Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 2
2 MORCVNBTAÐ1Ð Þriðjudagur 10. nóv. 1959 Chou En-Lai sýnir „friðarandlitið" Ber fram tillögu um lausn landamæra- deilunnar við IndlandL — Nehru sagður andvígur henni PEKING og NÝJU-DELHI, 9. nóv. (Reuter-NTB) BIRT var í Peking í dag orð- sending, serri kínverska stjórn in sendi Indlandsstjóm í gær. — Þar er stungið upp á því, að báðir aðilar dragi her- flokka sína til baka um 20 km meðfram öllum landamærum ríkjanna, svo að þannig myndist 40 km breitt „friðað“ belti. Samkvæmt tillögunni skal miðað við hina svo- nefndu MacMahon-línu á austanverðum landamærun- um, en í Ladakh-héraðinu við línu, sem dregin sé þannig, að hún skilji þau svæði, sem hvor aðilinn „raunverulega stjómar“ sem stendur, eins og það er orðað. ★ Chou En-Lai, forsætisráðherra Kína, stakk einnig upp á því í bréfi sínu til Nehrus, þar sem tillaga þessi er fram borin, að þeir skuli hittast sem fyrst til þess að ræða landamæradeiluna og önnur ágreiningsefni ríkj- anna. — Chou sagði í bréfi sínu, að einungis stjómareftirlitsmenn og óvopnuð lögregla skyldi haf- ast við á hinu friðaða svæði, þar til landamæri ríkjanna hafi verið ákveðin með samningum. Þetta á að geta komið í veg fyrir, að frekari árekstrar verði með þjóðum okkar út af landamærun- um, segir Chou En-Lai i bréfi sínu. Hann kvaðst vera reiðubú- inn að ræða þann möguleika, að hafa hið friðaða svæði enn stærra en tillagan gerir ráð fyr- ir, ef óskað væri eftir þvi ★ Indverska þingið hefur haldið tvo fnndi um þetta mál síðasta sólarhringinn, eða síðan fyrr- greindar tillögur bárust. — Fréttaritarar hafa þáð eftir hátt- settum heimildarmönnum í Delhi, að Nehru muni því and- vígur, að failizt sé á kínversku tillöguna, þar sem í henni felist m. a., að Indland viðurkenni yfir- ráð Kínverja yfir um 15.000 fer- kilómetra svæði í Ladakh, sem Indverjar hafa alltaf haldið fram, að væri þeirra land. ★ 1 AFP-fregnum frá Washing- ton segir, að sú skoðun sé þar ofarlega á baugi, að fyrrgreind tillaga muni marka stefnubreyt- ingu Pekingstjómarinnar í landa mæraþrætunni — og gizkað á, að Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, kunni að eiga sinn þátt í því, að þessi tillaga er komin fram. — Jafnframt er á það bent, að bréf Chou En- Lais komi í kjölfar harðorðustu yfirlýsingar Indlands til þessa út af landamæraárekstrunum, þar sem Kínverjar voru sakaðir um yfirgang og árásarstefnu gagn- vart Indlandi. ' I'-'UI <■ Fólk veðnrteppt — Við Hofsós Framh. af bls. 1. stoða bátinn við að komast til Sauðárkróks. En um kl. 9 í gær- kvöldi var haft samband við Frosta og skýrði skipstjórinn, Þorgrímur Hermannssonð svo frá að skipverjum liði vel, þeir hefðu nægt eldsneyti og veðrinu hefði heldur slotað milli kl. 8 og 9. Hugðist hann halda kyrru fyrir og andæfa þar sem hann væri. í bátnum eru fjórir menn. Frosti og Svanur eru einu bát- arnir ,utan trillubáta, sem gerðir eru út frá Hofsósi. Frosti er 22 tonn, en blaðinu er ekki kunnugt um stærð Svans. í norðvestanátt er legan á Hofsósi eitt hafrót, en sé hann austlægur er sæmilegt að athafna sig þar. BÍI.AR á leið ssiður og aðrir á leið norður yfir Holtavörðu hciði, eru tepptir beggja vega heiðarinnar. Voru síð- j degis í gær 16 bílar veður- j tepptir í Fornahvammi, þar ) sem veður var mjög slæmt, J rok og blindöskuhríð. — s Holtavörðuheiðin tepptist i um helgina og muruu álíka • margir hafa leitað gistingar j hjá símstöðvarstjóranum á S Brú í Hrútafirði, og voru í • Fornahvammi í gær. Á myndinni er sýnt hvernig virinn lá frá skipinu úr gálga þess í bryggjupolla í miðri bryggju. Þegar strengt var á vírnum, sem lá í spil togarans, lenti hann undir bílnum. Vír úr togara velti bíl á bryggjunni Moður fyrir borð ú toguru l AÐFARANÓTT mánudagst > vildi það slys til um börð í| (togaranum Agli Skallagrims- syjú, að matsveinninn, Rík-s I harður Sigurðsson, mun hafaJ l fallið fyrir borð. \ > Togarinn var að veiðum úti« tíyrir Vestfjörðurdu Var mjög' l slæmt veður og ieitaði hann í| ) var út af Grænuhlíð á sunnu- ' dagskvöld. Um morguninn > var Rikharðar saknað og muní jhann hafa hprfið á tímanum^ ! frá kl. 22 á sunnudagskvöld og' ‘ til kl. 6 um morguninn. Ekkiv ’ er vitað hvemig slysið vildi<j jtil. Ríkharður var ungur mað-j ' ur héðan úr Reykjavik. Á Sunnudagskvöldið varð óvenju legt slys hér við höfnina. Leigu- bílstjóri fótbrotnaði er bíl hans hvolfdi, en það var vír úr skipi, sem velti bílnum. Þetta gerðist á Faxagarði um kl hálf tíu á sunnudagskvöldið. Einn skipverja af togaranum Fylki, sem var fyrir nokkru kominn frá Bretlandi, tók leigubílinn niður að togaranum. Var sjómaðurinn farinn úr bílnum, en undir stýri bílsins sat bílstjórinn, Sigurður Magnússon, Hverfisgötu 32, og beið sjómannsins. Ekki vissi Sigurður fyrri til, en biilinn hentist tii og í sömu svip- an valt hann á hliðina. Telur Sig- urður, að um leið og bíllinn valt, hafi hurðin opnast, og Ienti hann með fótinn á milli stafs og hurðar, er bíllinn fór á hliðina. Gat Sig- urður ekki losað fótinn fyrr en nokkrir nærstaddir reistu bílinn við. Hafði Sigurður hlotið slæmt Telpa týndist, en spor- hundurinn fann hana AÐFARANÓTT sunnudags týnd- ist 9 ára telpa i Reykjavík og var leitað að hennl þangað til um morguninn, er hún fannst i húsi hjá kunningjastúlku. Það var sporhnndur Flugbjörgunar- sveitarinnar, sem rakti slóð telp unnar. Telpan á heima í Knox-hverf- inu í Vesturbænum. Er hún var ekki komin heim klukkan að ganga níu um kvöldió fóru for- eldrar hennar að leita hennar. Er hún fannst ekki hjá kunningj um eða nágrönnum, tilkynntu þau hvarf telpunnar til lögregl- unnar kl. 1 um nóttina. Hjálpar- sveit skáta og lögceglan leituðu svo um nóttina og skátar í Hafn arfirði bjuggu sig undir að hefja einnig leit. Um kl. 5 var leitað til Jóns Guð- jónssonar, rafvirkjameistara, er hefur umsjón með sporhundin- um Jake, og sótti hann hundinn upp að Vatnsenda, þar sem hann er geymdur. Eftir að hundurinn hafði þefað af flík telpunnar lagði hann af stað og rakti slóð hennar í rúma tvo tíma, m.a. að Nesskólanum og þar sem hún hafði stanzað hjá tveimur vin- stúlkum. Lá fyrsta slóðin heim aftur, en þá tók hundurinn aðra og rakti hana tvisvar að ákveðn um bragga. Þar svaf telpan hjá kunningjakonu sinni, sem for- eldrarnir vissu ekki um, en for- eldrar þeirrar súlku höfðu hald- ið að vitað væri um hana. fótbrot um ökla. Var hann fluttur í sjúkrabíl í sjúkrahús. í myrkr- inu mun Sigurður bílstjóri ekki hafa veitt því eftirtekt, að undir bílnum lá vír frá skipinu í bryggjupolla, en um borð í því voru skipsmenn að ganga frá vír- unum. Höfðu skipverjar verið að strekkja á vírnum og brugðið hon um á skipsvinduna. Hafði litlu munað er vírinn lenti undir bíln- um, að hann kastaði honum út af bryggjunni. Bíll Sigurðar bil- stjóra varð ekki fyrir verulegum skemmdum. Uppbótarþingsæt- um úthlutað LANDSKJÖRSTJ ÓRN kom sam- an til fundar í Alþingishúsinu kL 5 s.d. í gær til að úthluta upp- bótarþingsætum. Féll sú úthlut- un á sama veg og áður hefur ver- ið' skýrt frá í fréttum. Jafnmörgum varauppbótar- þingsætum var úthlutað og hlutu eftirtaldir merm kjörbréf sem varauppbótarþingmenn: Fyrir Alþýðuflokkinn: Unnar Stefánsson, Pétur Pétursson, Hjörtur Hjálmarsson, Bjarni Vílhjálmsson. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Sig- urður Bjarnason, Jón Kjartans- son. Jón Pálmason. Fyrir Alþýðubandalagið: Páll Kristjánsson, Ingi R. Helgason, Bergþór Finnbogason, Ásmundur Sigurðsson. Fjallgöngumenn heimtir úr helju KATMANDU, Nepal, 9. nóv. (Reuter) — Undanfarið hefir veríð óttazt mjög um afdrif 32 fjallgöngumanna í Himalaja, en ekkert hafði til þeirra spurzt um þriggja vikna skeið. — Siðdegis í dag gaf utanríkisráðuneyti Nepals hins vegar út tilkynningu um, að skeyti hefði borizt um það, að allir fjallgöngumennirnir væru heilir á húfi og væru nú á leiðinni til Katmandu. Þessar fréttir bárust í þann mund, sem verið var að xmdir- búa nýjan leiðangur til að leita fjallgöngumannanna — en í hópnum voru þrír Japanir, tveir fjallgöngumenn af Sherpa-kyn- flokki og svo burðarmenn. Flokk- urinn lagði af stað frá Katmandu 17. sept. sl. til þess að ganga á fjallið Gauri Shankar (Gullnu gyðjuna), sem er yfir 7000 m hátt. Frá því að flokkurinn lagði Nýstdrleg bókmenntokvöld nmerískn bóknsoíninu Aðalfundur AÐALFUNDUR Heimdallar, FUS, verður haldinn í Sjálf- stæðishúsinu annað kvöld og hefst kl. 20,30. Á fundinum flytur formaður skýrslu stjómarinnar, og reikningar félagsins verða lagðir fram. Þá fer fram kosning stjórnar og fulltrúaráðs félagsins fyrir næsta starfsár. Rædd verða önnur þau mál, er fram kunna að koma. Heimdellingar eru kvattir til þess að fjölmenna á fund- STJÓRNIN. f KVÖLD kl. 8.45 hefjast svo nefnd bókmenntakvöld í amer- íska bókasafninu að Laugavegi 13, og er í ráði að þau verði hald- in annan hvem þriðjudag fram að jólum, ef næg þátttaka fæst. Það er UpplýsingaþjónustaBanda ríkjanna sem stendur að þessari nýjung í samvinnu við dr. Don- ald Brander, sem kennir ensku og enskar bókmenntir við Há- skóla fslands. Lesnir verða kaflar úr verkum enskra og amerískra höfunda, en síðan verða þeir ræddir og skýrð- ir. í kvöld verður f jallað um verk Dickens, en seinna meir verða stundum teknir fyrir tveir höfund ar sama kvöldið. Öllum er heim- il ókeypis þátttaka í þessum bok- menntakvöldum. Sjómaður meiddist á hendi ÍSAFIRÐI, 9. okt. — Á laugar- dagskvöld kom togarinn Bjami riddari frá Hafnarfirði hingað með slasaðan mann. Var um að ræða ungan mann 18 ára gamlan Lárus Jörgensen að nafni. Hafði hann meiðst á hendi. Líðan hans er góð eftir atvikum. — G.K. upp frá birgðastöð sinni ofarlega í fjallinu hinn 13. okt. hafði ekk- ert til hans spurzt, og var ótt- azt að mennirnir hefðu allir far- izt í snjóflóði. — Svipazt var um eftir þeim úr flugvél fyrir helg- ina, en hvorki sást neitt til mann anna, né heldur birgðastöð þeirra. Leiðangur þessi var sendur til þess að kanna fjallið, en á næsta ári ætlaði Fukuoka-háskólinn í Japan að senda annan stærri leið angur til að klífa Gauri Shankar — í tilefni f 25 ára afmæli skól- ans. Alorskur freðfisknr toil- frjáls í firetlandi 1970? LONDON, 9. nóv. — Lundúna- blaðið Daily Mail sagði frá því í dag, að Bretar hefðu fallizt á að lækka innflutningstolla á norskum freðfiski um 1 af hundraði á ári frá og með 1. júli 1960. — Eftir því sem blaðið seg- ir, eru útgerðarmenn í Bretlandi mjög áhyggjufullir út af þessu, en samkvæmt slíku samkomu- lagi yrði innflutningur á norsk- um freðfiski til Bretlands toll- frjáls eftir 1970. (NTB-Reuter). • Samkvæmt fréttum norska út- varpsins, hefir John Hare, land- búnaðar- og fiskimálaráðherra Bretlands sagt togaraeigendum þar í landi, að ekki hafi verið unnt að komast hjá því að veita Norðmönnum slíka ívilnun, þar sem þeir hefðu ella ekki fengizt til að taka þátt í fríverzlunar- bandalagi „ytri“ ríkjanna sjö. Norska útvarpið segir, að ekki hafi fengizt staðfesting á þessum fréttum hjá norsku stjórninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.