Morgunblaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 18
18 M O R 'r ri M n 1 4 fí If> Miðvikudagur 20. jan. 1960 Er „stjarnan" mikilsverðari en hinn, sem lítið ber á í leik? Athyglisverðar upplýsingar um flýti og nákvæmni knattspyrnumanna ÞAÐ þekkja allir gang málanna. — Skjótráður knattspyrnumaður og öruggur fær sendingu, leikur sig frjálsan og skýtur. Áður en nokkur veit hafnar knötturinn í marknetinu, leikmennirnir hoppa af gleði og áhorfendur æpa og hljóða af fögnuði og hrifningu. Mörkin eru pipar og salt knatt- spyrnuleiksins — ómissandi krydd hvers kappleiks. Leikur getur verið vel leikinn þó hann sé marklaus, en í hugum fjöld- ans er hann alltaf daufur og leiði- gjarn, ef mörkin koma ekki. Flest lönd eiga sína „stjörnur“ í knattspyrnunni og þessar stjörn ur gefa leiknum lit í minningu flestra knattspyrnuunnenda. Flestir álíta að þessar ,.stjörnur“ séu alltaf með knöttinn, að minksta kosti finnst það flest- um eftir á. Það kemur því á óvart að nú hefur hinn gamli miðvörð- ur Arsenal og enska landsliðsins Bernard Joy, sem nú er íþrótta- fréttamaður, sýnt og sannað með skeiðklukku, að þessar „stjörnur“ leiksins hafa knöttinn ekki á tánum nema 2—3 mín í 90 mín. kappleik. Þetta mun koma flest- um á óvart, segir Magnús Simon. sen I Politiken og hugleiðingar hans tökum við hér upp. Hann staðfærir hugmynd sjns enska samstarfsmanns upp á beztu leik- menn Dana, Enoksen og Harald Nielsen. Hér getur hver lesandi staðfært þær upp á hvern sem hann kýs — eða engan finnist honum ísl. sóknarliðsmenn of hægfara. y> Afgreiddi“ 80 send- ingstr á 2 mín 42 sek. Bernard Joy fylgdist fyrst með Johny Haynes hægri innherja Fulham og enska landsliðsins. Haynes lék þá í deildakeppninni með félagi sínu gegn Luton, og segir Joy að hann hafi „haft knöttinn“ í 2 mín. 42 sekúndur. 1 „Evrópubikarleiknum * milli tJlfanna og Rauðu stjörnunnar í Belgrad hafði miðherji Úlfanna Broadbent knöttinn i 1 mín. 36 sek. Og í leiknum gegn Bilbao hafði Jimmy Greaves, Chelsea knöttinn í 1 mín. 59 sek. En Bernard Joy var ekki á- nægður að vita aðeins hve lengi þessir menn höfðu knöttinn. Hann fylgdifet og með því af ná- kvæmni hve snöggir þessir þre- menningar voru í viðbrögðum í leiknum. Hann komst að því að Haynes fékk knöttinn 80 sinn- um í Ieiknum og af þessum 80 sendingum mistókust honum 14 og lentu þær hjá mótherja. Broad bent sendi knöttinn 41 sinni frá sér og fór 13 sendinganna til mót herja. Greaves „afgreiddi“ knött. inn 27 sinnum og mistókust hon- um 9 sendingar. Með „vinnu“ sinni í leiknum skapaði Haynes 8 tækifæri til að skjóta á mark mótherjanna, Broadbent 2 tækifæri, en Creaves aðeins 1. Og í öllum leiknum skaut Haynes aðeins 4 sinnum á mark andstæðinganna — allt góð skot. Broadbent skaut einu sinni á mark — utanhjá. Greaves sannaði skothæfni sína, skaut 6 sinnum — og þar af tvisvar án nokkurs möguleika fyrir mark- vörðinn að verja. Hvað knattrek snerti (þ. e. að hlaupa með knöttinn á tánum!) greip Haynes 4 sinnum til þess, Broadbent 5 sinnum og Greaves 14 sinnum. Haynes gekk 7 sinn- um til návígis við mótherja, Broadbent 19 sinnum og Greaves 20 sinnum. Stjörnurnar ekki alltaf beztar Þessar tölur hins enska knattspyrnugagnrýnanda gefa skemmtilegar upplýsingar um hæfni „stjarnanna", um „vinnu- afköst" þeirra o. s. frv. Slíkar tölur eiga ekki að takast alvar- lega, þær kunna að breytast leik frá leik. En þær sýna, að það eru ekki alltaf „stjörnurnar" í lið- unum, mennirnir sem fólkið allt- af nefnir og segja að þeir haldi uppi liðum sínum, sem einir eiga skilið lof. Útherji, framvörður og aðrir leikmenn sem framkvæma ætlun sína hratt og nákvæmt, geta verið þýðingarmestu menn liðsins, þó fáir veiti þeim athygli. Þeir geta verið þýðingarmeiri en stjörnúr, sem hamast og hlaupa en ná stundum aðeins þeim árangri að spilla sínum eig- in tíma og tíma samherja sinna. En það er eftirfektarvert, að menn eins og hér hafa verið nefndir og margir fleiri sem nefna mætti, „hafa knöttinn" svo stuttan tíma, þegar velflest- ir vallargestir hafa það á tilfinn- ingunni, að þessir menn séu með knöttinn næstum álltaf. Það væri gaman að athuga leik hraða og hæfni einstakra manna hér, einhvern tíma þegar knatt- spyrnan byrjar með hækkandi sól. Fimleikar og sund hafa átt hug íslenzks kvenfólks meir en aðrar greinar íþrótta. En er það vegna áhugaleysis íþróttaleið- toga? — Myndin sýnir fimleikastúlkur í „tvöfaldri brú“. Björn Baldursson. Bezti tími hérlendis 500 m skautahlaupi 7 spurmngar um íþróttir kvenna Hefa forráðameiiii íþréttamála ekki nægsn áhuga á kvenna- íþróttum ? HALDIÐ var s.l. föstudagskvöld innanfélagsmót Skautafél. Akur- eyrar á Hólmunum norðan við austurbrúna, á Eyjafjarðará. Voru skilyrði allgóð, veður gott og lítið frost. Keppt var í 500 metra hlaupi karla, A og B flokki, 400 metra hlaupi drengja og 500 metra wo Virkileg Parísardama þekkist strax á ilmvatninu. LANCOME hlaupi kvenna. Úrslit urðu sem hér segir: 500 metra hlaup karla, A flokkur 1. Björn Baldursson, 46,8 sek. (Er þetta bezti tími, sem náðst hefur hérlendis. Islandsmetið, 46,6 sek. setti Björn í Noregi 56). 2. Sigfús Erlingsson 47,6 sek. (Þetta er annar bezti tími, sem 'UM það bil ar vetur sá er nú rikir gekk í garð, harzt íþrótta- isíðunni greinargott bréf um í- þróttir kvenna og .angur spurn- ingalisti, til að hefja umræður unr. það mál. Bréfritari vill ekki Játa nafn síns getið í blaðinu, en síðunni er kunnugt um það að ihann hefur látið sig miklu skipta félagsmál og -þróttamál kvenna. ★ Stúlkur ná árangri Það er ekki ýkja oft, sem ísl. kvenfólk vekur á sér athygli fyr- ir íþróttaafrek. ísl. konum hefur og fáum verið hampað í blöðum fyrir íþróttaafrek. Á þessu eru þó undantekningar, en þær eiga næstum allar við ungar stúlkur, sem svo hætta flestar alveg og hvorki snerta við íþróttaiðkun eða leggja íþróttaihreyfingunni starfskrafta sína til að laða aðr- ar stúlkur til samskonar iðkana og þær sjálfar stunduðu. Hér er um yfirgripsmikið mál að ræða, og mál sem ekki verð- ur leyst með einni blaðagrein. En spurningar bréfritara skulu náðst hefur hérlendis). 500 metra hlaup karla, B flokkur 1. Þórhallur Karlsson 57,6 sek. 2. Torfi Gunnlaugsson 59,4 sek. 400 metra hlaup drengja 1. Hallgr. Indriðason 53,5 sek. 2. Sævaf Jónatansson 54,5 sek. 500 metra hlaup kvenna 1. Inga Ingólfsdóttir 79,3 sek. 2. Edda Þorsteinsdóttir 82,9 sek. Snæfellingor sigruSu í körfuknutt- Ieik, Borgnesingur í tufli Stykkishólmi og í Borgarnesi með sér skákkeppni. Þar sigruðu Borgnesingar, hlutu 6Y2 vinning móti 2Vz vinningi Stykkishólms- manna. I liði Borgnesinga voru þrír 14 ára piltar. Náðu þeir góð- um árangri, hlutu 2V2 vinning samtals. Heimsókn Snæfellinga var mjög ánægjuleg og er það allra manna mál að vinna beri að auknum skiptum af svipuðu tagi. H. J. BORGARNESI, 18. jan. — Um helgina komu félagar í UMF Snæfell í heimsókn til UMF Skallagríms í Borgarnesi. Fór fram keppni í körfuknattleik, en þá íþrótt hafa bæði félögin ný- lega hafið. Leikurinn fór fram í sal Barnaskólans og unnu Snæ- fellingar með 64 stigum gegn 46. Voru þeir vel að sigri komnir og hafa á skömmum tíma náð all- langt undir- stjórn Sigurðar Helgasonar, íþróttakennara. Samtímis háðu taflfélögin í 'hér birtar og svör mín koma svo síðar. Við lestur spurninganna kunna einhverjir að fá löngun ■til að leggja orð í belg og m,un íþróttasíða Mbl. fúslega birta bréf eðia bréfkafla sem hún tel- ur jákvæð fyrir málstað bréfrit ara og málið í heiíd. Spurning- arnar voru þessar: 1. Álitið þér að ísl. stúlkur hafi áhuga á að iðka frjálsar íþrótt ir? Fer áhugi þeirra vaxandi eða þverrandi eða er hann hann svipaður og verið hefur? 2 Álítið þér að forráðamenn í- þróttamála á íslandi greiði götu íslenzkra íþróttakvenna á sómasamlegan hátt? (Minna eða meira en í öðrum lönd- um, t.d. nágrannalöndum okk- ar?) 4. Álítið þér að ísl. konur hafi meiri, minni eða svipaðan á- huga á íþróttum og erlendar konur (t.d. á Norðurlöndunum hinum). 5. Álitið þér að ísl. karlmenn telji óviðeigandi að stúlkur (íslenzkar) iðki frjálsar íþrótt ir? 6. Vitað er að ísl. stúlkur mæta óæfðar og jafnvel ókunnandi til keppni í frjálsum íþróttum. Hver haldið þér að sé ástæð- an? 7 Hver haldið þér að sé ástæð- an fyrir því, að i umsögnum blaða um ýmis íþróttamót (t. d. hand- og körfuknattleik) er kvenna ekki getið eins og karlia (t.d. leik einstakra liðs- manna svo og gangi lei ks). Gefa kvennalið ekki tilefni til slíks eða kunnátta einstakra leikkvenna? Hér er farið inn á mikið mál og ekki ætlazt til þess að tekið sé á málunum vettlingatökum. Svörin verða því ekki birt nú. Bréfritari getur þess að finnsk stúlkia sem hér kenndi frjáls- íþróttir í eina viku sumarið 1957, hafi beðið sig að skila til ísl. íþróttakvenna og nemenda sinna hér, að þær væru mjög efni legar. Hér væri árangur í sum- um greinum næstum til jafns hjá þeim, en finnskar konur hafa æft frj. íþróttir í mörg ár og í áratugi og hafa góðan aðgang að iþróttakennslu. Með þessum orðum bréfritara er málið sýnt almenningi unz svörin koma. — A. St. SÍ-SLETT POPLINl T A A \ A STRAUNI NG iNO-IRON) Ivf t ^ T iV/vOÞÓRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.