Alþýðublaðið - 06.11.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.11.1929, Blaðsíða 2
« ttfcÞVÐURISAÐIÐ Halldór Kilfan Laxness. MoamiM fiiefir verið^sbiiað &ffnr vegfi&isréfi sínn. Hagsýni vegamálastjórnarinnar. 1 sumar átti að setja nýja brú á Skjálfandafljót rétt fyrir neð- an Goðafoss. — Gamla brúin má heita ónýt og er auk fiess of mjó fyrir bifreiðar. — Rammleg járnbrú var smíðuð, flutt norður og sett saman á íljótsbakkanum. En þegar til átti að taka og koma 'brúnni á stöplana reyndist það ómögulegt með öllu með þeim áhöldum, sem fýrir hendi voru. Eftir margítrekaðar tilraunir og kostnaðarsamar gáfust verkfræð- ingarnir upp. Stendur nú brúin á bakkanum eins og minnismerki um hugvit og snilli vegamála- stjórans, en Skjálfandafljót er enn sama og óbrúað, og verður svo í öllu falli fram á næsta sumar. Laxá í Hrútafirði og Öxnadals- iú í Eyjafirði átti að brúa í sum- ar. Lánaðist að koma brúm yfir þær báðar, en ekki gekk það þó, slysalaust. Brýrnar eru báðar úr járni og voru smíðaðar hér í Reykjavík í fyrra vetur. En af- greiðsla þeirra tókst ekki höndu- legar en það, að öxnadalsár- brúin var send til HrútafjarÖar, en Laxárbrúin til Eyjafjarðar. Nú er öxnadalsá breiðari en Laxá, og brúin, sem átti að setja yfir hana, því 3 metrum lengri en Laxárbrúin. En vegamálastjórnin setur ekki slíka smámuni fyrir sig. Öxnadalsárbrúin var sett yfir Laxá, þótt hún væri 3 m. of löng, og Laxárbrúin sett yfir öxnadalsá, þótt hún væri 3 m. of stutt; líklega hefir þó eitthvað verið klastrað við hana, svo að hún næði milli stöpla. Árlega er lagt fram af opin- beru fé til viðhalds og nýbygg- inga vega og brúa yfir ein millj- ón króna. Riður því ekki lítið á að gæta fullrar hagsýni í með- ferð þess fjár. Kaupgjald viö vega- og brúa- gerð er lægra en við nokkra aðra vinnu á landinu. Það er þjóðinni í heild sinni til skamm- ar og áreiðanlega jafnframt mik- ið fjárhagslegt tap, því að dug- iegustu mennirnir hætta hver af öðrum að vinna hjá því opin- bera. Og samtímis því sem of- urkappi er beitt til þess að reyna að klípa nokkra aura af kaupi verkafólksins fara þúsundir á þúsundir ofan í súginn fyrir stjórnleysi og vanhyggju vega- málastjórnarinnar. . Skjálfandafljótsbrúin stendur á bakkanum, Laxárbrúin er sett yf- ir öxnadalsá og Öxnadalsárbrúin yfir Laxá. Verkin lofa meistarann. Ásta Norðmann byrjar i kvöld kenslu í ;,Ballet“ og látbragðslist (,,Plastik“). Kenslan .fer fram í Vallarstræti 4, kl. 6 siðdegis fyrir börn og kl. 81/* fyrir fullorðna. I blaðinu „Open Forum“, sem „Frelsisbandalagið" ameríska gef- ur út í Los Angeles, var 5. okt. s. 1. grein um Halldór Kiljan Lax- ness og ofsóknirnar, sem hann hefir orðið fyrir vestra. Er þar skýrt frá þvi, að H. K. L. hafi nú verið skilað aftur vegabréfi sínu, sem yfirvöldin tóku af honum 31. maí í vor og hafa haldið síðan. I* bréfi, sem Alþýðublaðinu hef- ir verið ritað að vestan um þetta efni, segir svo: „Innflytjendadeildin hér skýrði lögmanni Kiljans frá því í vik- unni, sem leið, að við athugun í Washington hefði það komið í Ijós, að ákærurnar á hendur hon- um virtust aðallega vera sprottn- ar af óþarflegum æsingi úr ein- hverjum samlöndum hans hér. Upphafsmaður þessara klögu- mála kvað vera uppgjafa-spor- vagnsstjóri frá Winnipeg, sem kallar sig G. T. Athelstan, og orðið hefir mjög æstur „amer- ískur hundraðprósentari". Hann mun sömuleiðis hafa átt aðal- þáttinn í fölsun þýðinga á grein- um H. K. L. (sem hann bar síðan í yfirvöldin í Washington) ásamt öðrum slíkum hreystiverkum. Til verka þessara hafði hann eink- um „siðférðilegan stuðning" frá Maðor tíeyr af slysi. FB., 6. nóv. Frá Borgarnesi er símað: í gærmorgun varð slys á dýpkun- unarskipinu „Ida“, sem vinnur að uppmokstri hér við uppfylling- una. Menn ætla, að slysið hafi borið þannig til, að tannhjól hafi brotnað í vindunni og brot úr því kastast í enni skipstjóra, er var á þiljum, og muni hann þá hafa riðað til og lent í vindunni, er dró hann að sér af miklu afli og tætti sundur annan handlegg hans. Hins vegar bar þetta til í svo skjótri svipan, að með fullri vissu verður ekki um þetta sagt. Skipstjórinn andaðist eftir ör- stutta stund. Lík hans er flutt feuöur á „Suöurlandi" í dag. Mun það verða flutt utan til greftr- unar. Maðsr lirapar otj bíður bana. Á miðvikudaginn var fór Eyj- ólfur Eyjólfsson, frá Þorláksstöð- um í Kjós, sem dvaldi í sumar að Helgafelli í Mosfellssveit, á- leiðis þaðan og ætlaði yfir í Kjós um Svínaskarð. Var hann ríð- andi og með annan hest með sér. Ætlaði hann að sækja hesta. Fór hann af stað kl. 9—10 um dr. Ríkarði Beck og öðrum Lög- bergs-rithöfundum af því tæi. Klögumál þessi á hendur H. K. L. vöktu slíka undrun og at- hygli, hvar sem af þeim spurðist, að skrifað hefir verið um þau í nærri tvö hundruð blöð erlendis, auk fjölmargra blaða í Banda- ríkjunum. (M. a. ritaði Upton Sin- clair stutta grein um málið í „The Nation“, sem talið er gætn- asta og vandaðasta stjórnmála- blað Bandaríkjanna og hefir á þriðja hundrað þúsund lesend- ur.) Hafa aðstandendur þessara klögumála gert sitt ítrasta til þess að gera yfirvöld Bandaríkj- anna hlægileg jafnt í augum inn- lendra manna sem útlendinga með þessum látum, og er það illa farið. En hvað H. K. L. snerti sjálfan, varð þetta að eins til þess að mýmörg blaðafyrirtæki og félög báðu hann að senda sér greinar og halda fyrir sig fyrir- lestra um Island, og hefir hann orðið við sumum af þessum beiðnum, t. d. hefir hann ritað grein í „The Nation“, sem hann kallar „Social Conditions in Ice- land“ og flutt fjölda fyrirlestra í Los Angeles, San Francisco og nærliggjandi bæjum, en nú er hann að leggja af stað áleiðis til Þýzkalands.“ * morguninn. Hann var um sextugt að aldri. Veður var hvast. Nú liðu nokkrir dagar. Var ekki óttast um Eyjólf í fyrstu, því að hann var vel kunnugur leiðinni, en er hann kom ekki aftur á þeim tíma, sem ráðgert var, var símað að Reynivöllum í Kjós og spurst fyrir um hann. Var sent þaðan á alla nálæga bæi, en enginn hafði orðið var við Eyjólf. Eftir það var mönnum safnað og leit hafin í fyrradag. Fanst þá lík Eyjólfs í gili við Svínaskarð. Mun veðrið hafa hrakið hann niður í gilið. Hann var i togleðursstígvélum, og hefir því verið miklu erfiðara fyr- ir hann að halda fótfestu en ella, því að þar uppi hefir verið flug- hált. — Hestarnir fundust sama dag. Það hefir að líkindum verið um hádegi á miðvikudaginn, sem slysið varð, eftir vegalengdinni að dæma. (Samkvæmt símtali við prestinn á Reynivöllum.) Togararnir. „Gyllir" kom af veöum í gær- kveldi með 130 tunnur lifrar. „Apríl“ kom í gær úr Englands- för. 1 dag komu af ísfiskveiðlum „Bragi“, „Ólafur“ og „Hilmií". Fépisir. Þúsundir barna i Englandi lifa í dýpstu eymd. Þau ganga ber- fætt á steinlögðum strætum. Um langan tima hefir mikii neyð ríkt meðal enskra náma- verkamanna. Geta böm þeirra til dæmis ekki sótt barnaskölana vegna þess, að þau hafa hvorkí mat né klæði. Fyrif atbeina allra enskra verkakvennafélaga hefir atvinnu- málaráðherrann, Margareth Bond- field, hafið baráttu fyrir því í þinginu, að ríkisvaldið hefjist nú þegar handa til hjálpar þessum litlu og varnarlausu píslarvottura hins rangláta og vitlausa auð- valdsskipulags. í fyrsta lagi telur hún nauðsynlegt, að ríkið út- vegi bæði mat og klæði handa börnunum nú þegar til þess að þau geti aftur farið að sækja skólana. I tilefni af þessu hefir svo brezka stjórnin lagt fyrir þingið eftirfarandi tillögu: „Fyrir hvert sterlingspund, sem. inn kemur með frjálsum sam- skotum frá almenningi, leggur ríkið fram jafnháa upphæð og ákveður að leggja nú þegar fram 150 þúsund sterlingspund til við- bótar því, sem þegar hefir safn- ast.“ Til að gefa nokkra hugmynd um lúð ógurlega ástand, sem(ríkir meðal fátæklinganna í kola- námahémðunum, er rétt að taka hér nokkur dæmi úr skýrslum þeim, sem Margaret Bondfield lagði fram við umræður þessa máls í þinginu. 7675 börn í 200 minstu náma- héruðunum hafa orðið að hætta námi í barnaskólunum vegnja fæðuskorts og klæðleysis. Frá öðrum námahémðum koma þær fregnir, að börnin verði að vera heima þegar rigning er, vegna þess að þau eigi hvorki skó né‘ regnverjur. I béraðinu Durham geta 80% af bömunum, sem era á skólaskyldualdri, alls ekki sótt skólana. 64000 börn, sem sækja skólana, vantar skófatnað, og getur því oft að líta þessa vesa- linga trítla berfætta á steinlögð- um strætunum. Sum þeirra, sem ekki eru algerlega berfætt, hafa götuga „sandala" á fötunum, eða þau eru í stómm og klunnaleg- um stígvélum, sem þaiu hafa 'fundið í sorpkössum. Önnur hafa vafið fætur' sína fataræflum og rytjum. Tærnar gægjast út, bláar og kaldar, — stundum særðar og blóðugar. Höndunum stinga þau inn undir treyjumyndina — þegar kuldinn bítur. — Yngstu böm- in, þau, sem enn era ekki komin á skólaskyldualdur, lifa við harm- kvæli heima, — því oft hugsa foreldrarnir sem svo, að fyrst og fremst þurfi að koma eldri börnunum í skóla. Þetta hungur og klæðleysi barnanna orsakar auðvitað margs konar kvilla og sjúk-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.