Alþýðublaðið - 05.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.07.1920, Blaðsíða 2
3 ALÞYÐUBLAÐIÐ Aígreiðsla foiaðsins er í Aiþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi ki. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Dollaragengið hefir átt nokkurn þátt í því, einnig hafa farmgjöld stigið og vinnulaun og annar kostnaður hér vaxið, en aðalþátt- urinn er þó verðhækkun á olíunni 1 Bandaríkjunum. Innflutningsgjald á steinolíu er i x/4 °/o (eða tæpl. 2 kr. á tunnu) og svo verður einnig að athuga það f þessu samxandi, að vér höfum orðið sökum peningakreppunnar, að taka vöruna að láni í Ameríku, og kostnaður fallið á hana sökum þess. Er það rétt hjá Morgunblaðinu að Hið íslenzka steinolíufélag hafi fengið einkasöluleyfi á steinolíu hjá landstjórninni ? Nei, það er aigerlega tilhæfu- laust. Slíkt hefir aldrei komið til orða og furðar oss stórlega á um- inælum Mgbl. um steinolfuverðið og einkasöluna. Er útlit á að verð kunni að lækka? Um það verður ekkert sagt með vissu. Ef dollarinn lækkar og olfan hækkar ekki meira f verði i Bandaríkjunum, lækkar olían auðvitað. Einnig gæti það hugs- ast ef farmgjald lækkaði. Eskildsen framkv.stjóri segir í viðtalinu hér að ofan að verð- hækkunin stafi af ýmsum orsök- um, sem þar eru taldar, m. a. af þvf að olíufélagið hafi orðið að taka olfuna að láni í Amerfku. Vera má að af því stafi nokkur kostnaður, en það tap getur auð- veldlega snúist upp í stórgróða ef félagið t. d. greiddi ekki skuld- ina fyrr en dollarinn féll; og það er ekki ósennilegt að félagið ein- mitt sjái sér því hagsvon í að fá olíuna að láni. Vér viljum að engu rengja að óreyndu frásögn Eskildsens fr.kv.stjóra um orsak- irnar til verðhækkunarinnar en skulum þó í þessu sambandi fcenda á það að félagi, sem er jafn einvaldt og steinolíufélagið er um olíuna, er innanhandar að hækka verðið hvenær sem því sýnist án þess að orsakir þurfi að vera til, því olían selst hér í lengstu Iög, vér þurfum hennar við, hvað sem hún kostar. Með undanfarandi viðtali hefir verið sannað að Mgbl. fór með fjarstæðu eina viðvíkjandi verðinu á olfunni og innflutningsmagninu. (Árið 1915 voru flutt inn tæpl. 30 þús. föt en 1919 rúml. 35 þús. og sennilega minna í ár. Sjá því allir hvort innflutningur hefur margfaldast). (Frh.) S1 átur íélagið. Reykvíkingar vita vel hverjum er um að kenna verzlunaraðferðir Sláturfélags Suðurlands bæði gagn- vart bæjarmönnum og útlendum kjötkaupmönnum. Það þarf ekki lengur að benda á, hvernig þær aðfarir hafa síðastliðið haust bakað sunnlenzkum bændum stórtjóns og þó jafnframt verið níðst á Reyk- vfkingum með okurverði á kjötinu eftir því sem frekast var unt. Áf viðtali við fjölda bænda, sem eru meðlimir Sláturfélagsins, vita menn eínnig að það er enginn almennur vilji félagsmanna sem stendur á bak við þessar ráðstafanir. Félags- menn eru yfirleitt andstæðir braski með afurðirnar og unna vel Reyk- vfkingum að fá kjöt sitt keypt sama verði sem aðrir landsmenn og útlendingar verða að greiða. Sökin hvflir eingöngu á meirihluta framkvæmdarstjórnar félagsins sfðastliðið ár, þeim Birni Bjarna- syni, Grafarholti og Boga Þórðar- syni, Lágafelli og þröngsýnum okrarahugsunarhætti þeirra. Allir höfðu búist við að þessum mönn- um yrði sparkað úr stjórn félags- ins nú á aðalfundi, að makleg- leikum. Aðalfundur Sláturfélagsins var haldinn 24.—28. f. m. og fram- kvæmdarstjórnin öll endurkosin. Situr hún því enn við völdin í félaginu með þessa traustsyfirlýs- ingu að bakhjalii. Það er tilgangs- lítið að benda á, að þessir menn hafi að eins vegna sinnuleysis og samtakaleysis félagsmanna getað borað sér að, með fylgi örfárra fulltrúa úr sýslunum, í rauninni í óþökk alls þorra félagsmanna. Aðalatriði er að á hausti kom- anda eiga ekki einungis sunnlenzldr bændur vofandi yfir höfði sér samskonar brask með kjötið sem í fyrrahaust reyndist þeim og öll- um landslýð til stórtjóns, heldur mega Reykvíkingar enn einu siani í dýrtíðinni búast við hinum þyngstu búsyfjum af hálfu Slátur- félagsins og greiða fyrir kjöt þess miklu hærra verð en aðrir lands- menn. Gagnvart þessari hættu er hægt að beita tvenskonar vörn, íhlutun landsstjórnarinnar eða frjálsum samtökum. Menn skyldu halda að augu landsstjórnarinnar hefðu nú Ioks lokist upp fyrir því, hve skaðvænleg er fyrir land og Iýð sú stjórn á Sláturfélaginu, og mundi því taka i taumana nú, Það mætti gera með samningi við félagið, en ef samningnum yrði hafnað af þess hálfu, ætti að setja hámarksverð á kjöt innan- lands, söluskyidu á nægilegu kjötr til neyzlu hérlendis og sölueftirlit með útfluttu kjöti. Samband ísl. samvinnufélaga, sem annast söhr- mestalls kjöts í landinu, nema Sláturfélagskjötsins, hefir sýnt og' sannað hvað eftir annað, að það fer eftir heilbrigðari og sanngjarn™ ari verzlunarreglum heldur en, Sláturfélagið, og gagnvart Sam- bandinu mundu slíkar stjórnarráð- stafanir ónauðsynlegar, enda, mundu ekki koma við það, þó að jafnt væri látið ganga yfir bæði félögin. Slfkar dýrtíðarráð- stafanir mundu mælast vel fyrir hjá öllum aimenningi til lands og; sjávar. Því miður mun ekki vera hægt að treysta því að landsstjórnirt geri þesskonar dýrtíðarráðstafanir, en þá verða Reykvíkingar að taka. til sinna eigin ráða með frjálsum samtökum og setja hart á móti hörðu. Þau samtök ættu að vera á þá leið, að hver og einn Reyk- víkingar reyndi í tíma af fremsta. megni að afla sér kjöts frá öðr- um en Sláturfélagi Suðurlands, og ekki kaupa hjá því nema það byði mun betri kjör en allir aðrir. Sú leið er ugglaus, neyðir félagið til að taka tillit til annara en nokkura okrara innan félags, sýnir þvf að þeir sem brjóta hvað eftir annað gegn hagsmunum almenn- ings verða að lokum vargar i véum. Reykvfkingar láta ekki bjóða scr alt. Héðinn Valdimarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.