Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 1
24 síöur Fárviðri á Norðurlandi Teppt í bíl í sól- arhring - áVaðlaheÍði AKUREYRl, 9. okt. A SUNNUDAG festist lítill bíll, sem í voru karl og kona, í skafli á Vaðlaheiði. — Voru gerðir út leiðangrar þá um nóttina og í gær til að leita þeirra, því veðurofsinn var gífurlegur á þessum slóðum. Um kl. 3 í gærdag fannst bíll- inn og voru farþegarnir heilir á húfi. Síðdegis á sunnudag voru tveir bílar á ferðinni vestur yfir Vaðla heiði og fylgdust þeir að niður undir S valbarðseyr araf leggj ar- ann, sem er norðan til í heiðinni. Skammt utan við hann höfðu þeir sig í gegnum stóran skafl, en þá missti fyrri bíllinn af hinum seinni. Beið bílstjórinn alllengi við afleggjarann, en þar eð stúlka var með honum í bílnum og þau illa búin, þorði hann ekki að biða lengur. Ók hann í áttina að Ytri- Hlíð, og gengu þau síðasta spott- ann heim að bænum. Var hringt þaðan til Akureyrar og gerðar ráðstafanir til að jeppi færi á móti hinum bílnum. Jeppinn, sem var vel mannað- ur, komst skammt upp í heiðina og sneri þar við. I>á var hringt aftur til Akureyrar og mannaður snjóbíll, sem kom að Ytri-Hlíð ki. 1 um nóttina. Var hann alla nóttina að brjótast 8—10 km leið upp í heiðina, en sneri við í gær- morgun. Veðurofsinn var svo mik ill, að við ekkert var ráðið. Um kl. 9 um morguninn iagði flugbjörgunarsveitin á Akureyri af stað í tveimur snjóbílum og voru þeir allan daginn að brjótast upp hlíðina. Einnig lögðu tveir menn, frá Víðivöllum og Nesi i Fnóskadal af stað með jarðýtu. Fundu þeir bílinn um kl. 3. Hafði litli bíllinn festst í skafli skammt ofan við Svalbarðseyrar- afleggjarann gamla. Höfðu bíl- stjórinn, Reynir Frímannsson, frá Akureyri og farþegi hans, Arn- fríður Indriðadóttir frá Torfa- nesi í Köldukinn, ekki farið úr bílnum. Ekki var mikið frost og fór ágætlega um þau. Skömmu eftir að ýtan þau kom b’ll ixm frá Akureyri á staðinn. Flutti hann þau til Akureyrar í gær- kvöldi. Það var víðar en á Norðurlandi, sem vetur gekk í garð án þess mynd tók ljósmyndari blaðsins skammt neðan við Lækjarbotna að gera boð á undan sér. — Þessa á sunnudag. Lœgðin snarstanzaði ÓVEBUR það sem gengur yfir Norðurland skall mjög skyndi lega á og sá Veðurstofan það ekki fyrir með löngum fyrir- vara. Ki. 22 á laugardagskvöld var gert ráð fyrir að létta mundi til er liði á sunnudaginn, en um miðnætti varð séð að lægð sú, sem var að ganga yfir, mundi hægja á sér við aust- urströndina, og var spánni þá breytt og gert ráð fyrir norð- austan hvassviðri og snjókomu á miðunum fyrir Norður- landi og Vestfjörðum og stinningskaida inn til lands. Lægð- in snarstanzaði svo austan við landið og dýpkaði óvenju- mikið. Var hún þar enn í gærkvöldi, en heldur tekin að grynnast, að því er Veðurstofan upplýsti, er blaðið spurðist fyrir um veðurspána þessa dagana í gærkvöldi. Þess má geta að á laugardagskvöldið gerði Veðurstofan í London ráð fyrir því að lægðin mundi verða komin norður undir Jan Mayen á sunnudagskvöld. ísfískur 30,000 stp. TVEIR togarar seldu í gærdag við mjög hagstæðu verði, góðan þorskafla, fyrir alls 30.318 sterl- ingspund. Annar togaranna var Bjarni Ólafsson frá Akranesi, seldi rúmlega 168 tonn fyrir 15.074 sterlingspund og Ólafur Jóhannesson 171 tonn fyrir 15.244 sterlingspund. Þá seldi Hafnarfjarðartogarinn Surprise 190 tonn í Bremerhaven, en þar var fiskmarkaðurinn allverulega lægri, því afli skipsins seldist á 119.000 mörk, sem jafngidir um 10.000 punda sölu. Bátur fyrir björgum — við Hofsós í GÆRMORGUN, er tvelr bátar frá Hofsósi andæfðu fyrir framan þorpið, hvarf annar báturinn, Svanur, i einni óveðurshryðjunni og rak skömmu síðar upp undir kletta framan við þorpið. — Þrír menn eru í bátnum. Það, sem blaðið veit sannast um slys þetta, þá hefur það orðið með eftirfarandi hætti: Bátarnir Frosti og Svanur fr4 Hofsósi höfðu andæft norðan o£ framan við þorpið alla aðfara- nótf mánudags. Ofsarok var og svart í byljunum. Um kl. 9 varð skipstjórinn á Frosta þess var, að Svanur var horfinn, en þá hafði gengið yfir hryðja. Vissu skipverjar ekki hvað af bátnum hafði orðið. Skömmu eftir kL 9 mun Svan svo hafa rekið á land nokkru innar, þar sem strand- berg er og þverhnýptir klettar. Er það á móts við syðstu húsin í þorpinu. Engin leið var að koma við björgun eins og á stóð. Sam- kvæmt fréttum blaðsins var ekki talið útilokað að stýris- húsið væri óbrotið, en óvist um afdrif mannanna þriggja sem voru um borð. Tveir þeirra eru bræður, báðir inn an við miðjan aldur. Þeir eru báðir frá Hofsósi, svo og skipsfélagi þeirra. Er blaðið frétti síðdegis í gær- kvöldi, andæfði Frosti enn á leg- unni. Hafði komið til mála að leita aðstoðar Maríu Júlíu, sem er fyrir Norðurlandi, til að að- Framh. á bls. 2. f hœttu t GÆR hafði blaðið spurnir af því að brezkir togarar hefðu átt í erfiðleikum langt úti í hafi fyrir norðan eða norðvestan land. Átti einkum að hafa hlaðist ísing á einn þeirra, sem hafði beðið brezkt herskip um aðstoð. Ekki fengust þessar fréttir staðfestar í gærkvöldi. Stórfelld tollalœkkun á freðfiski til Ameríku Viðræður um stjórn MIÐSTJÓRN Alþýðuflokks- ins kom saman til fundar í gær til að ræða stjórnmála- viðhorfið og afstöðuna til stjórnarmyndunar. Að því er Emil Jónsson, forsætisráðherra, skýrði tíð- indamanni Mbl. frá í gær- kvöldi, samþykkti miðstjórn- arfundur Alþýðuflokksins ein róma að halda áfram þeim við ræðum, sem flokkurinn hefur átt að undanförnu við for- ystumenn Sjálfstæðisflokks- ins. — Tolladómstóll í New York setur fiskblokk- ir í lœgri stiga og leysir þœr undan kvótatakmörkunum NÝLEGA hefur verið gerð breyting með dómsúrskurði á tollaflokkun hraðfrysts fisks í Bandaríkjunum. Þessi breyt ing er fólgin í því að stórar hraðfrystar blokkir af fisk- flökum skuli ekki tcljast til vöruflokksins „fiskflök“ og komast þær við það í mun lægri tollstiga en áður. Það var Coldwater Seafood Corporation, en það er eign Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, sem beitti sér fyrir því, að málið væri lagt fyrir dómstólana og hefur Jón Gunnarsson, framkvæmda- stjóri SH, skýrt Mbl. svo frá að þessi breyting hafi í för með sér um 300 þúsund doll- ara tollalækkun á ári, ef mið- að er við fisksölur til Banda- ríkjanna, eins og þær eru í ár. Kvótakerfi og tvö tollstig Jón Gunnarsson skýrði Mbl. svo frá, að árið 1953 hefði verið byrjað að flytja fiskflök í blokka formi til Bandaríkjanna, þ. e. mörg fiskflök, sem eru fryst saman í eina frysta hellu, 5—6 kg að þyngd. Tollayfirvöldin ákváðu þá, að þessi vara skyldi flokkast undir fiskflök. En um fiskflök gildir sú regla að þau eru í tveimur tollstigum. Það er viss kvóti sem kemst í lægri tollstiga, eða 1% cent á pund. Eru það 4500 tonn af heildarinnflutningi hvers árs- fjórðungs, sem fá þann lægri tollstiga, en eftir að kvótinn er fylltur, komast fiskflökin í hærri tollstiga, eða 2% cent á pundið. Eftir að farið var að flytja blokk irnar inn í miklu magni síðan 1953, þá fylltu þær oft verulegan hluta af þessum kvóta. Hafa inn- flutningsþjóðirnar orðið að keppast við það í byrjun hvers Framh. á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.