Morgunblaðið - 05.03.1960, Page 1

Morgunblaðið - 05.03.1960, Page 1
18 síöur og * esbók 47. árgangur 54. tbl. — Laugardagur 5. marz 1960 PrentsmiSja Morgunblaðsins Inezgane og Agadir, Marokkó, If. marz — (Reuter) — MOXJLAY HASSAN, krónprins Marokkós, sem er yfirmaður björg- unarstarfsins í Agadir, sagðist í dag búast við að nálægt 10.000 manns hafi farizt í jarðskjálftunum miklu á mánudaginn. Hann sagði á blaðamannafundi, sem haldinn var í aðalbæki- stöðvum hans í dag, að 4.000 lík hefðu náðst undan rústunum, en hann reiknaði með að 5—6.000 lík lægju enn grafin undir hrund- um húsum. Hann sagði að 20.000 hafi bjargazt, en 2.000 slasazt. Álitið er svo til vonlaust að fleiri séu lífs í rústunum. Samkvæmt þessum upplýsingum krónprinsins virðist sem 32 þúsund manns hafi verið í Agadir. En áður höfðu íbúar verið taldir um 50 þúsund. ið, mun þetta 300 manna lið verða sett í sóttkví í nokkrar viku. Eftir að kalkdreifingunni er lokið munu þyrilvængjur dreifa 800 tonnum af DDT sótt- varnarefni yfir borgina. Sn/ór Sn/ór Þær hefðu varla legið svona makindalega á maganum úti í fyrradag þessar. En fljótt skipast veður í lofti, og að þessu sinni eins og Reykvíkingar óskuðu sér — eða hver vill skipta á þessum línhreina snjó og rykinu, sem bæjarbúar hafa undanfarið neyðzt til að taka í nefið? Stjórnorkreppa ó Ítalíu RÓM, 4. marz. (Reuter). — For- seti Italíú, Giovanni Gronchi, hef ur falið Giovanni Leone, forseta neðri deildar þingsins, að reyna stj órnarmyndun. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Italíu síðan Antonio Segni, fyrr- verandi forsætisráðherra, sagði af sér fyrir tíu dögum, vegna þess að hægri sinnar ásökuðu stjórn hans um vinstri stefnu og hættu stuðningi við stjórnina. 1 dag var þrem konum bjargað undan rústunum. Björgunar- menn, sem voru að grafa í rúst- um Saada hótelsins, heyrðu dauf hróp undan grjóthrúgunni og eftir þriggja tíma baráttu fundu þeir tvær stúlkur, sem höfðu verið niðurgrafnar þarna í rúm- ar 80 klukkustundir. Voru stúlk- urnar lítið meiddar. Þriðja kon- an náðist lifandi undan rústun- um i öðrum hluta borgarinnar. Opnar skólpleiðslur, rotnandi lík, þúsundir af rottum og steikj- andi sólskin hafa aukið mjög hættuna á útbreiðslu á tauga- veiki og öðrum smitandi sjúk- dómum. Var því ákveðið að draga ekki lengur að strá sótt- varnarefnum yfir rústirnar. Tii mé'a kom að kveikja í rústunum, en hætt var við það vegna þess að það var andstætt síðvenjum Múhameðstrúarmanna að brenna lík. Þess vegna var hafizt handa að dreifa sóttvarnarefnum. Var björgunarliðið kvatt burt úr borginni, en 300 manna lið, undir forystu þýzkra sérfræðinga, lát- ið dreifa óleskjuðu kalki yfir rústirnar. Þegar þessu er lok- De Gaulle breytir um stefnu Ný rússnesk eldflaug nær 28,800 km. hraða Algeirsborg, Alsír, lf. marz. —• (Reuter) — CHARLES de Gaulle Frakk- landsforseti ítrekaði enn í dag að franski herinn yrði að vinna úrslitasigur á upp- reisnarmönnum í Alsír, fyrr væri ekki unnt að leysa Alsír- vandamálið. Er þessari yfirlýsingu for- setans mjög fagnað af hern- um og af Evrópumönnum í Alsír. De Gaulle er á ferð um her- stöðvar Frakka í Alsír, og ríkir mikil leynd yfir ferðum hans. Aðeins einn fréttamaður er í fylgd með forsetanum, og eru fréttir þær sem hann sendir frá sér ritskoðaðar. í ræðu sinni í dag í herstöð- inni Batna kvaðst de Gaulle ekki álíta að uppreisnarmenn myndu leggja niður vopnin, þess vegna yrði franski herinn að fara og hertaka þau og vinna endanlegan úrslitasigur. Ekki vildi forsetinn segja neitt um væntanlega framtíð Alsír. Hann kvað þó Alsírbúa sjálfa verða að taka ákvörðun um á hvern hátt þeir taka þátt í stjórn landsins með Frökkum. Álitið er útilokað að Alsír öðl- ist algjört sjálfstæði á næstunni, það geti ekki staðið eitt án Frakklands. Þeir aðilar sem standa forset- anum næst, segja að hér sé ekki um neina gjörbreytingu að ræða á Alsírstefnu hans. Ekki sé nein ástæða til að draga þá ályktun að de Gaulle standi ekki við yf- irlýsingu sína frá 16. september Sl., þegar hann lofaði Alsírbúum sjálfsákvörðunarrétti. Ef hér er um breyting að ræða, er það vegna þess að framkoma upp- reisnarmanna hefur verið þannig að ekki verður við unað. Franski herinn og Evrópubúar í Alsír líta hinsvegar allt öðrum augum á yfirlýsingar de Gaulle. Þar ríkir mikil ánægja og því haldið fram að nú sé forsetinn kominn á þá stefnu sem hann átti að taka strax í byrjun. Það sem mestu máli skiptir, segja stjórnmálamenn í Aisír, er að de Gaulle er nú orðinn sann- færður um að ekki er nóg að fá uppreisnarmenn til að :am- þykkja vopnahlé. Eini möguleik inn sé algjör sigur franska hers- ins. 2696 lestir FRÁ áramótum til 1. marz hafa 12 Ólafsvíkurbátar aflað alls 2696 tonn í 442 róðrum. Á sama tíma í fyrra var afli jafnmargra báta frá áramótum til 1. marz 1618 tonn í 284 róðrum. Aflahæsti báturinn núna er Jón Jónsson með 326 tonn í 45 róðrum, annar er Stapafell með Havana, Kúbu, 4. marz (NTB) FRANSKA flutningaskipið La Coudre sprakk í loft upp í hofn- inni í Havana á föstudagskvöld. Að minnsta kosti 26 manns fór- ust við sprenginguna en um 60 særðust. Skipið kom til Havana HAMBORG, 4. marz (NTB): — Sænski eldílaugasérfrædingurinn og njósnarinn Nils Werner Lars- sun sagði í dag að Sovétríkin hefðu framleitt eldflaug, sem knúin er bæði kjarnorku og venjulegu brennsluefni og geti núð 28.800 kílómetra hraða á klukkustund, eða um 8 km. á sekúndu. Larsson, sem samkvæmt eigin upplýsingum er fyrrverandi njósnari, sagði á blaðamanna- fundi í Hamborg á föstudag að hann hefði farið til Austur- Þýzkalands árið 1952 á vegum yfirmanna upplýsigaþjónustu Vesturveldanna í París, en kvaðst ekki hafa fengið greidd- an eyri í þóknun fyrir störf sín. Eftir þriggja ára reynslutíma á föstudagsmorgunnn með farm af vopnum og skotfærum og var lagst að bryggju þegar sprenging in varð. Skipið, sem kom frá Le Havre, var um 5.800 lestir að stærð, smíðað árið 1948. Tveim tímum eftir sprenging- una logaði enn í skipinu. hafi honum lánazt að vinna álit yfiwaldanna í Austur-Þýzka- landi. „Ég njósnaði vegna þess að ég vildi skapa jafnvægi milli Austurs og Vesturs. Fuchs, Pontecorvo og margir aðrir fóru frá Vestri til Austurs. Ég fór hina leiðina til að reyna að halda jafnvægi, „sagði Larssen. A blaðamannafundinum ritaði Lars son flóknar formúlur og upp- drætti að eldflauginni á töflu og afhenti blaðamönnunum teikn- ingar af henni. Sennilegt er að eldflaugin hafi fyrst verið reynd í fyrra og mjög Snjóstormur NEW YORK, 4. marz. (Reuter). Snjóstormur hefur geisað yfir norðausturhluta Bandarikjanna og orðið a. m. k. 80 manns að bana. Skólum, háskólum og hundruð- um verzlunarfyrirtækja hefur verið lokað og miklar truflanir orðið á öllum flutningum. New York borg varð einna harðast úti, þar sem 40—60 cm snjólag þakti götur borgarinnar og tafði alla umferð. Þúsundir manna komust ekki heim til sín og urðu að leita gist- ingar í hótelum. Helmingur leigu bíla borgarinnar stöðvaðist og sömuleiðis strætisvagnar og járn- brautarlestir. Víða mynduðust allt að tveggja metra háir skafl- ar, sem grófu algjörlega bifreiðir, sem stóðu yfirgefnar á götunum., líklegt að það hafi einmitt ver- ið þessi eldflaug sem Rússar notuðu við eldflaugatilraunirnar yfir Kyrrahafi fyrr í ár. Þá sagði Larsson að eldflaug þessi gæti borið mörg hundruð kíló. Rússar mótmœla MOSKVA, 4. marz (Reuter): —> Aðstoðarutanríkisráðherra Rússa Valerian Zorin, afhenti í dag sendiherra Vestur-Þýzkalands harðorða mótmælaorðsendingu vegna frétta um tilraunir Þjóð- verja til að fá herstöðvar á Spáni. Ekki hefur efni orðsendingar- innar verið birt, en álitið er að það sé svipað grein sem birtist í Isvestia um síðustu helgi, þar sem segir að þessi fyrirætlun Þjóðverja sé ný tilraun til að draga Spán inn í Atlantshafs- bandalagið um bakdyrnar. Þá sagði blaðið ennfremur að þetta sé gjört til að torvelda samkomu iagsmöguleikana á væntanlegum ,topp“-fundi, sem haldinn verður í maí. Ta.smaður ríkisstjórnar Vest- ur-Þýzkalands, sagði í Bonn, að þessi mótmæli Rússa væru „al- gjörlega tilefnislaus“ og að með þeim væru Rússar að „skipta sér af innanlandsmálum Vestur- Þýzkalands“. Mótmálin séu aug- sýnilega til þess ætluð að skapa ósamkomulag meðal Vestur- veldanna fyrir væntanlegar við- ræður Austurs og Vesturs. Flutningaskip springur í loft upp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.