Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 23
Laugardagur 26. sept. 1959 MORCUNBl 4ÐIÐ 23 — Greinargerb frá fulltrúum neytenda Framh. af bls. 1. vegar fram tillögu þá sem hér er birt, sem fylgiskjal. Með tillög- Unni er birt stutt greinargerð. Tillögu neytenda, sem lögð var fram sem umræðugrundvöllur, en ekki sem neinir úrslitakostir, höfnuðu fulltrúar frámleiðenda með öllu. 4) í blöðum og útvarpi hefir því undanfarið þrásinnis verið haldið fram, að til sé verðlags- grundvöllur, er lögum samkvæmt ætti að gilda fyrir verðlagsórið 1. sept. 1959 — 31. ágúst 1960, reiknaður af Hagstofu íslands. Við mótmælum eindregið að slíkur grundvöllur sé til, eins og ljóslega sést af eftirfarandi: Þegar verðgrundvelli landbún- aðarafurða hefur ekki verið sagt upp, eh uppsögn skal komin til gagnaðilja fyrir lok febrúarmán- aðar, reiknar Hagstofa íslands framleiðslukostnað landbúnaðar- vara eða vísitölu hans á grund- velli samkomulags verðlagsnefnd arinnar og með þeim reiknings- aðferðum varðandi breytingu milli ára á gjalda- og tekjulið- um, sem samkomulag er um að nota, væri grundvellinum ekki sagt upp. í ár var grundvellinum löglega sagt upp af hálfu fulltrúa fram- leiðanda með bréfi dags. 21. febr. 1959. Haustið 1959 var því enginn grundvöllur, né samkomulag um reikningsaðferðir fyrir hendi. Hinsvegar lagði Hagstofa fs- lands fram, með öðrum upplýs- ingum, eins og venja er til, út- reikning á því hvernig verðlags- grundvöllurinn myndi hafa orðið ef uppsögn hefði ekki átt sér stað og ef útreikningsreglur ákveðn ar haustið 1957 væru nú (þ.e. haustið 1959) í gildi. — Gamli-Garbur Frh. af bls. 13 voru björt og rúmgóð og búin fallegum húsgögnum. Á neðstu hæð var þægilegu matsalur, þar sem stúdentar gátu fengið gott fæði við vægu verði. Og húsa- leigan var furðulega lág. Loks var þarna fallegur og þægilegur samkomu- og setusalur, auk í- þróttasals. Félagslífinu gat því verið borgið, enda færðist nú mikið líf í margvíslegan félags- skap stúdenta. Það lætur því að líkindum, að stúdentar, eldri og yngri, sem búið hafa á Garði undanfarinn aldarfjórðung, eigi margs þaðan að minnast og beri hlýjar tilfinn- ingar í brjósti til þessa gamla heimilis síns. Fyrir nokkru hitt- ust sumir úr fyrsta árganginum í samkomusalnum á Garði. Varð það samráð þeirra að efna til af- mælishófs, enda hafa stúdentar oft komið til samkvæmis af minna tilefni. Þar eiga gamlir Garðbúar tækifæri, sem þeim býðst sennilega ekki oftar á æv- inni, til þess að hittast til að glæða gömul kynni. Auk þess er rétt að minnast þess, að margs þarf búið á Garði við, margt þarf að endurnýja og gera algerlega að nýju, og aldrei er slíkt menningarheimili of ríkt af fögrum og þörfum hlutum. Þá hlið málsins er líka ætlunin að ræða þann 10. október og helzt láta eitthvað eftir fund- inn liggja, sem yrði sjáanlegur vottur traustrar tryggðar og um- hyggju fyrir Gamla Garði. Við, sem í framkvæmdanefnd- ina völdumst, væntum þess ein- læglega, að mikil sókn verði út að Garði þennan dag, úr öllum árgöngum, sem þar hafa dvalizt, og eins hins að heimsókn svo margra mætra manna megi verða Garði til nokkurs gagns. En fyrct og fremst ætlumust við til þess, að þessi fundur megi gleðja alla, sem hann sækja, og að allir finni enn að nýju að sönn eru orð Hávamála, að „til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé firr farinn“# R. JÓH. Frá upphafi var fulltrúum neytenda ljóst, að svo miklar breytingar höfðu átt sér stað, síð- an grundvöllurinn var síðast endurskoðaður haustið 1957, að hinn uppsagði grundvöllur var algerlega úreltur, og í tillögu framleiðenda um verðlagsgrund- völl var þetta sjónarmið einnig að nokkru viðurkennt. Reykjavík, 25. sept. 1959. Þórður Gíslason Tiln. af Alþýðusamb. ísl. Einar Gíslason Tiln. af Landssamb. Iðnaðarmanna. Sæmundur Ólafsson. Tiln. af Sjómannafélagi Heykjavíkur. Gjöld og tekjur vísitölubiisins Hér fer á eftir yfirlit yfir gjöld og tekjur vísitölubúsins samkvæmt þeim grundvelli er gilti til 31. ágúst 1959, en féll úr gildi þá vegna uppsagnar fulltrúa framleiðenda og ennfremur samkvæmt þeim grundvelli er full- trúar neytenda lögðu fram sem um- ræðugrundvöll. Bæði tekju og gjalda- hlið hefur hér verið þjappað nokkuð saman, þannig að undirliðir eru ekki tilfæröir. T 3 3 T5 MÖ u w c :0 0) ^ >, Gjöld: u UO Þ S 1. Kjarnafóður 14.514 14.952 2. Tilbúinn áburður 9.055 12.368 3. Viðhald fasteigna 2.530 2.488 4. Viðhald girðinga 1.553 1.524 5. Kostnaður við vélar 6.842 9.262 6. Flutningskostnaður 5.612 5.524 7. Vextir 8.188 11.079 8. Annar rekstrarkostn. 3.590 4.000 9. Vinna — Þar af: 77.008 77.495 a. Aðkeypt vinna (13.389) (11.383) b. Tekjur bóndans: (63.618) (69.324) c. Atvinnutekjur af öðru en landbúnaði : (0) (3.212) AUs gjöld kr. 128.892 135.992 u 3 S '> 'O 3 tí Ö0 w V S :0 3 K 3 Tekjur: & g Miðað við eftirfarandi bú- stærð: Kýr og kefldar kvígur, tala .................. 6,5 6,7 Aðrir nautgripir tala .«. 2,3 2,4 Ær tala ............... 100,0 122,0 Gemlingar, hrútar og sauðir ................. 20,0 24,0 1. Af nautgripum: a. Mjólk lítr......... 17.275 18.911 b. Nauta- og kálfakj. kg.................. 323 332 C. Húðir kg ............. 25 26 2. Af sauðfé: a. Dilka- og geldfjár- kjöt, 1. v. fl. kg... 1.423 1.805 b. Annað kindakjöt kg. 339 411 c. Gærur kg. ............ 368 448 d. Ull óhrein kg........ 120 146 e. Slátur stykki ....... 120 146 3. Afhrossum: a. Kjöt kg............... 150 220 b. Húðir kg.............. 25 37 4. Kartöflur: kg ........ 1.500 1.500 5. Selt fóður og hey, aukabúgreinar hlunn- indi, styrkir o. fl... 9.000 9.000 Verðlagning þessara af- urða (að meðtöldum tekj umaf 5. lið) á að vera þannig að tekjur séu (sbr. gjaldalið): kr. 128.892 135.992 Greinargerð með tillögum neytenda TiUögur neytenda byggjast á þeim breytingum, sem samkvæmt skýrsl- um hafa orðið síðan gruijdvöllurinn var endurskoðaður siðast með tilliti til bústærðar, afurðamangs, notkun rekstrarvöru o.s.frv. Neytendur hafa því haldið sér við tveggja ára breyt- ingar og borið saman þær upplýsing- ar, er fyrir hendi voru haustið 1957 við þær, sem fyrir hendi eru nú. Samkvæmt lauslegri áætlun sam- svara tillögur neytenda 78% lækkun á verði til bóndans. Gjöld Tillögur neytenda varðandi gjalda- hlið eru miðaðar við þær magn og verðbreytingar, er orðið hafa síðan 1957, en þá var grundvöllurinn rann- sakaður að nokkru og honum breytt f samræmi við þá rannsókn. Liður- inn (1) kjarnfóður og (2) tilbúinn áburður eru færðir til í samræmi við breytingu á heildarnotkun á tíma- bilinu frá 1. júlí 1956—30. júní 1957 og 1. júli 1958—30. júní 1959. Liðina (3 og 4) viðhald fasteigna og girðinga, höfum við ekki getað end- urskoðað og fylgjum því eldri tölum færðum til verðlags 1. sept. 1959 sbr. útreikning Hagstofu Islands á eldri grunni. Liðinn (5) kostnaður við vélar, höf- um við endurskoðað að nokkru og hækkað í samræmi við niðurstöður úrtaks athugunar Hagstofu Islands á 132 búum. Liðinn (6) höfum við ekki haft að- stöðu til að endurskoða en erum til viðtals um endurskoðun í samræmi við breytt afurðamagn og annað. Liður (7) vextir leggjum við til að séu ákveðnir kr. 11.079 til samkomu- lags eða 2891 kr. hærri en áður. Lið (8) annac rekstrarkostnaður. Þessum lið þarf eflaust að breyta til hækkunar og við höfum því til bráða birgða áætlað hann kr. 4.000 (þ.e. kr. 410 hærri en útreikningur eldri grundvallar sýnir). 9. lið, vinna, höfum við endurskoðað með tilliti til 1) Aukinna atvinnu- tekna í kaupstöðum og kauptúnum samkvæmt tekjurannsókn. 2) Minnk- andi aðkeyptri vinnu samkv. úrtaks- athugun Hagstofu Islands um bú af tiltekinni stærð. 3) Upplýsingum sömu athugunar um tekjur bænda af öðru en landbúnaði, en þær tekjur álítum við að draga beri frá útgjöldum vegna aðkeyptrar vinnu. Tekjur Tekjuhlið grundvallarins var ákveð in haustið 1957, þannig að við end- urskoðun er eðlilegt að taka tillit til þeirra breytinga, sem orðið hafa á framleiðsluafköstum síðan. Við samningu þeirrar tillög\i er neytendafulltrúar leggja fram, er miðað við eftirfarandi: 1956 1958 Aukri. % 1) Mjólkurkýr, tala í árslok ....... 34.067 35.043 2.86 2) Ær, tala í árs- lok ............562.661 657.268 16.81 3) Mjólkurframl., tonn ........... 85.893 94.023 9.47 4) Kjötframleiðsla a) Dilkakjöt, tonn ......... 7.610 9.624 26.47 b) Annað kindakjöt, t. 1.704 1.706 0.12 Alls kindakjöt tonn 9.314 11.330 21.64 Hinar tilfærðu hundraðshlutaaukn- ingar hafa verið notaðar til þess að færa bústærð og afurðir fram, eftir því sem við á. Auk þess er lagt til, að afurðir af hrossum séu auknar nokkuð og er þá miðað við um það bil 1300 tonfia framleiðslu á hrossakjöti árið 1958. Ólafur Matthíasson Minningarorð F. 13. júní 1890. D. 19. sept. 1959. „Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið". ÓLI MINN, þú ert farinn frá okkur yfir landamasrin miklu, þangað sem okkur er öllum eitt sinn ætlað að fara. Öll orð verða fátækleg, er við systurbörn þín reynum að færa þér þakkir fyr- ir allt, sem þú hefir gert fyrir okkur. Við minnumst þín, óbrigð- uli og trygglyndi vinur, með djúpum trega, og megi Guð veita okkur þá náð, að geta á einhvern hátt sýnt það í verki, að þinn þáttur í uppeldi okkar hafi ekki verið unninn til einskis. Við huggum okkur við það, að lífið hér á jörðinni er ekki öll tilver- an, því ef svo væri, þá yrði lífið einskis virði með öllu og ekki þess virði að lifa því einn dag. Mér dettur í hug saga, sem ég heyrði um ungan pilt, sem var frábær knattspyrnumaður. Hann átti blindan föður, er hann unni mjög. Sárast þótti honum, að hann skyldi aldrei eiga þess kost að sjá sig leika. Nú stóð fyrir dyrum mikil knattspymukeppni. En svo vildi til, að faðir piltsins andaðist ein- mitt daginn, sem keppnin átti að fara fram. Það var því ekki gert ráð fyrir, að ungi maðurinn gæti orðið þátttakandi í það skipti, og var annar valinn í hans stað. En þegar fáar mínútur voru þar til leikurinn átti að hefjast, þá kom hann. Félagar hans sögð- ust ekki hafa búizt við honum, þegar svona stóð á. En ungi mað- urinn svaraði: „Ég hef aldrei meiri ástæðu en einmitt nú til þess að sýna hvað ég get. Þetta er í fyrsta skiptið, sem pabbi get ur séð mig leika.“ Þannig vonum við, elsku frændi, að þú megir fylgjast með okkur um ókomin ár, — og það er ósk okkar og von, að okkar störf í þessum heimi megi verða þér til gleði. Við kveðjum þig svo með síð- ustu orðunum, sem þú sagðir: „Við sjáumst aftur.“ Ólafur Matthíasson fæddist að Litlu-Tungu á Fellsströnd í Dala- sýslu 13. júní 1890. Foreldrar hans voru hjónin Matthías Ólafs- son og Pálína Dagsdóttir. Sem vaxinn maður stundaði hann sjó- mennsku og síðar sveitastörf í Helgafellssveit. Árið 1945 flutti hann til Keflavíkur og var starfs- maður hjá Keflavíkurbæ til dauðadags. Hann var ókvæntur, en hélt heimili með Guðrúnu systur sinni og börnum hennar. Hann lézt á sjúkrahúsi Kefla- víkur 19. sept. síðastliðinn og verður jarðsunginn frá Keflavík- urkirkju í dag. Systurbörn. 13.518 farþegar í ágúst í ÁGÚSTMÁNUÐI fluttu flug- vélar Flugfélags íslands sam- tals 13,518 farþegar á áætlunar- flugleiðum og í leiguflugi. Far- þegar með áætlunarflugferðum milli landa voru í mánuðinum 4049, en voru 2750 í ágúst í fyrra. Milli fslands og útlanda voru farþegar 3011 en milli erlendra flughafna flugu 1038 farþegar með „Föxunum". Innanlandsflug var með svip- uðum hætti og á sama tíma í fyrra. Þá voru innanlandsfarþeg ar í ágúst 8565, en 8557 í ár. Mörg leiguflug voru farin í mánuðin- um, flest til Grænlands, en einnig til Danmerkur og Frakk- lands. Farþegar í leiguferðum voru 912 og fluttar voru rúmlega 47,5 lestir af vörum. Farþegar með flugvélum Flug- félags íslands á flugleiðum þess utan lands og innan og í lei.gu- flugi eru frá áramótum til 1. sept. s.l. 67,860. Haustmót Skotið á brezkt skip hjá Amoy LONDON, 25. sept. Reuter. — Brezka gufuskipið „Taichungh- san“ varð fyrir stórskotaliðsárás, þegar það var að sigla inn í höfn- ina á Amoy, eyju undan strönd- um Kína, sem kommúnstar ráða - yfir. Ekki urðu nein slys á mönnum. Skipiið var á leið til Hong Kong með fullfermi og fór til Swatow. Það er 2171 smálest og er í eigu skipafélags í Hong Kong. Amoy- borg, sem stendur á suðvestur- tanga Amoy-eyjar, hefur mjög góða höfn. Eyjan féll í hendur kommúnista árið 1949. Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra mörgu, víðs- vegar um landið, sem á margvíslegan hátt glöddu mig á níutíu ára afmæli mínu þann 4. sept s.l. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Drottinn blessi ykkur öll. Marsibil Ólafsdóttir. Lokað vegna jarðarfarar til kl. 1, mánudag. Verzlunin Lárus F. Björnsson Taflfélagsins STAÐAN er nú þannig í haust- móti Taflfélags Reykjavíkur, að Björn Jóhannesson er efstur með 4 vinninga og biðskák, Sverrir Norðfjörð með 4 vinninga, Gunn- ar Gunnarsson, Jóhann Sigur- jónsson, Guðm. Lárusson og Gísli Magnússon hafa 3% vinning hver. Næsta umferð verður tefld kl. 1,30 á sunnudaginn í Breiðfirð- ingabúð. Frakkar gengu af fundi NEW YORK, 25. sept. — Franska sendinefndin á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna gekk af fundi í dag, þegar fulltrúi Saudi- Arabíu réðist harkalega á de Gaulle og kvað hann hafa drepið sjálfsákvörðunarrétt Alsírbúa með tillögum þeim, sem hann lagði fram í síðustu viku. GUÐRÚN GlSLADÓTTIR frá Grjótá, andaðist í Elliheimilinu Grund 19. þ.m. Verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju, miðvikudag. 30. þ.m. kl. 1,30 e.h. Fyrir mína hönd og systkina. hinhar látnu. 'y' -±,- b . •; Kyjólfur Finnbogason ..................................''.-V.ir---------- Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jcurðarför - .' -'V’í~ ' "' \ ÖNNU JÓNSDÓTTUR Stórliolti 30 Börn, tengdabörn, bamaböm og barnabarnaböm, Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför BRYNJÓLFS ÓLAFSSONAR Hverfisgötu 41, Hafnarfirði Guðrún Árnadóttir, börn, fóstursonur og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.