Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 6
6 MORCVTSfíLAÐÍÐ Fðstuðagur 22. jan. 1960 Hefur átt heima / Noregi í hálfa öld Vill reisa mirmisvarða á Núpi HÉH í bænum var um síðustu helgi staddur Jón Sigurðsson fyrrum yfirvélstjóri hjá Berg- enska skipafélaginu, en Jón er fæddur og uppalinn vestur á Dýrafirði. 1 stuttu samtali við Mbl., sagði Jón að starfsemi ís- lendingafélags í Bergen, þar sem hann hefur búið í 36 ár, væri nú að komast á nokkurn rekspöl. Kvað hann áhuga mikinn meðal fjölmargra félagssamtaka þar í borg, fyrir Islandi, en þekking manna er lítil, sem m.a. stafaði af því að félagið er ungt að árum og hefur ekki haft möguleika á því að ná sér í góða kvikmynd héðan að heiman. En nú standa vonir til að úr þessu rætist, því Bjarni Guðmundsson blaðafulltr. hefur lofað að verða okkur hjálplegur í þessu efni. A lýðveld ishátíðardaginn í sumar var efnt til mannfagnaðar og dagsins minnzt á margvíslegan hátt. I>ar flutti aðalræðu dagsins séra Hope, hinn mikli og ötuli stuðn ingsmaður ísl. skógræktar. A þriðjudaginn var, fór fram jóla- trésskemmtun fyrir norsk-ísl. börn búsett í Bergen. Kvað Jón þau mundu vera um 20 talsins. Eru mæðurnar íslenzkar í flest um tilfellum. Var jólatrésfagn- aðurinn haldinn í húsi félagssam taka verkstjóra í Bergen og hafði vel verið til alls undirbúnings vandað. Ýmiskonar félagssamtök hafa leitað samstarfs við okkur og hef ég stundum sýnt gamla mjög ófullkomna islandsmynd á skemmtunum þessara samtaka sagði Jón. Kvaðst hann vera von- góður um að íélagsstarfið myndi eflast, því margt af góðu fólki er í félaginu, sem mikið vill vinna til að kynna borgarbúum Island. Búa nú í Bergen urh 60 Islendingar sagði Jón. Vaxandi siglingai I samtalinu skýrði Jón Sigurðs son frá því að á síðasta ári hefði aftur færzt fjör nokkurt í sigl ingar Norðmanna. Í Bergen var búið að leggja upp skipastóli sam tals um 80,000 tonn. Fleiri og fleiri skip hafa verið tekin af legunni og hafið siglingar á ný. Jordaníuvélin loks farin. Keflavíkurflugveli 19. ]an. — SKYMASTER- flugvélin frá Air Jordan, sem tafðist hér í 10 daga vegna vélabilunar, á leið sinni vestur um haf með bandaríska pílagrima, fór frá Keflavík í morgun áleiðis til New York. Flugvél frá Iran Airways kom með hreyfilinn í flugvélina og var skipt um hreyfil og sú við- gerð framkvæmd af flugvéla- virkjum Flugmálastjór.narinnar. Farþegar voru allir áður farnir vestur um haf, ýmist rreð Loft- leiðum, Pan American eða Iran Airways, nema frú Editih And- erson, sem veiktist af lungna- bólgu og hefur legið í sjúkrahús- ‘inu í Keflavík. Er frúin nú orð- in heil heilsu og dvelur á flug- vallarhótelinu. Fer hún væntan- lega vestur með áætlunarflugvél Pan American annað kvöld. Siglingafræðingur hinnar jór- dönsku vélar var farinn vestur til Ameríku og varð því að fá ís- lenzkan siglingarfræðing lánað- an. Til fararinnar réðist Leifur G'uðmundsson, navro hjá Loft- leiðum, en hann er bæði sigling- arfræðingur og loftske , maður að menntun. — B. Þ. Mun nú samanlagður tonnafjöldi bundinna skipa, þar aðeins vera um 20,000 tonn. Mikill fjöldi erlendra sjómanna hefur verið ráðinn til starfa á norsk skip. Munu nú vera 8000 erlendir sjómenn á verzlunar- flota Norðmanna. Bætti Jón því við, að allmargt Islendinga væri á skipunum. Nú ríkir mikill spenningur í Noregi, því bráðlega á vetrarsíld veiðin að hefjast. Tvö undanfarin ár hafa verið léleg síldarár. Hefur ríkissjóður orðið að hlaupa undir bagga með miklum fjölda útgerð- armanna er stórtapað hafa á vetr arsldveiðunum þessi ár. Þeirra afstaða skiptir miklu — Og Norðmenn eru skiptir varðandi 12 sjóm. fiskveiðilög- sögu? Jú ekki ber á öðru. En gættu að því, hve þungt það mun vega á metaskálunum að 70—80 pró- cent af heildarafla Norðmanna er veiddur af skipum úr verstöðv um í Norður-Noregi og þar eru menn ákveðnir talsmenn þess að fiskveiðilögsagan verði færð út í 12 sjómílur. Þessir menn eru áhrifsmenn á sviði sjávarútvegs- mála í Noregi, skal ég segja þér, sagði Jón. Minnisvarði á Núpi En nú vildi ég biðja Mbl. að reka erindi við gamla nem- endur séra Sigtryggs Guðlaugs- sonar á Núpi. Ég hefi reifað mál- ið lítillega við Ingimar Jóhann- esson fulltrúa hjá fræðslumála- stjóra. Ég vil að við gamlir nem endur séra Sigtryggs reisi hon- um minnisvarða á Núpi, veglegan minnisvarða í þakklætisskyni við hinn merka klerk og skólastjóra. Við gamlir nemendur hans stönd um í mikilli þakklætisskuld við hann og getum sýnt virðingu okkar í verki með slíkum minms varða. Ekki skal standa á fjár- framlögum frá mér í þessu skyni og tel ég víst að gamlir Dýrfirð- ingar muni vilja leggja máli þessu lið. En ég er nú að fara í vinaboð, því ég fer aftur á morg un og vil nota tækifærið og biðja Mbl. að færa gömlum vin- um og kunningjum mínar beztu kveðjur. Skíðalyfta á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 20. jan: — Skíða- félag Siglufjarðar, Skíðaborg, hefur nú komið upp skíðalyftu við æfingabraut í svigi sem er hér fiyrir ofan bæinn. Er lyftan tilbúin en ekki búið að taka hana í notkun. Er þetta fyrsta skíða- lyftan hér á Siglufirði og skapar hún að sjálfsögðu betri skilyrði til skíðaiðkana hér. Lyftan er þannig að hún dregur skíðamenn ina upp brekkuna, sem er upp- lýst og því hægt að vera þar á skíðum á kvöldin. Nú er hér ágætur skíðasnjór. Það sem af er vetri hefur verið ákaflega snjólétt, en alltaf má þó fá skíðasnjó í nágrenni bæj- arins að vetrinum. Áformað er að Skíðalandsmót Is- lands fari fram um páskana, — Stefán Eimreiðin er fjölbreytt og þróttmikið tímarit Jón Sigurðsson fyrrum yfirvél- stjóri varð sjötugur í septem- ber síðastl. Hann hefur verið í Noregi frá árinu 1910. Hann var í siglingum á öllum heims- ins höfum um langt árabil. Sex tugur varð Jón að hætta far- mennsku, en þá tók hann sér fyrir hendur að framleiða kemiskt efni til olíuhreinsunar og rekur hann þekkt fyrirtæki i Bergen undir nafninu Marks. Kona hans heitir Sigrid og eru börn þeirra tvö, dóttir sem er búsett í Bergen og sonur hans- Johannes er konsúll Norð- manna í Boston í Bandaríkjun- um og hefur hann verið í norsku utanríkisþjónustunni sl. 10 ár Á ÁRINU 1959 komu út fjögur hefti í þremur bindum af Eim- reiðinni. Er þetta 65. árgangur tímaritsins, sem var stofnað, eins og kunnugt er árið 1895. Eimreið- in er nú gefin út af hutafélagi innan Félags íslenzkra rithöf- unda og er Þóroddur Guðmunds- son ritstjóri tímaritsins. í 4. hefti síðasta árgangs, sem kom út rétt fyrir jólin er þetta efni: Einar Ólafur Sveinsson próf- essor sextugur, kvæði eftir Hjört Kristmundsson, Á sextugsafmæli Einars Sveinssonar eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi, Bólu- Hjálmar birtist Steinunni eftir Þórodd Guðmundsson. Þá eru tvær ljóðaþýðingar eftir Helga Hálfdánarson, kvæði eftir Per Lagerquist og Gabriel Jönsson, Mikill maður, saga eftirElinborgu Lárusdóttur, þáttur af Jóni Sam- sonarsyni, er Þóroddur Guð- mundsson tók saman, Bréf frá Steingrími Matthíassyni til Guð- mundar Frijónssonar, Uppskeru- hátíðin, framhaldssaga (niður- Bnndorískir nómsstyrkir EINS og undanfarin ár hefur fslenzk-ameríska félagið milli- göngu um útvegun námsstyrkja við bandaríska háskóla fyrir ís- lenzka stúdenta. Er félagið í sam bandi við sérstaka stofnun í Bandaríkjunum, Institute of International Education, sem annast fyrirgreiðslu varðandi út- vegun námsstyrkja fyrir erlenda stúdenta, er hyggja á háskóla- nám vestra. Styrkir þeir, sem hér um ræðir, eru ætlaðir náms- mönnum, sem ekki hafa lokið háskólaprófi, en hafa hug á því að leita sér nokkurrar fram- haldsmenntunar erlendis. Þeim námsmönnum, er ljúka stúdents- prófi á vori komanda, er heimilt að sækja um fyrrgreinda styrki, en hámarksaldur umsækjenda er 22 ár. Allar nánari upplýsingar varð- andi námsstyrkina verða veittar í skrifstofu Lslenzk-ameríska fé- lagsins, Hafnarstræti 19, sem verður opin næstu daga kl. 17,30 til 18,30. Umsóknareyðublöð liggja þar frammi, en þau þarf að endursenda skrifstofunni eigi síðar en 31. janúar. skrifar úr daglegq lifinu J • Þorri gengur í garð f dag er miður vetur og byrjun þorra. Sá dagur er einnig nefndur bóndadagur og eiga húsfreyjur, samkvæmt gömlum og góðum íslenzkum sið, að gera vel til bónda síns. Ekki þýðir þó fyrir bóndann að ganga eftir því, að siður þessi sé haldinn, nema hann leysi einnig af hendi það sem honum ber, samkvæmt göml- um siðvenjum og fagni þorra. Það á hann að gera á þann hátt að fara út í eintómri skyrtunni og annarri brókar- skálminni, en draga hina á eftir sér, og hoppa svo á öðr- um fæti þrjá hringi kringum bæinn, um leið og hann býður þorra í garð. Einhver ákveð- inn formáli mun hafa verið til, sem hann átti að fara með, en sá mun nú líklega týndur Sennilega iðka fáir þennan ágæta gamla sið. Menn eru orðnir svo fjári kulvísir. En annar siður, sem tilheyrir þorra, virðist vera að stinga upp kollinum aftur á síðari árum, í breyttri mynd þó. Það var til siðs að borða hangi- kjöt og annan íslenzkan hátíða mat á bóndadaginn, m. a. í Múlasýslum. Þennan sið hóf veitingahúsið Naust aftur til WXii: hi h vegs og virðingar fyrir nokkr- um árum, með því að gefa gestum kost á að fá alls kyns gamlan, reyktan og súran þjóð legan mat á þorra, og byrjar á bóndadaginn. Þetta fékk góðar undirtekt- ir, og sá siður að halda þorra- blót, ýmist í heimahúsum eða með því að fara í hópum í veitingahúsið, hefur breiðzt út og orðið vinsæll. Er þá þorrablótið eins og það var upphaflega hjá fornmönnum aftur upp tekið þó í nokkuð breyttri mynd sé. 9 Þá mun vel vora Hverri messu og hverjum merkisdegi á árinu tilheyrði áður fyrr einhver trú í sam- bandi við veðrið. Ekki á þetta sízt við um bóndadaginn eða þorrann yfirleitt og sannar það aragrúi af veðurvísum, sem til eru. Enda skipti það hvað mestu máli hvernig mundi vora. Undir því var komið líf og velferð skepn- anna og fólksins að vel vor- aði, enda hrundu skepnurnar niður úr hor og til vandræða horfði ef út af bar. Menn trúðu því t. d. að ef þorri væri stilltur og frosta- samur, mundi vel vora: Þurr skyldi hann þorri, þeysin (þeysöm) góa, votur einmánuður, þá mun vel vora. lag) eftir Martin A. Hansen, Friðrik Eiríksson þýddi. Þá er kaflinn Leiklistin, eftir Ólaf Gunnarsson, þátturinn Myndlist- in, eftir Bjarna Jónsson og þátt- urinn Tónlistin eftir Pál Kr. Pálsson. Loks er í ritinu Ritsjá eftir Þórodd Guðmundsson og íslenzkt jólalag, sem Páll Kr. Pálsson hefur raddsett. Þetta gamla tímarit er ennþá fjölbreytt að efni og þróttmikið. Er óhætt að fullyrða, að það njóti ennþá vinsælda víðs vegar um land. Um ung- barnaföt Nýr le ðheininga- bœklingur Neyt- endasamtakanna NÝLEGA er kominn út bækling- ur um Ungbarnanefnd og er hann gefinn út af Neytendasamtökun- um. Er hann 15. bæklingurinn, sem samtökin hafa gefið út. Segir þar, að bæklingur þessi sé snið- inn eftir dönskum ritlingi, sem náð hafi mikilli útbreiðslu þar í landi og gefinn hafi verið út af Neytendasamtökunum þar. Hon- um er ætlað að vera til leiðbein- ingar um vöruval — fyrst og fremst fyrir þær, sem þurfa að kaupa barnafatnað í allra fyrsta sinni. Hin verðandi móðir hef- ur sjaldan mikla reynslu í því, hvað á barnaföt getur reynt í hefur hin reyndari móðir einnig notkun og þvotti. En ef til vill áhuga á því að bera þekkingu sína saman við álit annarra, og þá er hugsanlegt, að hún geti fundið eitthvað, sem henni gæti komið að gagni. Bæklingur þessi er sendur með limum samtakanna, sem benda þeim á að gefa hann öðrum, þurfi þeir hann ekki sjálfir. — Tekið er á móti nýjum meðlim- um í síma 19722 milli kl. 1 og 4 og 5 og 7. — Árgjald er kr. 25.00. Góð færð í N-Þing. ÆRLÆK, 19. jan: — Frá janúar- byrjun hefir verið góð tíð og þíða og blíðviðri flesta daga, en nú er komin norðlæg átt með hríð og frosthörku, enda útlit- ið vetrarlegt. Samgöngur hafa verið greiðar innan héraðs og út fyrir Tjörnes. Hér var bændaíundur í Lundi um sl. helgi og komu þar saman nær 50 bændur úr þremur hrepp- um sýslunnar vestan Öxarfjarð- arheiðar. Hefðu eflaust komið miklu fleiri ef veður hefði ekki hamlað. Rædd voru ýmis áhugamál héraðsmanna, svo sem raforku- mál, landbúnaðarmál, samgöngu- mál, póstmál og síma, félagsmál og fleira. Samþykktar voru á- lyktanir í ýmsum þessará mála, er sendar skyldu þingmönnum kjördæmisins til flutnings og fyrirgreiðslu. — FréttaritarL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.