Morgunblaðið - 15.03.1960, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.03.1960, Qupperneq 1
20 síður MORGUNBLAÐINU barst í gær kvöldi eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá landhelgisgæzlunni: Nú um helgina fluttu brezku herskipin bæði verndarsvæði sín, annað frá Snæfellsnesi að Eldey, og hitt frá Selvogsgrunni að Ing- ólfshöfða. Vestur af Eldey voru í morgun 9 brezkir togarar að ólöglegum veiðum og gætti þeirra herskipið UNDINE, F.141. Þar var og varð- skipið Þór, skipherra Þórarinn Björnsson. Kl. 15.30 í dag til- kynnti herskipið togurunum, að nú yrði svæðinu lokað, og þeir yrðu allir að fara út fyrir 12 sjó- mílna mörkin. Hélt þá allur hóp- urinn til hafs. Við Ingólfshöfða voru í morg- un 8 brezkir togarar að ólöglegum veiðum undir vernd herskipsins PAliADIN, F-I65, og var þar á- gæt veiði, allt að 6 pokar í hali. Þar var og varðskipið Ægir, skip- herra Jón Jónsson. Var herskipið búið að tiikynna togurunum að svæðinu yrði lokað kl. 22.00 í kvöld og þeir yrðu allir að vera komnir út fyrir mörkin á mið- nætti. Kl. 18.00 í kvöld voru þó aðeins 3 togarar þar enn að veið- um, — hinir hættir vegna veðurs. Nánari fréttir af brottför brezka flotans úr landhelginni eru á þriðju síðu. Engar kúlur... LONDON, 14. marz: Fréttaritari Mbl. í London símar að togarinn James Barrie, sem eltur var af varðskipinu Albert eftir að varð- skipið kom að honum að veið- um 8,7 sjómílur fyrir innan fisk- veiðitakmörkin hinn 21. febr sl., hafi í gær landað afla sínum í Hull. Aflinn reyndist um 190 tonn, þar af 115 tonn veidd á Noregs-miðum eftir að togarinn fór frá Íslandi. Skipstjórinn, William Clark, segir svo frá atburðinum: Við slökuðum á vírunum til að geta aukið ferðina, þar sem við vor- um aðeins á þriggja mílna hraða og auðvelt hefði verið að ráðast um borð til okkar. En þá lenti annar trollvírinn í skrúfunni og slitnaði, en við héldum áfram með trollið hangandi 1 öðrum vírnum. Svo festist trollið í botni og við það slitnaði hinn vírinn, svo við misstum það. Albert skaut að okkur 6 skot- um úr tveggja punda fallbyssu er hann hefur í stafni. Ég veit ekki hvort þetta voru púðurskot, en engar kúlur lentu á okkur. Um tíma var Albert í aðeins 10 metra fjarlægð frá okkur. Það næsta sem við komumst íslenzku ströndinni voru fimm sjómílur. Koma þessi ummæli skipstjór- ans illa heim við þá staðreynd, að skipið var 8,7 sjómílur fyrir innan takmörkin eins og áður er sagt. Gaufur kom með brenn- andi bát um miðnættið Samtal við skipshöfnina LAUST fyrir miðnætti í nótt kom varðskipið Gautur, skip- herra Sigurður Árnason, með vélskipið Vísund rjúkandi í eftirdragi á ytri höfnina í Reykjavík, en kviknað hafði í bátnum er hann var staddur um 25 sjómílur SV af Akranesi um tvö leytið síðdegis. Dráttarbáturinn Magni tók við Vís- undi á ytri höfninni, tók hann á síðuna og sigldi með hann upp að hafnargarðinum, þar sem slökkviliðið beið. Skipsmenn voru allir ómeidd- ir um borð í Gaut, sem sigldi á eftir inn í höfnina. Höfðu þeir ,lokað“ eldinn undir þiljum áð- Samningur um Grænlandsflug KAUPMANNAHÖFN, 14. marz. Einkaskeyti til Mbl. — Aðstoðar- forstjóri Grænlandsverzlunarinn ar, Magnus Jensen er komin heim úr ferð til Kanada. Þar gekk hann frá samningi við Eastern Provincial flugfélagið um að það annist flug í Grænlandi á tímabil- inu maí til september með eínum flugbáti af gerðinni Katalína og tveim flugbátum af De Havilland gerð. Katalína vélin, sem tekur 20 farþega, mun halda uppi sam- göngum milli Syðri-Straumfjarð- ar og Narssarssuaq, en De Havil- land vélarnar, sem taka 9 far- þega munu fljúga milli byggða á v esturströndinni. ur en þeir yfirgáfu skipið. Telja þeir að kviknað hafi út frá raf- magnstöflu. Fréttamenn frá Mbl. áttu í gærkvöldi tal við skipstjóra og skipshöfn á hinu brennandi skipi, meðan slökkviliðið var að störf- um. Enn rauk úr skipinu, þó eld- ur hefði verið í því í 10 tíma, en lítið var á því að sjá að utan, fiskur á dekki og óbrunnir kaðl- ar, enda er Vísundur 90 tonna stálskip, byggt 1875, en endur- byggt 1946. Eigandinn Jón Frank lín ,var kominn niður á hafnar- bakka. f gúmmíbátinn Skipsmönnum, sem voru 12 að tölu, sagðist svo frá, að um tvö Ieytið hafi þeir allt í einu orðið varir við að reyk lagði upp úr vélarúmi Þá voru all- ir á dekki, voru búnir með 2 lagnir, en áttu enn fjórar trossur úti. Ætiuðu þeir nið- ur til að reyna að slökkva eldinn með þremur slökkvi- tækjum, en komust ekki fyr- ir reyk. Lokuðu þeir eldinn þá inni, og eftir að þeir höfðu heyrt smávægilega spreng- ingu niðri í skipinu, skáru þeir á veiðarfærin, og sigldu upp að Reyni frá Akranesi, sem var staddur skammt frá. Fóru þeir í gúmmíbátnum yf- ir í Reyni. Ekki var hægt að drepa á vélinni, og gekk hún lengi vel. Ekki var neitt að veðri, er þetta gerðist, að sögn skip- verja, og gekk þeim vel yfir í Reyni. Er varðbáturinn Gaut- ur kom á vettvang, fóru skip- stjóri, 1. vélstjóri og stýri- maður aftur yfir í Vísund, til að festa í hann kaðlana. Var skipið allt þá orðið mjög heitt. Tók Gautur við skipverjum og dró Stíganda áleiðis til Reykja Þessi mynd sýnir Frum- herja V. og á örmunum sem ganga út frá hnettinum má greinilega sjá tækin sem eiga að vinna orku úr sólargeislun- um, og þannig halda stærra senditækinu í gangi um ófyr- trsjáanlegan tíma. Sjá nánar frétt á bls. 19. ^ víkur, en Sigurður skipstjórl bað Magna um að koma á móti þeim á ytri höfnina. Fyrsti góði róðurinn — Stutt vertíð þetta, sögðu skipverjar, er þeir spígsporuðu á hafnarbakkanum og horfðu á skip sitt brenna. Við höfum lítið haft á þessari þriggja vikna ver- tíð, þangað til núna. Við vorum komnir með 10 tonn í lestina, þeg ar eldsins var vart. ★ Skipstjóri á Vísundi heitir Gísli Magnússon, 25 ára að aldri og 'var hann nýtekinn við skip- inu. 'Skipverjar eru allt ungir menn, flestir Reyvíkingar, einn mállaus Færeyingur og einn danskur prentari, sem hafði tek- ið sjóinn fram yfir prentsmiðj- una. Er fréttamaður spurði hvort ekki væri ónotalegt að vera á brennandi skipi úti á rúmsjó, svöruðu þeir allir í kór, að svo væri að vísu, en þarna hefði ver- ið bátar allt í kring, og þeir því ekki fundið til ótta. Yekjuskattur og útsvar vísitölufjöl- skyldu lœkkar 700-800 kr. meira en hœkkun söluskattsins nemur ÖNNUR umræða um sölu- skattsfrumvarpið stóð yfir í efri deild í gærdag og fram á nótt. Deildu stjórnarandstæð- ingar mjög á söluskattinn í löngum og fyrirferðarmiklum ræðum. Einkum varð þeim tíðrætt um þá gífurlegu kjara- skerðingu, sem skatturinn ylli láglaunafólki eins og þeir orð- uðu það. Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra, flutti svarræðu laust fyrir miðnætti í nótt. — Hrakti hann í ítarlegu máli ádeilur stjórnarandstæðinga og benti á tvískinnungshátt þeirra, einkum Framsóknar- manna, til söluskatts fyrr og nú. Þá sýndi fjármálaráðherra með tölum fram á, að útgjöld meðalfjölskyldu, vísitölufjöl- skyldu, lækka er söluskattur- inn hefur verið lögleiddur, en niður felldur tekjuskattur og útsvar. Aukin útgjöld: 8% söluskatt ur gerir 1700:0 kr. á ári. 3% söluskattur gerir 1525:— kr. á ári, en samtals nemur þetta 3225:— kr. Frá dregst 9% sölu skattur og verða þá eftir 1875:— kr. Á þessu ári, í þrjá ársfjórðunga rúmlega 1400:—. Aukaútgjöld vísitölufjöl. skyldunnar nema þannig 1400: — kr. á þessu ári. Afnám tekjuskattsins af al- mennum launatekjum mun nema 1450:— kr. á þessu ári og útsvarslækkun a. m. k. 700:— hjá vísitölufjölskyldu. Með þessum breytingum á skattalögunum verður þannig um 700 til 800 kr. lækkun á sköttunum hjá meðalfjöl- skyldu á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.