Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 6
e MORCVNBLAÐ1Ð Sunnuðagur 6. marz 1960 lír verinu Eftir Einar Sigurðsson Togrararnir Framan af vikunni var hörð norðanátt og frátafir hjá togur- unum, en eftir miðja viku gerði milt veður og bezta togveður. Nokkuð mörg skip hafa verið út af Breiðafirði, og eins hafa nokkur skip verið við Víkuráiinn og þar í kring og enn önnur á Halanum. Aflinn var mun betri s. 1. viku en áður, og var það einkum góð ur þorskafli, sem skipin fengu norðvestur af Látrabjargi, úti í kanti. Frétzt hefur líka, að ein- hverjir hafi verið að fá sæmi- legan afla á Halanum. Skip og skip hefur verið að stinga niður trolli á Selvogs- og Eldeyjar- banka, en lítið sem ekkert fengið. Fisklandanir s. Jón forseti .... Skúli Magnúss. Þorst. Ingólfss. Þormóður goði Úranus ........ Hallveig Fróðad. 1. viku: 151 t. 14 dagar 144 t. 11 dagar 183 t. 11 dagar 161 t. 11 dagar 101 t. 13 dagar 200 t. 13 dagar Enginn togari seldi erlendis afla sinn í s.l. viku. Reykjavík Norðanstormur var framan af vikunni, en dró niður í fimmtu- daginn. Margir bátar höfðu leg- ið tilbúnir með netin í sér frá því fyrir helgi, og fóru þeir nú út til að leggja, þegar lægði. Nokkrir útilegubátar komu úr netum í vikunni með sæmilegan afla, t. d. Guðm. Þórðarson með 60 lestir og Auður með 40 lestir. Afli hefur helzt fengizt í net í Miðnessjónum og á Selvogsbank- anum, en ekkert í Norðurbugt- inni enn sem komið er, þó hefur þar orðið vart við síli. Aflahæstu dagróðrabátarnir: Kristín ......... 150 t. ósl. Ásgeir .......... 147 t. ósl. Kári Sölm.son .. 145 t. ósl. Barði ........... 120 t. ósl. Aflahæstu útilegubátarnir: Hafþór .......... 283 t. sl. Björn Jónsson .. 273 t. sl. Auður ........... 247 t. sl. Helga ........... 243 t. sl. Guðm. Þórðars. .. 240 t. sl. Rifsnes ......... 210 t. sl. Akraborg ........ 203 t. sl. Keflavík Róið var alla daga vikunnar nema þriðjudaginn, þá var land- lega vegna norðanstorms. Yfir- leitt var norðanstormur fram yf- ir miðja viku. Afli hefur verið tregur, en þó virðist vera að lifna yfir miðun- um, því að aflinn var einna skást ur seinustu vikunnar, t. d. komst aflinn „a línubátunum á föstudaginn upp í 12 lestir, en fjöldinn Va' með 7—10 lestir. Nokkiar bátar voru búnir að leggja net fyrir norðanstorminn, en komust ekki út til að vitja um fyrr en á miðvikudaginn. Þá var 3ja nátta í trossunum. Fengu þeir þá talsverðan afla, frá 7 og upp í 24 lestir. Þeir, sem mest áttu úti, gátu ekki hreinsað þá, en drógu svo allt á fimmtudaginn og komust þá upp í mest 20 lesta afla, en megnið af því var gam- alt, mjög lítið í netin, sem þeir vitjuðu um daginn áður. Á föstudag var sáratregt í net- in. Tveir bátar stunda loðnuveiði og hafa veitt vel. Héldu þeir sig í Grindavík þar til á fimmtudag- inn, að þeir komu vestur fyrir, og hafa legið við í Sandgerði síð- an. Aflahæstu bátarnir fra ára- mótum og til febrúarloka: Guðm. Þórðars. .. 298 t. ósl. Bjarmi........281 t. ósl. Jón Finnsson .... 276 t. ósl. Askur ........... 271 t. ósl. Árni Geir ....... 247 t. ósl. Akranes Við helmingur af bátunum er búinn að taka netin. Á fimmtu- daginn fengu netabátarnir 8—25 lestir (Höfrungur II.), en svo ekk ert daginn eftir. Bátarnir voru þá yfirleitt undir Jökli. Á föstudaginn voru bátarnir yfirleitt út af Skaga, en fengu þar lítinn afla. Loðna er nú komin um allan sjó, allt frá Skaga að Jökli, en á eftir að dreifa sér um Innbugtina. Á línuna fiskaðist yfirleitt bet- ur seinni hluta vikunnar, og þeir bátar bezt, sem grynnst voru, allt upp í 1314 lest, Ásbjörn. Sjómenn segja, að fiskur sé í torfum í sílinu, en sé ekki búinn að stöðva sig enn. Fiskurinn á línuna er mjög stór, eins og ríganetafiskur, á að gizka 12—14 ára fiskur. Sand- gerðingar, sem eru við Eldey, eru hins vegar að fá mjög smáan fisk á línuna, á að gizka 6—7 ára fisk. Aflahæstu bátarnir fram að laugardegi: Sigrún ........... 268 t. ósl. Sv. Guðm.son .. 260 t. ósl. Böðvar ........... 253 t. ósl. Heimaskagi .... 235 t. ósl. Skipaskagi ....... 220 t. ósl. Vestmannaeyjar Fram eftir vikunni var hvöss norðanátt, en samt almennt róið þar til á fimmtudag og föstudag, að aðeins við helmingur af bát- unum reri. Afli hefur verið mjög lítill, bæði í netin og á línuna, yfirleitt 3—6 lestir í netin og svipað á línuna, einstaka hefur þó fengið upp í 10—12 lestir. Bátarnir eru nú með netin meðfram allri suðurströndinni, frá Þykkvabæ og austur fyrir Hjörleifshöfða, og er alls staðar jafndautt. Handfærabátar hafa aflað lítið. Um s.l. mánaðamót höfðu fyrsti húsin tekið á móti afla sem hér segir: Vinnslustöðin ....... 3200 t. ósl. Hraðfrystistöð Vestm. 3040 ---- Fiskiðjan............ 2483 ---- ísfélag. Vestm....... 2053 - — Auk þess eru nokkrir aðilar, sem eingöngu salta og herða. Lifrarsamlag Vestmannaeyja hafði á sama tíma tekið á móti 589 lestum af lifur á móti 242 lestum 1959. 15 aflahæstu bátarnir fram að laugardegi: Bergvík — hinn nýi bátur í flota Keflvíkinga Stígandi ............. 375 t. ósl. Gullborg ............. 327 -- Snæfugl SU............ 303 -- Kári ................. 296 -- Reynir ............... 286--------- Leo .................. 283 - — Dalaröst NK .......... 280--------- Eyjaberg ............. 261--------- Glófaxi NK............ 243 -- Huginn ............... 242 -- Gylfi ................ 233 -- Hafrún NK ............ 232--------- Ófeigur II............ 230 - — Gullver NS ........... 229 -- Víðir SU ............. 228 -- Austurland Meiri útgerð hefur verið í vet- ur á Austurlandi en um langan tima. Alls ganga þaðan nú frá ýmsum verstöðvum 23 bátar, allt frá Hornafirði til Norðfjarðar. Hafa þeir aflað alls frá áramótum 3730 lestir. Mestur er aflinn í Hornafirði, 1380 lestir á 6 báta. Aflahæst- ur er Gissur hvíti með 300 lestir. Frá Djúpavogi ganga 2 bátar. Hafa þeir aflað 322 lestir í 50 róðrum. Frá Stöðvarfirði ganga tveir bátar og frá Breiðdalsvík einn. Hafa þeir samtals aflað 471 lest í 57 róðrum. Tveir útilegubátar róa frá Fá- skrúðsfirði. Hafa þeir fengið báð- ir 565 lestir. Ennfremur rær það- an einn dagróðrabátur, og hefur hann fengið 27 lestir. Frá Reyðarfirði rær eitt skip, Gunnar, og hefur hann fengið alls 165 lestir. Frá Eskifirði róa tveir bátar, og hafa þeir fengið samtals 460 lestir. 4 bátar eru gerðir út frá Norð- firði, og hafa þeir aflað samtals 366 lestir: Hrafnkell.............143 lestir*' Þráinn ............... 93 — Stefán Ben............ 90 — Goðaborg ............. 40 — Allsstaðar er miðað við slægð- an fisk með haus. Vextirnir og útflutningsfram- leiðslan Vaxtahækkunin er einn mikil- vægasti þátturinn í því að vekja traust almennings á gildi krón- unnar. En það er ekki þar með sagt, að þeir, sem eiga að greiða hina háu útiánsvexti, beri ekki nokkurn kviðaboga fyrir því. Á það ekki sízt við um sjávarútveg- inn, sem er með dýr skip og vinnslustöðvar og þarf á mikium afurðalánum að halda. Nú var mikilvægi úíflutningsframieiðsl- unnar viðurkennt með því að krefjast ekki jafnhárra vaxta af afurðalánurn og almennum ián- um. Þessi hlutföll voru 5% á móti 7%. Lægri vextirnir giltu fyrir % hluta af fobverðinu og hinir fyrir frekari útlánum. Nú hafa afurðalánavextirnir hækkað í 9% eða um 80%. Enn mun ekki ráðið, hvort lánin með lægri vöxt- unum, sem almennt eru kölluð Seðlabankalán, verða áfram % hlutar af fobverði. Að sjálfsögðu er mjög mikilvægt fyrir útflutn- ingsframleiðsluna, að svo verði áfram. Ef dregið yrði úr þeim lánum, yrði vaxtahækkunin raun verulega ennþá meiri. í þessu sambandi má þó geta þess, að við það að hverfa frá uppbót.a- kerfinu, á lánstíminn að styttast eitthvað. Útflutningsvaran verð- ur nú greidd að fullu í bönkun- um, um leið og gjaldeyrisskil fara fram, en áður þurfti að bíða eftir uppbótunum, sem voru orðn ar við helmingurinn af verði vör- unnar, von úr viti. Allir viðurkenna mikilvægi út- skrifar úr. 1 dqglega lífimi J • Heyrt á götuhorni — Þú skalt eigi girnast eiginkonu náunga þíns, eigi þræl hans eða ambátt, eigi uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem ná- ungi þinn á, er þetta ekki það tíunda? — Þessi orð heyrði Velvakandi á götuhorni í Reykjavík í fyrrakvöld, er hann var á leið út í sölutum að kaupa sér sígarettur. Það var ungur drengur, 12 til 13 ára, sem hafði þetta yfir og beindi spurningunni til full- orðins förunauts síns. En því þótti Velvakanda ástæða til að minnast á þetta, að annað eru menn vanari að heyra þulið á götuhornum í Reykja vík en tíunda boðorðið. Á þessum dögum, eins og raun- ar oft áður, er mikið rætt um spillingu ungu kynslóðarinn- ar og mætti það því vera áhyggjufullum huggun, að enn finnast nokkrir réttlátir í borginni. • Vænta góðs af Vandamál æskulýðsins hef- ur verið nokkuð á dagskrá að undanförnu. Sem- leið til úrbóta hefur að frumkvæði biskups verið lagt fram frum- varp á Alþingi um að stofnað verði starf æskulýðsprests þjóðkirkjunnar, er hefði það sérstaka verkefni ,að ferðast um landið, prédika fyrir æsku fólk, glæða trúaráhuga þess og örva það til kristlegrar starfsemi. Er hér ugglaust hreyft hinu merkasta máli og vænta unnendur kirkju og kristni í landinu góðs af. • Æskulýðsmessur í dag er æskulýðsdagur ís- lenzku kirkjunnar og er það í annað skipti sem slíkur dag- ur er sérstaklega haldinn. — Guðsjónustur helgaðar æsku- fólki verða í kirkjum og skóla húsum víðs vegar um landið. Hugmyndin að þessum æsku- lýðsdegi er komin frá séra Pétri Sigurgeirssyni presti á Akureyri, er alla sína prests- skapartíð hefur látið sér eink- ar annt um að ná til æsku- fólks með trúarboðskapinn. Ber mjög að fagna því, að kirkjan skuli beina kröftum sínum til hollra áhrifa á æsku fólk landsins. Því er hættast í ölduróti lífsins og farsæl leiðsögn á viðkvæmum lífs- skeiðum getur varðað ævi- heill. Velvakandi vill því hvetja lesendur sína ungu til að sækja vel messurnar í dag. Þar kunna þeim að veitast svör við mörgum þeim erf- iðu spurningum, er leita á hug ann og ráð til lausnar einka- vandamálum sínum. flutningsframleiðslunnar og telja nauðsynlegt að lyfta undir hana eins og hægt er. Vaxtahækkunin hjá henni og ef til vill minnkuð Seðlabankalán hljóta því að eiga að stefna að því að draga úr fjár- festingunni, en ekki úr sjálfri framleiðslunni. Reynslan sker úr í þeim efnum. Varðandi fjárfestinguna und- anfarið hjá útflutningsframleiðsl- unni, þá hefur vaxandi fiskiskipa stóll og einkum mikill innflutn- ingur báta, kallað á framkvæmd- ir í landi. Með einhverju móti varð að hagnýta aflann. Hitt er svo annað mál, að afkoma fisk- vinnslunnar hefur verið siík, — fyrir því hafa m.a. skatlarnir og þó einkum veltuútsvarið séð, að hún hefur ekkert mátt missa úr rekstrinum til slikrar uppbygg- ingar. Stofnlán hafa verið mjög torfengin. Fiskvinnslan hecur því yfirleitt verið í mestu greiðslu- vandræðum. Á fslandi hlýtur að teljast heil- brigt að leggja fé í útgerð og vinnslu sjávarafurða og nýta þannig hin fengsælu fiskimið um- hverfis landið. Á fátt verður bent, sem væri eðlilegra, nema þá að rækta landið. Það verður því að fara varlega í vaxtahækkun eða samdrátt útlána hjá sjávarútveg- inum, ef það á ekki fljótt að segja til sín í minnkandi framleiðsiu. Markmiðið er: Mikill útflutn- ingur, almenn velsæld. HAFNARFJÖRÐUR ABCLEFGH ABCDEFGH KEFLAVÍK 24. Kg7—h8 KEFLAVÍK ABCDEFGH _ wm Mm*■ 'ji dÚ i ■MZZp y//c'//. „ ■////////. //.//// ABCDEFGH AKRANES 21.. Kg8—h7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.