Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 20
MORCVWBL4Ð1Ð Sunnudagur 6. marz 1960 *e þeirra vakti hjá mér hlýja kennd sjálfstrausts, sem hreif mig með sér. Skyndilega var hræðsla mín öll og hugleysi sópað í burtu af hlýjum sumarþey. Hvers vegna skyldi ég ekki láta elska mig ákaft og takmarkalaust, ef það gerði aðra hamingjusama? Ég beið þess bóksaflega með óþreyju að ganga inn í herbergið, sem ég hafði yfirgefið tveimur dögum áður örvæntingarfullur og úr- ræðalaus. Og sjá, þar sat stúlka í hjóla- stól, sem ég þekkti naumast, svo glaðleg var hún þegar hún leit upp, svo mikilli birtu stafaði frá henni. Hún var í kjól úr Ijósbláu silki, sem gerði hana enn ung- meýjarlegri, enn barnslegri en áður. í jörpu hári hennar blikaði á hvít blóm — voru það myrt- ur? og umhverfis stólinn hennar voru blómakörfur í fegurstu lit- um. Hún hlaut að hafa vitað það góða stund að ég var kominn og hafði eflaust heyrt hinar glaðlegu kveðjur þeirra Ilonu og föður hennar og fótatak mitt, sem nálg aðist. En í þetta skipti mætti mér ekki þetta óþreyjufulla, spyrj- andi augnatillit, sem venjulega beindist gegn mér undan hálf- luktum augnalokum. Hún sat þarna bein og næstum tíguleg, og nú gleymdi ég því gersamlega að brekánið huldi líkamslýti og að djúpi hjólastóllinn var raun- verulega fangelsi hennar. Ég gat ekki annað en dáðst að þessari ókunnugu ungu stúlku, sem virt- ist svo barnsleg í gleði sinni, en 3amt svo kvenleg í fegurð sinni. Hún tók strax eftir hinni illa duldu undrun minni og tók henni eins og kærkominni gjöf. „Loksins, loksins", sagði hún og það var áhyggjulaus vinar- hreimur í röddinni. „Komdu og sestu hérna hjá mér. Og segðu ekki neitt. Ég þarf að segja þér dálítið mjög merkilegt“. Ég settist, fullkomlega róleg- ur. Því að hvernig gat maður verið órólegur, hvernig gat mað- ur verið áhyggjufullur, þegar hún talaði svona létt og vingjarn lega? Mér líkar þetta ekki. Ég studdi Watson þingmann við síðustu kosningar vegna þeess að hann sagðist vera fylgjandi friður I„Hlustaðu á mig bara eitt and- artak. Og þú mátt ekki grípa fram í fyrir mér. Ég veit allt sem þú sagðir pabba. Ég veit hvað þú ætlar að gera fyrir mig. Og nú verðurðu að trúa mér, trúa hverju orði mínu, þegar ég heiti þér því, að ég skuli aldrei — aldrei, heyrirðu hvað ég segi! — aldrei spyrja þig hvers vegna þú gerðir þetta, hvort það var eingöngu vegna pabba, eða raun verulega mín vegna. Hvort það var eingöngu af meðaumkun, eða .. nei, gríptu ekki fram í fyrir mér, ég vil ekki vita, ég neita að vita .. ég ætla ekki að halda áfram að auka mér sjálfri og öðr um áhyggjur og þjáningar. Það nægir að vita, að það er vegna þín, sem ég er aftur lifandi og get haldið áfram að lifa .. að að- eins frá því í fyrradag hef ég lif- að mannlegu lífi. Ef ég fæ lækn- ingu, þá þarf ég bara að þakka einni manneskju — þér, þér ein- um“. Hún hikaði andartak, en hélt svo áfram: „Og nú skaltu heyra hverju ég fyrir mitt leyti ætla að lofa. Ég hugsaði þetta allt út í nótt. Það er dásamlegt — ég hef nú fyrst gert mér grein fyrir því — að hugsa, án þess að vera hrædd — dásamlegt. Nú hef ég í fyrsta skipti hugmynd um hvernig það muni verða að vera heilbrigð, venjuleg manneskja og það á ég þér að þakka, þér einum. Þess vegna ætla ég að gera allt sem læknarnir segja mér — allt, allt, til þess að verða mennsk vera aftur, en ekki vorkunnarverður vesalingur, eins og ég er nú. Ég ætla aldrei að gefast upp, aldrei hætta, þegar ég veit hvað undir því er komið. Ég skal berjast með hverri taug líkamans og hverjum blóðdropa og ég er sann færð um það, að þegar maður þrá ir eitthvað jafn heitt og ég, þá getur guð ekki neitað manni um það. Allt þetta ætla ég að gera fyrir þig — það er að segja, án þess að krefjast nokkurrar fórn- ar af þér. En ef þetta fer ekki vel — ekki að fipa mig — eða ekki Já, Markús, það gerði ég líka. Og það gerði Anna Blitz einnig. Hún vann mikið fvrir hArn j kosn ingunum. eins vel og við vonum, ef ég skyldi ekki verða alveg heil heilsu, eins og annað fólk — þá skaltu ekki óttast neitt. Þá skal ég þola það áfall ein og óstudd. Ég veit að það eru til fórnir, sem ekki er hægt að þiggja, sízt af öllu frá þeim, sem maður elskar. Ef þessar nýju lækningaaðferðir, sem ég byggi allar mínar vonir á — allar! — skyldu mistakast, þá muntu aldrei heyra neitt frá mér framar, aldrei sjá mig aftur. Ég sver það við allt sem mér er heilagt, því að ég ætla aldrei framar að verða neinum til byrði. Allra sízt þér. Þetta er allt og sumt. Meira hef ég ekki að segja. Og nú tölum við ekki meira um þetta. Það eru aðeíns nokkrar klukkustundir eftir, sem við get um verið saman og ég vil að þær verði hamingjuríkar fyrir okkur bæði“. Það var önnur rödd, sem talaði nú til mín, rödd fullþroskaðrar konu. Það voru önnur augu sem horfðu á mig, ekki lengur óþreyju full barnsaugu, eða sóttheit, ást- þyrst augu ósjálfbjarga örkumla manneskju. Ég fann að þetta var önnur ást, sem hún veitti mér, ekki hin eirðarlausa, gráðuga, hin kvalda ást fyrri daga. Og ég leit líka á hana með öðrum aug- um. Það var ekki samúðin, með- aumkunin vegna óhamingju hennar, sem hrærði mig nú. Ég þyrfti ekki lengur að vera áhyggjufullur og varkár. Ég gat verið ástúðlegur og einlægur. Án þess að gera mér það fyllilega ljóst, fann ég nú í fyrsta skipti til viðkvæmni og raunverulegrar blíðu gagnvart þessari veik- byggðu stúlku, sem var svo bjart sýn og vongóð flm þá hamingju, sem í vændum var. Án þess að vita hvað ég var að gera og án nokkurrar meðvitaðrar ákvörð- unar, færði ég stólinn minn nær henni og greip hönd hennar. Hún titraði ekki eins og áður við snert ingu mína. Hægt, eftirlátt, lét hinn hvíti, granni úlnliður undan handtaki mínu og það var með notalegri gleðitilfinningu sem ég Hver er Anna Blitz? Það var hún, sem sendi mig hingað. Hún er mjög efnuð og hefur mikinn áhuga á að vernda fann hve hægt og rólega slagæð in sló. Við töluðum óþvingað og frjáls lega um ferðina og um aðra hversdagslega hluti. Við mösuð- um um það sem hafði verið að gerast í borginni, í herskálunum. Ég gat ekki skilið það lengur hvernig ég hafði kvalið sjálfan mig og þjáð, úr því að allt var svona auðvelt, þegar til kastanna kom. Við sátum þarna og héld- umst í hendur og það var engin þörf á að þvinga s'ig eða leyna sínum raunverulegu tilfinning- um. Við sýndum einungis gagn- kvæma ást okkar og börðumst ekki á móti viðkvæmum tilfinn- ingum okkar. Við endurguldum ást hvors annars, án blygðunar og með einskæru þakklætí. Svo fórum við inn í borðsal- inn til miðdegisverðar. Silfur- ljósastikurnar glitruðu í kerta- ljósinu og blómin risu upp úr vös unum, eins og marglitir geislar. Ljós kristals-kertastjakanna, end urspeglaðist frá einum speglin- um til annars og humhverfis okk ur, eins og stór, bogmynduð skel, sem geymir í djúpi sínu glitrandi perlu, var hið hljóða hús. Stund um fannst mér ég geta heyrt djúpah, rólegan andardrátt trjánna fyrir utan og vindinn þjóta hlýjan og munaðarlegan, yfir grasvöllinn, um leið og sæt- ur ilmur barst inn um opna glugg ana. Allt var betra og yndis- legra, en nokkru sinni fyrr. — Gamli maðurinn sat þarna, eins og prestur, beinn og hátíðlegur og aldrei hafði ég séð þær Edith og Ilonu jafn glaðar og ungleg- ar, aldrei hafði skyrtubrjóstið á Jósef verið jafn skínandi hvítt, aldrei hafði hið slétta hýði ávaxt- anna glansað með jafn fögrum litbrigðum. Og við sátum og borð uðum og drukkum og töluðum. Hláturinn barst frá einum til ann ars og glaðværðin fjaraði og flæddi í léttum öldum. Fyrst þeg ar Jósef fyllti glösin með kampa víni og ég lyfti glasinu mínu til að skála fyrir heilbrigði Ediths, varð alger þögn. ,,Já, heilbrigði — mér verður að batna“, andvarpaði hún og leit á mig með augun full af trún aðartrausti, eins og ósk mín hefði vald yfir lífi og dauða. „Mér skal batna.. ..“ „Guð gefi það“. Faðir hennar hafði staðið upp og gat ekki leng ur stillt sig. Gleraugu hans voru döggvuð af tárum. Hann tók þau af sér og þurrkaði þau hægt og vandvirknislega. Ég fékk ómót- stæðilega löngu til að sýna ein- hver merki um þakklæti mitt, svo að ég gekk til hans og faðm- náttúruauðæfi okkar. Jæja, hún hefur til einskis unnið fyrir Watson. Hann er all- ur á bandi Brodkinfyrirtækisins. aði hann að mér. Þegar hann fór aftur til sætis síns, fann ég augu Ediths hvíla á mér. Varir henn- SHUtvarpiö Sunnudagur 6. marz 8.30 Fjörleg músík fyrsta hálftíma vikunnar: Lúðrasveit Hafnar- fjarðar leikur; Albert Klahn stj. 9.00 Fréttir. — 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Vikan framundan. — 9.35 Morg- untónleikar: a) Lofsöngur eftir Couperin (Frönsk kammerhljómsveit leikur; Maurice Hewitt stjórn ar). b) „Guðrúnarkviða“ eftir Jón Leifs (Randi Brandt Gund- ersen, Bjarne Buntz; og Egil Nordsjö syngja; Fílharmonía í Osló leikur; Odd Grúner- Hegge stj). d) Atriði úr „Meistarasöngvurun um“ eftir Wagner (Austurrísk ir listamenn flytja.) e) Konsert fyrir víola d’amore og strengjasveit eftir Vivaldi (Renzo Sabatini og Virtuosi di Roma leika). 11.00 Æskulýðsmessa í kapellu háskól- ans (Prestur: Séra Olafur Skúla- son. Organleikari: Arni Arin- bjarnarson. Pólýfónkórinn syng- ur; Ingólfur Guðbrandsson stj.) 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Erindi: Um heimspeki Alfred North Whiteheads; I. (Gunnar Ragnarsson magister í heimspeki) 14.00 Miðdegistónleikar: a) Sinfónía nr. 4 í f-moll op. 36 eftir Tjaikovskij (Suisse-Rom- ande hljómsv. leikur; Argenta stj.). b) Píanókonsert nr. 2 i c-moll eftir Rachmaninoff (Höf. og Philadelphíu-hljómsv.; Stok- owski stj.). c) Hljómsveitarþættir úr óper- unni „Khovantsjina'* eftír Moussorgskij (Hljómsveitin Philharmonia í Lundúnum leikur; Walter Susskind stj.). 15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veður- fregnir). a) Hljómsv. Victors Young leik- ur lög úr kvikmyndum. b) Marlene Dietrich syngur. 16.25 Endurtekið efni: „Spurt og spjail að um dóm framtíðarinnar yfir nútímanum (Aður útv. 14. f.m.), Sig. Magnússon ræðir við Björn I>orsteinsson, Brodda Jóhannes- son, Gísla Halldórsson og Hákon Bjarnason. 17.30 Barnatími (Skeggi Asbjarnarson kennari): a) Guðbjörg Þorbjarnardóttir leikkona les sögu: „Ingibjörg litla datt í sjóinn". — b) Tólf ára telpa leikur tvö píanólög. — c) „Sagan af Almansor kóngssyni", indverskt ævin- týri fært í leikform af Olöfu Dagmar Arnadóttur, sem stjórnar flutningnum; — fyrri hluti. 18.30 Þetta vil ég heyra (Guðmundur Matthíasson stjórnar þættinum). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Einsöngur: Emmy Loose syngur lög eftir Schumann, Brahms, Hugo Wolf og Richard Strauss. 20.35 Raddir skálda: Ljóð og sögukafl ar eftir Hannes Sigfússon. Höf- undurinn, Elías Mar og Olafur Jóh. Sigurðsson flytja. 21.20 „Nefndu lagið“, getraunir og skemmtiefni (Svavar Gests hefur á hendi umsjón þáttarins). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. — 23.30 Dagskrárlok. Mnáudagur 7. marz 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Búnaðarþáttur: Gísli Kristjáns- son ritstjóri ræðir við Pétur Pét- ursson bónda á Höllustöðum í Blöndudal. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tónlistartími barnanna (Fjölnir Stefánsson). 18.55 Framburðarkennsla í dönsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik- ur. Stjórnandi: Hans Antolisch. a) Tvö íslenzk þjóðlög; Johan Svendsen útsetti fyrir strengjasveit. b) Lagasyrpa eftir Emil Thor- oddsen úr leikritinu „Piltur og stúlka‘% í útsetn. Jóns Þór arinssonar. c) „Galathea hin fagra“, forleik- ur eftir Suppé. 21.00 Vettvangur raunvísindanna: Frá tilraunabúinu í Laugardælum (Ornólfur Thorlacius f.'l. kand). 21425 Einflöngur: Bernhard Sönner- stedt syngur lög eftir Eimil Sjö- gren; Stig Westerberg leikur und ir. 21.40 Um daginn og veginn (Jón Leifs tónskáld). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (18). 22.20 Islenzkt mál (Jón Aöalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.35 Kammertónleikar: Strengjakvartett í A-dúr op. 41 nr. 3 eftir Schumann (Léner- kvartettinn leikur). 23.10 Dagskrárlok. Skáldið oc| mamma litla 1) Jæja, ertu þá loksins búinn að gera við útvarpið? Og hvað var eig- inlega að því? 2) Eg er búinn að skrúfa ýmsar 3) .... sem sagt heil mikið .... og skrúfur, skipta um hitt og þetta — reikningurinn er aðeins 1,100 krónur, og líka búinn að bóna það að utan. kæra frú. a r k li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.