Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. marz 1960 Æskulýðsdagur íslenzku kirkjunnar í DAG, sunnudaginn 6. marz er æskulýðsdagur íslenzku kirkjunnar. Er þeíta annað árið, sem einn sunnudagur er sérstak- lega valinn sem æskulýðsdagur, en það er í fyrsta skiptið núna, sem söfnuðir um allt land hafa sama sunnudaginn. Hugmyndin er upprunnin á Akureyri, og var séra Pétur Sig- urgeirsson upphafsmaður henn- ar. Mun Æskulýðssamband Hóla- stiftis sjá um daginn á félags- svæði þess, en Æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar í öðrum lands- hlutum. Munu verða sérstakar æsku- lýðsguðþjónustur í flestum kirkj um landsins. Mun unga fólkið sjálft taka þátt í messugjörðinni með því að lesa pistil og guðs- sjöll, syngja með kórnum og leiða í bænargjörð. Messuforminu mun einnig verða breytt í sumum kirkjum, t. d. í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, þar sem sóknar- presturinn, sr. Garðar Þorsteins- son hefur tekið saman sérstakt messuform, og mun varaskáta- höfðingi íslands svo og félags- foringi Hafnarfjarðar-skátanna taka þátt í messuflutningnum. f Mikið siijóað á heiðat vegi VEGIR í nágrenni Reykjavíkur voru allir færir í gær, en nokkrir skaflar voru þó á Keflavíkurveg- inum. Mikið hafði snjóað á heiðar- vegina norður, á Holtavörðuheiði, í Hrútafirði og í Bröttubrekku, svo tæplega var fært þar. Áætl- unarbíllinn að sunnan kom kl. 10 í fyrrakvöld á Blönduós. f gær var verið að laga Svínvetninga- braut og veginn við Bólstaðarhlíð, svo búist var við að fært yrði norður í Varmahlíð. Ekki ætlaði áætlunarbíllinn að reyna að kom ast Iengra. Atkvæðin eru eim nyrðra BISKUPSSTOFA skýrði Mbl. svo frá um hádegisbilið í gær, að ekki hefðu enn borizt að norðan atkvæðakassarnir frá prestkosningunum á Sauðár- króki á sunnudaginn var. Lágu ekki fyrir uppl. um það hvenær atkvæðanna væri að vænta. Samgönguörðugleikar við Sauðárkrók, ófært flug- veður mun valda þessu. Akureyrí AKUREYRI, 5. marz. — Lokið er hér spilakeppni sem Sjálfstæðis- félögin efndu til og stóð 3 kvöld. Verðlaun voru veitt, 1.500 kr., 1000 kr. og 500 kr. Mestan slagfjölda hlaut frú Margrét Jónsdóttir og því fyrstu verðlaun, 2. varð frú Björg Bene ditksdóttir og hinn 3. Kristján Páisson. — Fréttaritari. Dagskrá Alþingis Á MORGUN er boðaður fundur í neðri deild Alþingis kl. 1,30. — Tvö mál eru á dagskrá: 1. Einka- sala ríkisins á tóbaki, frv. — 3. umr. — 2. Fyrningarafskriftir, frv. — 1. umr. Háskólakapellunni mun Poly- fonkórinn syngja undir stjóm Ingólfs Guðbrandssonar, m. a. „Rís lofsöngsmál“ eftir Bach með teksta eftir Þorstein Valdi- marsson, en aðra sálma mun kór- inn syngja einraddað til að leit- ast við að örfa almennan messu- söng. Og fleira mætti nefna sem reynt er að gera til þess að þess- ar guðsþjónustur verði eftir- minnilegar og áhrifaríkar. Um kvöldið verður almenn æskulýðssamkoma í Fríkirkjunní í Reykjavík. Þar mun sr. Jóhann Hannesson halda aðalræðuna, en stutt ávörp flytja þeir sr. Bragi Friðriksson og sr. Ólafur Skúla- son. Fríkirkjukórinn og Polyfon- kórinn munu syngja, og þá er einnig einsöngur og tvísöngur, einleikur á kornett og almennur söngur. Frjálsum fjárframlögum verður veitt móttaka, og mun það fé renna til styrktar íslenzku þátttakendunum í æskulýðsmót- unum í Lausanne í Sviss í sumar. Sérstök merki verða seld á æskulýðsdaginn. Fyrir norðan er hin svokallaða Lúthersrós á boð- stólum, en annars staðar merki með mynd af hinni nýju Skál- holtskirkju, og rennur ágóðinn af sölu merkja til að koma upp sumarbúðum í Skálholti. Er það mál mjög á baugi nú og þegar álitleg upphæð í sjóði, svo ef sala merkjanna gengur vel, verð- ur bráðlega hægt að hefjast handa við byggingu sumarbúða á hinu forna biskupssetri. Merkin kosta 10 krónur og verða afhent frá kl. 9 á sunnu- dagsmorguninn í Háskólanum, Fríkirkjunni, Hallgrímskirkju, Lindargötu 50, Sjómannaskólan- um, Eskihlíðarskólanum, Laug- ameskirkjunni, Háagerðisskól- anum, Safnaðarheimili Langholts kirkju, Félagsheimili Kópavogs. Eru sölubörn beðin að koma á þessa staði. Er það von allra þeirra, sem kristni unna að þessi dagur megí verða einn af mörgum, sem minnir æskuna í landinu á kirkj- una og boðskap hennar. Nýr bátur til Stykkishólms STYKKISHÓLMI, 3. marz. — Kl. 10 í morgun kom hingað til NA 15 hnútor y S V 50 hnútor Snjókoma > ÚÓi V Stúrir K Þrumur W?Z, W'. KuUaskil Hitatki! H Hai L Latqi - Á KORTINU sést lægð suður í hafinu, nokkru fyrir sunnan landið. Frá henni liggja hita- skil NA yfir Suðausturland. Kl. 11 var 7 stiga hiti fyrir suðaustán hitaskilin, á Dala- tanga, Hólum í Hornafirði og Fagurhólsmýri. En fyrir norð an og vestan var kaldara og víðast hvar snjókoma. Norð- austan átt með snjókomu og 4 stiga frosti var á Vestfjörð- um. Þetta er mjög skírt dæmi um hvernig veður getur verxð sitt hvom megin við hitaskil. Öveðrið sem gekk yfir New York í gær og fyrradag, er nú komið austur yfir Atlantshaí- ið. Lægðin, sem sést á í SV- horni kortsins, er einmitt lægðin sem olli þessu óveðri. Veðurspáin á hádegi i gær: SV-land til Breiðafj. og SV- mið til Breiðafj-miða: NA- kaldi og snjókoma eða slydda í dag, en SVkaldi og él í nótt. Vestf. og Vestfj.mið: NA- kaldi eða stínningskaldi, snjó- koma. Norðurl., NA-land og norð- urmið: Breytileg átt og snjó- koma eða slydda í dag, NV- kaldi og él í nótt. Austf., NA-mið og Austfj. mið: Austan eða SA-stinnings kaldi og rigning í dag, en létt- ir til með SV-kalda í nótt. SA-land og SA-mið: All- hvass sunnan eða SA, rigning og þokusúld. Stykkishólms nýr vélbátur. Heit ir hann Þórsnes og er FH 108, 70 smálestir að stærð. Bátur þessi var smíðaður hjá Sören Larsen og Sönner í Nýköbing Moss í Danmörku. Er hann smíðaður skv. teikningu Egils Þorfinnsson- ar, Keflavík, og hinn vandaðasti að öllu leyti. Hann er búinn tveimur aðalvélum, 240 ha. og er með tvær skrúfur. Hann hefur Decca-radar 48 milur og simrad með arctic, útfærslumiðunarstöff og talstöð. Hásetaklefi er frammi í skipinu með 6 hvílum, en í káetu eru 4 hvílur. Báturinn fékk fremur vont veður á leiðinni heim og var allur mjög klökugur, þegar hann kom hingað í morgun. Hann reyndist vel á leiðinni og var ganghraðinn að jafnaði 10 sjó- mílur, en í reynsluförinni komst ganghraðirm upp 'í 12 mílur. Telja þeir, sem með hann komu, að hann sé traust sjóskip. Skip- stjóri á heimleið var Guðvarður Vilmundarson, skiptjóri í Stykk- ishólmi, en skipstjóri verður Grímúlfur Andrésson, Stykkis- hólmi. Eigandi þessa báts er út- gerðarfélagið Þórsnes hf. Stykk- Ætlaði að hanga aftan í bíl SKÖMMU fyrir hádegi i gær ætl- aði drengur, Guðmundur Ágúst Jónsson ,að hanga aftan í bíl á Sólvallagötu, en bílnum var ekið aftur á bak. Mun drengurinn hafa fengið högg af þessu og kvartaði hann um eymsli í maganum. Var hann fluttur 1 Slysavarðstofuna. Svipmynd frá höfninni. Þarna liggur dráttar- báturinn Magni og er verið að snyrta hann. — L,jósm. Ól. K. M. ishólmi. Bátnum og skipverjum var innilega fagnað við komuna hingað og þessari atvinnubót, er nú skapast. Er ráðgert að bátur inn hefji veiðar svo fljótt sem mögulegt er. 7 garðyrkjufræð- ingar brautskráðir NÝLEGA voru brautskráðir 7 garðyrkjufræðingar frá Garð- yrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi. Varð skólinn 20 ára á síðasta ári og hefur á þessum tíma brautskráð 115 garðyrkju- fræðinga. Garðyrkj ufræðingar þeir sem luku brottfararprófi eiga að baki sér 3 ára nám. Hinir nýju garð- yrkjufræðingar eru: Frú Lára Jóhannesdóttir frá Vestmanna- eyjum og hlaut hún hæsta eink- unn. Ungfrú Marta Klara Björns son frá Reykjavík var næst haest, en hún tók tvo bekki í einu. Hin- ir garðyrkjufræðingamir eru: Hilmar Magnússon Reykjavík, Reynir Helgason, Reykjavík, Reynir Pálsson Ölfusi, og Trausti Þröstur Eyrabakka. Er hinum nýju garðyrkjufræð- ingum voru afhent prófskírtein- in flutti Unnsteinn Ólafsson skólastjóri ræðu um hina miklu möguleika til garðyrkju hér á landi í sambandi við jarðhitann. Aðalkennari skólans er Axel Magnússon, en stundarkennarar eru: Jóhannes Eiriksson og Kristinn Jónsson búfræðingar á Laugardælabúi og séra Helgi Sveinsson í Hveragerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.