Morgunblaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 20. Jan. 1960 MORCTJlSnLAÐlÐ ip Sendiherra Frakka þakkar Blaðinu hefur borizt eftir- farandi frá franska sendi- ráðinu: DJÚPT snortinn vegna hins margþætta samúðar-vottar, sem honum, hefur borizt frá ýmsum hlutum fslands og sérstaklega úr Reykjavík, í tilefni hins hörmu- lega viðburðar í Fréjus, og vegna hinnar ríkulegu aðstoðar sem ótal Islendingar hafa af frjálsum vilja veitt hinum nauðstöddu, hvort sem er einstaklingar eða samtök, biður Sendiherra Frakklands alla þá sem hlut eiga að máli, að mót- taka sitt auðmjúka þakklæti og íbúanna í Fréjus, sem eru djúpt hrærðir af þeim bróðurhug, sem óhamingja þeirra hefur vakið á íslandi. — Bretar Frh. af bls. 13. landi sigldu nú fleiri og fleiri skipalestir norður undir Is- land á leiðinni yfir hafið. Meg. inhluta kafbátastyrksins var því beint þangað og í febrúar 1941 lét Dönitz ítölsku kaf- bátana fara þangað líka. Þarna komust kafbátarnir mjög sjaldan í færi og þegar 5 þýzk um kafbátum var á skömmum tíma sökkt við Island síðari hluta vetrar var farið að dreifa þeim aftur. Komust þeir þá oft í færi og fyrstu 6 mánuði ársins 1942 sökktu Italir og Þjóðverjar 585 skip- um Bandamanna á Atlants- hafi. Hitler óttaðist innrás í Noreg I júlí 1941 tóku Bandaríkja- menn við vernd íslands af Bretum og markaði það þátta. skil í orrustunni um Atlants- hafið. Bandaríkjamenn tóku þá að sér vernd skipalestanna milli Bandaríkjanna og Is- lands og létti þetta mjög af Bretum svo að þeir gátu ein- beitt sér meira að kafbáta- veiðunum í austanverðu Atl- antshafi. Við það bættist, að Bandamenn tóku að nota flug- vélar í vaxandi mæli til vernd ar skipalestunum og kafbáta- leitarinnar. Dönitz segist hafa litið svo á, að kafbátunum hefði öllum átt að beita gegn skipalestun. um, þeir hafi verið sterkasta vopn Þjóðverja og eina von þeirra um að geta bugað Bandamenn. En hann segir, að Hitler hafi ekki metið þá til fullnustu. Hitler hafi allt- af óttazt, að Bretar gerðu inn- rás í Noreg og því krafizt þess, að svo og svo margir kafbátar yrðu á verði meðfram norsku strandlengjunni og á svæðinu milli Skotlands, Færeyja og íslands. Þetta segir Dönitz að hafi dregið mjög úr hinum raunverulega kafbátahernaði á Atlantshafinu og hert á und. anhaldi Þjóðverja. Eisenhower sagffi nei Síðasti hluti bókarinnar fjallar um endalok ófriðarins. Þar segir Dönitz, að sér hafi komið mjög á óvart þegar Hitl er útnefndi hann eftirmann sinn. Segist hann þá hafa vit- að hvernig Bandamenn ætl- uðu sér að skipta Þýzkalandi og hagað allri herstjórn í sam- ræmi við það. Dönitz segist hafa lagt áherzlu á að flytja sem mest af hernum og al- mennum borgurum í vestur- átt, út af fyrirhuguðu hernáms svæði Rússa. Vildi hann gera sérsamninga um uppgjöf við Montgomery og Eisenhower á vesturvígstöðunum, en draga bardagana við Rússa á aust- urvígstöðunum á langinn til að koma enn fleira fólki und. an, yfir á brezka og banda- ríska hernámssvæðið. En Dönitz til sárra von- brigða hafnaði Eisenhower þessu með öllu og krafðist skilyrðislausrar uppgjafar og að bardögum yrði hætt á öll- um vígstöðum samtímis. De Gaulle boðar ráðstefnu um Alsír ALSÍR og PARÍS, 19. janúar. — (Reuter) — Borgarstjórar í Alsír lýstu því yfir í dag að Alsírbúar mundu staðfesta þá ákvörðun sína að halda áfram að vera franskir, „jafnvel með því að grípa til vopna, ef þörf kref- ur“. Var þessi yfirlýsing gefin út á sameiginlegum fundi borgar- stjóranna í dag, þrem dögum áð- ur en de Gaulle heldur ráðstefnu í París um málefni Alsír. Það olli mikilli óánægju meðal hægrisinnaðra Evrópumanna í Alsír er de Gaulle tilkynnti á síðasta ári að þegar hætt yrði að berjast mundu Alsírbúar öðlast sjálfsákvörðunarrétt. Samkvæmt tillögum hans eiga þeir um þrennt að velja: Sjálfstæði, sam- einingu við Frakkland eða sjálf- stjórn innan frönsku ríkjasam- steypunnar. Massu Massu kvaddur til Parísar Franska ríkisstjórnin sendi í dag eftir Jacques Massu hers- Fréttir 'í stuttu máli Nýr frambjóðandi LOS ANGELES. Pat Brown, ríkisstjóri í Kaliforníu, til- kynnti í dag, að hann hefði ákveðið að gerast frambjóð- andi demókrata til forseta- cmbættisins í prófkosning- um sem fram eiga að fara ! í Kaliforníu. Eigi kvaðst Brown hafa í hyggju að hefja kosningabar- áttu í öðrum ríkjum, nema þá ef aðrir hugsanlegir fram- bjóðendur demókrata færu að bjóða sig á móti honum í próf kosningunum í Kaliforníu. — ★ WASHINGTON. I gær var undir ritaður samningur um smíði á farþegaskipi, sem flutt getur 100 farþega, með 80 sjómílna hraða. Er skipið með vængi (hydrop- hoil), sem lyfta skipsskrokknum upp úr sjónum við mikla ferð, og er búizt við að það fyrirbyggi sjóveiki. Ráðgert er að skipið haldi uppi ferðum milli Banda- ríkjanna og Puerto Rico. höfðingja frá Alsír, vegna um- mæla sem höfð eru eftir honum í vestur-þýzku dagblaði, þar sem hann ræðst á Alsír-stefnu de Gaulle, og var Massu væntan- legur í kvöld. Fréttir herma að Massu, sem er yfirstjórnandi Alsírsvæðisins og var forsprakkinn að Maí- byltingunni“ 1958, sem tryggði valdatöku de Gaulle, yrði kraf- inn skýringa á viðtalinu, sem hefur vakið feikna eftirtekt í París og Alsír. Skilja ekki de Gaulle 1 viðtalinu er haft eftir Massu að herinn hafi „ef til vill gjört rangt“ í að ryðja de Gaulle braut ina með „Maí-byltingunni“ og að „við skiljum ekki lengur" stefnu de Gaulle. Franskar fréttir herma að Massu hafi eindregið mótmælt því sem eftir honum var haft. En Hans Kemski, söguhöfund- urinn, segist hafa skýrt rétt frá viðtalinu. Hann kveðst hafa „rit- að mörg viðtöl, við Krúsjeff, Chou En-Lai og Adenauer, og enginn hefur nokkurntíma mót- mælt því er ég hef skrifað“. Óttast eftirgjöf De Gaulle hefur boðað til ráð- stefnu á föstudag um Alsír, þar sem allir helztu leiðtogar lands- ins mimu mæta, og mun Massu sitja ráðstefnuna. Ýmsir hægri- sinnar í Alsír, sem stóðu að bylt- ingunni 1958 vegna aðgerðar- leysis ríkisstjórnarinnar gegn uppreisnarmönnum, óttast nú að ráðstefnan muni samþykkja nýj- ar eftirgjafir til uppreisnar- manna. — Landhelgin Framh. af bls. 1. aff „vernda“ fiskimenn sína undan ströndum íslands, hef- ur valdiff gerbreytingu á al- þjóðaviffhorfum og skoðunum í þessu máli. Á ráffstefnrunni sem haldin var í Genf fyrir nærri tveimur árum mun um það bil helming ur þátttökuþjóffanna engra beinna hagsmuna hafa haft að gæta af fiskveiffum. Þess vegna gátu margar þeirra stutt bandarísku tillöguna um sex mílna landhelgi plús sex mílna fiskveiðibelti, þar sem réttindi þeirra væru varffveitt um alla eilífff, sem hafa stund- að þar fiskveiffar. Nú er þaff ekki Iengur hægt fyrir smáþjóffirnar aff styffja þessa tillögu. Því aff ef þær styddu bandarísku tillöguna nú, þýddi þaff í raun réttri aff þær væru aff samþykkja aff- gerffir Breta, aff þær væru aff fordæma, — ekki affgerffir Breta, heldur affgerðir hins litla lslands.“ Einnig bendir blaðið á það, að tillaga Bandaríkjanna um að vernda gömul sérréttindi samrým ist illa þeirri meginreglu í túlkun Sameinuðu þjóðanna á alþjóða- rétti, að allar þjóðir eigi að vera jafnar fyrir lögunum. Telur Winnipeg Free Press, að eina vonin til að ná alþjóðasamkomu- lagi um þessi mál sé að sam- þykkja kanadísku tillöguna um 12 sjómílna óskoraða fiskveiði- landhelgi. Stúlka óskast til afgreiðslu við aðgöngumiðasölu nú þegar. Umsókn, ásamt uppl. um aldur og menntun, ásamt mynd, sendist fyrir n.k. laugardag í pósthólf 1416. GAMLA BÍÓ s.f. Sendisveinn Duglegur og röskur sendisveinn óskast nú þegar. Vinnutími frá kl. 6—12 f.h. JlltfniitttÞlfifetfr Afgreiðslan — Sími 22480 Innilegar þakkir öllum þeim, er sendu mér vinsamleg skeyti og viðtöl á áttræðisafmæli mínu. Hannes Jónsson, Núpsstað. Hjartanlega þakka ég öllum vinum mínum, fjær og nær, sem á einn eða annan hátt sýndu mér vinsemd á nýliðinni jólcihátíð, — bæði með elskulegum kveðjum og miklum gjöf- um, sem ég fæ aldrei fullþakkað né launað, — sérstaklega vil ég þakka læknum sjúkrahúss Akraness, og hjúkrunar- fólki öllu fyrir élskulegt viðmót og allskonar hjálp, sem það hefur veitt mér úm svo langan tíma. Bið ég góðan guð að launa ykkur öllum. Með beztu kveðju Gíslína Kristjánsdóttir, Akranesi. Konan mín SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR lézt að Elliheimili Keflavíkur þann 18. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Gísli Daníelsson. Jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa JÓHANNESAR BARÐARSONAR sjómanns, Karfavogi 46 fer fram frá Fossvogskirkju föstudag. 22. jan. kl. 13,30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, er vildu minnast hins látna er bent á Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Fyrir hönd aðstandenda: Margrét Jónsdóttir Þökkum auðsýnda samúð við fráfall sonar okkar og bróður ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR sem fórst með M.B. Rafnkell. Guðrún Ólafsdóttir, Guðmundur Eyjólfsson systur og mágar. Alúðar þakkir færum við þeim mörgu er auðsýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför ELÍNAR PÉTURSDÓTTUR SNÆDAL frá Eiriksstöðum. Fyrir hönd okkar og annara vandamanna. Steinuun Vilhjálmsdóttir, Björgvin Sigurðsson. Alúðar þakkir mínar og konu minnar, flytjum við öllum þeim, er hjálpuðu til við leit að vélskipinu Rafnkell G.K. 510, bæði á sjó og í lofti og þeim mörgu, sem þátt tóku í leit á fjörum, svo og öðrum þeim er veittu ómetan- lega hjálp við hinn sorglega atburð, er gerðist aðfara- nótt hins 4. þ.m., er er vélskipið Rafnkell frá Garði, hvarf í hafið með allri áhöfn. Sömuleiðis flytjum við ÖU. aðstandendur hinna látnu sjómanna, hjartans þakkir fyrir alla samúð og hluttekningu er við höfum orðið aðnjótandi, við hið sorglega slys og biðjum öUu þessu fólki gæfu og guðs blessunar á þessu nýbyrjaða ári og alla tíma. Fyrir hönd aðstandenda: Guðmundur Jónsson, Rafnkelsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.