Morgunblaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 20
VEÐRIO Sjá veðurkort á bls. 2. 15. tbl. — Miðvikudagur 20. janúar 1960 Hertaka íslands Sjá blaðsíðu 13. Smygl finnst við leit SL. föstudag fundust viðtf tollleit í ms. Goðafossi 17m flöskur af áfengi, er faliðl var milli þils og veggja ím íbúð yfirvélstjóra skipsins.l Málið var afhent sakadóm-O ara til frekari rannsóknar.m Það skeði einnig hinn 20.B inóvember sl. í sama skipif hjá sama yfirmanni, að þari fundust 30 dúsin kúlu-f pennar, 30 dús. sjálfblek-1 ungar, 30 dús. skrúfblýant- ar, 10 dús. pennar og skrúf blýantar, 8065 kúlupenna-^ fyllingar, 18 dús. krepnæl- on-sokkar, 23 stk. orlon- peysur, 18 stk. mohairpeys ur, 18 stk. hnepptar orlon- peysur og 9 stk. krep- sokkabuxur. Allar voru þessar vörur gerðar upptækar og málið afhent sakadómara. Upplýsingar þessar eru frá tollgæzlunni hér í bæ.i Bílslys á r Alffanesvegi ÞAÐ slys skeði sl. föstudagsnótt að árekstur varð milli tveggja bif reiða á Álftanesvegi. Var hér um að ræða fólksbifreið og sendi- ferðabifreið. Bifreiðastjórinn var einn í fólksbifreiðinni og slasað- ist hann allmikið og hefir legið á sjúkrahúsi síðan. í sendiferða- bifreiðinni voru karl og kona og slösuðust bæði mikið, en þó kon- an meira. Það sem allir þeir, sem hér eiga hlut að máli eru enn rúm- liggjandi á sjúkrahúsi, er málið enn órannsakað og því ekki vitað um nánari tildrög slyssins. Spilakvöld HAFNARFIRÐI: — Félagsvist Sjálfstæðisfélaganna er í Sjálf stæðishúsinu i kvöld og hefst kl. 8,30. Veitt verða verðlaun. — Er þetta fyrsta spilakvöld- ið á nvja árinu. Um 60 farþegar föfðusl hér í einn dag KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 19. jan. — Kl. 4 í morgun lenti hér Brittania vél frá Pacific-flugfél- aginu á leið frá A.nsterdam til Vancouver með 60 farþega. Rétt áður en flugvélin lenti kom í ljós bilun á einum hreyfli hennar. Unnið var að viðgerð á hreyflin- urr í dag og er henni nú lokið og heldur flugvélin áfram vestur um haf kl. 20.30 í kvöld. Farþegarnir fengu gistingu á Flugvallarhótelinu en í eftirmið dag fóru þeir til Reykjavíkur og snæddu kvöldverð í Nausti í boði hins Kandadíska flugfélags. Nafn flugvélarinnar er Empresse of MonteoL — B. Þ. Þessa mynd tók Ijósmyndari blaðsins í gær niðri við höfn. Er verið að skipa upp suðrænum glóaldinum, Jaffa-appelsínum. Crunur um Hörmulegt slys í Sandgeröi 7 ára drengur lézt — eftlr að hafa gleypt 2jakrónu pening Á SUNNUDAGSKVÖLD lézt sjö ára drengur frá Sandgerði í Land- spítalanum í Reykjavík eftir að skurðaðgerð hafði verið fram- kvæmd á hálsi hans. Drengurinn hét Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Hafði hann orðið fyrir því slysi að tveggja krónu peningur hrökk ofan í kok honum. Síðastliðið laugardagskvöld ] var Sveinbjörn litli á leið tilj fundar í barnastúkunni í Sand-; gerði og hafði hann meðferðis tveggja krónu pening, er hann hugðist greiða með inntökugjald í stúkuna. Var hann í för með nokkrum jafnöldrum sínum. Svo virðist sem Sveinbjörn litli hafði allt í einu verið grip- inn ótta um að drengirnir í hópn um myndu ætla sér að ná pen- ingnum hans. Hafði hann hlaup- ið á undan krökkunum til þess að fela peninginn. Þá mun hon- um hafa dottið í hug að stinga honum upp í sig og fela hann þar. Gerði hann þetta á hlaupunum, en þá fór svo hörmulega að pen- ingurinn hrökk ofan í kok hon- um. Sveinbjörn hljóp þá strax heim til sín. Þar var brugðið við skjótt og farið með drenginn til Keflavíkur. Læknum sjúkrahúss- ins þar tókst að ná peningnum. Var þá komið allmikið sár á vél- ] indað og ákváðu læknar að i kveðja til sérfræðing frá Reykja- ; vík. Að athuguðu mál, eftir að sérfræðingur hafði komið, var ákveðið að flytja skyldi Svein- björn á barnadeild Landspítal- ans. Gera þyrfti talsvert mikla og erfiða skurðaðgerð á honum. Nokkru eftir að aðgerðin hafði verið framkvæmd og ástand Sveinbjarnar virtist eftir atvik- um eðlilegt hafði líðan hans skyndilega breytzt til hins verra og varð lífi hans eigi borgið. Foreldrar Sveinbjörns litla eru hjónin Hólmfríður Björnsdóttir og Sveinbjörn Berentsson, en hann er bróðir Magnúsar, eins þeirra er fórust með RafnkelL Sveinbjörn litli var hinn efnileg- asti drengur, einn af 8 börnum þeirra hjóna, en 3 þeirra voru yngri en hann. Er enn sár harmur kveðinn að foreldrum hans og fólki þar syðra. Fyrsta næturflugið til ísafjarðar hálfrar millj. kr. frímerkjastuld VIÐ sakadómaraembættið hér í Reykjavík er í þann veginn að hefjast réttarrann- sókn í sambandi við allveru- legt magn af gömlum, dýr- mætum frímerkjum, sem ver- ið hafa í umferð, boðin til kaups og sölu hjá frímerkja- sölum. Liggur grunur á að ekki sé allt með felldu varð- andi þessi frímerki og bein- ist rannsóknin að því að kanna eftir hvaða leiðum þau eru komin í umferð. Mun rannsókn málsins m. a. bein- ast að starfsmönnum pósts- ins í skrifstofum póstmála- stjórnarinnar í Landsímahús- inu. Eru hirzlur þær, er geyma gömul, íslenzk frí- merki þar í skrifstofunum. Leikur grunur á að þessum gömlu frímerkjum hafi jafn- vel verið stolið úr þessum hirzlum. Frímerki þau, sem hér um ræðir voru gefin út skömmu fyrir síðustu aldamót, að því er blaðið hefur frétt. Mun vera um tvær 100 frímerkja arkir að ræða. Mun önnur þeirra vera 40 aura frímerki, en ein slík 100 merkja örk er nú samkvæmt verðlistum 420 þús. kr. virði. Valdemar Stefánsson, saka- dómari, kvaðst ekki geta gef- ið upplýsingar um mál þetta á þessu stigi, þar eð rann- sóknin væri ekki hafin. ÍSAFIRÐI, 19. jan. — Sjúkra- flugvélin frá Akureyri lenti hér í gærkvöldi kl. 22.37 og hélt héð- an aftur með sjúkling kl. 23.18 til Reykjavíkur. Flugmaður var Tryggvi Helgason og er þetta í fyrsta sinni sem flugvél lendir hér í náttmyrkri. Vélin var pöntuð kl. 20 í gær- kvöldi, en þar sem hríðarél var þá yfir varð hún að fresta því að koma þar til síðar. Starfsmenn Flugfélags íslands hér, þeir Jón Karl Sigurðsson og Birgir Valdemarsson, gerðu allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að flugvélin gæti lent á sjúkra- 50 manns fórust NORFOLK. Bandarísk flugvél frá Capitol flugfélaginu fórst í gær nálægt Norfolk í Virginia- ríki og með henni 50 manns, þeirra á meðal 3 böm. Var flug- vélin í hringflugi fyrir lendingu er benzíngeymir sprakk og hrap- aði hún logandi til jarðar. Hit- inn af bálinu varð svo mikill að ekki varð unnt að komast að flakinu fyrr en 4 klst. seinna. — Ólafur Thors talar í Valhöll í kvöld EINS og auglýst hefur verið efnir verkalýðsráð Sjálfstæð- isflokksins og málfundafélag- ið Óðinn til stjórnmálanám- skeiðs um atvinnu- og verka- lýðsmál og verður fyrsti fundur námskeiðsins haldinn í Valhöll við Suðurgötu í kvöld kl. 20,30, stundvíslega. Ólafur Thors, forsætisráð- herra, talar um stjórnmála- viðhorfið. Vegna mikillar þátttöku er nauðsynlegt að þeir, sem hugsa sér að taka þátt í nám- skeiðinu láti skrá sig í skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins fyr ir kl. 4 í dag. flugvellinum á Skipeyri. Á öll horn flugvallarins settu þeir varn arljós, eins og notuð eru við hindranir á götum, en þau blikka sífellt, en meðfram flugbraut- inni komu þeir fyrir 20 sterkum handluktum (radarlight). Þeir félagar höfðu bifreið til umráða við flugbrautina og var útvarp í henni og gátu þeir þar fylgst með viðskiptum flugvélar- innar og flugradíósins hér. Birgir var tilbúinn á flugvellinum að skjóta upp svifblysi ef flugmað- urinn óskaði þess, en til þess kom ekki þar sem ljósaútbún- aður vallarins reyndist fullnægj- andi. Flugvélin tók sig á loft í átt- ina inn fjörðinn og lét Tryggvi flugmaður þá skjóta upp svifblysi til þess að sjá betur til fjallanna í fjarðarbotnnum. Allt heppnaðist þetta flug mjög vel og telja menn nú ekkert því til fyrirstöðu að fljúga til ísa- fjarðar í náttmyrkri, ef þörf kref ur. iTíu óro drengs i i u Sigiuflrði i i suknuð i l s l í ÚTVARPINU í gærkvöldi ) S var auglýst eftir 10 ára dreng ^ ) á Siglufirði. Heitir hann Óskar S J Kristjánsson til heimilis að ) S Hvanneyrarbraut 21 C. Óskar ^ ) litli hafði farið að heiman frá S ( sér í gærmorgun og ekki til • S hans spurzt síðan. Var fólk, er ( | orðið hefði hans vart, beðið ) ( að láta lögregluna vita. • S Óskar er sonur Kristjáns ( • Eiríkssonar smiðs. s S Síðast er blaðið frétti í gær- ■ S kvöldi var Óskar litli enn ó- s • fundinn. S ? S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.