Morgunblaðið - 03.10.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.1959, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐ1Ð Laugardagur 3. okt. 1959 „Ég hef haldið dauðahaldi í bækur Sewe. Fyrst skildi ég þær ekki, en síðan skildi ég þær bet- ur með hverjum deginum, sem leið. Vitið þér, hvað það er, að sitja í flugvél með kjarnorku- sprengju?“ Hann roðnaði aftur. „Ég veit, að þér voruð herflug- maður. Yður virðist ef til vill, að ég sé auli. En stríðið, það er ekkert. Ég á við, þegar flogið er yfir óvinaland. Það er alls ekk- ert“, endurtók hann. „En fljúgið þér einu sinni með þetta yfir friðsamleg lönd eða yfir yðar eigið land. Og hlustið þér í heyrn artólið. Hugsið þér um, hvað þeir taka til bragðs niðri á jörðinni, hvort þér fáið ekki allt í einu skipunina: Fljúga til og kasta niður. Hugsið þér um það, að þér gætuð hrapað með allt djöfuls drí_slið í vömbinni. Og lætin, þeg ar verið er að gera viðvart. Það er ekki eins og í striði. Fyrir neðan yður eru iðnaðarborgir og sofandi garðar. Enginn hefur hug mynd um, að þér eruð að fljúga þarna uppi í loftinu og getið sprengt heiminn í loft upp. — En þarna sitjið þér og starið á lyfti- stöngina. Þér hugsið: Ef ég nú yrði vitlaus og þrýsti á hnapp- inn. Haliið þér, að yður finnist þér vera mikill. Eins og herra heimsins? Hreint ekki. Yður finnst þér vera óþokki, það er allt og sumt. Þegar varnaðar- merkin eru hjá liðin og þér legg íð aftur npp, þá eruð þér allur í svitakófi. Þér hugsið sem svo: Það er furða, að ég skyldi ekki verða geggjaður. Og þér hugsið: í næsta skipti verð ég áreiðan- lega geggjaður. Því næst farið þér heim og drekkið yður blind- H afnarfjörður Nokkur börn vantar til að bera út MORGUNBLAÐIÐ Upplýsingar Arnarhraun 14 eða í síma 50374. sendisveina Vantar nú þegar sendisvein frá kl. 6—12 f.h. og annan frá kl. 9—6 e.h. Afgreiðslan — Sími 22480. Unglinga vantar til blaðburðar víðsvegar um bæinn JHorgttttbloMfr Sími 22480. fullan". Hann var kominn með andlitið rétt að Anton og það voru svitadropar á hinu háa enni hans. „Vitið þér, hvað hefur kom ið fyrir mig? Ég gat ekki faðmað stúlkuna mína að mér framar. Ég er heilbrigður, tuttugu og fjögurra ára — og ég gat það ekki. Skiljið þér það? Ég varð alltaf að vera að hugsa um það, að hún hefði verið á hlaupum niðri á jörðinni á meðan ég sat uppi í vélinni við stjórntæki mín og þóttist vera guð almátt- ugur. Ég hef ekki séð stúlkuna mína síðan. Ég hef ekki gert ann að en drekka". Hann greip til glass síns, en það var tómt. Anton gat ekki haft augun af honum. Hann starði á hið unga, afmyndaða andlit. Og þá brá svo við, að hann vissi allt í einu, hverjum Davíð var líkur. Hann var líkur honum sjálfum. Hann hafði einmitt litið þannig út, þeg- ar hann fór. í herinn „fyrir for- ingjann og föðurlandið“. Honum varð svo þröngt um andardráttinn, að hann hélt, að hann myndi kafna. Hann gat ekki látið Davíð Summerskill halda áfram að tala. Hann mælti: „Og nú komið þér til þess að leita yður sálubótar hjá Adam Sewe?“ „Já“, sagði Davíð, og horfði í augu honum. „Finnst yður það skrítið?" „Skrítið? Nei, en það er ekk- ert vit í því“. Ungi Amerikumaðurinn gat ekki svarað. Zenta var búin að syngja alla leið að afgreiðsluborð inu. Nú var hún hætt. Slaghörpu leikarinn lék einsamall á hljóð- færið. Zenta lagði handlegginn um hálsinn á Anton. „Þú drekkur of mikið“, sagði hún. „>ú hefur oft fullvissað mig um það“. „Hvað er í fréttum? Veiztu hvers vegna Verneuil er alltaf að flækjast kringum vínstofuna?“ „Er hann að því?“ Anton var ekki drukknari en svo, að hann gat látizt verða hissa. „Ég hef ekki hugmynd um það“. „Hefur þú séð Liúúu?“ Athygli Antons vaknaði, en hann mælti kæruleysislega: „Þú veizt, að ég sé hana ekki léngur". „Það er sagt, að hún ætli að kasta sprengjunni á morgun við réttarhöldin“. „Hvaða sprengja er það?“ „Ég vildi að ég vissi það! En ég er dð minnsta kosti viss um, að hún er aftur í leyni hjá Sewe“. Hún strauk Anton yfir ennið með hendinni. „Veiztu, hver hefur lagt fram tryggingarféð fyrir hana?“ „Ekki vitund“, laug hann. „Það verður dálaglegt hneyksli þegar það kemur í Ijós, að Sewe hýsir morðingja". „Hver segir að hún sé morð- inginn?“ Skrifborðslampar Hentugir tyrir skólafólk Jfekla Austurstræti 14 Sími 11687. EINS MANNS svefnsófarnir eru komnir aftur. 2 léttar gerðir. IMýtízku kommoður Bólsturgerðin hf. Skipholti 19 — Sími 10388. a r i ú á Nú þegar ég er kominn heim, verður hann ef til vill ekki eins einmana. Gleymdu því ekki Markús, að þú lofaðir Johnny Malotte, að hjálpa honum við að bæta herbergi við kofann hans. hann á von á nýjum króga, þá kemur hann sannarlega til með Það er rétt Sirrí, og þar sem að þarfnast þess. Við erum komn ir margar mílur frá búgarðinúm, og ég er viss um að hvolpurinn ratar ekki til baka héðan. „Ertu svona heimskur, eða læztu þú aðeins vera það?“ Anton hristi hana af sér. „Þú ættir heldur að syngja eitt hvað“, sagði hann. „Þú ert að tala um mál. sem þú skilur ekkert í“. Hann hugsaði sem svo: Adam Sewe og málaferlin einu sinni enn. Snýst þá allt í veröldinni um Adam Sewe og þetta mál? Zenta talar um Sewe og þessi ná- ungi þarna hjá mér talar um Sewe. Hann hafði ekki hugsað um það allan daginn, að hann ætti að standa í vitnastúkunni í réttarsalnum á morgun. Honum myndi verða fengin í hendur biblía. Lyftið upp hendinni og hafið eiðspjallið eftir. Sannleik- ann, ekkert nema sannleikann. — Svo sannarlega hjálpi mér Guð. Amen. Hvers vegna hafði Verne- uil farið þess á leit við Veru, á síðustu stundu, að hún yrði við- stödd réttarhöldin? Ætlaði Lú- lúa að kasta sprengjunni? Hvaða sprengja var það? Kjarnorku- sprengjan? Kjarnorkusprengjur voru búnar til úr úrani. Adam Sewe hafði aðsetur á úrani. Þorp in innbornu mannanna myndu hverfa og úran myndi sjá dags- ins ljós. Davíð Summerskill gat ekki faðmað stúlkuna sína. Hvað kom honum það við? Hann myndi aldrei faðma Veru. Hún myndi fara til Evrópu og hann myndi fara með Delaporte inn í írumskóginn, lengra og lengra. í frumskóginum var úran, í frum- skóginum voru kjarnorkusprengj ur. Hermann var dauður Sá dauði hafði svipt hann hefnd sinni, en hann vildi að minnsta kosti verða auðugur. Hann þurfti aðeins að rétta upp höndina. —» Sannleikann, ekkert nema sann- leikann. Svo sannarlega hjálpi mér Guð. Amen. Allt í einu hljómaði rödd hins unga Ameríkumanns í eyrum hans. „Hvers vegna segið þér, að það sé ekkert vit í því að fara til Sewe?“ „Sagði ég það?“ „Já, þér sögðuð það“. ......eparió y*ur hlaup 6 milli margra v rzlajaa! WHIWOL 0ÖILUM MDUM! Ausfcurstræti Rósir Gróðrarstöðin við Miklutorg. Sími 19775. Hörður Ólafsson lögfræðiskrifstofa, skjalaj ýðandi og dómtúlkur i ensku. Austurstræti 14, sími 10332, heima 35673. SHlItvarpiö Laugardagur 3. október 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir. 14.15 „Laugardagslögin** — (16.00 Frétt ir og tilkynningar). 16.30 Veðurfregnir. 18 Í5 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). 19.00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga. (Jón Pálsson). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Deep Rivers Boys synfeja. 19.45 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit „Penelópa** eftir W. Som- erset Maugham í þýðingu Maríu Thoroddsen. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikendur: Lárus Páls- son, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Þorsteinn O. Stephensen, Helga Bachmann, Svandís Jónsdóttir, Helgi Skúlason og Sigríður Haga- lín. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.