Morgunblaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 20. jan. 1960 MORCTJNBLAÐ1Ð 13 Bretar djarfir að taka Island STYRJALDARMINNINGAR Dönitz aðmíráls eru komnar út og hafa nokur eintök bor- izt í verzlanir hér. Dönitz var sem kunnugt er yfirmaður og aðalskipulagsmaður þýzka kaf bátablotans í síðari heimsstyrj öldinni, en tók við ríkisstjórn af Hitler nokkrum dögum fyr- ir uppgjöfina. Hann hlaut fangelsisdóm í Núrnberg, en hefur nú verið látinn laus. Minningar Dönitz eru almennt taldar í hópi beztu heimildar- rita um gang styrjaldarinnar. 1 fyrri heimsstyrjöldinni var Dönitz kafbátsmaður. Hann var því öllum hnútum kunn- ugur, er hann tók við yfir- stjórn kafbátanna, enda af flestum talinn fremsti her- fræðingur þýzka sjóhersins í tíð nazista. Víða er drepið á Island í bókinni, því varla væri hægt að gefa heildarmynd af orr- ustunni um Atlantshafið án þess að ísland kæmi þar við sögu. Hitler vanmat kafbátana Dönitz taldi kafbátana sterk asta vopn nazista gegn Bret- landi og ætlaði með þeim að skera á lífæð Stóra-Bretlands, þ. e. a. s. skipaleiðina vestur um haf. Flestir nazistaforingj- anna voru svipaðrar skoðun- ar, en Hitler vanmat kafbát- ana, segir Dönitz, og fannst oftast eitthvað annað þurfa að ganga fyrir stóraukinni kaf- bátaframleiðslu. Hann segir frá þvi, að í upp- hafi stríðsins hafi Þjóðverjar átt 56 kafbáta, en þar af voru 20 það úthaldsmiklir, að hægt væri að senda þá langt út á Atlantshaf. En flotinn jókst. Kafbátaframleiðslan var auk- in smám saman og var um skeið 30 bátar á mánuði. Bandamenn sökktu hins vegar morgum batum og þratt fyrir aukninguna áttu Þjóðverjar t. d. ekki nema 22 kafbáta um skeið 1941. Léku laasum hala Upphaflega var miðhluti Atlantshafsins aðalathafna- svæði kafbátanna. Bretar voru þá svo fátækir af herskipum, að þeir veittu skipalestunum ekki vernd nema nokkur hundruð mílur vestur fyrir írland og þar tóku þeir líka á móti lestunum, sem komu að vestan. Langfleygum flugvél- Dönitz — myndin tekin eft- ir að hann var látinn laus úr fangeisinu. Dönitz heilsar ítölskum kafbátsforingjum, en yfirforingi þeirra, Parona, er lengst til hægri. um til verndar lestunum lengra út á hafið var þá ekki til að dreifa svo að kafbátarnir léku lausum hala þegar komið var út fyrir verndarsvæðið. Með töku íslands efldu Bretar aðstöðuna „Til þess að styrkja þessa mjög svo ófullnægjandi vernd skipalestanna steig brezka segir Dönitz aðmíráil í styrjaldar- minnSngum sínum stjórnin djarflegt skref að frumkvæði Churchills. I maí 1940 hernámu Bretar Island í þeim tilgangi að fá þar flota- og flugbækistöðvar fyrir verndarstyrlsinn", segir Dön- itz. Þannig var kostur þýzku kaf bátanna þrengdur. Og með þvi að koma upp keðju miðunar- stöðva frá Bretlandseyjum, yfir ísland, Grænland, Ný- fundnaland til Bandaríkjanna gátu Bretar miðað kafbátana, þegar þeir létu til sín heyra og höfðu samband við stjórn- miðstöð Dönitz á meginland- inu. Við þetta bættist, að Bandaríkjamenn færðu örygg- isbelti sitt stöðugt lengra aust ur á bóginn og veittu skipa- lestunum vernd æ lengra út á hafið. Ratsjáin olli heilabrotum Síðar kom svo ratsjáin til sögunnar. Þjóðverjar skildu ekkert í því, að skip og flug- vélar Bandamanna fóru allt í einu að gera árásir á kafbát- ana þegar þeir voru ofansjáv- ar, bæði í dimmviðri og að næturlagi, Þetta olli Dönitz heilabrotum og lyktaði með því, að kafbátunum var fyr- irskipað að koma aldrei úr kafinu á siglingu um Atlants- hafið. Bannað aff verjast Þá fór verulega að halla undan fæti hjá kafbátunum. Bretar voru nú líka farnir að geta fylgzt með skipalestum á öllu hafinu allt frá Azoreyj- um norður til Islands. Þetta gátu Bretar fyrst og fremst þakkað aðstöðunni, sem þeir fengu á íslandi, svo og auk- inni aðstoð Bandaríkjamanna við vernd skipalestanna, segir Dönitz. Þrátt fyrir þessa beinu að- stoð Bandaríkjamanna við Breta vildu Þjóðverjar draga í lengstu lög. að Bandaríkin yrðu opinber styrjaldaraðili. Kafbátunum var bannað að ráðast á bandarísk herskip, sem fylgdu brezkum skipalest- um. Um skeið jafnvel bannað að snúast til varnar gegn á- reitni bandarískra skipa. Þjóffverjar leituffii aff bráff — ítalir biðu fftnnar Dönitz segir frá því, að Ital- ir hafi verið beðnir að senda kafbáta út á Atlantshaf Þjóð- verjum til aðstoðar vegna þess hve mörgum þýzkum bátum var sökkt þar. Italir voru þar undir stjórn Dönitz. En árang- urinn var ekki góður, segir hann og tekur til dæmis tíma- bilið 10. okt. — 30. nóv. 1940. Á þessu tímabili sökktu þeir ítölsku, sem voru liðlega 20 talsins, einu skipi, en það samsvaraði 20 tonnum sökkt- um á hvern bát á dag. Þeir þýzku sökktu þá 80 skipum, sem voru samtals 435.185 tonn og það samsvaraði, að hver þýzkur bátur hefði sökkt 1,115 tonnum á dag. Segir Dönitz að munurinn á baráttuaðferðum þýzku og ítölsku bátanna hafi verið sá. að Þjóðverjarnir hafi alltaf verið á stöðugri sigl- ingu í leit að skipalestum, en Italarnir hafi haldið kyrru fyr ir á sama stað og beðið eftir skipalestum. Fimm sökkt viff ísland Vegna aðstöðu Breta á Í9« Framhald á bls. 23. — 700 ára minning Framh. af bls. 8 og var árvakur um þá hlið prest- skaparins, sem telst til mannúð- armála. Fermingarundirbúning taldi almenningur að hann rækti tæp- lega, sem skyldi. Kom það til af því að hann varði minni tíma til hans, en þá taldist venjulegt. Hitt athugaði fólk ekki, hver yfirburðakennari hann var. Með einu dæmi gat hann lokið upp heilli veröld fyrir unglingunum. Hinn mikli hæfileiki hans til að varpa ljósi yfir þá hluti, sem hann fékkst við naut sín þar til fulls. Ekkert í starfi hans er mér jafn minnisstætt og ferm- ingarfræðslan. Þar fléttaðist saman eins og endranær bæði skemmtun og fræðsla og hvort- tveggja hvíldi á hinni djúpu lotningarfullu alvöru hans í þeim efnum. Eftir að eg hefi fengizt við fermingarundirbún- ing í 25 ár finnst mér að ég muni hafa vit á, að dæma um þetta. Enn er mér það uppbygging að hugsa til þeirra stunda. Engum duldist alvaran í trú hans. En^la kom öllum saman um það að í kirkjunni væri hann réttur maður á réttum stað, hverjir sem dómar þeirra voru um hann að öðru leyti. Hann var mjög djarfur andmælandi van- trúarinnar í hvaða mynd sem hún læddist fram, og þorði allt- af að mæla gegn henni það, sem honum bjó í brjósti og hver, sem hlýddi á. A hans tíð barst hér til lands þýzk guðfræðistefna, sem kölluð var á íslandi „nýja guðfræðin". Hún lagði undir sig flesta forystumenn kirkjunnar á tímabili, þ. á. m. biskup og prófessora Guðfræðideildar. Þess ari stefnu var síra Árni mjög andvígur eins og víða kemur fram í bókum hans. I einni pré- dikun sinni segir hann svo um þetta efni: „Sú þjóðsaga er sögð um einn grimmasta kon- ung sögunnar, að eigi hafi gras sprottið þar sem hann reið um. Hið sama er að segja um þá öldu, er nú fer um þetta land og nefnd er með of tignu nafni ,,hin nýja guðfræði“, að þar hverfur allur andlegur gróður í rústir, hvar sem hún er predikuð. Enga speki hefir hún að bjóða, engin vísindi en getgátur nógar, og einn rífur þar niður í dag það, sem annar kenndi í gær“. Síðar í þessari ræðu segir hann: „Ver- um með öðrum Guðsvinum viss í trú vorri“. Þessu lík var kenn- ing hans skýr og afdráttarlaus Ijós og markviss. I predikunum fór hann ekki á þeim mælsku- kostum, sem honum voru lagnir í viðræðum. Ætla ég að tvennt hafi borið til þess. Fyrst það, að honum lét miklu betur að tala en skrifa og þvínæst það, að hann var svo auðmjúkur í helgi þjónustu sinni að hann hefir vilj- að forðast allan þann glæsileik, sem gat dregið athyglina frá boðskapnum að boðberanum. Hann predikaði ekki til þess að skemmta mönnum eða til að vekja aðdáun á sér, heldur til að flytja guðlega kenningu. Framburður hans var skýr og virðulegur og með allt öðrum blæ í predikunarstóli en endra- nær. í kirkjunni afklæddist hann öllum hversdagsleika, en bjóst skrúða auðmjúkrar alvöru og lotningar. Altarisþjónusta hans var frábær. Hið mikla látleysi afhjúpaði hinn innra trúmann svo að allir nutu heils hugar hinnar helgu þjónustugjörðar hans. Ógleymanlegt er þegar hann hóf hendur sínar fyrir alt- ari Guðs og tónaði með sinni miklu, djúpu rödd blessunarorð in. Ein af síðustu predikunum hans er sú, er hann flutti við vígslu Kolbeinsstaðakirkju sama vorið og hann hætti prestskap. Þar kemur fram hinn sami tónn um skyldu lærisveinsins til að vitna og hljómað hefir um allar aldir í kirkju Krists. Þessi tónn er endurómur af orðum Drottins, er hann segir. Hver, sem kann- ast við mig fyrir mönnunum, við hann mun ég einnig kannast fyrir Föður mínum á himnum. I þessari pnedikun segir séra Arni m.a.: Gerið þá játning í dag, að þér viljið vera starfandi meðlimir í kirkju Krists, tíðir gestir hér og tíðir gestir við náðarborð hans. Og nú liggur á predikurum á þessu landi, er slíkur fjöldi stríð- ir á móti. Vitið það, að á yður og oss öllum hvílir sú skylda að veiða menn til Guðs ríkis. Vitið að um einn kristinn mann munar mikið og að mikið er að gera. Segið með postulanum: Ég fyrir- verð mig ekki fyrir Krists fagnað arerindi, því það er kraftur Guðs til sáluhjálpar sérhverjum sem trúir. Margir eru nú orðnir feimn ir að nefna og vitna um hinn heilsusamlega lærdóm.----------- — — Sumir menn hljóta lofið fyrir stillingu sína og hóglæti, vegna þess að þeirra kalda hjarta vill komast framhjá öllum hætt- um til þess að hafa rangan frið við alla menn. En þegar þannig er leitað sam- þykkis við heiminn og maðurinn samþykkir eða lætur afskipta- laust af því að enginn kraftur býr í sálu hans, hvorki til varnar hinu góða eða áfellis hinu illa, þá er Guðsríkið í þeim manni lítils virði. Auðvirðilegur og dulur í skapi hugsar maðurinn þá um sinn hag --------og skilur þá ekki kær- leika eða kærleikans kröfur kristindómsins. Gjörum þá það heit, nú í hinu nývígða Guðshúsi, að þiggja heimboð frelsarans þannig, að oss fari alltaf meira og meira fram í því að samansafna með honum en sundurdreifa aldrei. ----------Stormarnir geta geys- að umhverfis oss. Þeir geta samt ekki raskað friði sálarinnar. Myrkur getur lagzt yfir veg vorn, en í kyrlátu vonandi hjarta er alltaf bjart. Við fótskör þína i þessu ríki viljum vér dvelja. Vér segjum því öll að lokum: Jesú þú ert, útvalinn bert undir kóngsstjórnan þinni árla og síð og alla tíð óhætt er sálu minni“. Þetta var niðurlagið á síðusttt hátíðaræðu hans í prestsskapn- um. Páll postuli segir: Verið minn ugir leiðtoga yðar þeirra, er Guðs orð hafa til yðar talað. Virð ið fyrir yður hvernig ævi þeirra lauk og líkið eftir trú þeirra. Gott er oss, sem nutum prests þjónustu þessa einstæða kenni- manns að minnast staðfestu hans í trúnni og einlægni. Gleði efni er einnig að virða fyrir sér hvernig ævi hans !auk. Síðustu dagar ævi hans voru eins og sagan segir um Þorlák biskup hinn helga, að jafnan hrærðust varir hans til bænar. Það síðasta sem séra Árr.i mátti mæla var játning og bæn. Lof sé Guði, sem gaf oss hann. ★ Hér er talað um bækur séra Árna Þorsteinssonar. Lesandinn er beðinn að athuga að bækur þessar sem eru í sex bindum eru skráðar af Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi, en sagðar af síra Árna Þórarinssyni. Er það verk unnið af miklum trúleik og hvar vetna rétt eftir síra Árna hermt, enda þekkja kunnugir sögurnar. Sigurffur Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.