Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ SV- stinning'skaldi. Skúrir. 211. tbl. — Laugardagur 26. september 1959 Epstein Sjá bls. 10. Pest drap mikinn fjölda lamba á Flóamannaafrétt 18000 fjár i Skeiðaréttum i gær Gangnamenn hrepptu hriðar i óbyggðum 30 millj: j lítrar ÞAÐ RIGNDI mikið í gær eins og öllum mun í fersku minni. Mbl. hringdi til Veður- stofunnar í gærkvöldi og spurði nánari frétta af þessari gífurlegu úrkomu. Höfðu veðurfræðingar þá nýlokið við að reikna út, að frá því kl. 6 á fimmtudags- kvöldi til jafnlengdar í gær hefði ringt 30 milljónum lítra á hvern ferkílómetra hér í bænum. Mest úrkoma mældist á Reykjanesvita á þessum tíma, eða 38 mm., en úrhellisrigning var í gær á öilu Suður- og Austurlandi, en minna rigndi fyrir norðan og vestan. Þessar óhemjumiklu rigning ar stafa af því, að lægð, sem var á ferðinni, stefndi í norð- vestur, sem er sjaldgæft. Þess má að lokum geta, að þeir sögðu á Veðurstofunni í gærkvöldi að það mundi að öllum líkindum stytta upp í dag. Baldvin Jónsson form. bankaráðs Landsbankans FYRIR nokkrum dögum hefur Baldvin Jónsson, hæstaréttarlög- maður, verið skipaður formaður bankaráðs Landsbankans og stýrði hann fyrsta fundi í banka- ráði í gær. Var hann skipaður í stað Val- týs Blöndals, er lózt sl. vor. Baldvin Jónsson hefur starfað sem aðalmaður í bankaráði Landsbankans frá 1951, Landsfundiir símamanna settur í dag LANDSFUNDUR símamanna verður settur hér í Reykjavík í dag og mun hann standa fram yfir næstu helgi. Landsfundur þessi er haldinn á fimm ára fresti og er þetta hinn fimmti í röðinni. Fundinn sitja 35 fulltrúar auk stjórnar. Helztu mál, sem tekin verða fyrir munu verða launa- mál og kjaramál. í GÆRDAG var réttardagur í Skeiðaréttum og er byrjað var að draga klukkan 7 í gærmorg- un, munu þar hafa verið um 18000 fjár. Gangnamenn skýrðu svo frá, að þeir, sem farið höfðu í lengstu leit inn að Arnarfelti við Hofsjökul, svo og þeir, er komið höfðu á móti þeim í norð- urleit, hefðu hreppt illsku veður. Hafa gangnamenn ekki hreppt jafnvont veður í göngum um all- mörg ár. Það var svo sem vænta mátti mikið fjölmenni í Skeiðarétturn í gær. Leiðindaveöur var, rign- ing, en þó ekki nærri því eins mikil og vestan heiðar. Margt að komumanna var í réttunum, og virtist mönnum sem tilgangur SAUÐÁRKRÓKI, 25. sept — Síðastliðinn miðvikudag varð alvarlegt slys við heimreiðarhlið- ið á Kúskeri í Blönduhlíð. Mið- aldra maður, Sigurður Helgason frá Sólheimum, sem var að koma úr Silfrastaðarétt, féll af hest- baki, er hesturinn, sem hann reið flæktist í vír og hnaut. Læknir kom þegar á slysstað- inn, og varð Sigurður fluttur meðvitundarlaus j sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Um kl. 11 sama dag var Björn Pálsson, flugmaður beðin að flytja hann suður. Súld var og myrkur, og treysti Björn sér ekki til sjónarllugs en fékk í þess stað Biðskák BLF’'. 25. sept.: — Leikar fóru þannig í 12. umferð kandi datamótsins, að Keres vann Benkö, en Tal og Petrosjan gerðu jafntefli. Biðskák varð hjá Friðriki Ólafssyni og Fischer og Smyslov og Glig- oric. — Reuter. þeirra með komunni í réttirnar hafi verið sá einn að berast á. Bændur voru í góðu skapi. Um féð voru nokkuð skiptar skoðanir. Þeir sögðu að erfitt væri að dæma um útlit þess, eins og það var í réttunum, því það væri þvælt orðið. Eigi að síður myndu dilk- arnir ekki lakari en í fyrra og sumir töldu þá vænni. Bændur þeir, sem smalað höfðu Flóamannaafrétt sögðu þá sögu, að pest hefði drepið mikinn fjölda lamba. Lágu dauð lömb á afrétt- inum svo mörg að tölu varð eigi á komið. Hér var um að ræða bráðapest í fénu. Hafði einnig nokkuð fallið á leiðinni í Skaft- holtsrétt, þangað sem safnið kom fyrst og’ í gærdag, mátti sjá víða flugvél frá Flugfélagi íslands til fararinnar. Flutti hún mannin til Reykja- víkur á sjúkrahús. Þar var svo gerður heilauppskurður á hon- um, en æð í höfðinu hafði slitn- að og blætt inn á heilann. Yar Sigurður meðvitundarlaus, er síðast fréttist í gær. AÐALFUNDUR Verzlunarráðs fslands hófst að nýju í húsa- kynnum ráðsins kl. 2 e.h. í gær. Fundarstjóri var Þorsteinn Bernharðsson. Nefndir, sem starf að höfðu kvöldið áður og um morguninn, skiluðu áliti. Nefnd- irnar voru: Viðskipta- og verð- lagsmálanefnd, skattamálanefnd og allsherjarnefnd. Umræður um tillögur og álit nefndanna fóru síðan fram og voru afgreiddar ályktanir um eftirtalin málefni: Efnahagsmál, bankamál, kaup- þing, verðlagsmál, utanríkisvið- skipti, tilhögun gjaldeyrisúthlut- unar, opinber fyrirtæki, einokun, lög um bókhald, Eimskipafélag íslands og skattamál. Að því loknu voru birt úrslit l stjórnarkosninga. Stjórn V.í. skipa nú eftirtaldir menn. á veggjum umhverfis hina stóru rétt, skorin lömb, sem bændur urðu að aflífa þar í réttunum. Nokkrir bændur voru að ræða um þetta mál. Mátti á þeim heyra að þeir teldu hinn suðurþing- eyska stofn eigi nógu harðgerðan, hann væri næmur fyrir kvillum og þyrfti féð mikla umönnun. — Sagðist einn bóndinn í hópnum hafa fengið sér hrút af Vestfjörð- um og væri féð undan honum bersýnilega harðgerðara. Hann taldi sig sjá mun á þessum „kyn- blendinum", og hinum hreinrækt uðu þingeysku kindum. Allir ætl uðu bændurnir að hafa féð á beit á • túnum sínum eða fóðurkál- blettum. Þar myndi það fljótlega jafna sig. Þegar blaðamenn Mbl. héldu áleiðis til Reykjavíkur síðdegis í gær, var réttarstemmningin í algleymingi, víða sungið við raust og bændur körpuðu um gæðinga sína. Gangnahestar og hundar höfðu sýnilega haft erfiða ferð inn til fjalla. Inni á almenningn- um var þá orðið svo mannmargt, að þar var fleira fólk en fé. Þessi dagur var og mikill gleði dagur hjá sveitaæskunni. Stóðu krakkarnir í kringum hina veð- urbörðu gangnamenn, og menn kepptust um að taka hrollinn úr sér. Tveir menn gengu til hesta sinna og héldu um axlir hvor annars og sungu með jarmi kind- anría í réttunum, sem undirspili, báðir brauðfættir nokkuð í búss- um: „Nú er hlátur nývakinn“. Tilnefndir af sérgreinafélögum V.Í.: Birgir Einarsson, ísleifur Jónsson, Gunnar Ásgeirsson, Baldur Jónsson, Hans R. Þórðar son, Kristján G. Gíslason, Gunn- ar Guðjónsson, Egill Guttorms- son, Ólafur Ó. Johnson og Gunn- ar Friðriksson. Kosnir af meðlimum V.í. utan sérgreinafélaga: Othar Ellingsen, Þorvaldur Guðmundsson, Sveinn Guðmundsson, Haraldur Sveins- son, Magnús J. Brynjólfsson, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, Björn Guðmundsson, Tómas Björnsson, Sigurður Ágústsson og Sigurður Ó. Ólafsson. í kjörnefnd voru kosnir: Guido Bernhöft, Árni Árnason, og Páll Jóhannesson. Endurskoðendur voru kosnir: Hilmar Fenger og Sveinn Ólafsson. Nýr yfir- maður á Keflavíkur- flugvelli til bráðabirgða í GÆRKVÖLDI flutti Benja- min G. Willis, ofursti, ávarp í Keflavíkurútvarpið til varn- arliðsins á flugvellinum og skýrði frá því, að hann hefði verið skipaður yfirmaður bandaríska hersins þar, þang- ,að til nýr hershöfðingi hefði tekið við störfum Pritchards, sem kallaður hefur verið heim til New York, eins og kunnugt er. Ofurstinn skýrði frá því, að Pritchard hershöfðingi hefði tekið við þýðingarmeira embætti í New York heldur en hann hefði haft hér á landi. Hann gat þess og, að ekki hefði enn verið ákveðið, hver tæki við af Pritchard, né hvenær sá maður væri væntanlegur til íslands, en hann hefði verið settur yfir varnarliðið á Keflavíkurflugveili þangað til, eins og fyrr getur. Þá minntist ofurstinn lítillega á atburðina, sem gerzt hafa á Keflavíkurflugvelli undanfarið, og bað hermennina virða íslenzk lög og gefa ekki á sér neinn höggstað hvað framkomu þeirra snerti. Hann minnti þá á það, að Keflavíkurflugvöllur væri einn hlekkur í varnarkeðju At- lantshafsbandalagsins og^ staif hermannanna þar væri hið þýð- ingarmesta. Hann lagði ennfrem- ur áherzlu á, að hann hefði verið í Bandaríkjunum í sl. viku vegna atburðanna á Keflavikurflugvelli undanfarið og gæti fullyrt eftir dvöl sína vestra, að í Bandaríkj- unum ríkti nú betri skilningur en áður á þeim vandamálum, sem við væri að etja vegna dvalar varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli. Loks lagði Willis ofursti á- herzlu á góða framkomu her- mannanna og minnti þá á, að þeir væru Bandaríkjamenn í erlendu landi og góð framkoma væri beztu meðmælin með landi þeirra. ÞESSAR SVIPMYNDIR TOK VIG I SKEIÐARETT I GÆR MaSur fellur af hest haki og slasast illa Stjórn V.í. kosin í gœr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.