Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 14
14 MORCUISBLÁÐIÐ Stmnudagur 6. marz 1960 ______________________________________\ íbúð 1 i Góð 3ja herb. risíbúð við rólega götu í Smáíbúðar- hverfinu til leigu frá 14. maí n.k. — Tilboð merkt: „Reglusemi — 9676“, óskast sent afgr. Mbl. fyrir 13. marz. Jörð til sölu Jörðin Berserkseyri í Eyrarsveit á Snæfellsnesi fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Á jörðinni er gott íbúðarhús úr steinsteypu, fjár- hús fyrir 200 f jár, fjós fyrir 6 nautgripi, Gripahús öll ásamt heygeymslu og verkfærageymslu, eru ný- gerð úr góðri steinsteypu. Allur heyskapur á vél- tæku túni, ræktunarskilyrði góð og sauðland gott. Jörðin liggur við þjóðveginn til Grundarfjarðar. Nánari upplýsingar gefa Hannes Elísson, sími 35432 eftir kl. 16, og Halldór E. Sigurðsson, alþingismaður, sími 15682 eftir kl. 20. Fáeinar af þessum vinsælu kommóðum eftir í Teak. Mahogny kommóðurnar koma aftur í verzlunina á mánudag. Húsgagnaverzlunin Laugaveg 36 (sama húsi og bakaríið) Hin arlega vorkaupstefna og iðnsýning í HANNOVER verður haldín 24. apríl til 3. maí. Á 700 þúsund fermetra sýningarsvæði verður sýnd nær öll tækniframleiðsla Þýzkalands. Við gefum frekari upplýsingar og seljum aðgöngu- skírteini. Lá,tið okkur skipuleggja ferð yðar til Hannovei-. FERÐASKRIFSTOFA RlKISINS Sími 1-15-40. Félög — Starfshópar Einstaklingar Leigjum sali fyrir árshátíðir, fundatrhöld og aðra félagsstarfsemi. Uppl. í síma 12350. Iðnó — Ingólfscafé Tveir duglegir menn óskast í framtíðar vinnu að Álafossi. — Upplýs- ingar í skrifstofu Álafoss, Þingholtsstræti 2. Eldhúsgluggatjöld Eldhúsgluggatjaldaefni Cardínubúðin Laugavegi 28 Til fyrrverandi lesenda Isafoldar & Varðar Vinsamlegast sendið sem allra fyrst svör við bréfi útgáfustjórn- arinnar dags. 8. jan. sl. viðvíkj- andi kaupum á Morgunblaðinu. fHorgifttÞIabife Undraefnið Monroe X - 73 er eini snjó og klaka-uppleysirinn sem inniheldur „PHOSTIE“ ryðverjandi og hitandi efni. Forðist slysinl Leysið upp klakann með X-73. Bræðir klaka og snjó 30 sinnum hraðar en salt. Seinkar frekari hálku myndun. Skaðar ekki gróður. Skilur engin óhreinindi eftir. Fyrirliggjandi í 45 kg fiberdunkum. Takmarkaðar birgðir. Þ. Þorgrímsson & Co. Borgartúni 7 — Sími 2-22-35 — Reykjavikurbréf Framh. af bls. 13 leyndarmál Framsóknarbrodd- ana. Jafnframt ásaka þeir stjórn. arflokkana fyrir sín „hörðu tök“, þ. e. a. s. of róttækar ráðstafanir, en saka í sömu setningunni stjórnarflokkana um að halda „áfram niðurgreiðslum á verði innfluttra vara, og taka upp nið- urgreiðslu á verði innfluttra vara, viðhalda að nokkru útflutn ingsuppbótum og ta-ka stórfelt er lent eyðslulán". Skvaldrið um erlent eyðslulán eru helber ósannindi. Framsókn- arbroddarnir vita full vel, að nú er ekki um eyðslulán að ræða, heldur einungis gjaldeyrisvara- sjóð, sem ísland hefur brýna þörf fyrir. Hin atriðin, sem talin eru stjórnarflokkunum til áfellis, sýna öll, að því fer fjarri, að óþarfri „hörku“ hafi verið beitt, því að þau eiga að dómi Fram- sóknar að sýna, að ekki hafi nógu harkalega verið að farið. Sjálfbirgings- háttur meirihlutans Annars staðar í ályktun sinni segir Framsókn; „Stjórnmálaflokkar þeir, Sjálf stæðisflokkur og Alþýðuflokkur, sem breytt kjördæmaskipun veitti í síðustu kosningum skil- yrði til að mynda meirihluta- stjórn og neyttu þess, hafa með sjálfbirgingshætti hafnað allri samvinnu við aðra stjórnmála- flokka og stéttir þjóðfélagsins um aðferðir til úrlausnará erfið- leikum hinna vandasömu og við- kvæmu efnahagsmála, sem öll. um ætti þó að vera ljóst að ekki veitir af að sem allra flestir taki sinn þátt í að leysa friðsamlega." Stjómarflokkamir fengu nú um 55% kósendafylgis, stjórnar- andstæðingar á Alþingi einungis um 42%. Meirihlutinn er þess vegna ótvíræður. Hvað lízt mönn um um hjal Framsóknar um „sjálfbirgingshátt“ slíks meiri- hluta, þegar menn minnast þess, að sjálfir ætluðu Framsóknar- menn með stofnun Hræðslubanda lagsins að reyna að fá meirihluta á Alþingi með fylgi einungis lið— lega þriðjungs kjósenda á bak við sig? Þá var „sjálfbirgings- hátturinn“ slíkur, að þeir lýstu yfir því, að ekki kæmi til mála, að þeir hefðu samvinnu við aðra flokka, að afloknum kosningum. Efndir þess loforðs eru enn önn- ur saga, sem öllum er í fersku minni. Hvort er vandinn mikill eða lítill? Áhugi Framsóknar fyrir sam- vinnu allra flokka nú er og harla blendinn. Fáir munu minnast þess, að Framsókarmenn hafi mjög haft þann á orði í kosninga baráttunni. Þvert á móti brást Framsókn vel við málaleitun kommúnista í sumar um endur- reisn V-samstarfs. Og eftir haust kosningarnar lét hún það verða sitt fyrsta verk að bjóða komm- únistum og Alþýðuflokki upp á nýja V-stjórn. Þá var ekki talið, að atbeina Sjálfstæðismanna þyrfti við. Þá er samræmið heldur gott eða hitt þó heldur, að tala í öðru orðinu um „erfiðleika hinna vandasömu og viðkvæmu efna- hagsmála, sem öllum ætti þó að vera ljóst að ekki veiti af að sem allra flestir taki sinn þátt í að leysa friðsamlega", en hinu um „erfiðleika líðandi stundar í efna hag9málum“, sem ekki þurfi að beita „hörðum tökum“ við að leysa heldur „miklu léttbærari ráðstöfunum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.