Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 14
14 MORGIJTSBLÁÐIÐ ÞrWii’fíagur 10. nóv. 1959 FORD varahlutir Nýkomið mjög mikið úrval varahluta í eftirtalda enska Ford bfla: Anglia, Prefect, Fordson og Thames (’37 — ’59), Consul, Zephyr og Zodiac (’53 — ’56). FOKD-umboðið KB. KKISTJÁNSSON H.F. Suðurlandsbraut 2 — Simi 3-53-00. Lítið einbýlishús Tfl sölu er lítið einbýlishús (járnklaett) við Njáls- götu á eignarlóð. — Húsið er 3 herbergi, eldhús, bað, geymsluloft. — Mjög snyrtilegt hús. Sanngjamt verð og útborgun. Málfl utni n gsstofa INGI INGIMUNDARSON, hdl. Vonarstræti 4 II. haeð Sími 24753 Selskapspáfagaukur (Undulater) Vil kaupa 1 par af einlitum hvítum eða gulum. Til- boð leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir miðvikudag merkt: „<3ott verð 8663“. hdr Zig-Zag Saumavélin SÖUUUMBOÐ: Vilberg & Þorsteinn Laugav. 72, Reykjavík Verzl. Óðinn Akranesi Verzl. Ari Jónsson Patreksfirði Verzl. Einar Guðfinnsson Bolungavík Verzl. Matthías Sveins- son ísafirði Verzl. Gestur Fanndal Siglufirði Sportvöru og hljóðfæra hús Akureyrar Verzl. Snorrabúð Húsavík Verzl. Gunnar Jónsson Vopnafirði Verzl. Sigurbjörn Brynj- ólfsson Lagarfljótsbrú Verzl. Björn Björnsson Norðfirði Pöntunarfélag Esk- inga Verzl. Haraldur Eiríks- son Vestmannaeyjum Verzl. Stapafell Keflavík HDR T ösku-saumavélin Zig-Zagar — stoppar I — festir tölur — býr til hnappa- göt — skrautsaumar. — 6 rnánaða ábyrgð. — Októberháfíð Framh. af bls. 13. ur, og eftir var aðeins hin vana- bundnu skrúðganga, ótal skemmti tæki — og bjórinn. Októberhá- tíðin er orðin nokkurs konar „ólympíu“-hátíð þýzkra bjór- vamba og jafnvel bjórunnenda frá öðrum löndum, ..Bierolympi- ade“ kalla það sumir. Og ekki vantar þar bróðurhug og félags- anda, en ljósasta dæmi þess er talið, að sézt hafi í einhverju bjór tjaldanna Bæjari frá Múnchen og Prússi frá Berlín skála í mestu vinsemd, en þessi tvö þjóðarbrot hafa löngum eldað grátt silfur saman í góðlátlegri hreppapólitík. Hátiðin hefst vanalega um næstsíðustu helgi septembermán- aðar og stendur fram til fyrstu helgi í október. í ár var hún frá 19. september til 3. október. Löngu áður má um allt Þýzka- land lesa tilkynningar um sér- stakar hópferðir „auf die Wiese“, lækkuð fargjöld o. s. frv. Á vell- inum sjálfum er kyrrð Bavaría- styttunnar rofin af hamarshögg- um og vélaskrölti. Innan tíðar ris á þessum áður auða velli heljar- mikil borg. Má þar kenna ýmissa grasa, éinkum ef mikið stendur tiL í fyrra stóð mikið til. >á var 800 ára afmæli Múnchenarborgar og 125. skiptið, sem Októberhá- tiðin var haldin. í ár er og ekki laust við, að eitthvað hafi staðið til. Þetta er síðasta árið, sem nú- verandi borgarstjóri Múnchenar verður viðstaddur hátíðina. Þeir eru glúmir héma í Múnchen. Hátíðin hófst í ár eins og vana- lega með því að borgarstjórinn tapaði a£ fyrstu bjórtunnunni kL nákvæmlega 12 á hádegi. Það er eins og við opnun vatnsorkuvers. Borgarstjórinn hleypir flaumnum af stað og síðan „allt fram streym ir endalaust“. í vatnsorkuverinu streymir vatn, „auf der Wiese“ streymir fólk og bjór. Hin 9 bruggunarhús borgarinnar hafa svo sem undirbúið móttökurnar: 2% milljón lítra hátiðaöls voru brugguð handa hinum áætluðu 7 milljónum gesta. Hundruð pús- unda kjúklinga, þ. á. m. tugþús- undir danskættaðra, létu lífið til þess að þóknast geði og bragð- laukum hátíðagesta. Það er sanr.- arlega séð um, að allir fái nóg. Gangir þú í eitt hinna 9 stór- tjalda, sem hvert bruggunarhús um sig annast, og hyggst fá þér snarl, er þér ekki réttur neinn matseðill, heldur ertu aðeins spurður, hversu marga skammta þú viljir. Einn skammt?Veskú, þú færð 1 pott af bjór og 1 kjúkling, steiktan á teini. Minna er ekki til. Kyimirðu enn að vera svang- ur, geturðu auðveldlega skundað á næsta horn og fengið þér glóðar steiktan vatnafisk. Hafirðu ennþá matarlyst, þá er enn eitt tjald ekki allfjarri, þar sem 700 kílóa bolatetur hangir /fir eldinum. Þar getur þú fengið þér það, sem á vantar. Og til að slappa reglu- lega af eftir matinn væri ekki úr vegi að setjast í einhverja rakettu hringekjuna eða einhverja aðra húllumhæbraut, sem þú finnur á hverju strái. Bæði fyrir bindindismenn og ölgefna Hið eina, sem er eftir á Októ- berhátíðinni frá fomu fari og minnir á uppruna hennar, er skrúðgangan. Á hún sér stað fyrsta sunnudag hátíðarinnar. Er hún mjög viðhafnarmikil. Þar eru sýndir þjóðbúningar, gamlir og nýir frá ýmsum löndum og héruðum, blómum skreytiir hesí- vagnar o. s. frv. í ár tóku 9 þjóðír þátt í göngunni: Sviss, Austur- ríki, Frakkland, Holland, Belgía, Skotland, Danmörk, Luxemburg og Ítalía. Alls var gangan 3 km löng og vakti mikla athygli. Októberhátíðin er því ekki að- eins hátíð forfallina bjórdrykkju- manna. Ofstækisfullir antibj órist- ar geta líka fundið sitthvað við sitt hæfi. Á hverju götuhorni fæst eins og fólk getur í sig látið af ís t. d. „Íslands“-ís, súkkulaði og hinni frægu Múnchenarhvítpylsu. Nóg er af kabarettum, og þá held ég, að hundaleikhúsið og flóasir- kúsinn séu ekki af lakari endan- um. ParísarhjóL bilabrautir, draugabrautir, hestaekjur, flug- ekjur, fennibrautir, — allt, sera nöfnum tjál__ð nefna, er að finna á þessu merkilega hátíðasvæSi. Mesta athygli vakti samt Hawai- þorpið með pálmum, skurðgoðum og steindum tjöldum, páfagauk- um og 150 innfæddum Hawaibú- um, þ. á. m. dillandi húla-húla- dansmeyjum, sem hvað eftir ann- að fylltu leikhústjald á stærð v:ð Austurbæjarbíó með lendadill- inu Líf í tuskunum Þa er rökkva tekur, eru tendr- uð ljós, svæðið er upplýst aila vega litum ljósum og Ijósaauglýs- ingum, og þá fyrst fer fyrir al- vöru að færast líf í tuskurnar. Þá er sungið á hverri krá. Þá er dansað hvar sem færi gefst, einn- ig uppi á borðum. Fjaðrahattur Bæjarans og flókahattur Prúss- ans flúga í tindrandi bræðralagi upp í rjáfur og eigendurnir standa uppi á borði og syngja dú- ett einn undurfagran: „Warum ist’s am Rhein so schön“, því að hvorugur á heima við Rínarfljót, og þess vegna geta báðir vel við unað. Hljómsveit er á palli og hver meðlimur í leðurstuttbux- um og sportsokkum með Týrólar- hatt á höfði. Hún leikur Vínar- vals undir stjórn stórkaupmanns frá Hamburg, sem hefur unnið það til stöðunnar að borga fyrir hljómsveitina næsta umgang af bjór (NB: hljómsveitin telur 15 manns). Um alla sali hendast þjónar á leðurbuxum og bústnar þjónustupíur með full föt af kjúklingum eða báðar hendur fullar af ölkönnum. AUt fram streymir endalaust . . . öleym mér ei . .. Klukkan 10 um kvöldíð er öllu lokað og ljósin slökkt. Þá gengur lögreglan út á akur sinn að tína „hin bláu haustblóm", sem hafa sprottið eins og gorkúlur um alla vellina. Þykja þau illgresi nokk- urt. „Taktu af mér litmynd til þess að sýna, hversu blár ég er“, segir sá, sem bjórinn hefir sýni- lega stimplað merki sínu. „Blau haustblómin" eru því eins konar gleim-mér-ei fyrir lögregluna. Og enn má sjá einn og einn síðförian hátíðargest spreyta sig árangurs- laust á því að ganga yzt á gang- stéttarbrúninni, haldandi á báð- um skónum sínum, eða elskenda- par, sem er rétt að anda að sér frisku lofti eftir að hafa eytt deg- inum í draugahúsinu. Þannig líður dagurinn á Októ- berhátíð, og þannig liður Októ- ber hátíðin. Hinn 3. október lauk henni. Þá var dýrðin úti, og Munchen tók aftur á sig mynd hversdagslífsins. Aðkomufólkið hvarf burtu. AUt gekk sinn vana- gang á nýjan leik. Á Teresíuvelli var strax hafizt handa við að rifa niður aUt skrautið, öll skemmtitækin, öli tjöldin. AUt var fært í burtu. Eftir stóð völlurinn, auður og tóm ur, og Bavaríastyttan fékk loks- ins frið á ný — í bili. Ólm. íbúð óskast Falleg 3ja herb. íbúð óskast á leigu á góðum stað í bænum. Tvennt fullorðið í heimili. Tilboð sendist biaðinu merkt: „Falleg íbúð — 8664“. Starfsstúlbur óskost nú þegar í eldhús Kleppsspítalans. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 34499 eftir kl. 2. SKRIFSTOFA RlKISSPlTALANNA. Keflavík — Suðumes Lipur afgreiðslumaður óskast. Upplýs- ingar í síma 730 og 669 Keflavík. Rafgeymar 6 og 12 volt hlaðnir og óhlaðnir. Garðar Gislason hf. Bifreiðaverzlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.