldinn. Allir vildu að Danir jöfnuðu nú fyrir 6—0 ósigurinn gegn Svíum í vor. En það fór á annan veg. Rétt fyrir leikhlé kom fyrra mark Tékkanna. í>að kom fast og snöggt skot á mark Dana frá hægri en markvörðurinn náði að bjarga með blátánni — en það var til lítils árangurs því Kacani innherji náði að skalla í tómt markið. Þetta gekk svo fljótt fyrir sig að fólk áttaði sig varla á hlutunum. 7 mín. fyrir hlé náðu Danir Septembermótið SEPTEMBERMÓT FÍRR verður haldið á Laugardalsvellinum laug ardaginn 26. sept. og hefst kl. 3. Keppt verður í eftirtöldum grein um: 110 m grind; stangarstökki; kúluvarpi; 100 m hlaupi; þrí- stökki; 800 m hlaupi; kringlu- kasti; 200 m hlaupi; 100 m hlaupi kvenna; 400 m grindahlaupi; 1500 nrhlaupi og 400 m hlaupi. í styttri hlaupunum verða eng- in sérstök úrslitahlaup, en kepp- endum skipt í A og B-riðla ef með þarf — og tími látinn ráða röð Aðgangur verður ókeypis, en þetta er síðasta opinbera frjáls- íþróttamót sumarsins. aftur sóknarlotu og markvörður Tékka bjargaði meistaralega. Um sama leyti fór Kacani út af og Tékkarnir voru 10 til hlés. Og þá kom það sem allir sáu nema dómarinn. Henning Enok- sen var brugðið hastarlega — en það heyrðist ekkert í flautunni. „Það var gott fyrir dómarann að eplasalarnir voru ekki á vellin- um þetta kvöld, — hann hefði fengið laglega eplahríð", — segir eitt danska blaðið. Rétt fyrir leikhlé jöfnuðu Tékkar. Pavlovic skaut og mark- vörður bjó sig undir að verja en Dolinski v. úth. fékk komið við knöttinn svo tilraun mark- varðar til varnar varð til einskis. jf Dösk sókn Frh. af bls. 3. geta sjóstangaveiðimanna hér við land? — Það eru þorskur, lúða og ufsi, en það er eins með þær og hámerina, að allar líkur benda til að slá megi gildandi heims- iheti í veiði þeirra hér. Svipaða sögu er að segja um ýsuna, þó ekki sé það alveg eins líklegt. Um leið og heimsmet yrði sleg- ið hér væri nafn íslands komið á varir allra, sem áhuga hafa fyrir stangaveiðum á sjó og má mikið vera, ef einhverjir þeirra færu ekki fljótlega að hugsa til hreyfings. Sló tvö Evrópumet — Hvað er að segja um veið- ar Barcy’s hér að þessu sinni? — Róðrarnir urðu fjórir í allt, farnir í seinni hluta síðustu viku. Við rérum frá Grindavík í öll skiptin, með vélbátnum „Margréti frá Reykjavík. Skip- stjóri var Halldór Pétursson frá Innri-Njarðvík og með honum ágætir menn. Lét Bracy þess get- ið, að hann hefði aldrei hitt fyrir betri áhöfn og hefur hann þó kynnst sjómönnum margra þjóða í sambandi við þetta áhuga mál sitt. En veður var aldrei hagstætt, meira að segja svo lé- legt, að sjómenn syðra sögðu að vafamál væri, hvort þeir hefðu róið til fiskjar. Hámeraveiðar krefjast hins vegar góðra veður- skilyrða, og var því kannske ekki við því að búast, að árangurinn yrði betri en raun varð á. En þó að engin hámeri léti ginnast á öngulinn, sem að sjálfsögðu skyggði nokkuð á gleði Bracy’s fpr fjarri því, að veiðarnar yrðu árangurslausar og hann héldi heim með sárt enni. Hann sló í veiðunum hér tvö Evrópumet sjóstangaveiðimanna. Fékk stærsta þorsk, sem veiðzt hefur á stöng, 30 ensk pund, tveim pumdum þyngri en áður hafði veiðzt. Og í einni ferðinni veiddi hann á eina stöng með 1 öngli, alls 440 ensk pund af fiski á 10 klukkutímum, en það er algjört met. — Hvaða fisktegundir voru þetta? — Þorskur, ýsa, ufsi og keila mestmegnis. íslendingur ætti heimsmetið, ef . . . — Hvaða mið sóttuð þið helzt í hámeraleitinni? — Við vorum lengst af öðru hvoru megin við Reykjanestána, í Sandvíkunum báðum, en á þeim slóðum hafa hámerar veiðzt. Svo renndum við fyrir stórlúðu og ufsa úti við Eldey, en þar er erfitt að athafna sig til lengdar vegna straumþunga. — Hvað er að segja um há- meraveiðar hér við land áður? — Nokkrir íslendingar gerðu tilraun með þessar veiðar fyrir 9 árum eða sumarið 1950 og veiddi Tryggvi Ólafsson lýsis- kaupmaður 212 kg hámeri. Er það langstærsta hámeri sem vitað er til að veiðzt hafi á stöng, og væri því heimsmet, ef ísland hefði verið í alþjóðasamtökunum og metið verið skráð. — Hvað er heimsmetið núna — Það er ekki nema 271 enskt pund. Veiddist sú hámeri við sókn — en árangurslaus sókn. Fá hættuleg tækifæri — utan það að Henning Enoksen fékk að framkvæma vítaspyrnu — og mistókst. Skotið var lélegt og það var ekki erfitt fyrir mark- vörðinn að bjarga. — Lokin urðu 2—2. Við áttum að vinna, segja Danir (sem tvívegis léku gegn 10 manna liði á leiktímanum). Við vorum óvanir ljósunum, sögðu Tékkarnir — við höfum aldrei leikið í ljósum fyrr. Fram til þessa hafa Tékkar ætíð unnið Dani í landsleik — en nú hittast liðin aftur bráð- lega á tékkneskum velli, því þessi leikur var hinn fyrri af leikjum landanna í keppni landsliða Ev- rópulanda um sérstakan bikar. Cornwall á Bretlandi í fyrra. Að vísu fékkst líka á síðasta ári 365 punda hámeri við írland, en eft- ir að veiðimaðurinn var búinn að vera með hana í níu klukkustund ir gafst hann uþp og skaut hana. En það viðurkenna reglurnar ekki, svo að hann varð af met- inu. í þessu sambandi má geta þess, að Tryggvi var aðeins rúm- ar 2 klukkustundir að innbyrða sína, svo að það hlýtur hafa kost- að geypiátök. Sjóstangaveiðifélag stofnað — Sá brezki hefur þá væntan- lega ekki misst áhugann, þótt honum tækist ekki að veiða há- meri í þetta skiptið? — Nei, síður en svo, og hann ætlar að koma hingað aftur við fyrsta tækifæri. Hann þurfti hins vegar að hraða sér utan aftur nú, vegna mikillar sjóstangaveiði keppni, sem hann mun veita for- stöðu í Englandi innan skamms. Þar verður m. a. keppt um það, hver veiði flestar tegundir, þyngstan heidarafla og stærsta fiskinn, meðan hún stendur yfir. — Hvað framhald er fyrirhug- að á veiðunum hérna, burtséð frá áformum Bracy’s. um að koma hingað aftur? —- Á mánudagskvöldið s.l. var gengið frá stofnun sjóstanga- veiðifélags hér í Reykjavík. Voru á stofnfundinum m.a. flestir þeir, sem fengizt hafa við slíkar veiðar fram til þessa, en alls voru stofn- endur innan við 20. Þetta félag hyggst ganga í alþjóðleg sam- tök sjóstangaveiðimanna og verð- ur það væntanlega strax til þess að vekja nokkra athygli á mögu- leikunum til að stunda þessar veiðar hér. Meðlimir félagsins munu jafnvel taka til við veiðarn ar strax á þessu hausti. Því að ef þeir hefðu heppnina með sér og þeim tækist að krækja í álit- lega hámeri, yrði það án efa til þess að einhverjir áhugamenn kæmu hingað næsta ár. En keppt verður að því, að reyna að koma á móti sjóstangaveiðimanna hér næsta sumar og fá þá til keppni við íslendinga a. m. k. eitt er- lent lið. Eiga mikla framtíð fyrir sér — Er útbúnaður til þessara veiða dýr? — Nei, það er naumast hægt að segja, t. d. þegar borið er sam- an við laxveiðiútbúnað. Og þeir, sem hafa áhuga fyrir að ganga í félagsskapinn geta haft samband við Albert Erlingsson, kaupmann, í „Veiðimanninum", en hann er einn stjórnarmanna þar. — Að lokum, Jóhann, hefur þú trú á, að þessar veiðar eigi framtíð fyrir sér? — Já. Ég tel engan vafa á því, Og það er von okkar, sem að ferðamálum störfum, að þessi íþrótt geti orðið til þess að örva talsvert ferðir útlendinga til landsins. >«t» Jóhann Sigurðsson hélt aftur til Lundúna í gærmorgun, og mun þar enn sitja um hvert tæki færi til að kynna ísland og vekja áhuga fólks fyrir ferðum hingað, en það starf hans hefur þegar borið margvíslegan árangur, eins og máske kemur helzt í ljós al þessari heimsókn hins brezka sjó- stangaveiðigarps. Síðari hálfleikur var dönsk — Hámeraveiði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.