Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 6
6 MORGUWTtLAÐIÐ Þriðjudapur 10. nóv. 1959 Húsið þar sem Schiller fæddist fyrir 200 árum. Myndin er teiknuð af barnabarni skáldsins, Ludwig von Gleichen-Russwurm. áttu. Friedrich Schiller var því settur í herskóla 14 ára gamall samkvæmt boði hertogans, þó hugur hans stæði mest til guð- fræði. í herskólanum varð hann að sitja heil sjö ár, og hafði sú dvöl djúp áhrif á hann, gerði hann sáran og uppreisnargjam- an. Hann las verk þeirra Rousseaus, Shakespeares, Ossians og æskuverk Goethes sem fylltu hann sterkri frelsisþrá. Hann orti ljóð og samdi fyrsta leik- ritið sitt, „Die Ráuber“ (Ræn- Vilja öflugt Frakkland PARÍS, 7. nóv. — Selwyn Lloyd, utanríkisráðherra Breta lét svo um mælt í dag, að það væri síð- ur en svo ósk brezku stjórnar- innar, að fundur austurs og vest- urs yrði haldinn áður en Frakkar reyndu kjarnorkusprengju sina. Hann sagði það einmitt skoðun Breta, að öflugt Fakkland væri vestrænni samvinnu mjög mikils virði. brigði, fjárhagstjón af tímariti, sem hann gaf út, og hann fór til Saxlands í boði nokk- urra aðdáenda árið 1795. Hann dvaldist í Leipzig og Dresden og samdi bæði „Lied an die Freude" (Óð til gleðinn- ar) og „Don Carlos“, harmleik sem hann lauk við 1787. Fyrri leikhúsverk hans voru í óbundnu máli, en „Don Carlos“ er í bundnu máli, og er augljóst að Schiller hafði lært bæði af Shakespeare og frönsku klass- ísku harmleikaskáldunum. — Margir eru þeirrar skoðunar, að „Don Carlos" sé bezta leikhús- verk þýzkra bókmennta á 18. öld. Árið 1787 fór Schiller til Weim- ar þar sem hann birti hina frægu sögulegu ritgerð sína um upp- reisnina í Hollandi ári síðar. Hann varð prófessor í sagnfræði við háskólann í Jena fyrir til- stuðlan Goethes árið 1789, en gaf sig jafnframt mikið við heim- speki, einkanlega kenningum Kants. Hann kvæntist Charlotte von Lengenfeld 1790, en ári síð- ar veiktist hann alvarlega og bar aldrei sitt barr eftir það, þó hann hjarnaði við og héldi áfram vinnu sinni. • Áheitafréttir vekja undrun T. skrifar: Kæri Velvakandi. I dálkum þínum 3. þ. m. get- ur þú um áheit nokkur, sem gerð hafi verið á Pál biskup Jónsson tilstyrktar kirkjubygg ingunni í Skáholti, og segir í greinarlok, að fróðlegt væri að vita, hvers vegna menn hafi valið að gera áheit sitt á Pál biskup. Það er laukrétt hjá þér, Velvakandi sæll; það væri fróðlegt að vita. Ég get ekki að því gert, að þessar áheitafréttir vekja undrun mína, ekki síður en allt það tilstand, sem átti sér stað kringum upptöku beina Páls biskups. Ástæðan til þess að ég undrast, er sú, að ég fæ ekki séð, hvaða ástæða er til þess fyrir mótmælendur að uppveðrast svo mjög út af beinum kaþólsks biskups. — Kaþólsk trú og trú mótmæl- enda er sitt hvað, og þurfum við ekki að fara í neinar graf- götur um það, ef við gluggum í ummæli mótmælenda um kaþólska allt frá siðaskiptum og fram undir þessa síðustu og skrítnustu tíma.Varla hefðu forvígismenn hins lúterska siðs frá 16. til 20. aldar trúað því, að eftirkomendur þeirra ættu eftir að taka við áheitum á kaþólskan biskup til styrkt- ar kirkjubyggingum sínum. Og hvað um bein Páls bisk- ups? Væri ekki ráð að athuga, hvort þau hefðu ekki stungið sér kollhnís, hvar sem þau nú eru geymd, því að varla mun gamla manninum hafa órað fyrir því, að þau yrðu notuð til fjáröflunar fyrir þá trú, sem hann mundi tvímæla- laust hafa fordæmt sem römm ustu villutrú. • Heita á eigin biskupa Því fer fjarri, að ég sé þvi mótfallinn, að menn heiti a framliðna merkismenn, sam- eiginlegum áhugamálum sín- um og þeirra til styrktar. en fyrir mótmælendur að heita á kaþólskan biskup til stuðn- ings við lúterska kirkjubygg- ingu, er líkt og að heita á Jón heitinn Þorláksson til styrktar kosningasjóði Alþýðubanda- lagsins. Hérlendis er ekki nema einn aðili, sem siðferði- legan rétt hefur til að veita viðtöku áheitum á kaþólska biskupa, og sá aðili er kaþólska kirkjan, sú kirkja, sem Páll biskup helgaði líf sitt og starf. Ég sé ekki vit í öðru, en að mótmælendur heiti á sína eigin biskupa og kaþólskir á sína, því að hver hefur heyrt þess getið, að kaþólskir menn hafi nokkru sinni heitið á lúterskan biskup til stuðnings málefni, og hafa þeir þó margir hverjir verið valinkunnir sæmdar- menn og tvímælalaust áheita verðir. Ekki ber að skilja þessi orð min svo, að ég sé að amast við stuðningi manna við kirkjubygginguna í Skáholti; síður en svo. Menn mega bara ekki gera sig seka um alltof mikið taktleysi og álappahátt í sambandi við það mál, því að varla verður því trúað, að mótmælendur telji helztu for- vígismenn síns eigin siðar það tilkomulitlar persónur, að þeir eigi ekki annars úrkostar en skarta með stolnum fjöðrum. • Auglýsa ekki CVBBKBi MMRBBHMHUklvu _*á. síðustu sýningu m—mmmm—mmm—ammmmmmmacmmDk Kona kom að máli við Vel- vakanda á dögunum og kvart- aði undan þeim sið kvikmynda húsanna hér í bænum, að aug- lýsa ekki sérstaklega þegar einhver mynd vær i sýnd í síðasta sinn. Kvað hún það hafa komið fyrir nú æ ofan í æ undanfarið, að myndir, sem hana hefði langað til að sjá, hefðu farið framhjá henni fyr- ir þá sök, að hún vissi ekki hvenær sýningum á þeim yrði hætt, en þeim hafði svo verið hætt fyrirvaralaust. Friedrich von Schiller Friedrich von Schiller 1 DAG eru liðin 200 ár frá fæð- ingu eins kunnasta skálds og andlegs leiðtoga þýzku þjóðar- innar, Friedrichs von Schillers sem margir kannast við af þýð- ingum íslenzkra góðskálda á ljóð- um hans. Schiller hefur oft verið nefndur „uppáhaldsskáld þýzku þjóðarinnar", og liggja til þess margar orsakir. Ein þeirra er skáldskapur hans, fyrst og fremst hin andríku og frábærlega skáld- legu leikrit, og svo sögukvæðin sem mörg eru hreinar gersemar. Önnur ástæða til vinsælda Schillers er hið frjósama sam- starf sem hann átti við Goethe, er var 10 árum eldri en hann. Þeir unnu saman að útgáfu mán- sðarritsins „Horen“, sem Schiller ritstýrði, og má segja að þessir tveir snillingar hafi verið tákn hátindsins í þýzkum bókmennt- um. Þá má enn segja að vinsæld- ir Schillers stafi af dirfsku hans Og andagift á unga aldri þegar hann gerði uppreisn gegn ráð- andi öflum í þjóðfélaginu og stj órnmálunum. Friedrich Schiller fæddist 10. nóvember 1759 í Marbach am Neckar, skammt frá höfuðborg- inni í Wúrtemberg, Stuttgart. Faðir hans var liðsforingi í þjón- ustu Karls Eugens hertoga af Wúrtemberg, og síðar varð hann opinber embættismaður hans. Eins og siður var í þann tíð hafði hertoginn rétt til að ákveða- menntun barnanna, sem herfor- ingjar hans og embaettismenn ingjarnir), 22 ára gamall. Hann gaf það út á eigin kostnað án höfundamafns, en á því var latneskt mottó „gegn harðstjór- unum“. Leikritið var sýnt í Mannheim og náði geysimiklum vinsældum.. Höfundurinn var sjálfur viðstaddur frumsýning- una með leynd, en þegar hann reyndi að komast til Mannheim í annað sinn var hann handtek- inn og settur í tveggja vikna fangelsi. Jafnframt voru honum stranglega forboðnar allar skáld- skapariðkanir. í september 1782 tókst Schiller að flýja með hjálp vinar síns, sem var málari, og næstu sex til sjö árin lifði hann órólegu flökkulífi, oft í sárustu fátækt. Annað leikrit hans, „Die Versch- wörung des Fiesko zu Genua“ (Samsæri Fieskos í Genúa), þótti misheppnað og fékkst ekki leik- ið. Hann fékk um skeið að dvelj- ast á búgarði í Thúringen og samdi þar leikritið „Kabale und Liebe“, sem hann kallaði „borg- aralegan harmleik“. í þessum verkum kom fram mikill bylt- ingarhugur og ástríðufull alvara. Schiller kom aftur til Mann- heim árið 1783 og ári síðar var „Kabale und Liebe“ sýnt þar við mikla hrifningu. Hann varð um sinn velmetinn borgari í þessari miklu miðstöð lista og leikhúsa, og það var í Mannheim sem hann flutti hinn fræga fyrirlest- ur um „leiksviðið sem siðgæðis- stofnun“. Svo komu ný von- Vinátta og samstarf Schillers og Goethes hófst árið 1794. A næstu árum skrifaði Schiller einkum heimspekileg og fagur- fræðileg verk ásamt söguljóðum, og eru frægust þeirra „Der Taucher“, „Die Kraniche des Ibykus“, „Die Búrgschaft“ ásamt „Lied von der Glocke“, sem er heimspekilegt ljóð. Árið 1800 kom út sögulegt leik- rit í þrem hlutum, „Wallenstein“, og upp frá því helgaði Schiller sig einkum leikhúsinu; á árunum fram að dauða hans 1805 komu frá hendi hans leikritin „Maria Stuart“, „Die Jungfrau von Orleans", „Die Braut von Mess- ina“ og „Wilhelm Tell“. Honum vannst ekki tími til að ljúka við sögulegt leikrit um Deme- trius hinn rússneska, áður en dauðinn sótti hann 9. maí 1805. Þremur árum fyrir dauða sinn var Schiller aðlaður af Karli Augusti hertoga í Weimar, og árið 1827 var hann lagður í graf- hýsi hertoganna þar við hliðina á Goethe og Karli Augusti. Schiller hafði geysivíðtæk áhrif á samtíð sína og eftirkom- endur. Hann hafði hlotið sæmd- arheitið „heiðursborgari frönsku byltingarinnar“, en afneitaði síð- ar meir ýmsu sem af henni leiddi. Hann vakti ásamt Goethe áhuga samtímans á hinni grísku klass- ísku menningu. Hann hafði djúp- tæk áhrif á skáld margra landa. Ibsen og Björnson játuðu hon- um þakklæti sitt, Oehlenschlag- er, Grundtvig, Heiberg og H. C. Andersen áttu honum líka mikið upp að unna, og hér á íslandi varð hann einn af aflgjöfum rómantísku stefnunnar. Bjarni Thorarensen, JónasHallgrimsson, Grímur Thomsen, Steingrímur Thorsteinsson og Matthías Jochumsson þýddu allir Ijóð eft- ir hann og urðu fyrir sterkum áhrifum frá honum. Það er einnig athyglisvert að enn í dag hafa verk Schillers mikil pólitísk áhrif í heimalandi hans, bæði skáldverk hans og rit um heimspeki og stjórnmál. En eins og oft vill verða um mikla hugsuði (Nietzsche er annað frægt dæmi) hefur hann verið misskilinn og rangtúlkaður á furðulegasta hátt. Bæði þýzku ríkin í dag benda á Schiller sem tákn um réttmæti stefnu sinnar, en sannleikurinn er sá að hann var andvígur hvers konar þjóð- ernisstefnu. Það sem skipti hann mestu var að hver einstaklingur yrði frjáls og óbundinn. Föður- landsástin er mikilvæg óþrosk- uðum þjóðum, skrifaði hann einu sinni, hún er mikilvæg ungling- um heimsins. Hann lagði áherzlu á, að hver maður ætti fyrst og fremst að vera borgari heimsins. Skáldið var 1 hans augum sann- ur borgari alls heimsins, átti þegnrétt í öllum löndum og á öllum tímum. Það er kaldhæðni örlaganna að þessi mikli alþjóða- sinni skuli hafa orðið helzta fyr- irmynd ýmissa heittrúuðustu þjóðernissinna og ættjarðar- gasprara. Schiller fjallaði fyrst og fremst um hin stóru vanda- mál mannlífsins, réttlæti og vald, veruleik og hugsjónir, rétt og rangt, frelsi og kúgun, sannleik og lygi, mannlegt eðli og sögu- lega nauðsyn. Þessi mál voru í senn trúarleg og pólitísk vanda- mál fyrir honum, og hann fjall- aði um þau með alla heimssög- una í baksýn. s-a-m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.