Morgunblaðið - 03.10.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.1959, Blaðsíða 16
217. tbl. — Laugardagur 3. október 1959 x^ Aðalfundur Sjálf- stæðisfélags Akraness AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lags Akraness verður haldinn í Templarahúsinu í dag, laugar- dag, og hefst kl. 9 síðdegis. Á fundinum verður auk venjulegra aðalfundarstarfa rætt um undir- húning Alþingiskosninganna. — Sjálfstæðismenn, fjölmennið á fundinn. St j órnmálaf undur í Búðardal SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN heldur almennan kjósendafund í Búðardal annað kvöld (sunnu- dagskvöld) kl. 8. Ávörp og ræður "flytja fjórir efstu menn á lista Sjálfstæðis- flokksins í Vesturlandskjördæmi, þeir Sigurður Agústsson, Jón Arnason, Friðjón Þórðarson og Asgeir Pétursson. ÞAU fleygu orð, sem vitnað er til á myndinni, sagði Ey- steinn Jónsson á fundi Fram- sóknarmanna í Keflavík á dögunum. Þetta þótti hraust- lega mælt svo skammt frá þeim stað, þar sem olíuleiðsl- an fræga var lögð, silkihúfum Framsóknar raðað hverri of- an á aðra og f ramkvæmd varn armálanna miðuð við það eitt, að gæðingar Framsóknar- flokksins gætu staðið tveimur fótum í jötu. Biéf til Hjortar Hjartar HERRA Hjörtur Hjartar! , Mér þykir leitt, að þér hafið orðið fyrir ónæði af símahring- ingum, min vegna. Enda þótt ég hafi orðið fyrir svipuðu ónæði yðar vegna, hefur mér aldrei dottið í hug, að nota ofangreint tilefni til að blanda nafni yðar, atvinnurekstri þeim er þér veitið forstöðu, eða starfsfólks hans, inn í þras um þinghúsbruna í Þýzka- landi og skoðanakúgun á íslandi. Mér, verzlun þeirri, er ég starfa við og starfsfólki hennar, hafið þér á ósmekklegan hátt blandað inn í illdeilur. yðar við ritstjóra Morguriblaðsin-, a'.gjör- lega að tilefnislausu af minni hálfu og kann ég yður litlar þakkir fyrir. Ég hefi aldrei verið beðinn að ráða starfsfólk eftir pólitískum sjónarmiðum, né hafa áhrif á skoðanir þess, og gilda vonandi sömu reglur hjá yður? Virðingarfyllst, Hjörtur Hjartarson. HAFNARFJÖRÐUR Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis flokksins í Hafnarfirði er í S.jálf- stæðishúsinu og er opin dag hvern frá klukkan 10 til 22. — Síminn er 50228. — Er Sjálfstæðisfólk beðið að hafa sam band við skrifstofuna. Vöruflutningar eru oð hefjast land- leiðina til IsafjarSar Fyrsti fólksbíllinn fór leiðina a 15 tímum VESTFJARÐAVEGURINN nýi var opnaður í fyrradag, en aðfara- nótt fimmtudags kom til Reykjavíkur fyrsti fólksbíllinn, sem fer þessa leið frá Isafirði. Það var Oddur Pétursson, verkstjóri á ísa- íirði, sem fyrstur ók leiðina — og var hann 15 tíma á leiðinni. — Oddur kvað nýja veginn góðan og fljótfarinn, þegar Morgunblaðið hafði tal af honum í gær, en ef vegurinn á Barðaströnd yrði lag- lærður á köflum, taldi hann að hægt yrði að aka milli Reykjavíkur og ísafjarðar i skemmri tíma. ¦ leyrar, Þingeyrar, Flateyrar, Suð- ureyrar, Hnífsdals, Bolungavíkur Hins vegar sagði Oddur, að stórir langferðabílar mundu vart fara þessa leið á minna en 18 tímum — og yrði því vandkvæð- um bundið að halda uppi fólks- flutningum með slíkum bílum milli Isafjarðar og Reykjavíkur nema farþegar fengju að hvílast á leiðinni næturlangt. Og þá yrði ferðin orðin það _dýr, að betur borgaði sig að velja flugleiðina. Þó væri e. t. v. vegur að fara leiðina á svefnvögnum og leggja upp að kvöldinu, sagði Oddur. Slikt hefur verið reynt milli Reykjavíkur og Akureyrar — og gefizt vel. Þó sagðist Oddur ekki vita um neina vestra, sem hug hefðu á því að hefja fólksflutninga land- veginn, en þeir aðilar, sem hefðu sérleyfið til Patreksfjarðar, hefðu þetta þó e. t. v. í huga. En vöruflutningar milli Reykjavíkur og Vestfjarða eftir nýja veginum eru þegar að hefj- ast. Gunnar Pétursson og Eben- ezer Þórarinsson á Isafirði hafa keypt stóran vöruflutningavagn til þessarar flutninga og var á- ætlað að fara fyrstu ferðina vest- ur í dag. Vörumóttaka þeirra í Reykjavík er í Sendibílastöðinni við Borgartún — og þeir munu taka að sér flutninga til Rafns- og nærsveita — auk ísafjarðar. Fyrst í stað er áætlað að fara tvær ferðir í viku þar til heið- arnar vestra lokast vegna snjóa, en í vor hefjast flutningarnir á ný. — Mikil bót verður af þessum vöruflutningum vestra, því að skipakomur eru þar strjálar og flutningageta Katalínubátsins hefur verið takmörkuð af eðli- legum ástæðum. Hætt kominn í Laugunum EINN baðgesta sundlauganna, maður um fimmtugt, var hætt kominn í gærdag. Mun hann hafa fengið aðsvif þá er hann var á sundi, og sökk hann. Maðurinn hafði legið litla stund á botninum er menn urðu þessa áskynja l og var honum bjargað upp á laugar- barminn, var hann þá með- vitundarlaus. Voru þegar hafn ar á honum lífgunartilraunir. Var þeim haldið áfram sleitu- laust þar til komið var í slysa- varðstofuna. Var þeim haldið þar áfram nokkra stund, og kom maðurinn til meðvitund- ar aftur. Voru þá liðnar um 30 mínútur frá því að honum var bjargað meðvitundarlaus- um. Var hann búinn að jafna sig að mestu í gærkvöldi. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins EINS og kunnugt er hefir nú und- anfarið staðið yfir hið stærsta og glæsilegasta happdrætti, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir efnt til, Landshappdrættið. Vinningar eru 20 talsins, samtals að verð- mæti kr. 315.000.00 og hefur ver- ið mjög til þeirra vandað. Verð hvers miða er 50 krónur. Næstu daga munu flokksmönn- um í Reykjavik berast miðar og er þess fastlega vænzt, að þeir standi skrifstofu happdrættisins skil á andvirði þeirra híð fyrsta. Höfuðtilgangur happdrættisins er að afla samtökum Sjálfstæðis- manna um allt land fjár til þess að standa straum af kostnaðinum við tvennar alþingiskosmngar á þessu ári. Hefir sala happdrætt- ismiða utan Reykjavíkur mjög létt undir aðstöðu þar, til að rísa undir kosningakostnaðinum í sum ar. Nú er röðin komin að því, að flokkssamtökin í Reykjavík geti hagnast á þessu happdrætti, en að sjálfsögðu verður hin harða kosningabarátta, sem framund- an er hér, æði kostnaðarsöm. Þetta ár er ár mikils starfs og baráttu. Það er augljóst mál, að tvennar alþingiskosningar hafa í för með sér margvísleg útgjöld, jafnframt því sem hin fasta starf- semi flokksins verður æ fjöl- þættari samfara auknu fylgi flokksins. Það veltur því á miklu, að þetta happdrætti skili þeim ár- angri, sem vonazt er eftir. En allt er þetta háð undirtektum og á- huga þess fólks, sem vill vinna að framgangi í'.okksins og stefnu hans. Það er meginstefna „vinstri flokkanna" að brjóta á bak aft- ur hið mikla áhrifavald Sjálf- stæðisflokksins með þjóðinni. Allt Sjálfstæðisfólk og allir þeir aðrir þjóðfélagsborgarar, sem vilja stuðla að heilbrigðu og rétt látu stjórnarfari í landinu, fylkja sér nú fast um Sjálfstæðisílokk- inn. En fjölþætt flokksstarfsemi og þó einkum tvennar alþingis- kosningar á þessu ári krefjast mikils fjár. Enn einu sinni leitar flokkurinn til stuðningsmanna sinna og velunnara um aðstoð á þessu sviði. Skrifstofa happdrættisins er í Sjálfstæðishúsinu og verður op- in allan daginn, sími 1-71-04.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.