Morgunblaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 1
2(1) sitíur SAS-vél fdrst með 40 manns Ceravelle ferst við lendingu í Ankara ÓSLÓ, 19. janúar — (NTB) — ÞESSI dagur, 19. janúar, er dimmasti dagurinn í allri sögu skandinavíska flugfé- lagsins SAS. í kvöld kl. 8 eft- ir norskum tíma fórst flugvél frá félaginu í lendingu við flugvöllinn hjá Ankara, höf- uðborg Tyrklands. í vélinni voru 35 farþegar, þar af tvö börn og sjö manna áhöfn, — samtals 42 menn. Þeir munu allir hafa látið lífið samstundis, er flugvélin flaug á hæðadrag í nágrenni fugvallarins. Flugvélin var ein af nýjustu og fullkomnustu farþegaþotum SAS, af gerðinni Caravelle og bar heit ið Ormur Víkingur. Hún lagði af stað frá Kaupmannahöfn í morgun (þriðjudag) og hafði komið við í Dússeldorf, Vínar- borg og Istanbul. Á síðasta staðn um hafði ný áhöfn tekið við flug- vélinni og átti hún að halda á- fram með þotuna austur til Damaskus og Kairó, en þá varð slysið á fyrsta viðkomustaðn- um. Þetta er fyrsta alvarlega slysið í allri sögu SAS. Fram til þessa hefur aldrei neinn farþegi látið lífið í flugslysi hjá SAS. Árið 1951 hrapaði tveggja hreyfla flugvél SAS við Bromma í Stokkhólmi, en allir sem í henni voru björguðust. TVEIR LIFANDI í Reutersfrétt frá Ankara segir, að björgunarlið, sem kom skjótlega á slysstaðinn, hafi fundið þrjá menn úr flugvélinni með lífsmarki. — Einn þeirra lézt þó skömmu síðar, en hinir tveir voru fluttir í sjúkrahús, mikið slasaðir. Samkvæmt því hafa 40 farizt. Flugstjórinn, sem var Norðmaður, fórst. Vonir um að kanadíska land- helgistillagan fáist samþykkt Smáþjóðirnar hafa samúð með íslend- ingum og geta jbví ekki stutt banda- risku tillöguna ALÞJÓÐARÁÐSTEFNAN í Genf um stærð landhelgi er nú farin að færast nær. Hún á að hef jast 17. marz og munu fulltrúar 86 ríkja sitja hana. — Langmikilvægasta málið verður ákvörðun fiskveiði- landhelginnar. í blöðum erlendis er nú þegar farið að birtast allmik- ið af fréttum og frásögnum af málatilbúnaði eða getgát- um um það, hvað muni ger- ast í Genf. Tvær andstæðar tillögur Af þessum fréttum virðist það ljóst, að þátttökuþjóðirnar muni skipast í tvær fylkingar, um sitt hvora tillöguna. Annað er tillaga Kanada um 12 mílna fiskveiði- landhelgi. Hitt er tillaga Banda- rikjanna um 6 mílna landhelgi og auk þess 6 mílna belti, sem Vinstri-menn fordœma Caifskell sem dragbít! strandríki hefur einkarétt til fisk veiða, en þó með þeirri undan- tekningu, sem öllu gildir að þjóðir sem lengi hafa stundað fiskveiðar skuli halda þeim rétti á ytra sex-mílna beltinu. Báðar þessar tillögur komu fram á sjóréttarráðstefnunni í Genf 1958 bornar fram af sömu ríkjum, en hvorug fékk tilskilinn meirihluta. Samúð með fslendingum Kanadíska blaðið Winnipeg Free Press sem er áhrifamikið þar í landi birti'fyrir nokkru for- ustugrein um þetta mál. Telur það að nú séu miklu meiri líkur til þess heldur en á ráðstefnunni 1958, að kanadíska tillagan um óskoraða 12 mílna fiskveiðiland- helgi nái fram að ganga. Telur blaðið, að ríkan þátt í þessu muni eiga sú samúð, sem íslendingar njóta meðal fjölda smáþjóða í deilunni við Breta. Kemst blaðið m. a. svo að orði um þetta: „ Þær aðgerðir Breta að senda fallbyssubáta til þess Framhald á bls. 19. Fyrsti litli skut- togarinn SKUTTOGARNIR ryðja sér i* meir til rúms. Þykir það þyggingarlag og veiðiaðferð «ú sem því fylgir á margan 'hátt heppilegri en hin gamla aðferð að toga á hliðinni. Fram að þessu hafa flestir ,'skuttogararnir verið stór skip, 'sem jafnframt voru verk- smiðjuskip, en nú eru einnig farnir að koma fram á sjón- arsviðið minni skuttogarar eins og sá sem sést hér á myndinni. Þessi togari er brezkur. Heitir hann Univer- sal Star og verður gerður út frá Aberdeen í Skotlandi. ,Hann er 98 fet á lengd. Það )sérkennilegasta ið hinn nýja itogara er tog-gálginn aftan á íhonum. Vekur skipið mikla 'athygli meðal útvegsmanna. 0 0 0 0000000 0 0 0'0 01 WASHINGTON. — Undirritaður hefur verið samningur milli Bandaríkjanna og Japan um samvinnu á sviði fjármála og hervarna. Er þar gert ráð fyrir áframhaldandi hersetu Banda- ríkjanna í Japan næstu tíu árin og að árás á annað ríkið jafn- gildi árás á bæði. 300 bílar þeysa í átt til Monte Carlo En fyrsta dauðaslysið varð i Sviþjóð LONDON, 19. janúar. —• (Reuter) — MISKLÍÐIN í brezka Verka- mannaflokknum brauzt út í gærkvöldi opinberlega og er áætlað að 8 milljónir sjón- varpsáhorfenda hafi orðið vitni að einstæðum deilum milli tveggja leiðtoga Verka- mannaflokksins í sitt hvor- um fylkingararmi. Talsmaður vinstri-fylking- arinnar, Michael Foot, lýsti því yfir í sjónvarpsdeilu þess- ari, að Hugh Gaitskell, nú- verandi formaður Verka- mannaflokksins, væri drag- bítur á flokknum. Einnig sakaði hann Gaitskell um að valda klofningi með tillögum um afnám þjóðnýtingar- stefnu flokksins. Afleiðing ósigursins Það hefur almennt verið vitað, að mikil valdabarátta hefur stað- ið yfir á bak við tjöldin í brezka Verkamannaflokknum, m. a. vegna hins ægilega kosninga- ósigurs flokksins sl. haust. Gait- Hugh Gaitskell, skell, foringi flokksins og meiri- hluti flokksmanna telja, að flokkurinn hafi tapað vegna þess, að brezkur almenningur er mótfallinn þjóðnýtingu og sósíalism’a. Vilja þeir taka upp frjálslynda stefnu og almenna baráttu og vernd fyrir lítilmagn- ann í þjóðfélaginu. Þeir vilja sömuleiðis, að verkalýðshreyf- ingin verði ekki lengur svo ná- tengd flokknum sem verið hef- ur. — í vetur var efnt til sérstaks flokksþings, þar sem hinn fljáls- lyndari armur vildi beita sér fyrir umbótum á flokknum. En þá snerust nokkrir harðir og íhaldssamir sósíalistar og marx- istar upp gegn þeim fyrirætlun- um og hindruðu þeir að sósíal- ismanum yrði kastað fyrir borð. Síðan hefur verið grunnt á því góða milli fylkingararmanna í flokknum og sífelldar erjur og fjandskapur þar á milli. Hafa birzt nokkrar greinar í málgögn- um flokksins, sem hafa sýnt opin- berlega að þar ríkir sundrung. Deila milli Williams og Foots En í sjónvarpinu í gær gerð- ust þau merkilegu tíðindi, að tveir Verkamannaflokksmenn komust í hár saman í umræðum um stefnu flokksins. Þeir, sem þarna komu fram, voru Francis Williams, ritstjóri tímaritsins Forward, sem er málgagn hægri arms flokksins, og hinsvegar Michael Foot, sem hefur til skamms tíma verið ritstjóri MONTE Carlo, 19. janúar. — (Reuter) — Monte Carlo kapp- aksturinn er hafinn. Lögðu 297 bifreiðar af stað í keppnina frá 9 stöðum í Evrópu. Stefna þær nú eftir ýmsum fyrirfram ákveðnum krókaleiðum til Monte Carlo á Bláströndinni. — Fyrsta banaslysið í sambandi við keppnina varð í vesturhluta Sví- þjóðar í morgun. Níu brottfararstaðir í gær lögðu kappakstursbílar af stað frá Ósló, Aþenu, Varsjá og Glasgow. Á miðnætti síðast- liðnu var lagt af stað frá Lissa- bon, Frankfurt og Haag og í morgun lögðu síðustu keppend- urnir upp frá Rómaborg og París. Bifreiðarnar sem lögðu upp frá Ósló fengu slæma færð og ísingu á vegunum suður með vesturströnd Svíþjóðar. Þar varð það slys í morgun, að hollenzki þátttakandinn, van Nieuwenhuysen, rakst á vöru- bíl við þorpið Rabbalshede og lét lífið. Félagi hans í bílnum, A. Moggre, meiddist hættu- lega. Dönsku þátttakendurn- ir, Preben Petersen og Arne Arenhag, urðu einnig úr leik, vegna þess að bifreið þeirra rakst á vörubíl við Varburg í Suður-Svíþjóð. Erfið keppni Það er búizt við að þessl Monte Carlo keppni verði ein hin erfiðasta, vegna snjóa og ís- ingar á flestum vegum í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.