Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 10. nóv. 1959 MORCVNfíLAÐlÐ 13 A Oktdberhátíð EINS og mörgum er kunnugt, hafa Þjóðverjar áunnið sér orð- stír um víða veröld á tvennum vettvangi; við teikniborð verk- fræðinganna — og á bjórstofunni. Ég þurfti ekki að vera lengi í Þýzkalandi til þess að komast að raun um, að hvorugt var orðum aukið. Það er sannarlega hverj- um útlendingi undrunarefr.i, hversu geysilegt afrek Þjóðverjar hafa unnið á sviði endurreisnar lands síns úr rústum þess fyrir 15 árum, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess, að þeir eru ekki síður stórhuga við bjórdrykkj- una. Hefði þó mátt ætla, að slíkt ætti ekki „par vel“ saman. En Þjóðverjar tengja þessa tvo þætti svo undurljúflega.Þeir segja bara „Bier macht den Durst erst schön“, og svo vinna þeir þar til þá þyrstir, og þá fá þeir sér einn léttan! Ölgerð og öldrykkja Á bökkum árinnar Isar, syðst í Þýzkalandi, liggur höfuðborg Bæjaralands, Múnchen. Hefur hún löngum þótt flestum öðrum borgum landsins merkari á sviði ölgerðar — og öldrykkju. Orðið Múnchen er náskylt orðinu munk ur. Þar var og endur fyrir löngu munkaklaustur, og enn er merki Það er spilað reiðar og skotkeppni svo að segja reglulega til 1786, er síðustu kapp reiðar voru háðar. Liðu þá nokk- ur ár án þess, að nokkur hátíða- höld ættu sér stað, og því undu Bæjarabúar, er voru orðnir van- ir árlegum stórgleðskap, heldur illa. Svo leið og beið til ársins 1810. Þá átti krónprins Bæjara- lands, Lúðvík nokkur Maxson, að ganga í heilagt hjónaband við Teresíu, prinsípessu frá Saxlandi. Nokkrir framámenn á sviði kapp- reiða notuðu nú tækifærið og sögðu, að nú eða aldrei væri á- stæða til þess að halda viðhafnar- miklar kappreiðar og svellandi hátíðahöld í Múnchen, svo að sem mestur ljómi mætti falla á gifting una. Kóhgur og krónprins féllust þegar í' stað á hugmyndina, og þar með var allt klappað og klárt. Þann 12. október átti brúðkaupið sér stað, og þar með hófust há- txðahöldin með dynjandi látum: músik, götudansi, hirðdansleikj- um og kabarettum, til 17 október, en þá náði hátíðin hámarki sinu með kappreiðunum. Fyrst var marsérað í hinni skrautlegustu skrúðgöngu, sem konungsfjöl- Borgarstjórinn tappar af tunnunni. ur var Teresíuvöllur eftir brúður- lokinni vaeri allt rifið niður og inni á hinni fyrstu Októberhátíð, og nú er ekki lengur sagt „að fara á Októberhátíðina*1 heldur einfaldlega „að fara á völlinn", „auf die Wiese gehen“. með Þjóðverjum þær háðar með mikilli viðhöfn og hátíðahöldum. í Bæjaralandi voru slíkar kappreiðar fyrst háð- ar árið 1437. Frá 1448 voru i Múnchen ár hvert haldnar kapp- reiðar allt til ársins 1686. Voru þær nefndar „Skarlatskappreið- arnar“ vegna þess, að sigurveg- arinn hlaut í verðlaun 26 álna skarlatsstranga. 1686—1690 var háð „eðalleg skotkeppni" í stað kappreiðanna, en frá 1692 voru til skiptis ár hvert haldnar kapp- skyldan og öll hirðin tók þátt í til þess að sýna tignarmerkin sín og sparifötin, ásamt lífverðinum og alls kyns her- og hornaflokk- um. Á vellinum voru loks hinar merku kappreiðar háðar, og þar með lauk hinni fyrstu Október- hátíð, sem síðan hefur verið hald- inu ár hvert að nokkrum undan- skildum, þá er drepsóttir og styrj- aldir hafa herjað landið. Alltaf hefur hún átt sér stað á hinum sama 30 hektara velli, sem nefnd- Októberhátíffin Aðalstoðir Októberhátíðarinn- voru alveg til fyrri heimsstyrjald ar kappreiðarnar, sem smám sam an juku töluna á hverri hátíð, svo og landbúnaðarsýning og gripa- sýningar samfara stórfelldum haustmarkaði, þar sem bændur pranguðu án afláts og reyndu að pretta hver annan á sem sví- virðilegastan hátt. Alltaf jókst viðhöfnin, og ekki var verið að súta það, þótt strax að hátíðinni fært á brautu, svo að völlurinn stóð eftir auður og yfirgefinn fram til næstu hátíðar, sem að jafnaði var enn fjölbreyttari en sú undanfarandi. Árið 1819 tók Múnchenarbær að sér að annast hátíðina. 1828 var hún framlengd úr 1 viku í 2 vikur, og er svo enn í dag. Árið 1850 var merkisár í sögu Októberhátíðarinnar. Þá var reist á hæð einni við Teresíu- völl gyðjustyttan Bavaría. Er hún svo stór, að 7 manns geta spássérað um í höfðinu á henni. Hefur hún síðan staðið þarna fram á þennan dag og horft með ótrúlegu jafnaðargeði yfir vell- ina. Kynni hún eflaust frá hinu og þessu að segja. Eftir fyrri heimsstyrjöldina hurfu kappreiðarnar í bili af dag- skrá hátíðarinnar og voru ekki tekin í hana aftur fyrr en með tilkomu Þriðja ríkisins. Eftir seinni styrjöldina hurfu bæði kappreiðar og prangaramarkað- Framh. á bls. 14. söguhetjunnar á löndum og þjóð- um, einkum Spánverjum og Grikkjum, er athyglisverð. 1 fjórða kafla vinnur höfundur ýms störf, svo sem í silfurbergs- námunni á Helgustöðum, og segir skilmerkilega frá því öllu. En fimmti kafli nefnist: „Upphaf strandgæzlunnar". Þar er greina- góð frásögn af strandgæzlu Dana framan af öldinni eða tvo fyrstu tugi hennar, meðan þeir voru einir um að verja landhelgina hér. Er þessi kafli hinn fróðleg- asti og skal ekki fleira af honum sagt, en menn hvattir til að lesa bókina og kynnast þessum merki lega hluta úr nútímasögu íslend- inga. — Æviferill söguhetjunn- ar er síðan rakinn áfram í bók- inn og hvarvetna vel á frásögn haldið. í níunda kaflanum hefst „Tólf mílna stríðið“. Er þar sagt frá þessum merkilega sjóhernaði okkar af nákvæmni og hrein- skilni og fjallar allur seinasti hluti bókarinnar um hann. Lýkur þeim kafla með grein sem heitir: „Bretar á undanhaldi", og segir þar m.a. svo: „Bretar hafa tíðum orðið sigur- vegarar í styrjöldum — og það eiga þeir fyrst og fremst að þakka flota sínum. Sjóherinn hef ur löngum verið aðall þeirra, stolt og höfuðstyrkur. Þessum fræga flota er nú stefnt að ströndum íslands; stálgráir hafgammar með gapandi fall- byssukjafta þeytast um bátamið- in og beina byssum sínum að ís- lenzku varðskipunum, þá er þau leitast við að vinna af hendi skyldustörf sín við gæzlu land- helginnar. En þó að brezka heimsveldið hafi þann fyrsta september 1958 sent hingáð herskip til verndar veiðiþjófum sínum, munu vel flestir íslendingar — og raunar fleiri þjóðir — samdóma um það, að í þessu stríði muni skapanora irnar dæma Bretum ósigur". Mæli hann manna heilastur! Bók þessi er hressandi lestrar- efni, söguhetjan karlmenni, sem gott og gaman er að kynnast, en þeim sem ritar frásögnina hefur lipurlega tekizt. Kristmann Guðmundsson skrifar um .... drukkið .... borgarinnar lítill munkastrákur, „Múnchner Kindl“, sem heldur á biblíu í annarri hendi. Oft hefur samt svo brugðið við, að heilög ritning í höndum teiknaranna hefur breytzt í ölkrús fleytifulla af freyðandi öli. f Múnchen er ár- lega haldin mikil gleðihátíð, Októ berhátíðin, sem jafnframt á sér engan líka í Evrópu. Þrátt fyrir nafn sitt, hefst hátíðin um miðjan september, og henni lýkur, þegar liðnir eru aðeins fáir dagar af október. Nafnið er frá því, er há- tíðin á 19. öld var haldin í októ- ber, en sjálf á hún sér dýpri ræt- ur, og má rekja uppruna hennar allt til 15. aldar. Á þeim tímum voru kappreiðar í miklum háveg- um hafðar um alla álfuna, jafnt meðal aðals sem almúga, og voru Á stjórnpallinum, Saga Eiríks skipherra Kristóferssonar, skráff eftir frásögn hans, af Ingólfi Kristjánssyni, Kvöldvökuútgáfan. VIÐ eigum í stríði við Englend- inga, eins og kunnugt er. Og einn af herforingjum okkar heitir Eiríkur Kristófersson. Á þessu ári eru liðin þrjátíu ár síðan hann hóf starf sitt í landhelgis- gæzlunni. En alls hefur hann ver- ið við sjómennsku í fimmtíu og tvö ár, og hóf hana á fimmtánda aldursári. Varðskipinu Þór hefur hann stjórnað síðan það var byggt árið 1951. í átökunum við Englendinga hefur hann getið sér hið bezta orð, svo sem alþjóð veit, og viðbrögð hans ýms verið talin til frétta út um hinn stóra heim í útvarpi og blöðum. Það er gleðiefni að ævisaga þessarar sjó hetju okkar er nú á þrykk út gengin og mætti segja mér að mörgum yrði forvitni á að kynn- ast uppruna hans og lífskjörum frá æsku til manndómsára. „Ég er afkomandi bænda og sjómanna við Breiðafjörð", segir hann „og á Vestfjörðum langt fram í ættir, og faðir minn stund- aði lengi sjó jafnhliða búskapn- um. Ég veit þó ekki hvort bein- línis er hægt að segja hvort sjó- mennskan hafi verið mér í blóð borin ég hafði varla komið á sjó fyrr en ég varð fjórtán ára því að útræði vár ekki stundað heim- anað. En á fimmtánda ári fór ég á skútu á Patreksfirði og má heita að ég hafi verið á „floti“ upp frá því, eða í fimmtíu og tvö ár samfleytt. • Alltaf hefur mér fallið vel á sjónum, aldrei fundið til sjóveiki og veit ekki nema af afspurn hvernig hún er. Þó ég ætti nú að velja m ér ævistarf á ný, mundi ég hiklaust kjósa sjóinn“. Fyrsti kafli bókarinnar heitir: í Heimahögum, og fjallar eins og nafnið bendir til um ætt og upp- runa söguhetjunnar, heimilis- hætti foreldra hans, húsaskipun á bænum, ýms ævintýri æskunn- ar, og svo nokkrar einkennilegar ar og kynnist kynlegum kvistum er þá spruttu úr jörðu vestra þar, en einnig ýmsum útlendingum, sem gera sig heimakomna meðal hins fátæka fólks í sjávarsveitun- um. Að lokum leikur hann á kaupmanninn til þess að fá pen- inga fyrir rjúpur sínar, sem kaup manninum að vonum er illa við að borga í reiðufé. Frásögnin er fjörug og létt, og þannig er hún alla bókina á enda. í næsta kafla, er nefnist: „Á skútum“, segir hann frá fyrstu ferðum sínum á sjó og er þessi kafli hinn skemmti legasti, gaman og alvara hæfi- lega blandað en þó með veruleika sniði eins og vera ber í slíkri sögu. Þáð kemur ýmislegt fyrir, strákurinn fellur útbyrðis eitt sinn og er mjótt á munum að hann komist upp aftur, en sem betur fer varð ekki íslenzki flot- inn fyrir þeirri óheppni að missa hann þá. Nokkuð er sagt frá skútulífi og ýmsu skemmtilegu, sem kemur fyrir söguhetjuna. Árið 1916 fer Eiríkur í stýri- mannaskólann og gerist skip- stjóri árið eftir, tuttugu og fjögra ára gamall. Eiríkur Kristófersson manneskjur, sem hann minnist frá þeim tima. Strákurinn fer á sjó þegar hann er átta 4ra, en situr snnars hjá fráfærnarollun- um eins og þá gerðist. Eitt sinn gerir hann gys að dánum manni, er vitjar hans um nóttina og klíp- ur í tána á honum, — skemmti- leg frásögn, því næst gengur hann á roðskóm til Patreksfjarð- Segir nú enn frá sjómannslífi á lipran og skemmtilegan hátt svo að lesandanum leiðist aldrei. f þriðja kafla, sem nefndur er: „Farmennskuárin“, segir frá stýrimannaskólanum eins og hann var þá, en síðan frá milli- landaferðum. Fyrsta för Eiríks, eftir að hann lauk prófi, var farin til Spánar og má sjá á frásögn- inni að honum hefur þótt hún ævintýraleg. Sagt er frá sigling- um, greitt og skemmtilega, og býst ég við að flestir munu hafa skemmtan af þeirri ágætu kröníku frá þeim tímúm sem nú eru að falla í gleymsku. Lýsing

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.