Morgunblaðið - 03.10.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.10.1959, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. okt. 1959 MORCVNBLAÐIb 3 Auöur Auðuns og Ragnhildur Helgadóttir. Tvœr konur þingmenn Sjálfstœðisflokksins Á ALÞINGI því, er kosið verður til 25. og 26. október n. k. munu aðeins tvær konur taka sæti. Eru það frú Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur og , frú Ragnhildur Helga- dóttir, alþm., en þær skipa 2. og 5. sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. AuÖur Auðuns hefur átt sæti í bæjarstjórn Reykjavik- ur fra i»4C og verið forseti bæjarstjórnar frá 1954. Þá hefur hún setið í bæjar- ráði frá 1952. Hún hefur einn- ig tvisvar setið á Alþingi sem varamaður. Er fréttamaður Mbl. spurði frú Auði um álit hennar á bví. hvort rétt væri að konur hefðu afskipti af opinberum málum, fórust henni m. a. orð á þessa leið: — Það segir sig sjálft, að það skýtur skökku við, þegar konur, sem eru fullur helm- ingur þjóðarinnar, eiga svo fáa fulltrúa í sveitastjórnun- um, að ekki sé 'minnzt á Al- þingi, en þar hefur oft eng- in kona átt sæti. Mörg mál, sem um er fjallað á Alþingi og í bæjar- og sveitastjórnum, eru þess eðlis, að konur hljóta að hafa betri kunnleika á þeim og má þar t. d. nefna þau mál, er snerta heimili og börn sérstaklega. — Hvað viljið þér segja mér frá starfi yðar í bæjarstjórn- inni? — Það hefur verið mjög á- nægjulegt. Nú eiga tvær kon- ur af lista Sjálfstæðisflokks- ins sæti í bæjarstjórninni, en fleiri konur hafa tekið þátt í störfum sem varafulltrúar. Okkur konunum hefur alltaf líkað mjög vel að vinna með Sjálfstæðisflokknum í bæjar- stjórninni og okkar tillögur hafa ætíð mætt skilningi og hlotið fyrirgreiðslu. Ég vænti góðs af samstarfi við þingflokk Sjálfstæðis- flokksins hvað þetta snertir, sem og annað. Ragnhildur Helgadóttir var fyrst kosin á þing fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í kosningunum 1956. Þá vann hún þingsæti fyrir flokkinn hér í Reykja- vík. — Það eru ekki til nein skynsamleg rök, er mæla gegn því, að konur láti til sín ta'ka á opinberum vettvangi, segir frú Ragnhildur, er við bein um spurningu til hennar. Það er mjög eðlilegt og sjálfsagt, að konur, sem borgarar í frjálsu þjóðfélagi, lóti sig þjóðmál varða og hafi áhuga á þeim. — Hvað viltu segja mér um störf þín á Alþingi? — Ég hef átt sæti í nefndum þeim, sem fjalla um mennta -. heilbrigðis- og félagsmál. Störf kvenna, sem sæti eiga á þingi, hljóta að ég held ætíð að markast af málum á þessu sviði og auk þess ýmsum öðr- um málum, sem telja má sér- stök hagsmunamál kvenna. En þetta táknar engan veginn, að þær eigi að takmarka störf sín við þessi efni. Þeim ber eins og öðrum, sem taka að sér störf á Alþingi, að láta önnúr þjóðþrifamál til sín taka eftir því, sem tilefni er til. Ég vil taka það fram að ég hugsa mjög gott til þess að fá frú Auði á þing, þó að ég hafi ekki undan neinu að kvarta í sambandi við sam- vinnu mína við þingflokk Sjálfstæðismanna. Síður en svo, segir frú Ragnhildur og brosir. ★ Þær Auður og Ragnhildur lögðu að lokum báðar áherzlu á að þær hyggju gott til starfs á Alþingi á komandi kjör- tímabili, og bættu því við, að sá skilningur, sem sjónar- mið kvenna hafa jafnan mætt í Sjálfstæðisflokknum, byggð- ist ekki sízt á því, að hann legði öðrum flokkum fremut áherzlu á mikilvægi heimilis- ins sem stofnunar og kynni að meta réttilega þann þroska, sem einstaklingurinn fær inn an veggja þess. STAKSTEIM/VR Sýning á Iðnminja- safni í Iðnskólanum í FYRRADAG var opnuð all • sérstæð sýning hér í bæ, en þar getur að líta vísi að iðn- minjasafni, sem unnið hefur verið að í allmörg ár að koma upp. Upphaf þess er tillaga, sem samþykkt var á Iðnþingi árið 1939. Sýningin á þesu Iðnminjasafni verður opin fyrir almenning og þó einkum iðnaða4nenn og iðn- rekendur aðeins í tvo daga, í dag frá kl. 13—22 og á morgun frá kl. 15—22 og er á neðstu hæð Iðn- skólans gengið inn frá Vitastíg. Síðan verður sýningin tekin nið- ur og mununum komið til geymslu. Margt sérstæðra muna Margt er þarna sérkennilegra muna, sem nú er löngu hætt að nota sakir hinnar öru þróunar á sviði iðnaðar og handverka. Er vel að samtök iðnaðar- manna skyldu hafa forystu um þetta verk. Þótt talsvert sé til slíkra muna á Þjóðminjasafninu er það safn að sjálfsögðu ekki fullkomið enda skortir bæði fé og húsrými til þess að efla það, og sérþekkingu til að láta þar hvert handverk njóta þess sem því einu tilheyrir. Iðnaðarmenn hafa margir sýnt þessu safni sínu hinn mesta sóma bæði með fjárgjöfum og þó eink- um munasöfnun. Kennir á sýn- ingunni margra grasa og er eng- inn kostur að telja upp nema brot af því sem þarna er að sjá. Xaðkvörn og trúlofunarhringavél Meðal hins merkasta sem þarna er, þótt erfitt sé að dæma um slíkt, er forlóta skrá smíðuð af Magnúsi Þórarinssyni á Halldórs stöðum í Laxárdal um 1880. Er skráin mikið galdraverkfæri og gestaþraut að opna hana enda mun hún hafa verið ætluð fyrir skjala- eða peningahirzlu. Þá er líkan af brúnni á Skíða- dalsá, sem Gísli Jónsson bóndi á Hofi í Svarfaðardal byggði^ 1895. iiiiiiiiiaii Xaðkvörn Gísla á Ljótsstöðum. Þótti hún eitt merkilegasta land- búnaðartæki á sínum tíma. Myndina tók vig. Þá er taðkvörn sú er fundin var upp af Gísla Sigmundssyni á Ljótsstöðum í Skagafirði 1880. Enn má nefna trúlofunarhringa- vél, sem var í eigu Jóns Sig- mundssonar gullsmiðs o. m. fl. Mikill fjöldi verkfæra Mikið er af alls konar verk- færum sem sérfróða handverks- menn þarf til að skýra til hvers v'oru notuð." Yrði upptalning þeirra of langt mál. En geta má þess, að auk fjölmargra sveins- stykkja og uppfinninga eru þarna all-fullkomin gull- tré- og skósmíðaverkfæri, sem notuð voru á þeim vinnustofum um og upp úr síðustu aldamótum. Ekki er að efa að fjöldi fólks mun hafa gaman af að skoða þessa merku muni, sem feður og afar nútímakynslóðarinnar unnu með í gamla daga. AKRANESI, 2. okt. — Lagarfoss kom hingað í dag og var hann með 15.000 tómar tunnur innan- borðs. Hér losaði skipið 4000 tunnur og siglir næst til Kefla- víkur. — Oddur. Boðnir með Krúsjeff Þjóðviljinn segir í gær frá há- tíðahöldunum vegna byltingaraf- mælis kommúnista í Kína. M. a. er birt skeyti frá „sendinefnd- inni“. Munu það vera fulltrúar hérlendra kommúnista: Sigurður Guðnason, Gunnar Benediktsson og Eggert Þorbjarnarson. Hvílík virðing íslenzkum kommúnistum er sýnd með því að bjóða svo f jöl- mennri „sendinefnd", sést af þess ari upptalningu Þjóðviljans: „Meðal erlendra gesta eru æðstu ráðamenn Norður-Vietnam, Xékkóslóvakíu, Póllands, Búlgar- íu og Ungverjalands auk Krú- sjeffs — — — Hins vegar varð kóni á borð við Xító að láta sér nægja að senda skeyti. Hann þykir ekki nógu öruggur á línunni til að vera boðinn með Krúsjeff og „sendinefndinni“. Mesta hersýning Útvarpið skýrir frá því, aB kommúnistar hefðu af þessu til- efni haldið mestu hersýningu, sem sést hefði í Peking. Þjóð- viljinn lýsir þessu svo: „Eitt atriði hátíðahaldanna i Peking var mikil hersýning og tók þátt í henni mikið herlið og um 750 þúsund vopnaðir verka- menn. Mörg þúsund dúfum var sleppt að hersýningunni lokinni, sem tákni um friðinn“. AUt hefði þetta orðið svip- minna, ef búið hefði verið að framkvæma afvopnunartillögur Krúsjeffs. Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. E.t. v. var það táknrænt, að Krúsjeff tókst ekki að ná í friðardúfuna, sem hann ætlaði að hremma. Til marks um friðarástina var sú yfirlýsing Lin Piao „--------að sá tími myndi koma að Kínverjar frelsuðu For- mósu og aðrar þær eyjar, sem Sjankaisék heldur ennþá með hjálp Bandaríkjamanna”. Bandamenn? Samkvæmt frásögn Þjóðviljans eiga Kínverjar vísa bandamenn í viðureigninni við Bandaríkja- menn. Hann hefur þessa fyrir- sögn að ræðu Eggerts Þorbjarn- arsonar: „Stærsta og minnsta þjóð heims munu báðar hrinda bandarískri ásælni“. Eggert lauk orðum sinum svo: „íslenzka sendinefndin vill nota þetta tækifæri til þess að flytja Kommúnistaflokki Kína, kín- versku þjóðinni og ríkisstjórn hennar einlægar þakkir fyrir stuðning þeirra við lífshagsmuni islenzku þjóðarinnar í þessu máli“. Þarna er átt við landhelgismál- ið. Eins og menn muna lýsti stuðningur Kina við íslendinga í því máli sér svo, að Kina færði út landhelgi sína á þeirri stundu, er lagði í munn Bretum aðal- rökin fyrir því, að þeir mættu ekki láta af ofbeldisbrölti sinu hér við land. Gengislækkun kommúnista Alþýðublaðið segir í gær: „íslendingar hafa sannarlega komizt í kynni við gengislækkun, þó að kommúnistar væru aðilar að stjórn landsins. Efnahagsráð- stafanir fyrrverandi ríkisstjórnar einkennndust mjög af gengis- lækkun, þó að Lúðvik Jósepsson og Hannibal Valdimarsson ættu sæti í henni. Alþýðubandalagið er þess vegna enginn skjólgarður gegn gengislækkun. Þvert á mótL Stefna þess í efnahagsmálum er yfirleitt af gengislækkunarætt- inni“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.