Morgunblaðið - 06.03.1960, Side 1

Morgunblaðið - 06.03.1960, Side 1
24 siður 47. árgangur 55. tbl. — Sunnudagur 6. marz 1960 Prentsmiðja Mo'-gunblaðsins Forseti hvílist San Juan, Puerto Rico, 5. mars — (Reuter). — FRÉTTAMENN sem voru viðstaddir komu Eisenhowers til Puerto Rico tóku eftir því, að forsetinn var mjög þreytt- ur eftir hina erfiðu Suður- Ameríkuför. Sást það greini- lega á andlitsdráttum hans. Vegna þessa hefur heyrzt að Bandaríkjamenn leggi nú á- herzlu á það, að ferð Eisen- howers til Sovétríkjanna í júní n. k. verði hæg og róleg. Spilaði golf Eisenhower ætlar nú að hvíla sig í þrjá daga í Puerto Rico, en loftslag á þessari eyju í Vestur- Indíum er talið mjög heilsusam- legt og gott. í gær spilaði Eisen- hower golf, en tókst fremur illa upp. Spilaði hann 18 holur í 97 höggum. Hann hefur nú fellt nið- ur golfleik í dag, vegna þess að hann er með kverkaskít. 65 þús. km. Suður-Ameríkuferðin varð Eis- enhower erfið. Hann hefur það fyrir sið, að leggja sig og sofna í eina klst. rétt eftir hádegi, en dag skráin í Suður-Ameríkuförinni var svo hlaðin, að hann varð oft að sleppa þessum hádegisblundi. Venjulegur háttatími Eisenhow- ers á kvöldin er kl. 11, en í för- inni varð hann oft að sitja í opin- berum veizlum- fram yfir mið- nætti. Engin furða þótt hann sé þreyttur, því að á nokkrum mán- uðum hefur hann ferðast 65 þús- und kílómetra um Evrópu, Asíu, Afríku og SuðurAmeríku og það er nokkuð mikið fyrir 69 ára mann, sem fékk aðkenningu að hjartaslagi fyrir nokkrum árum. Björgunarliöid flýr drepsóttarhættuna Tala dauðra allt oð 12 Jbúsunc/ Agadir % Marokko, 5. marz — (Reuter). — í N Ó T T urðu nýjar jarð- hræringar í Agadir. Ekkcrt frekara tjón varð af þeim, en rústaveggir hrundu víðs vegar um borgina. Stöðugt hækkar hin áætl- aða tala fallinna í Agadir. Er nú álitið að milli 10 og 12 þúsund manns hafi farizt í borginni, 3000 eru særðir og meiddir og um 30 þúsund hafa sloppið lítt skaddaðir. Nú þegar hafa 4000 lík verið grafin undan rústunum. Það sem menn óttast núna mest er drepsóttarhættan. í morgun var hollenzkum sjó- liðum ,sem unnið hafa við björgunarstarfið, boðið að hverfa til skipa sinna og sigldu 4 hollenzk herskip hið bráðasta burt, að flýja drep- sóttarhættuna. Sóttkvi í rústunum Sveitir sótthreinsunarmanna fara grímubúnar um rústirn- ar og sprauta um þær kalki og eitruðum sótthreinsunarefnum. Verða rústirnar einangraðar, þannig að 5000 Márahermenn slá Framh. á bls. 23. Sprengingin skemmdarverk Havana 5. marz — (Reuter). — RÍKISSTJÓRN Kúbu gaf í dag út tilkynningu, þar sem hún lýsir því yfir, að spreng- ingin í franska skotfæra- skipinu „La Coubre“ í gær, hafi verið villimannlegt og glæpsamlegt skemmdarverk gegn kúbönsku þjóðinni. 75 hafa farizt Nú er álitið að 75 manns hafi farizt í sprengingunni og yfir 100 hafi slasazt. „La Coubre“ var 4310 tonn. Kom það frá Le Havre í Frakklandi með 490 tonn af skotfærum til kúbönsku stjórnar- innar. Áhöfn skipsins var 36 manns, en með því voru einnig tveir farþegar, bandarískur frétta Framh. á bls. 23. I Sao Paulo Eisenhower Bandaríkja- forseti hefur lokið ferð sinni til nokkurra ríkja í Suður-Ameríku og hvílir hann sig nú á Puerto Rico. Forsetanum var tekið vel á mörgum stöðum í álfunni, þó hann yrði einnig að þola andúðarmerki, svo sem í Úruguay. Myndin, sem hér birtist var tekin í brazilísku borginni Sao Paulo. Þar fjölmennti fólk út á strætin þrátt fyrir rigningu og sést það fagna Eisenhower á myndinni. Krúsjeff fulltrúi hlutlausra ríkja? VARSJÁ, 5. marz. (Reuter). — Pólska blaðið Trybuna Ludu segir í dag ,að Krúsjeff muni líta á sig sem fulltrúa „hlutlausu“ þjóðanna í Asíu, þegar hann mæt ir á fundi æðstu manna stórveld- anna í París Moma í New York vill fá Kjarvals-málverk Málverkið Fjallamjólk MBL. hefur nýlega haft fregnir af því, að Museum of Modern Arts (MOMA) í New York hafi mjög sótt eft- ir því að fá að kaupa ákveðið málverk eftir Kjarval. En safn þetta er eitt stærsta og kunnasta listasafn veraldar og leggur áherzlu á að safna mestu listaverkum nútímans. Málverkið sem Museum of Modern Arts hefur sótzt eftir er „Fjallamjólk". Fékk stjói'n safns ins í hendur eftirprentun Heiga- fells af málverkinu og vakti það hrifningu hennar. Eigandi mál- verksins er Ragnar Jónsson for- stjóri Helgafells. Þegar Mbl. spui'ði hann um þetta mál, vildi hann sem minnst um það segja, en kvaðst ekki vilja selja mál- verkið til Ameríku, Málverkið væri svo sérstætt í list Kjarvals. Er óráðið enn hvort Museum of Mod-fl.-n Avts kaupir eitthvexfc annað málverk eftir Kjarval. Málverkaprentanir Helgafells munu nú víða komnar á söfn er- lendis og hafa þær orðið til þess að vekja mikla athygli á málara- list íslendinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.