Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 22
22 MORCTJNTtLAÐlÐ Þriðjudagur 10. nóv. 1959 „Stóru" félögin hrista af sér slenid og baráttan harðnar f; . ' ~ I: ■ ý- * > 1 yngri flokkunum eru úrslit í 3. flokki karla athyglisverðust. Tveim leikjanna lauk með jafn- tefli en hinum þriðja með eins marks sigri Vals. Gefur þetta rétta hugmynd um þá hörðu og jöfnu baráttu, sem þessir yngstu keppendur mótsins heyja um bikarinn — og titilinn. Staðan í meistaraflokki karla Félag L V J T Mrk. St. 1. KR 3 2 0 1 45:28 4 2. Armann 3 2 0 1 37:35 4 3. Fram 2 1 1 0 24:17 3 4. Valur 2 0 2 0 20:20 2 5. ÍR 2 1 0 1 20:21 2 6. Þróttur 3 1 0 2 25:42 2 7. Víkingur 3 0 1 2 26:34 1 180 keppendur í Körfu- knattleiksmóti Rvíkur Mótið befst í kvöld og stendur 4 leikkvöld FJÓRBA og fimmta leikkvöld Reykjavíkurmótsins í handknatt- leik voru um þessa helgi. — Á laugardagskvöldið léku yngri flokkar karla og kvenna en á ■unnudagskvöldið meistaraflokk- ar karla og kvenna. Nú brá svo við að hin „stóru félög“ hristu af sér slénið og sýndu aftur fyrri mátt sinn. ÍR stöðvaði sigur- göngu Ármanns í mótinu og KR „burstaði“ Þrótt, sem áður hafði m. a. unnið ÍR. Þessi úrslit gera keppnina mjög tvísýna og má nú segja að fimm félög hafi mögu- leika til sigurs í meistaraflokki karla. Úrslit í mótinu um þessa helgi urðu: Meistaraflokkur karla ÍR — Ármann 14:10 KR — Þróttur 21:4 Víkingur — Valur 9:9 Meistaraflokkur kvenna Valur — KR 6:9 Þróttur — Víkingur 5:4 2. flokkur kvenna Valur — Fram 6:2 Armann — KR 3:0 2. flokkur karla Valur — Víkingur 9:6 Þróttur — KR 5:4 X-15 hætt komin LOS-ANGELES, 5. nóv. (NTB/ Reuter) — Bandaríska tilrauna- flugvélin X-15, sem er búin eld- flaugarhreyflum, var hætt kom- in í dag. — Þegar henni hafði verið sleppt frá „móðurflugvél- inni“, stórri sprengjuflugvél og tilraunaflugmaðurinn Scott Cross field hugðist komast upp í 27.000 metra hæð, eins og ætlunin var, kviknaði í rauðu ljósi í mæla- borðinu, sem gaf til kynna, að annar af tveim eldflaugamótorum vélarinnar væri i ólagi. Crossfield var í 15.000 metra hæð, er þetta gerðist, en honum tókst að lenda vélinni klakklaust á neyðarflugvelli — og sjálfur komst hann óskaddaður úr háska þessum. — Talið er að sprenging hafi orðið í hreyflinum, því að hann var sjóðheitur löngu eftir lendinguna, og kom það í veg fyrir, að rannsókn óhappsins gæti hafizt strax. 3. flokkur karla Valur — Þróttur 7:6 Fram — KR 6:6 Víkingur — Arm. 8:8 Leiks Ármanns og ÍR var beðið með mestri eftirvæntingu. Ar- mann hafði eitt félaga sigrað í tveim fyrstu leikjum sínum í mótinu og þriðji sigurinn hefði fært félagið um stórt skref fram til sigurs í mótinu. ÍR hafði og allt að vinna. Annað tap hefði þýtt það, að félagið hefði orðið neðarlega í mótinu en sigur þýddi áframhaldandi von um góða lokastöðu. Leikur iR-liðsins var nú með allt öðrum og betri brag en áður. Vörnin var mun þéttari og nú lenti ekki allt í netinu sem gegnum vörnina fór. Ármenningarnir réðu ekki við leikhraða ÍR og fundu ekki þá leið sem dugði gegn leik ÍR- inga. KR lék sér að Þrótti, eins og köttur að mús, enda hafði Þrótt- ur ekki fullskipað lið. En þetta var líkast einstefnuakstri, eins og lokatalan 21:4 gefur hugmynd um. Víkingur og Valur börðust hinni jöfnu baráttu og lauk leik þeirra með skiptum stigum eftir harða baráttu. Mikil barátta var í leik Þrótt- ar og Víkings í kvennaflokki en leikurinn ekki að sama skapi góður. KR vann öruggan sigur yfir stúlkum Vals. DeOdaskiptíng hjá Val ALLMIKLAR breytingar eru nú fyrirhugaðar á starfi knattspyrnu félagsins Vals. Hafa Valsmenn í hyggju að taka upp deildaskipt- ingu í félaginu með líku fyrir- komulagi og er hjá hinum stærri íþróttafélögum i.sejarins. Annað kvöld er boðaður fundur alls handknattleiksfólks íélagsins að Hlíðarenda og á fimmtudagskvö 1 er boðaður fundur ai„a k_..ct- spyrnuma—.a félagsins. Umræðu efnið á báðum fundum er deilda- skip::. 0in. í KVÖLD hefst að Háloga- landi Reykjavíkurmeistara- mótið í körfuknattleik. Verð- ur það 4 leikkvöld og lýkur því rétt fyrir næstu mán- aðamót. Mikil þátttaka er í mótinu og keppa þar 19 lið með um 180 þátttakendum alls. Þátttökuliðin eru nú 5 fleiri en á síðasta Reykjavík- urmóti og er það eftirtektar- verð aukning. Fyrsta leikkvöldið er í kvöld, sem fyrr segir, og verða þá leikn- ir þrír leikir. I 3. fl. karla leika Ármann og ÍR. í 2. fl. karla leika KR og Ar- mann B. 1 mfl. karla leika KFR og IR. Ekki er að efa að leikir þessir verða spennandi. Má einkum benda á hinn síðasttalda, en þar leika. Reykjavíkurmeistararnir ÍR frá 1958 gegn KFR, sem á undanförnum árum hefur reynzt þeim mjög skeinuhættur keppi- nautur. Alls taka þrjú lið þátt í keppni meistaraflokks karla, en það er íþróttafélag stúdenta, Körfu- knattleiksfélag Reykjavíkur og íþróttafélag Reykjavíkur. í meistaraflokki kvenna keppa aðeins tvö lið, Ármann og ÍR. í 2. flokki karla á Ármann 2 lið, en ÍR, KR og KFR eitt lið hvert félag. í keppni þriðja flokks sendir KR 2 lið, en ÍR Á og KFR eitt lið hvert. í fjórða flokki keppa 2 lið frá ÍR og 2 frá KR. — ÍR er því eina félagið, sem sendir lið til keppni í öllum flokkum mótsins. — Tollalækkun Framh. af Dls. 1. ársfjórðungs, að koma sínum fiski sem fyrst að, það var keppni um að komast með fisk- inn í hinn lágtollaða kvóta. Málsókn fyrir Customs Court Coldwater-fyrrtækið var ó- ánægt með ákvörðun tollayfir- valda Bandaríkjanna, að tolla blokkirnar' sem fiskflök og hóf því málsókn gegn fjármálaráðu- neyti Bandaríkjanna fyrir Cus- toms Court (Tolladómstól) í New York um að fá þessu breytt. Málið var tekið fyrir í nóvem- ber 1958. Varð það allviðamikið og voru margháttuð gögn lögð fram í því. Jón Gunnarsson mætti sjálfur sem eitt aðalvitni sækjandans. Brátt snerist málið um túlkun á því, hvað heyrði undir markaðshugtakið „fisk- flök“ (fillets). Er fiskflakið skil- greint svo í tollskrá, að það verði að vera roðflett og bein- laust, og fiskflökin í blokkunum eru það. Þrátt fyrir það leit dóm- stóllinn svo á, að blokkirnar gætu ekki að markaðsvenju flokkast undir „fiskflök“, þar sem þær eru ekki þýddar til að ná út úr þéim einstökum flökum, heldur eru þær aðeins notaðar til iðnað- ar, til þess að framleiða úr þeim í verksmiðjum „fish-sticks“ og aðra rétti. Var ekki áfrýjað Dómur var uppkveðinn 15. júlí sl. og gekk hann Coldwater í vil. Var tollurinn á fiskblokk- unum ákveðinn 1 cent á pund og það sem er þýðingarmest, sagði Jón Gunnarsson, ekki er um neina kvótatakmörkun að ræða. Samsvarar þessi tollalækkun á yfirstandandi ári um 300 þúsund dollurum. Þessum dómi hefði fjármála- ráðuneyti Bandaríkjanna getað áfrýjað til æðra dómstóls í Was- hington. Afrýjunarfrestur var til 15. september. En fjármálaráðu- neytið ákvað að áfrýja honum ekki og er tollalækkun þessi því gengin í gildi. Ameríkumarkaðurinn verður hagkvæmari Fréttamaður Mbl. spurði Jón Gunnarsson, hvaða þýðingu hann teldi þetta hafa fyrir fisk- sölur til Bandaríkjanna. Sagði hann að þetta myndi verða til að auðvelda fisksölur þangað og vonandi til að auka þær. Þetta gerir Ameríkumarkaðinn enn hagkvæmari fyrir okkur Islend- inga í samanburði við aðra fisk- markaði. Þó kvaðst Jón Gunnarsson vilja taka það fram, að auglýs- ingar væru óumflýjanlegar til að viðhalda og afla markaðs í Bandaríkjunum. Enginn vafi væri á því, að hægt væri að auka markaðinn verulega með hæfi- legri og skynsamlegri auglýsinga starfsemi, en því miður væri Sölumiðstöðinni þröngur stakk- ur skorinn í því fé, sem hún mætti verja til auglýsinga. Fiskmarkaðurinn í Bandaríkj- unum er góður, sagði Jón Gunn- arsson og hann á eftir að fara stórlega vaxandi. Enn er fisk- neyzla þar mjög lítil á hvert mannsbarn og jafnvel þótt hlut- fallsleg fiskneyzla færi ekkert vaxandi, þá fjölgar bandarísku þjóðinni um 3 milljónir manna á ári. Til að hafa upp í þá fjölgun, þurfa Bandaríkjamenn að afla aukins fiskmetis sem nemur um 15 þúsund tonnum á ári. MATADOR spilið er loksins komið á markaðinn aftur. Enn glæsilegra og meira spennandi en áður. MATADOR spilið er spil allra, jafnt yngri sem eldri. Heildsölubirgðir: Davíð 8. Jónsson & Co. hf. Sími 2-43-33.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.