Morgunblaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 2
2 MORGinSBLAÐlÐ Þriðjudagur 15. marz 1960 Reynf að spyrna fótum gegn auknum úfgjöldum Áíit meiri hlufa fjvn. um fjárlagafrv. 1960 NEFNDARÁLIT meiri hluta fjárveitinganefndar um fjár- lagafrumvarpið 1960 var lagt fram á Alþingi í gær. Hefur nefndin ekki orðið sammála um afstöðu til frumvarpsins. — Tillögur um breytingar á gjaldabálki eru þó fluttar sameiginlega af nefndinni, en tillögur um breytingar á tekju bálki eru fluttar af meiri hluta nefndarinnar. ■ í áliti meiri hlutans segir m. a.: 1,8% útg.jaldahækkun — Mjög heíur verið sótt á Enn týnist lykill | f SAMBANDI við endur- S skoðun á frímerkjum hjá S póststjórninni í sambandi við frímerkjamálið, þá hef- ur komið bobbi í bátinn. Einn af þeim sem að endur- skoðuninni starfar, hafði týnt lykli að skrifborði póstmálafulltrúans, sem ekki gegnir störfum vegna rannsóknar málsins. Hafði í fulltrúinn orðið að láta end- ) urskoðuninni í té sína lykla. ■ Áður hafði týnzt lykill að s peningaskáp í _ frímerkja- i geymslunni. • 50 tonn w I róðri AKRANESI, 14. marz. — 860 lestir af fiski bárust á land hér á Akranesi á laugardag. Og í dag, mánudag eru 18 bátar á sjó. Þorskurinn er á fleygiferð eftir ætinu og í stórum torfum og ráða höpp hvar og hvenær hann slær sér að botninum. Á laugardaginn komu 20 bátar með 513 lestir. Hæstir voru þá Sigurður _með 50,8 lestir, Sigrún 48 lestir, Sæfari 46,8, Farsæll 41 og Sigurfari 38,7 lestir. í gær, sunnudag, komu 347 lestir á 18 báta Aflahæstir í gær voru Sæ- fari 34,6 lestir, Heimaskagi 31,7 og Sigurður 30,3 lestir. Unnið var til kl. 4 í frystihús- unum hér aðfaranótt sunnudags. — Oddur. Missti skrúfuna UM MIÐJAN dag í gær missti báturinn Geir goði frá Hafnar- firði skrúfuna 30 mílur út af Malarrifi. Talstöð bátsins var biluð, en gegnum talstöðvar nær- liggjandi báta náðist samband við björgunarskútuna Sæbjörgu, sem þegar fór á vettvang nefndina um stóraukin útgjöld, bæði til fjárfestingar og annarra mála, sem flest eru þörf og nauð- synleg. Hefur meiri hluti nefnd- arinnar lagt áherzlu á að spyrna, svo sem auðið var, fótum gegn auknum útgjöldum og því ekki talið sér fært að taka upp nema lítinn hluta þeirra óska-um fjár- framlög, sem fram hafa verið bornar. Útgjaldatillögur þær, sem meiri hl. n. stendur að, valda aðeins tæplega 1,8% hækkun á fjárlagafrv. Gjöld Af auknum útgjöldum, sem gert er ráð fyrir, má nefna hækk að framlag til Landspítalans um rúma milljón, námsstyrkir og námslán er lagt til að hækki um tæpar tvær milljónir og framlag til bygginga nýxra skólahúsa hækkar um 3 milljónir. Framlag til nýrra akvega er lagt til að hækki um 4,5 millj., til brúar- gerða um 1,3 milljónir og til hafnargerða um 1,2 milljónir. f>á er lagt til að uppbætur á eftir- laun og lífeyri nemi 2,3 millj. og er það nýr liður. Aðrir liðir hækka minna. Tekjur Meiri hluti nefndarinnar Iegg- ur til að hækka áætlun frv. um Voru tveir um smyglið HÁSETINN á Langjökli, sem staðinn var að því að smygla hátt á annað hundrað fíöskum af vodka í land í Keflavík, viður- kenndi fyrir Sakadómi Reykja- víkur, að annar skipverji væri sér samsekur og voru menr.imir dæmdir í 48.400 kr. sekt hvor og 160 daga varðhald til vara. Einn- ig var þeim gert að greiða máls- kostnað og hið smyglaða áfengi gert upptækt. Kváðust skipverjar þessir hafa keypt vodkabirgðirnar í Warne- múnde í Austur-Þýzkalandi í næstsíðustu ferð og geymt það í rennusteinum í lest síðan. . tekjur af ýmsum tekjustofnum um 20 millj. Að auki er lagt til að hækka áætlaðar nettótekjur af tóbaki og áfengi um 15 millj. kr. Segir í álitinu, að tóbaks- einkasalan ætti að geta skilað þeim tekjum án verðhækkunar, en verð áfengis muni þurfa að hækka nokkuð. 11,8 millj. kr. greiðsluafgangur Niðurstöðutölur frv. á sjóðs- yfirliti verða sem hér segir, ef breytingartillögur meiri hlutans verða samþykktar: Hækkun gjalda .. kr. 25.233.594 ■i- Lækkun gjalda — 282.634 Hækkun gj. alls kr. 24.950.960 Hækkun tekna + Gr.afg. í frv. kr. 35.000.000 — 1.831.832 Tekjuauki alls kr. 36.831.832 Niðurstöðutölur: Inn ....... Út ........ kr. 1.499.704.500 — J..487.823.628 Gr.afgangur kr. 11.880.872 Á SUNNUDAGINN var af- hjúpað brjóstlíkan á Thors- planinu af Þórði heitnum Edi- lonssyni, sem Ríkharður Jóns- son, myndhöggvari, hefur gert úr bronsi. Við það tækifæri voru flutt ávörp og lúðrasveit lék. Margt manna var viðstatt athöfnina, þrátt fyrir rigning- arsúld. Ljósm. Herdís Guðmundsdóttir. Ragnhildur í Ögri látin RAGNHILDUR Jakobsdóttir frá Ögri andaðist hér í Reykjavík, r.ær áttræð að aldri, sl. sunnu- dag. Hún hafði dvalizt hér syðra síðan sl. haust. Ragnhildur var dóttir hins merka bónda, Jakobs RósinkarsSonar og Þuríðar Ólafs- dóttur konu hans, er lengi bjuggu í Ögri við rausn og höfðingsskap. Bjó hún, ásamt Halldóru systur sinni, í áratugi á ættaróðali sínu. Gerðu þær systur miklar umbæt- ur á hinu forna höfuðbóli. Ragn- hildur í Ögri var svipmikil og sérstæð kona. Hún var á síðustu árum sínum farin að heilsu. Brezkur sjómaður hálshrotnar SL. LAUGARDAG varð þa® slys um borð í brezka togar- anum Viviana G¥ 233, er hann var staddur við Eldey, að brezkur sjómaður hálsbrotn- aði um borð og beið bana. Annar brezkur togari, Vasc- ana, mun hafa ætlað að taka líkið og fara með það til Eng- lands. Atkvœði jöfn Erfiðar kosningar 3ja sinn Sauðárkróki Sauðárkróki 14. marz. EINS og getið var í Mbl. sl. miðvikudag höfðu kosn- ingar til stjórnarkjörs í Verkamannafélaginu Fram- sókn hér á Sauðárkróki far- ið fram tvisvar sinnu, fyrst á fundi, en síðar með alls- herjaratkvæðagreiðslu um fyrri helgi. Fengu þeir tveir listar, sem í framboði eru jöfn atkvæði í bæði skiptin, 24:24 og 52:52. Enn fór fram allsberjar- atkvæðagreiðsla um sl. helgi um sömu lista, og urðu úr- slit kunn á sunnudagskvöld Atkvæði greiddu 140 og fór nú sem fyrr, að listarnir hlutu jöfn atkvæði, 69 hvor, en 2 seðlar voru auðir. Það sem einna mesta at- hygli vakti við þessar síðustu kosningar var að form. Al- þýðuflokksfélagsins á Sauð- árkróki, sem jafnframt er formannsefni á B-listanum, neytti nú atkvæðisréttar síns, en það gerði hann ekki við fyrri allsherjaratkvæða- greiðsluna. Framsóknarmenn halda því nokkuð á lofti, að liann muni hafa átt annan auða seðilinn. Allt er enn í óvissu um það til hverra ráða verður gripið svo félagið fái löglega kjörna stjórn, og er núver- andi stjórn þess að velta fyr- ir sér möguleikunum. — Jón. NA /5 hnúlar y S/ 50 hnutar X Snjókoma 9 06 i V Skúrir K Þrumur w.%. Kuldasbl Hifaskil H Hast L Loeqi Vöku-skemmtun frestað SKEMMTUN vegna 25 ára af- mælis VÖKU, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, er halda átti miðivkudaginn 16. marz nk., er frestað til miðvikudagsins 23. marz nk. Skemmtunin verður haldin í Þjóðleikhússkjallaranum og hefst k) 21.00. Nánar auglýst síðar. Stjóm VÖKU. 1020 -/> /(0u . v N T V ) # /f V /9 YJp. ? _ 4 Hooo Sumarið ekki alls staðar komið VORIÐ er komið í Suður- Englandi, því að um hádegis- bil í gær var þar 13 stiga hiti, eins og sjá má að kortinu. Þá var frostlaust á íslandi og úr- komulaust, nema á SA-landi voru skúrir og lítilsháttar snjó koma í Mörðudal. Á Austurströnd Grænlands fylgdi austanáttinni snjókoma alla leið frá 77. gráðu N suður á 64. Er það um það bil 1900 km. strandlengja. Annað snjó- komusvæði er á Nýfundna- landi og stóru svæði þaðan til austurs og norð-austurs. 1 þriðja lagi snjóar víða í Sví- þjóð. Má af"þessu sjá, að ekki er sumarið alls staðat komið, þó vorlegt sé á íslandi. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: Sv-mið: Austanstinnings- kaldi, hvasst með köflum aust antil, skúrir, SV-land — NA- lands og Faxaflói til NA- NA-miða: A- og SA-kaldi, úr- komulaust og víða skýjað, Austfirðir- SA-land: A- og SA-kaldi, úrkomulaust og víða skýjað. Austfirðir, SA- land, Austfjarða- og SA-mið: A-stinningskaldi, lítilsháttar rigning. Nýja flugvélin heitir Snorri Sturluson HIN nýja Cloudmasterflugvél Loftleiða hefur hlotið nafnið Snorri Sturluson, en hin vélin af sömu gerð heitir Leifur Eiríks- son, eins og kunnugt er. Er nýja vélin væntanleg til íslands mánu daginn 21. þ. m. Nýja flugvélin var afhent Loftleiðum í Miami sl. miðviku- dag og tóku þeir Kristján Guð- laugsson, hrl., formaður stjórnar Loftleiða, og Alfreð Elíasson, framkvæmdastjóri, við henni fyrir hönd félagsins. Um morg- uninn var farið í reynsluflug yfir Floridaskaga og prófuð öryggis- tæki flugvélarinnar. í ferðinni voru auk þeirra Alfreðs og Krist- jáns fjórir starfsmenn Loftleiða, Gunnar Lárusson, flugvélaverk- fræðingur, Halldór Sigurjónsson, yfirflugvélavirki, Halldór Guð- mundsson, yfirmaður vélskoðun- ar Loftleiða í Nevy York, og Jó- hannes Harkússon, yfirflugstjóri. Þar var einnig H. Smith, fulltrúi íslenzku flugmálastjórnarinnar. Eftir að hinir væntanlegu kaup- endur höfðu fullvissað sig um að flugvélin væri í hinu bezta ásig- komulagi var haldið aftur til flugvallarins og afhendingin fór fram. Málningu og áletrun breytt Snorri Sturluson hefur fengið einkennisstafina TF-LLB. Flug- vélin er alveg sömu gerðar og Leifur Eiríksson, en nýja vélin hefur verið máluð öðruvísi en fyrri flugvélar Loftleiða, og verð ur ytri búnaði flugvélanna smám saman breytt til samræmis við það, sem nú hefur verið ákveðið. Helzta breytingin er sú að í stað orðanna „Icelandic Airlines Loft- leiðir“ mun nú aðeins standa stórum stöfum á hliðum flug- vélanna LOFTLEIÐIR. Félags- merkið, sem verið hefur á kinn- ungum færist aftur fyrir raðir hliðarglugga. I áætlun um næstu mánaðamót Níu flugliðar Loftleiað hafa að undanförnu verið í Miami við þjálfun á hinum nýju Cloud- masterflugvélum og er Jóhannes Markússon flugstjóri fyrirliði þeirra, en hann verður flugstjóri á leiðinni heim. Þeir Halldór Sigurjónsson og Halldór Guð- mundsson, flugstjórar, hafa einn- ig verið þar við nám um hríð. Báðar nýju Cloudmaster-flug- vélarnar munu hefja reglubund- ið flug í áætlunarferðum Lóft- leiða um næstu mánaðamót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.