Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 23
Sunnudagur 5. marz 1960 MORCVNBLAÐIÐ 23 Frá Búnaðarþingi: Halldóra Bjarnadóttir yefur 8.1. heimilisiðnaðarsafn FUNDUR búnaðarþings í fyrrad. hófst með því að sýnd var kvik- mynd frá upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna og fjallaði hún um áburðarneyzlu jurtanna í gegnum blöðin. Dr. Björn Jó- hannesson flutti skýringar með myndinni. Tvö ný mál voru lögð fram á fundinum: Erindi Búnaðarsam- bands Vestfjarða varðandi ullar- mat og reikningar B. í. fyrir ár- ið 1959. Geitarækt Til fyrri umræðu var erindi Garðars B. Pálssonar um styrk til geitfjárræktar. Búfjárræktar- nefnd skilaði ályktun í málinu er Baldur Baldvinsson talaði fyrir. Er þar mælt með að styrk- ur sé veittur í þessu skyni. Nokkr ar umræður urðu um málið og taldi Sveinn Jónsson að leysa mætti þetta mál án þess að bún- aðarþing kæmi til. Steingrímur Steinþórsson og Halldór Pálsson mæltu hins vegar báðir með málinu. Heimilisiðnaðarsafn Gunnar Guðbjartsson hafði framsögu um tilboð Halldóru Bjarnadóttur um að gefa Búnað- arfélagi íslands heimilisiðnaðar- safn sitt. í ályktun allsherjar- nefndar þakkar búnaðarþing Halldóru fyrir þann hlýhug og traust er hún jafnan hafi sýnt B. í. og felur stjórn B. í. að iaka boði hennar og búa safninu góðan samastað. Næsti fundur Búnaðanþings hefst kl. 9,30 í dag. Eftirlit með lyfjum til eyðingar illgresis Á fundi búnaðarþings í gær var tilboð Halldóru Bjarnadóttur um að gefa B.í. heimilisiðnaðar safn sitt til síðari umræðu og var það afgreitt frá þinginu án frekari umræðna. Til fyrri umræðu var erindi Óla Vals Hanssonar og Agnsrs Guðnasonar varðandi sölu og meðferð lyfja gegn illgresi o. fl. Sighvatur Davíðsson hafði fram- sögu um tillögu jarðræktarnefnd ar, en í henni er ályktað að fela Búnaðarþingi fslands að leita samstarfs við tilraunaráð jaið- ræktar, Búnaðardeild Atvinnu- deildar Háskólans, framleiðslu- ráð landbúnaðarins og Sölufélag garðyrkjumanna um að þssir aðilar tilnefni sinn manninn hver í nefnd til að semja frumvarp til laga um sölu og meðferð lyfja gegn illgresi, meindýrum í gróðri og gróðursjúkdómum. Tillagan var samþykkt til 2. umr. án frekari umræðna. I>á var á fundinum í gær lagt fram erindi um búnaðarfræðslu. Nýtt sjókort 1 NÝRRI tilkynningu til sjófar- enda, frá vitamálastjóra er skýrt frá nýju sjókorti. Er hér um að ræða sjókort er sýnir innsigl- inguna til Reykjavíkur, til Hafn- arfjarðar og inn á Akranes. Það er Kongelige Danske Sökort- Arkiv í Kaupmannahöfn, sem gefur hefur út þetta kort. Dönsku bræðurnir Jan og Kjeld, 12 og 14 ára gamlir, eru nú staddir hér á landi og skemmta með söng og banjospili á skemmtunum Þróttar í Austurbæjarbíó. Ejósm. blaðsins tók þessa mynd af þeim á flugvellin- inum á fimmtud., er þeir komu, ásamt foreldrum sín- um, því foreldrar láta ekki unga drengi þvælast um heiminn fylgdarlaust, jafn- vel þó þeir séu frægir skemmtikraftar. Afganar engar undirlægjur Rússa KABÚL í Afganistan og Moskvu 5. marz. (Reuter). Krúsjeff for- sætisráðherra Rússa flaug í dag — Agadir Framh. af bls. 1 hring um hana og verður þá að- eins 600 mönnum, gröfurum og sótthreinsunarmönnum leyft að vera í rústunum í strangri sóttkvL Unnið hefur verið að því síðustu daga, að skjóta flæk- ingshunda, ketti og rottur, sem hafa verið í rústunum, en mikil sýkingarhætta stafar frá þeim. Flugturninn yfirgefinn 1 jarðhræringunum, sem komu í nótt, ákváðu starfsmenn flug- vallarins í Agadir að yfirgefa flugtuminn og urðu þeir að stjórna aðflugi með bráðabirgða- tækjum, sem komið var fyrir undir beru lofti. Er mikil um ferð um flugvöllinn, því að flug- vélar koma frá fjarlægum lönd- um með hjálpargögn og sótt- hreinsunarefni. Flugturninn er hæsta bygging flugvallarins og komu sprungur í veggi hans í mikla jarðskjálftanum. Algeirsborg, 5. marz. (Reuter). ■— 1 morgun varð vart við jarð- hæringar í borginni Philippe- ville í austurhluta Alsír. Einnig varð vart kipps í Constantine, stærstu borginni í þessum lands- hluta. Óttast menn að meiri jarð- hræringar fylgi á eftir. Nýju Dehli, 5. marz. — Jarðskjálftakippur varð hér í borg í morgun og hefur hann vakið skelfingu fólks, m. a. með tilliti til fréttanna frá Agadir. — Hefur fólk flutt úr húsum og hefst við úti á bersvæði. Guðrún Guðjónsdóttir — Kveðja Fædd 10. september 1907 Dáin 28. febrúar 1960 Á MORGUN verður til grafar borin Guðrún Guðjónsdóttir, sem starfað hefur undanfarin 32 ár við verzlun Marteins Einarsson- ar & Co. hér í bænum og var því mörgum Reykvíkingum kunn. Hún var fædd í Reykjavík þ. 10. september 1907 og voru for- eldrar hennar þau Steinunn Gamalíelsdóttir frá Efri Gröf í Flóa og Guðjón Jónsson jám- smiður frá Stokkseyri. Guðrún var ung að árum er hún missti foreldra sína og byrj- aði því fljótt að vinna fyrir sér. Um tvítugt hóf hún starf hjá Marteini heitn. Einarssyni kaup- manni og vann þar látlaust þar til á síðastliðu sumri, að hún tók þá veiki, sem nú hefur dregið hana til dauða. Ljúfmennsku og lipurð Guð- rúnar var við brugðið í hópi við- skiptavina hinnar stóru verzlun- ar Marteins, sem sjálfur mat störf hennar mikils og fól henni trúnaðarstörf um innkaup og fleira fyrir verzlunina. Guðrún var góðum gáfum gædd. Listsaum hennar og söng- hneigð var kunn í vina hóp. Öll söknum vér hennar mikils og vottum ættingjum hennar sam- úð í sorg þeirra. J. O. J. frá Kabúl til Moskvu og lauk þar með Asíuför sinni. Við heim komuna til Moskvu fór hann til hins volduga íþróttaleikvangs borgarinnar og flutti þúsundum borgarbúa skýrslu um Asíuför- Vel á verði Það kom greinilega í ljós, í Afganistan-heimsókn Krúsjeffs, að þessi smiáþjóð í mið Asíu er vel á verði gegn rússneskri út- þenslu. Afganar hafa notið mikillar efnahagsaðstoðar frá Rússum undanfarin ár og hafa vestrænir menn óttast að Afgan- istan væri að gerast rússneskt leppríki. Vestrænir fréttamenn í Afganistan telja nú, að þessar fréttir séu stórlega ýktar. Ætlxmin var að gengið væri frá menningarsáttmála Afganistan og Rússlands og að sameiginleg tilkynning yrði gefin út um heim sókn Krúsjeffs, en bæði hefur dregizt vegna þess, að Afganar felldu sig ekki við orðalag það, sem Rússar vildu hafa á þessum skjölum. Fannst Afgönum að þjóðerni þeirra væri sýnd lítils- virðing með nokkrum klausum í þessum yfirlýsingum. Er ekki búizt við að þær verði birtar fyrr en á sunnudag. Sólbrúnn Þegar Krúsjeff kom til Moskvu, virtist hann vera í bezta skapi. Hann var sólbrúnn og frísklegur og ekki að sjá nein þreytumerki á honum. Hann kyssti Ninu konu sína innilega við komuna til borg arinnar. Síðan var honum ekið hið skjótasta til íþróttaleikvang- arins. Þúsundir áheyrenda hylltu Krúsjeff, þegar hann flutti langa ræðu um ástandið í Asíulöndum. Hann sagði að þjóðir Asíu, Afríku og Suður Ameríku væru að rísa upp gegn nýlenduherr- unum. Kvað hann þær leita til Rússa um fordæmi efnahagslegr ar uppbyggingar, stefna marxis- mans myndi verða leiðarljós fá- tæku þjóðanna til uppbyggingar. Vlcrki æskulýðsins MERKI æskulýðsdagsins verða afhent frá kl. 9 árdegis í dag á eftirtöldum stöðum: Háskólan- um, Fríkirkjunni, Hallgríms- kirkju, Lindargötu 50, Sjómanna skólanum, Eskihiíðarskólanum, Laugarneskirkju, Iláagerðisskóla, Safnaðarheimili Langholtskirkju, Félagsheimili Kópavogs. Eru sölu börn beðin að koma á þessa staði. Mcrkin kosta tíu krónur. AKRANESI, 5. marz. — Bátarnir héðan eru á sjó í dag. í gær lönd- uðu þeir alls 136 lestum. Afla- hæstir netjabátanna voru Sigur- von með 28,5 lestir, og Sigurður 15,6 lestir. En af línubátunum hafði Ásbjörg beztan afla 13,1 lest. í gær kom Selfoss og lestaði hér 7000 kassa af frosnum fiski og 2000 tunnur af saltsíld. — O. — Sprenging Framh. af bls. 1 Ijósmyndari og franskur pró- fessor. Sprengingin var feikimikil. Brot úr akkeri og skrúfu skips- ins hafa fundizt í miðbænum í Havana um 1% km frá sprengi- staðnum. Þúsundir gluggarúðna í nálægiim hverfum splundruðust og eitt hafnarhverfið eyðilagðist í sprengingunni og i eldum sem komu upp við hana. Þetta er mesta slys sem orðið hefur í sögu borgarinnar Hav- ana síðan bandaríska orrustu- skipinu Maine var sökkt í höfn- inni í Havana 1898, en þá fór- ust 200 manns. Sorg er nú ríkj- andi í Havana og blakta fánar hvarvetna í hálfa stöng. Castro forsætisráðherra fór í morgun yfir slyssvæðið í flugvél og virti fyrir sér skemmdirnar. Schannong’s minnisvarðar 0ster Farimagsgade 42, Kþbenhavn 0. Lokað vegna jarðarfarar mánudaginn 7. þ.m. frá kl. 12—4 Marteinn Einarsson & Co. Laugaveg 31 — Reykjavík Dóttir mín og systir SIGRÍDUR K. GUÐMUNDSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 8. þ.m. klukkan 3 e.h. Ástríður Jónsdóttir, Jón Guðmundsson. Móðir mín RAGNHEIÐUR SIGRÍÐUR STEINSDÓTTIR Njörvasundi 32, verður jarðsett frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. marz kl. 13,15. Athöfnin hefst með bæn að heimili mínu kL 12,30. Steinn Júiíus Árnason. Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem auðsýndu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför föður, tengda- föður, afa og langafa okkar SIGURJÓNS STEFÁNSSONAR Kirkjuteig 13. Sérstaklega ber þó að þakka það sérstaka vinarþel er organisti og kirkjukór Laugarneskirkju auðsýndu okkur. Aðstandendur. Innilega þökkum við auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR BJÖRNSSONAR Reykjakoti. Böm og tengdabörn. Innilegar þakkir færum við öllum er minntust ÁGÚSTU G. TEITSDÓTTUR og sýndu okkur ástúð og vinarhug við fráfall hennar. Við þökkum Birni Gunnlaugssyni lækni hér í bæ og starfsfólki að Reykjalundi fyrir einstaka umönnun henni veitta til síðustu stundar. Ástþór B. Jónsson og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.