Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 10. nóv. 1959 MOJtcnxnr4fílÐ 15 Kirkjugripir bornir í kirk.jima. — Fyrstir ganga safnaðarfulltrúinn, Ellert Eggertsson, þá sókn- arnefndarformaður, Steini Guðmundsson og sóknarnefndarmennirnir Olafur Andrésson og Sig- urjón Lgnvarsson. Hempuklæddu prestarnir eru þeir séra Halldór Kolbeins, séra Bjarni Sigurðs- son, séra Jón Sigurðsson, séra Garðar Þorsteinsson, séra Kristján Bjarnason og síðastur gengur biskupinn, Sigurbjörn Einarsson. aðstoðarprestar hjá sr. Þorkeli: Sr. Einar Friðgeirsson, síðar prestur á Borg, sr. Ólafur Finns- son, síðar prestur í Kálfholti og svo sr. Halldór Jónsson. Kom hann fyrst sem aðstoðarprestur að Reynivöllum árið 1899, en var kosinn árið eftir. Var hann síðan prestur á Reynivöllum til ársins 1950, eða full 50 ár. Síðan hefur verið þar sóknarprestur séra Kristján Bjarnason. Sóknarnefnd skipa nú þessir menn: Ólafur Andrésson, Sigur- jón Ingvarsson, báðir í Sogni, og Steini Guðmundsson, Valdastöð- um. Safnaðarfulltrúi er Ellert Eggertsson, Meðalfelli. Allmargar gjafir bárust kirkj- unni, bæði í vinnu, munum og peningum. Sumir þeir, sem færðu kirkjunni peningagjafir, Reynivallakirkja endurvígð HINN 13. sept. sl. fór fram end- urvigsla Reynivallakirkju í Kjos eftir gagngerðar endurbætur. — Sigurbjórn Einarsson biskup framkvæmdi vígsluna, en við- staddir voru fimm prestar. Að vígslu lokinni skírði sóknarprest- urinn, sr. Kristján Bjarnason, tvö börn og flutti síðan stólræðuna. Einnig talaði prófasturinn, séra Garðar Þorsteinsson. Kirkjukór- inn söng undir stjórn Odds Andréssonar, en hann er jafn- framt organleikari kirkjunnar. Eftir messu bauð sóknarnefnd- in viðstöddum til kaffidrykkju í Félagsgarði. Þar töluðu sr. Krist- ján Bjarnason, Steini Guðmunds- son, Valdastöðum, og Hannes Guðmundsson, Hækingsdal. Var þar saman komið töluvert á þriðja hundrað manns. í sl. rúm hundrað ár hafa sóknarprestar að Reynivöllum aðeins verið sex auk þriggja að- stoðarpresta. Þeir eru þessir: Sr. Gísli Jóhannesson frá 1852—66, Björn Jónsson 1866—67, Þor- valdur Bjarnarson 1868—77 og Þorkell Bjarnason 1877—1900. A árunum 1887—1900 voru þessir m Oiafsfirðingar fcgnuöu nýjja Drangi ÓLAFSFIRÐI, 7. nóv. — Nýi<*> flóabáturinn Drangur kom hing- að til Ólafsfjarðar í morgun í sinni fyrstu ferð. Mikill mann- fjöldi var saman kominn á haf- skipabryggjunni, þegar skipið lagðist að bryggju, og er það hafði verið bundið, fagnaði Karlakór Ólafsfjarðar því með söng. Því næst flutti bæjarstjóri Ölafsfjarðar, Asgrímur Hart- mannsson, ræðu og bauð skipið velkomið og afhenti skipstjóran- um að gjöf ljósmynd af Ólafs- firði, sem ofurlítinn þakklætis- vott fyrir það hlutverk, sem flóabáturinn hefur gegnt fyrir Ólafsfirðinga. Þessu næst flutti skipstjórinn, Steindór Jónsson, ræðu og þakkaði móttökurnar og bauð síðan viðstöddum að skoða skipið. I tilefni af þessu voru fánar hvarvetna dregnir að hún í Olafsfirði í því skyni að fagna komu nýja Drangs, sem boðar merk tímamót í samgöngumál- um Ölafsfjarðar. Er það ósk Ólafsfirðinga, að hann reynist eins vel og gamli D>-angur, sem reyndist gott og traust skip í hví- vetna. — Bæjarstjórn Ólafsfjarð- ar hefur einróma samþykkt á fundi sínum, að óska eftir því við samgöngumálaráðuneytið, að það veiti Guðbjarti Snæ- björnssyni, skipstjóra á gamla Drang réttindi er jafngildi minna farmannaprófi, í heiðurs og við- ureknningarskyni fyrir farsæla skipstjórn flóabátsins undanfar- in 20 ár, en Guðbjartur hefur eins og er ekki nægileg réttindi til að stjórna nýja Drang. óskuðu eftir að nöfn þeirra yrðu ekki birt, eða upphæðir. En til þess að gera öllum jafnt undir höfði, sleppi ég að geta um upp- hæðir, en minnist nokkurra gef- enda. Má segja að minnsta kosti þrjár töluvert stórar upphæðir bárust kirkjunni. Mætti líka orða það þannig, að þær væru allar nokkuð stórar, þar sem vin- arhlýja gefendannar stendur á bak við hverja gjöf. Gjöf til minningar um Andrés Ólafsson, hreppstjóra á Neðra-Hálsi, frá eiginkonu hans og börnum. Þá er gjöf til minningar um hjónin Guðrúnu Guðmundsdótt- ur og Þórð Guðmundsson, hrepps stjóra frá Neðra-Hálsi, frá börn- um þeirra og barnabörnum. Enn- fremur gjöf frá Saurbæjarsókn á Kjalarnesi. Nokkrir burtflutt- ir Kjósverjar, búsettir í Gríms- nesinu sendu kirkjunni gjöf og var einn gefandinn viðstaddur kirkjuathöfnina. Þá barst gjöf frá Arndísi Kjartansdóttur og frá tveimur ónefndum. Auk þessa bárust gjafir frá eftirtöldum sveitungum: Sigurði og Kristínu á Möðruvöllum, Káraneshjónun- um, Grjóteyrarhjónunum, fjöl- skyldunni á Hálsi, og Njáli Guð- mundssyni í Ásgarði. Einnig hafa kirkjunni borizt eftirtaldar gjafir: Frá Kvenfé- lagi Kjósarhrepps, ljósakróna í kirkjuna. Nokkrar konur í Reykjavík, burtfluttar úr Kjós- inni, gáfu 6 vegglampa. Þá gáfu gamlir sveitungar burtfluttir úr Kjósinni, blómavasa úr silfri. Voru það fermingarbörn frá 1907. Bræður tveir á Möðruvöllum, Þorgeir og Jónmundur gáfu 5 arma Ijósastjaka, til minningar um foreldra sína, Ólöfu Jóns- dóttur og Jón Guðmundsson, sem bæði áttu heima á Möðruvöllum. Þá gáfu prestshjónín á Reyni- völlum, veglegan messuskrúða. Sigurbjörn Einarsson biskup fyrir altart Einnig var gefinn dregill á gang og teppi á kórgólf af ónefndum. Átthagafélag Kjósverja, gaí vandaðar útidyrahurðir. Öllum þeim, sem fært hafa kirkjunni gjafir, eða hafa minnzt hennar á annan hátt, í tilefni af 100 ára afmælinu, eru hér með færðar alúðarfyllstu þakkir. St. G. Siglfirðinsfar fagna flóabátnum SIGLUFIRÐI, 7. nóv: — Nýi flóa báturinn Drangur lagðist að bryggju hér á Siglufirði í fyrsta sinn kl. rúmlega 2 í dag. Var þar fyrir bæjarstjórn Siglufjarðar, ásamt miklum fjölda bæjarbúa. Forseti bæjarstjórnar, Baldur Eiríksson, ávarpaði skipstjóra, Steindór Jónsson, og skipshöfn bauð hið nýja skip velkomið til Siglufjarðar og árnaði því far- sældar í framtíðinni. Skipstjór- inn þakkaði og bauð bæjarbúum að skoða hið nýja skip. Bæjar- stjórnin bauð skipsstjóranum og skipshöfninni til hófs í Sjálfstæð ishúsinu. Bæjarstjóri Sigurjón Sæmundsson þakkaði þá skips- höfn gamla Drangs farsælt starf í samgöngumálum Siglufjarðar og lét í ljós þá von, að hinn nýi Drangur mætti njóta þeirrar giftu, sem ávalt hafi fylgt þeim eldri. Þá gat bæjarstjóri þess, að bæjarstjórnin hefði að tilmælum skipstjórafélagsins Ægis beint þeim tilmælum til viðkomandi ráðuneytis, að Guðbjarti Snæ- björnssyni yrði í heiðurs og við- urkenningarskyni, fyrir farsælt skipstjórnarstörf á þessari leið í meir en tvo áratugi, veitt leyfi til skipstjórnar á allt að 300 tonna skipi, en réttindi hans ná ekki til svo stórs skips sem nýja Drangs. Aðrir sem til máls tóku í hófi þessu voru Eyþór Hallsson, ræðismaður, Ragnar Jóhanneson, bæjarfulltrúi, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sóknarprestur, Ottó Jörgensen, póstmeistari og Óskar Garibaldason, bæjarfulltrúi, svo og Steindór Jónsson útgerðarmað ur, er þakkaði árnaðaróskir og móttökur Siglfirðinga. munnn er m< K A FFIBRENNSLA 3L xlœíí — ou brctaoio eftir bi O.JOHNSON &KAABER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.