Morgunblaðið - 06.01.1960, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.01.1960, Blaðsíða 18
18 MOncrnvnr aðib Miðvikudagur 6. jan. 1960 Reykjavíkur- og íslandsmeistarar KR í knattspyrnu. Með þeim eru Sig. Halldórsson, form. knatt- spyrnudeildar, og Óli B. Jónsson, þjálfari (t. h.) KR vann 12 liðnu knattspyrnumót a ari — KR-ingar settu 11 af 14 frjáls- ifpróttametum K. R. hélt aðalfund sinn í fé- lagsheimilinu við Kaplaskjólsvtg mánudaginn 7. des. sl. Fundar- stjóri var kjörinn Haraldur Guð- mundsson og fundarritari Sigur- geir Guðmannsson. í upphafi fundarins minntist formaður Lúðvíks heitins Einars- sonar, málarameistara, en hann var heiðursfélagi K. R. Aðalstjórn félagsins gaf skýrsiu um starfsemi þess og lesnir voru upp reikningar félagsins og þeir samþykktir. K. R. varð 60 ára á starfsárinu og voru í því tilefni haldin af- mælismót í knattspyrnu, frjálsum íþróttum og sundi, en afmælishóf var haldið í Sjálfstæðishúsinu þ. 7. marz. Félagið gaf út veglegt afmæl- isrit, en um það sá sérstök blað- nefnd og voru í henni þeir Sig- urgeir Guðmannsson, Haraldur Gíslason, Þórður B. Sigurðsson og Hörður Óskarsson. í afmælishófi félagsins voru Einar Sæmundsson og Georg Lúð víksson sæmdir heiðursstjörnu K.R. Tveir fyrrverandi formenn K R. hafa verið gerðir heiðursfélag- ar á þessu ári, en það eru þeir Kristján L. Gestsson og Gunnar Schram. Hinn 31. desember, 1959, hætti ég rekstri Hótel Borgar, sem ég hefi nú rekið um 30 ára skeið, en við starfrækslu hótelsins hefir nú tekið hlutafélagið Hótel Borg. Um leið og ég þakka hinum mörgu starfsmönnum mínum fyrr og síðar gott og ánægjulegt samstarf, vil ég einnig þakka viðskiptamönnum mínum ánægjuleg samskifti á undan- förnum árum og óska þess, að þeir hinir nýju aðilar, sem við rekstri hótelsins hafa nú tekið, fáj að njóta hinnar sömu vinsemdar og viðskipta, sem ég hefi notið. Reykjavík, 2. jan. 1960. Jóhannes Jósefsson. Samkvæmt framanrituðu hefir hlutafélagið Hótel Borg tekið við öllum rekstri hótelsins frá og með 1. jan. 1960. Framkvæmdastjóri hótelsins hefir verið ráðinn Hr. Pétur Daníelsson hótelstjóri. Það er ósk og von félagsstjórnar- innar og hins nýja framkvæmdastjóra félagsins, að hótelið megi njóta þeirra vinsælda, sem það hefir notið frá fyrstu tíð undir traustri stjórn hinna dugmiklu stofn- enda þess. Hótel Borg h.f. óskar öllum viðskiptavinum sínum góðs og gleðilegs árs og býður þá alla hjartanlega velkomna til viðskiptanna á nýja árinu. Búið á Borg. Borðið á Borg. Reykjavík, 2. jan. 1960. Hótel Borg h.f. Aron Guðbrandsson, Jón J. Fannberg, Ragnar Guðlaugsson, Pétur Daníelsson. íþróttakeppni Á íþróttasviðinu var félagið sigursælt. Flokkar frá K. R. tóku þátt í 28 knattspyrnumótum og var'ð K. R. sigurvegari í 12 af þessum mótum, og hefur K. R. því unnið flest knattspyrnumót sumarins þar sem næsta félag hefur unnið 11 mót. Meistara- flokkur K.R. sigraði í íslands- mótinu með miklum yfirburðum. Alls lék meistaraflokkurinn 18 leiki og gerði 60 mörk gegn 7 og tapaði engum leik í knatt- spyrnumótum sumarsins. Annar flokkur félagsins A-lið lék 11 leiki og vann þá alla með 32 mörkum gegn 2. Einnig var frammistaða 4. flokks framúrskar andi góð. Leiknir voru 109 leikir í þeim 28 mótum sem félagið tók þátt í og vann K.R. 63, gerði 17 jafn- tefli og tapaði 29, en gerði 247 mörg gegn 125. KR fékk 11 íslandsmeistara í frjálsum íþróttum og af 14 ís- landsmetum sem sett voru á ár- inu hafa KR-ingar sett 11. — Á Reykj avíkurmeistaramótinu hlaut K.R. 213 stig og titilinu „Bezta frjálsíþróttafélag Reykja- víkur“. f sundi fékk K. R. 1 íslands- manna fór í keppnisferðalag til Danmerkur og annar flokkur fór í keppnisferðalag til Danmerkur og Þýzkalands, < Sex frjálsíþróttamenn kepptu erlendis, í Bandaríkjunum, Pól- landi, Þýzkalandi, Svíþjóð og Danmörku. Heimsókn erlendra iþróttamanna á vegum K. R. Sænsku sundfólki, 2 körlum og 1 konu var boðið hingað til keppni á afmælismóti K. R. 5 Sundhöll Reykjavíkur í marz sl. í júní fór fram afmælismót K. R. í frjálsum íþróttum og var boðið til þess 4 íþróttamönnum, 2 sænskum og 2 dönskum. Knattspyrnudeildin fékk til Reykjavíkur danskt knattspyrnu lið frá J.B.U. Kennaralið K. R. Láta mun nærri að 17 kennar- ar starfi hjá félaginu, en flestir þeirra vinna sitt þjálfunarstarf i sjálfboðaliðsvinnu. Hinu mikla og góða þjálfaraliði á K.R. sína velgengni í íþróttakeppni mest að þakka. Byggingaframkvæmdir. Hinn vegiegi skíðaskáli félags- ins í Skálafelli var vígður síð- astliðið vor og hefur þar verið unnið mikið þrekvirki undir stjórn Georgs Lúðvíkssonar, for- manns byggingarnefndar skíða- skálans. Aðrir í nefndinni voru Þórir Jónsson, Haraldur Björns- son, Karl Maack og Jens Krist- jánsson. Meðlimir Skíðadeildar K. R. hafa lagt af mörkum mikla sjálfboðaliðsvinnu við skálabygg- inguna. Stjórn félagsins. K. R .starfar í 7 íþróttadeild um, sem hver hefur sína 5 mani.a stjóm. Aðalstjórn félagsins er skipuð 7 mönnum og hússtjórn 8, þannig að í stjórn K. R. eru 50 menn og konur, auk starfandi nefnda á vegum félagsins. Viirkir félagsmenn munu nú vera um 1300 jafnt konur sem karlar. Aðalstjórn skipa nú: Einar Sæ- mundsson form., Sveinn Björns- son varaform., Gunnar Sigurðs- son ritari, Þorgeir Sigurðsson gjaldkeri, Hörður Óskarsson fund arritari, María Guðmundsdótiir spjaldskrárritari og Gísli Hall- dórsson form. Hússtjórnar. Formenn íþróttadeilda eru sem hér segir: — Knattspyrnudeild: Sigurður Halldórsson. Frjáls- íþróttadeild: Sigurður Björnsson. í Sunddeild: Jón Otti Jónsson. meistara og 2 Reykjavíkurmeist- Skíðadeild: Þórir Jónsson. Fim- leikadeild: Árni Magnússon. Körfuknattleiksdeild: Helgi Sig- urðsson og Handknattleiksdeild: Sigurgeir Guðmannsson. ara. Viðeyjarsund syntu 2 K. R. ingar á árinu. I handknattleik var félagið mjög sigursælt. Meistaraflokkur kvenna hefur unnið alla sína leiki síðan 6. des. 1958, alls 14 leiki, og eru K. R. stúlkurnar íslands- meistarar bæði í úti og innan- hússhandknattleik. Meistaraflokkur karla vann Reykjavíkurmeistaramótið en varð nr. 2 í íslandsmeistaramót- inu. Sýningar og keppnlsferðír. Fimleikaflokkur K. R. fór til Danmerkur og sýndi 8 manna flokkur undir stjórn Benedikts Jakobssonar á 60 ára afmæli danska Fimleikasambandsins í Odense. Auk þess sýndi flokk- urinn á Akureyri, Húsavík, Vest- mannaeyjum og Álfaskeiði. Meistaraflokkur karla í körfu- knattleik fór í heimsókn til Laug- arvatns og var keppt þar við menntaskólanema. Meistaraflokkur knattspyrnu- Ný stjórn Víkings AÐALFUNDUR knattspyrnufé- lagsins Víkings var haldinn í sL nóvembermánuði. Fundurinn var mjög fjölsóttur. Formaður fé- lagsins Þorlákur Þórðarson flutti skýrslu stjórnarinnar og bar hún með sér að vöxtur félagsins sé orðinn svo mikill, að fyrirsjáan- legt sé að nauðsynlegt verði að fara að dæmi annarra félaga og koma á deildarskiptingu. Var þess vegna kosin á fundinum sér- stök nefnd er skal annast endur- skoðun á lögum félagsins og skal auka-aðalfundur haldinn í maí- mánuði nk. Formaður gat þess að 5. flokk- ur félagsins hefði sigrað á haust- mótinu. Einnig gat hann þess að á árinu hefðu 9 drengir hlotið bronze-merki K. S. í. og einn hlotið silfurmerkið — Hand- knattleiksdeild félagsins óx mjög á árinu og stendur allt líf innan handleiksdeildarinnar með mjög miklum blóma. Stúlkur úr hand- knattleiksdeild félagsins heim- sóttu Færeyjar á sl. sumri og varð sú ferð félagsins til mikils sóma. í sambandi við fjárhag félags- ins upplýsti formaður að stuðn- ingur hverfisbúa við félagið, hi>5 svonefnda „10 kr. — plan“, hefði verið félaginu mikill stuðningur og sýndi ljóslega hve skilningur hverfisbúa á starfsemi félagsins væri góður. Skíðaskáli félagsins var rekinn með svipuðu sniði og áður, og var hann fjölsóttur. Formaður byggingarnefndar Gunnar Már Pétursson skýrði störf byggingarnefndar og lagði fram reikning hennar. Helztu framkvæmdir á sl. ári voru að félagsheimilið var múrhúðað og vallarstæði stækkað. í stjórn félagsins eru nú: Pétur Bjarnason formaður, Haukur Eyjólfsson varaformaður, Víl- berg Skarphéðinsson gjaldkeri, Jóhannes Magnússon ritari, Bryn- hildur Pálsdóttir spjaldskrárrit- ari, Bergsteinn Pálsson bréfritari, Brandur Brynjólfsson form. knatt spyrnudeildar. Sem byrunarframkvæmdir í fjáröflunarstarfsemi hinnar ný kjörnu stjórnar hefur verið á- kveðið að efna til hlutaveltu 17. janúar nk. í Listamannaskálan- um. Framkvæmdanefnd hlutavelt unnar skipa: Vilberg Skarphéð- insson, Jóhannes Magnússon og Þorbergur Halldórsson. Munum í væntanlega hluta- veltu er veitt móttaka í félags- heimili Víkings við Réttarholts- veg ki. 7—9 á þriðjudögum. Kvennalandsliðið að hefja æfingar Blágrátt peningaveski tapaðist seinni partinn í gær á leiðinni frá fiskbúðinni Víði- mel, Hofsvallagötu að Haga- mel 32. — Finnandi vinsam- legast geri viðvart í síma 2-21-31, Hagamel 32, I. hæð. í JÚNÍLOK n.k. á Iandslið fs-| valið. Stúlkurnar, sem nú lands í handknattleik kvenna að verið valdar eru þessar: hafa taka þátt í Norðurlandamóti sem haldið verður I Vesterás í Sví- þjóð. Er það í þriðja sinn er ísl. kvenfólk er meðal keppenda á sliku móti. í fyrsta sinn höfnuðu ísl. stúlkurnar í 4. sæti af fimm Norðurlandaþjóðum, en í annað sinn urðu þær í neðsta sæti fjög- urra þjóða en þó með jafnmörg stig og Noregur er hlaut 3 sætið á hagstæðari markahlutfalli. Handknattleikssambandið hóf fyrir nokkru undirbúning að þátt töku ísl. stúlknanna, en í þeim undirbúningi taka stúlkurnar virkan þátt nú sem fyrr. Sýna þær með því áhuga, sem fátíður er. Landsliðsnefnd HSl skipa: Valgeir Ársælsson form., Axel Sigurðsson og Pétur Bjarnason. Nefndin hefur nú valið eftirfar- andi stúlkur til æfinga fyrir Norðurlandamótið, en er nær i dregur verður liðið endanlega Rut Guðmundsdóttir, A. Sigríður Lúthersdóttir, Á. Sigríður Kjartansdóttir, Á. Jóna Bárðardóttir, Á. Kristín Jóhannsdóttir, A. Ólína Jónsdóttir, Fram. Ingibjörg Hauksdóttir, Fram. Erla ísaksen, KR. Gerða Jónsdóttir, KR. Gauðlaug Kristinsdóttir KR. María Guðmundsdóttir, KR. Perla Guðmundsdóttir, KR. Inga Magnúsdóttir, KR. Sigríður Sigurðardóttir V. Kristín Nielsdóttir V. Bergljót Hermannsdóttir, V. Katrín Hermannsdóttir, V. Rannveig Lavdai, Vík. Þórunn Pétursdóttir, Vík. Brynhildur Pálsdóttir, Vík. Katrín Gústafsdóttir, Þróttur. Þjálfari stúlknanna verða Pét- ur Bjarnason og Benedikt Jakobs son. Fyrsta æfing þessa úrvals er í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.