Alþýðublaðið - 05.11.1929, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 05.11.1929, Qupperneq 2
K ALP?ÐUBL*eií' „Altia socialismansu í Bretlantii. FB., 5. nóv. Frá Lundúnum er símað: Bæj- arstjórnarkosningar hafa farið Sfram í rúmlega 300 enskum bæj- um. Verkamenn hafa bætt við sig kring um 130 nýjum full- trúum. Hafa þeir aðallega unnið þau sæti frá íhaldsmönnum. Sildareinkasalan. Fjöldi sjómanna héfir spurst fyrir um það undanfarna daga hjá Alþýðublaðinu, hvað myndi líða útborgunum frá Síldareinka- sölunni. Sneri Alþýðublaðið sér því til stjórnar Einkasölunnar og fékk svolátandi simskeyti frá henni í morgun: „Otborgun hefst í dag, fjórar krónur á tunnu. Einkasalan.“ Áður hefir verið borgað út á sildina 5 krónur á tunnu, auk and- virðis tunna, salts og alls kostn- aðar. / Barnaskólinn nýi. Vatnsleiðslurnar í ólagi. 600 skölaskyld börn hafa enga kens u fengið í haust. f - Nú eru liðnar nærri 5 vikur af skólatímanum, en enn þá bíða 600 börn eftir því að fá skóla- vist. Nýi barnaskólinn átti að vera svo langt kominn í haust, að hægt væri að taka 7 kenslu- stofur þar, auk kennarastofu, tii notkunar 1. október. Þegar 1. október kom var engin stofan til, en gert ráð fyrir, að um htiðjan mánuðinn gæti kensla byrjað þar. Um miðjan október var svo sagt, að 1. nóvember yrði alt í lagi. Nú er 1. nóvember liðinn og ekki er kenslan byrjuð enn þá. Um 600 börn í austurbænum hafa enga kenslu fengið það, sem af er skólatímanum. Kenslustofur þær, sem fengnar hafa verið utan skólans undanfarna vetur, voru ekki teknar á leigu í haust. Bæj- arstjórnin hefir beinlínis svikist undan þeirri skyldu sinni að sjá börnum á skólaskyldualdri fyrir kenslu. Hefir þetta að vonum vakið geysimikla gremju í bæn- um. Daglega berast fyrirspurnir um, hvað skólabyggingunni líði, hvenær kensla muni byrja, hvort tilætlunin sé að neyða fólk til þess að kaupa dýra kenslu handa börnum sínum, sem bærinn er skyldugur til að láta í té ó- keypis. Ýmsar sögur ganga um, hvað valda muni þessum feikna-drætti á því að ganga frá kenslustofun- um i barnáskölanum nýja. Ein er sú: að gleymst hafi ad leggja vatnsleidslur um húsid, svo ad ómögulegt sé að nota salernin. Þetta er næsta lygileg saga. Alþýðublaðið snéri sér til skólastjóra barnaskólans í gær og spurði, hvað ylli drættinum og hvenær kensla myndi byrja í nýja barnaskólanum. Skólastjóri svaraði því til, að hann byggist við, að kallað yrði í börnin um næstu helgi og að kensla myndi geta byrjað þar upp úr helginni. Verður þrísett í stofurnar, svo að deildirnar verða 20 og um 30 börn í hverri. Ekki kvað skólastjóri það rétt, að gleymst hefði að leggja vatns- leiðslur um skólahúsið, en hitis vegar iátaði hann, að leiðslurnar vœru í einhverju ólagi, svo að ekki fengist vatn í salernin, en bjóst við, að það myndi verða komið í lag um helgina. Trassaskapur og seinlæti borg- arstjóra í þessum efnum er óaf- sakanlegt með öllu. Honum bar að hafa eftirlit með því, að skól- inn yrði svo langt kominn, að kensla gæti byrjao þar 1. október, eins og ráð var fyrir gert. Með hirðuleysi sínu og eftirlátssemi við þá, sem tekið hafa í „akkorð" að ganga frá skólanum, hefir hann svift um 600 börn kenslu í fullar 5 vikur. — Ekki getur hann afsakað sig með því, að bæjarstjórn hafi ekki heimilað nægilegt fé, því að samkvæmt reikningsyfirliti bæjarins, sem borgarstjóri hefir samið 30. sept- ember, hefir þá að eins verið búið að eyða 130—140 þús. krón- um af þeim 400 þús., sem á á- ætluninni voru lagðar til skóla- byggingarinnar. En Knútur er jafnan sjálfum líkur. Og hann vill nú hafa þetta svona. Leikfélag stúdenta. Mrekkip Seapins, Leikrit í 3 þáttum eftir Moliére. ________________ Leikfélag stúdenta hóf starf- semi sína með „Hrekkjum Sca- pins“ í fyrra kvöld. Allir að- göngumiðar voru uppseldir kl. 3 á sunnudaginn og hundruð manna urðu frá að hverfa. Næsta leiksýning verður annað kvöld og hefir nú þegar mikill fjöldi að- göngumiða selst. „Hrekkir Scapins“ eftir Moli- ére er bráðskemtilegur óg mein- fyndinn leikur. Sjá fáir aðra hlið á leikritinu en þá „komisku", og ér það að vonum, því að senn eru liðnar þrjár aldir síðan leik- ritið var samið. „Hrekkir Sca- pins“ er hvöss ádeila gegn hinni Igömlu frönsku yfirstétt. Hún er afhjúpuð miskunnarlaust og sýnd ínakin í allri sinni andlegu eymd; skýrt er frá hroka hennar og fé- girnd, fáfræði hennar og trú- girni. Hrekkjalómurinn Scapin, ó- breyttur þjónn heldrimannssonar, leikur sér að broddborgurunum, ,eins og köttur að mús. Scapin cr gáfaður og ófyrirleitinn, gáska- fullur og glettinn. Haraldur Björnsson hefir verið leiöbeinandi stúdenta og hefir honum tekist starf sitt prýðilega. Or þessum viðvaningum, sem aldrei hafa komið á leiksvið fyr, að fáum undanteknum, hefir hon- um tekist að gera allsæmilega leikendur. Að vísu er þeim að ýmsu ábótavant, en þegar litið er á allar aðstæður er árangurinn undraverður. Haraldur leikur sjálfur Scapin. Leikur hans er afbragð. Hann er snar í snúningum, fjörugur eins •og vera ber, málsnjall og mikil- menskulegur á stundum, en ves- aldarlegur og skríðandi þegar það á við. Háð hans er ósvikið og hrekkir hans smellnir. Árni Guðmundsson og Lárus Sigur- björnsson leika tvo heldri menn. Leysa þeir báðir hlutverk sín vel af hendi, sérstaklega þó Lárus. Guðlaugur Guðmundsson og Örn Ingólfsson leika tvo unga menn. Leikur Guðlaugur allvel, en örn miður. Er það sérstaklega fram- sögn hans, er hann pinir Scapin á kné, sem er ábótavant. Bjarnj Pálsson leikur þjón. Er fram- sögn hans slæm á köflum, en vonandi lagast það. Annars hefir Bjarni ótvíræða leikarahæfileika. Helga Bjarnason og Lisbet Zim- sen leika tvær ungar stúlkur, en Petrína Jakobson leikur gamla fóstru. Viðleitni stúdentanna er virð- ingarverð og árangurinn af starfi þeirra svo góður, að þeir mega vel við una. Fullvíst er, að „Hrekkir Scapins" verða sýndir mörg kvöld fyrir fullu húsi. Áfram, ungu menn! V. Sjómaðor týnist í Grimsby. Þegar togarinn „Belgaum“ var í Grimsby síðast vildi það til, að einn hásetinn, Jón Þórður Sveinsson kom ekki til skips, er skipið ætlaði að fara, og fór það við svo búið, — Nokkuð hefir verið leitað að Þórði, en sú leit hefir engan árangur borið enn. Þórður var einn af ákveðnustu félögum Sjómannafélagsins. Hann var kvæntur og átti tvö börn, Hann var kunnur fyrir að vera hið mesta karlmenni að burðum. Víihjálmnr Stefánsson, landkönnuðurinn frægi, hefir skrifað Búnaðarfélagi Islands nú fyrir skömmu. Voru í bréfi hans ýmsar ráðleggingar um meðferð sauðnautanna, og varaði hann þar mjög sterklega við því að láta þau vera með húsdýrum, vegna sýkingarhættu. Því mið- ur hefir bréf þetta komið of seint, því að nú eru kálfarnir allir dauðir nema einn. — En söm er gerð þessa fræga landa vors fyr- ir því. Franska stjórnin mynduð Brland er utanrikismálaráð- herra. FB., 5. nóv. Frá París er símað: Þessir menn eiga sæti í Tardieu-stjórn- inni: Tardieu, stjómarforseti, Bri- and, utanríkismálaráðberra, Hu- bert, dómsmálaráðherra, Cheron, fjármálaráðherra, Maginot, her- málaráðherra, Leygues, flota- málaráðherra, Hennessey, land- búnaðarmálaráðherra, Peitre, ný- lendumálaráðherra, Marraud, kenslumálaráðherra, Gallet, eftir- launamálaráðherra, Loucheur, at- vinnumálaráðherra, Pernot, sam- göngumálaráðherra, Germain Martin, póstmálaráðherra, Eynac, flugmálaráðherra, Rollin, sigl- ingamálaráðherra. Tardieu bauð „radikala" flokknum sex ráð- herrasæti, en tilboðinu var hafn- að. Tardieustjórnin er miðflokka- stjórn, sem hallast að hægri flokkunum. Hún er aðallega mynduð með þátttöku sömu flokka, er tóku þátt í siðustu Po- incaréstjórninni. Miðflokkarnir hafa flest sæti í stjórninni. Hægrimenn hafa þar og sæti. Þingfylgi hinnar nýju stjóm- ar virðist ekki örugt. Vafa- laust verður erfitt að samrima óskir hægrimanna og sáttastefnu Briands. Auk þess má búast við mótspyrnu gegn stjórninni frá jafnaðarmönnum og „radikala"' flokknum. Stjórninni er samt tæplega hætta búin fyrr en fjár- lögin em komin í gegn um þing- ið, en búist er við, að þau verði afgreidd um áramótin. Erl©wd simskeytfo , F.B. 5. nóv. Eldfjall gýs. Fjöldi manna ferst. Frá Guatemala í Mið-Ameriku er simað: Eldfjallið Santa Maria gýs. íbúarnir í nágrénninu flýja. Miklar landspildur eru þaktar hrauni. Alt er gereyðilagt á stórum svæðum. Gizkað er á, að um 300 manna hafi farist. Khöfn. F.B. 5. nóv. Habibullah liflátinn. Frá KabuJ er símað: Habibullah og 11 fylgismenn hans hafa verið skotnir samkvæmt skipun Nadir khans fnýja konungsins i Afghan- istanj, Mermingarmál. Það eykur mönnum ánægju og birtu að sjá fögur listaverk, enda þótt fledtum sé eins farið og mér að hafa ekki „stuhdað" söfn né lesið vísindalegar útskýringar á málaralist. Ef til vill kemst máð^ ur nálægt tindinum, sem veitir sýn inn yfir hið fyrirheitna land listarinnar — en þeirri tilfinningu t

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.