Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 24
V E Ð R I Ð Sjá veðurkort á bls. 2. r^_ 55. tbl. — Sunnudagur G. marz 1960 Reykjavíkurbréf er á blaðsíðu 13. Nýja Loftleiðavélin afhent á miðvikud. Á MIÐVIKUDAGINN verður önnur af hinum nýju Cloudmast- erflugvélum Loftleiða afhent í Miami. Munu þeir Kristján Guð- laugsson, form. félagsstjórnar og Alfi'eð Gíslason, framkvæmda- stjóri veita flugvélinni móttöku ' tfyrir hönd Loftleiða. Nýja flugvélin er af sömu gerð og Leifur Eiríksson DC-6b, og ( getur tekið 70—80 farþega. Ekki hefur henni verið gefið nafn enn sem komið er. Áhafnir hafa að undanförnu verið þjálfaðir í að fljúga þessum nýjum vélum og tekur ein við vélinni í Miami á miðvikudag. Nýja flugvélin á að koma inn í áætlunarferðir Loftleiða 1. apríl, en þangað til verður hún notuð til æfingaflugs og þess háttar. Brúðguminn á Akureyri en brúðurin í Póllandi er hjónavígslan fór fram r AKUREYRI, 4. marz. — Sá sér- Stæði atburður skeði hér í síð- txstu viku að Jakob Árnason, fyrrum ritstjóri, gekk í hjóna- band með pólskri konu og var vígslan framkvæmd í Póllandi, þótt brúðguminn væri staddur hér á Akureyri en brúðurin þar úti. Hafði Jakob áður sent öll gögn til giftingarinnar utan til umboðsmanns er viðstaddur var vígsluna fyrir hans hönd. Á til- skildum tíma, er vígslan skyldi ' fara fram, bauð Jakob nokkrum Raftruflanir * ?®g snj j AKUREYRI, 5. marz. — Raf- I magnstruflanir hafa verið hér í gær og dag, en ekki er rafmagn þó skammtað enn. Ófærð er nú mikil á vegum í ■ Eyjafirði og mjólkurflutningar stopulir. Eyjafjörður er hemaður ís, sem þó er ekki þykkri en svo, &ð skip komast inn í Akureyrar- höfn. Umhleypingar eru miklir þótt oftast snjói. Fyrir skömmu komst fiNistið upp í 17 stig hér, en í gær breyttist hitastigið úr 7 stiga frosti í 3 stiga hita. Ekki er óttast um mjólkurskort hér í bænum, þótt mjólkurflutn- ingar gangi erfiðlega, því bæn- um nægir að til mjólkursamlags- ins berist aðeins V\ venjulegs mjólkurmagns til þess að hægt sé að fullnægja daglegri neyzlu- mjólkurþörf. — Job. 1 Ragnhildur Auður Sjólístœðis- kvennolélogið Hvöt heldur fund í Sjálfstæðishús- inu á mánudagskvöld kl. 8.30. Rætt verður um efnahagsmálin. Framsöguræður flytja alþingis mennirnir frú Auður Auðuns, borgarstjóri, og frú Ragnhildur Heigadóttir. Á eftir verða frjálsar umræður og síðan kaffidrykkja. Aliar kon- ur eru velkomnar á fundinn. vinum til fagnaðar að Hótel KEA. — Fréttaritari. Yfir helmingur herskálaíbúða tekin úr notkun á síðustu árúm Frá bæjar- stjórnarfundi Á BÆJARSTJÓRNAR- FUNDI sl. fimmtudag var tekin til umræðu tillaga frá Alfreð Gíslasyni um að bæj- arstjórn yrði birt hið fyrsta skýrsla um skoðun og skrán- ingu ónothæfra í búða í Atkvæðogreiðsla um vinnu- stöðvun í Eyjtun NÚ fyrir helgina fór fram í Vest- mannaeyjum atkvæðagreiðsla um heimild til vinnustöðvunar í Sjómannafélaginu Jötni og Vél- stjórafélagi Vestmannaeyja. At- kvæðagreiðslan hófst á fimmtu- dag og var henni haldið áfram á föstudag og laugardag. Var at- kvæðagreiðslunni ekki lokið í gær er blaðið fór í prentun. Reykjavík, sem unnið hefði verið að. 308 íbúðir teknar úr notkun Fyrir fundinum lá greinargerð borgarlæknis með niðurstöðu- tölum íbúðaskráningar, og hafa samkvæmt henni verið skoðaðar og skráðar 2791 íbúð í herskál- • • Oskudagurinn spair 18 bræðrum ÞÚFUM, N.-fs., 4. marz. — Harð- indatíð og hríðarveður hafa verið hér undanfarið. Frost oft 8—13 stig. Snjór er ekki mikill vestan Djúpsins, en nokkru meiri norð- an þess. Öskudagurinn var bjart- ur og kaldur, og spáir hann sér 18 bræðrum á föstunni, segir eldra fólkið. Þó vonskuveður hafi oft verið, hefir djúpbáturinn alltaf haldið sinni áætlun, tvisvar í viku. — Ágætir hagar eru fyrir beitar- fénað ,þegar veður er gott. — PP. Nýjum báti hleypt af stokkunum í Neskaupstað im, skúrum og kjöllurum á síð- ustu 5 árum. Við heildarskrán- ingu á árunum 1955—1957 voru skoðaðar 2272 slíkar íbúðir, en eftir það hefur skoðun nær ein- göngu beinst að lélegu og slæmu húsnæði. Af skrásettum íbúðum á þessu tímabili voru 488 her- skálar, 129 skúrar, 1876 kjallarar og 298 aðrar íbúðir. 893 vottorð hafa verið gefin út 1957—1959, og 308 skrásettar íbúðir teknar úr notkun svo vitað sé, þar af 272 herskálaíbúðir, eða meira en helmingur þeirra. Þessi mynd er at einu mál- verka þeirra, sem Veturliði Gunnarsson listmálari sýnir um þessar mundir á vegum listkynningar Mbl. Kallar listamaðurinn hana „Lág- nætti“. Veturliði er meðal þeirra yngri listmálara okk- ar, sem mesta athygli hafa vakið á undan örnum árum. Öll málverkin, sem hann sýnir nú í sýningarglugga Mbl. eru til sölu hjá lista- manninum sjálfum eða af- greiðslu blaðsins. Síðar segir í skýrslunni, að við heildarskoðunina 1955—1957 hafi um helmingur íbúða í herskálum, skúrum og kjöllurum reynzt vera viðunandi eða góðar, en hinn helmingurinn lélegur eða óhæfur til íbúðar. Nokkrar umræður urðu um skýrsluna. Tveir bílar vinningar í símahappdrætti NESKAUPSTAÐ, 4. marz. — Á morgun, laugardag, er ráðgert að hleypa af stokkunum nýjum 65 lesta vélbáti, sem nú er fullsmíð- aður í skipasmíðastöð Dréttar- brautarinnar hf. í Neskaupstað. Dráttarbrautin hf. smíðaði bát- inn fyrir eigin reikning, en hefur selt hann Hraðfrystihúsi Grund- arfjarðar og fleirum. Nafn báts- ins er Gnýfari SH 8. Hann er 8. báturinn, sem Dráttarbrautin hf. hefur smíðað. Gnýfari er 65 brúttólestir að stærð, smíðaður úr eik. Hann er búinn 390 hestafla Mannheim- Diesel-aðalvél, auk hjálparvélar. í bátnum eru öll nýtízku sigl- inga- öryggis og fiskileitartæki, svo sem ratsjá, rafmagnsstýris- vél, dýptarmælir, og auk hans stór Simrad-fisksjá. Vel er vandað til allrar smíði innanborðs og frágangur allur mjög góður. Sverrir Guðmundsson, skipa- smíðameistari, gerði uppdrætti að bátnum og hafði á hendi stjórn smíðinnar, þangað til hann fluttist úr bænum síðastliðið haust. Síðan hefur Gunnar Þór- arinsson verið yfirmaður við smíði bátsins. Niðursetningu véla og annarrar járnsmíði stjórnaði Reynir Zoega, verkstjóri. Krist- ján Lundberg, rafvirkjameistari, sá um allar raflagnir og Baldur Böðvarsson, útvarpsvirki, setti niður öll tæki í bátinn. Skipshöfnin er komin vestan frá Grafarnesi til að taka við bátnum, sem fer strax á veiðar. Skipstjóri verður Hinrik Elbergs son. — Fréttaritari. STYRKTARFÉLAG lamaðra og fatlaðra hefur ákveðið að stofna til svokallaðs síma- happdrættis, eins og það hef- ur gert undanfarin tvö ár. Mun sala happdrættismið- anna hefjast þegar upp úr helgínni. Símnotendur hafa forgangsrétt Sveinbjörg Finnsson, fram- kvæmdastjóri styrktarfélagsins, tjóði blaðamönnum það, að fyrir komulag happdrættisins yrði með sama hætti og áður. Símnot andi fær afhentan miða, um leið og hann greiðir afnotagjaldið af síma sínum, sem veitir honum rétt til að kaupa happdrættis- miða með símanúmeri hans. Verð miðans er 100 krónur. Sé símnotandi ekki búinn að nctfæra sér heimildarmiðann fyr ir 15. maí 1960, verður hann seld u hverjum sem hafa vill, en dreg ið verður 21. júní n.k. Tveir aðalvinningar — fjórir auka Aðalvinningarnir verða tveir, Opel Caravan bifreið að verð- mæti kr. 160.000,00 og Volks- wagen bifreið, Stationgerð, að verðmæti kr. 150.000,00. — Auk þess verða fjórir aukavinningar, sem eru ávísun á vöruúttekt, hver að upphæð kr. 10.000,00. — Verður samstundis hringt í vinn ingsnúmerin og dráttur hefur far ið fram. Tveimur kaupstöðum bætt við S. 1. tvö ár hefur símahapp- drættið aðeins farið fram í Reykjavík og Hafnarfirði, en nú verður þeim kaupstöðum bætt við, sem sjálfvirkar símstöðvar hafa, þ. e. Keflavík og Akureyri. Ágóði af símahappdrættinu mun renna til æfingarstöðvar fé- lagsins að Sjafnargötu 14, enn- fremur til sumarheimilis fyrir fötluð börn, en sumarheimili var starfrækt í fyrra-sumar að Varmalandi með góðum árangri. Einnig er í ráði hjá félaginu að koma upp húsnæði, sem fatlað fólk utan af landi hefði afnot af. Tilgangur félagsins er að starfa fyrir allt landið, en margt fólk utan af landsbyggðinni hefur ekki getað notfært sér starfsemi þess, þar eð félagið hefur enn sem komið er ekki getað séð því fyrir dvalarstað. Hjálpið þeim til að hjálpa sér sjálfir í bréfi S.L.F. til símnotenda segir í lokin. „Með aðstoð yðar við fyrri símahappdrætti S.L.F. áttuð þér yðar þátt í því, að hægt var að halda áfram rekstri æfingastöðva félagsins, og kann það yður alúð ar þakkir fyrir. Lamaðir og fatlaðir, sem nú njóta meðferðar á æfingastöð- inni, eða bíða eftir að komast að, vona að þér bregðizt einnig vel við NÚ, og hjálpið þeim til þess að geta hjálpað sér sjálfir".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.