Morgunblaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. marz 1960 Genfarráðstefnan 1958 rifjuð upp Forgangsréttur strandríkis til fribunaraðgerða „utan við" sjálfa landhelgina var viðurkenndur GENFARRÁÐSTEFNAN um réttarreglur á hafinu, sem hefst 17. marz nk., á að fjalla aðeins um einn þátt réttarreglnanna — víð áttu landhelgi og viðbótar- fiskveiðisvæða. Um land- helgismálið urðu mestar deilurnar á síðustu Genfar- ráðstefnu 1958 og við þetta mál eru mestu hagsmunir íslendinga bundnir. íslendingar fóru þrjár leiðir á Genfarráðstefn- unni síðustu til að reyna að tryggja sér sem mest yfir- ráð fiskimiðanna kringum landið og verndun fisk- stofnanna og er nauðsyn- legt fyrir þá sem vilja kynnast þessum málum og fylgjast með þeim, að gera sér grein fyrir mismunin- um á þessu: Landgrunn f fyrsta lagi studdu fslend- ingar tiilögu Burma að fá því framgengt í landgrunnsnefnd ráðstefnunnar, að sama skyldi gilda um dýralífið á botni hafs ins og í sjónum fyrir ofan hann ,eins og um verðmæti þau, sem í botninum finnast, að strandríki skyldi hafa einkarétt til að nýta það á landgrunni sínu. Jón Jónsson fiskifræðingur var málsvari íslands í þessari nefnd og leiddi margvísleg rök að því hve fiskurinn í sjónum væri háður botninum og að veiðar færu að mestu leyti fram við botninn eða á honum. Hefðu þessi sjónarmið náð fram að ganga, hefðum við ekkert þurft að deila meira við Breta um stærð landhelgi. En því miður voru þessar kröfur ís- lendinga vonlausar frá byrjun og nutu lítils stuðnings. Hlutu þær aðeins 11 atkv. á þing- inu. Hinsvegar var samþykkt að strandríki hefði einkarétt til vinnslu á olíu og kolum í landgrunninu — og á skel- fiski, sem lægi á botninum. Lengra voru fulltrúar ekki reiðubúnir að ganga. Landhelgi í öðru lagi leituðust fslend- ingar að sjálfsögðu við að fá viðurkenningu fyrir sem allra stærstri fiskveiðilandhelgi, bæði að draga mætti grunn- línu þvert fyrir sem breiðasta flóa, að taka mætti sérstakt tillit til þess ef strandríki hefur mikilla hagsmuna að gæta af fiskveiðum og yfir- höfuð að fá viðurkennda sem mesta víðáttu fiskveiðiland- helginnar, þar sem strandríki hefði einkarétt til fiskveiða. Almennt virtist litið svo á, að samþykki allra ríkja sem hagsmuni hefðu að gæta af fiskveiðum á vissum svæðum úthafsins þyrfti til að koma, ef friðunaraðgerðum skyldi beita þannig utan fiskveiði- landhelgi og einnig að skip Fulltrúar fslands á ráðstefnunni 1958. — Talið frá vinstri: Jón Jónsson, fiskifræðingur, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, og Hans G. Andersen, sendiherra. Um allt þetta stóðu deilurn- ar í landhelgisnefndinni og munu standa enn. Mun ég ræða nánar um það í næstu grein um þessi mál, en þetta atriði er mesta hagsmunamál íslenzku þjóðarinnar. Friðun utan landhelgi í þriðja lagi var það mikið hagsmunamál íslands, að strandríki fengi sem víðtæk- astan rétt til að ákveða fiski- verndun á úthafinu fyrir utan eiginlega fiskveiðilandhelgi. Hér verður það þó að athug- ast, að mikill munur er á slík- um friðunaraðgerðum á úthaf inu, sem ætlazt er að komi jafnt niður á öllum og hins- vegar einkarétti strandríkis innan fiskveiðilandhelgi. strandríkisins yrðu að hlíta friðunarbanninu eins og skip frá fjarlægari höfnum. fslend- ingar reru áð sjálfsögðu að því öllum árum, að réttur strand- ríkisins yrði sem allra rýmst- ur og þá sérstaklega, ef strand ríkið hefði mjög mikilla hags- muna að gæta af fiskveiðum. Baráttan milli Davíðs og Mr. Wail Þó ekki fengist fram allur sá réttur strandríkis, sem Is- lendingar óskuðu voru sam- þykktar í þessum efnum mjög athyglisverðar lagagreinar, er geta haft mjög mikla þýðingu fyrir íslendinga í framtíðinni, ekki sízt þar sem veiðitækni allri virðist nú fleygja svo stórkostlega fram, að okkur virðist stórhætta búin, ef ekki væri þarna öryggisventill. Sí- vaxandi ásókn nýrra veiði- þjófa svo sem Rússa á Norður- Atlantshafinu gerir þetta enn mikilvægara. Fiskifriðunarihálin voru rædd í hinni svonefndu þriðju nefnd Genfar-ráðstefnunnar og var Davíð Ólafsson þar að jafnaði málsvari Islands. Mikil barátta stóð þegar frá byrjun í fiskifriðunarnefnd- inni um þessi mál og oftast milli Davíðs Ólafssonar og hins brezka fiskimálastjóra, Mr. Wall, sem hélt því fram, að þörfin fyrir friðunaraðgerð ir við ísland væri mikið ýkt. Virtist oft sem Mr. Wall kæm- ist í bera mótsögn við fyrri skýrslur brezkra fiskifræð- inga og var það undarlegt hlut verk, sem þessi brezki fiski- fræðingur gegndi þarna, að berjast beinlínis gegn friðun- araðgerðum, sem fiskifræðmg ar um heim allan berjast yfir- leitt fyrir. Tillaga fslands Davíð Ólafsson fékk því í fyrstu framgengt í fiskifriðun- arnefndinni að samþykkt var breytingartillaga sem var á þessa leið: „Sérhvert strandríki getnir gert einhliða ráðstafanir til friðunar á fiskistofnum eða öðrum auðæfum hafsins á hverju því svæði sem Iiggur að landhelgislínu þess, ef samningaviðræður í þessu skyni við önnur ríki, sem hlut eiga að máli hafa ekki borið neinn árangur eftir sex mán- uði. — I*ó gildir þetta því að- eins: 1) að fyrir hendi sé þörf á skjótum friðunarráðstöfunum í ljósi þeirrar þekkingar, sem menn hafa aflað sér um fiski- miðin. 2) að ráðstafanir þær sem gerðar eru séu byggðar á við- urkenndum vísindalegum nið urstöðum 3) að þessar ráðstafanir geri ekki upp á milli inn- lendra og erlendra fiski- manna. Þessar ráðstafanir skulu vera í gildi þar til gerðir hafa verið samningar í samræmi við þær greinar þessarar sam þykktar sem varða ósamkomu lag um gildi ákveðinna ráð- stafana“. Eins og menn sjá var réttur strandríkis samkvæmt henni mjög rúmur, enda barðist Mr. Wall gegn henni eins og Ijón. Það var því athyglisverður sigur fyrir ísland, þegar hún hlaut samþykki nefndar með 27 atkv. gegn 22, en 8 sátu hjá. Norðmenn, Danir, Banda- ríkin og Kanada voru með henni. En Bretar og Rússar móti henni. En því miður stóð sá ávinn- ingur ekki lengi. Því að skömmu seinna komu Norð- menn ,sem fylgt höfðu hinni tillögunni fram með viðbótar- tillögu um að réttur strandrík is yrði verulega skertur með gerðardómsákvæði og var sú tillaga samþykkt með 39 at- kvæðum gegn 2 en 9 sátu hjá. Úrslit á allsherjar- fundinum Þegar málið kom til at- kvæða á Allsherjarfundi ráð- stefnunnar, hlaut islenzka til- lagan meirihluta atkvæða 30 atkv. gegn 21, en 18 sátu hjá, en hún fékk ekki tilskilinn % hluta atkvséða, og var þar með úr sögunni. Þó hefur það veru lega þýðingu fyrir framtíðar- þróun þessara mála, að hún skyldi fá meirihluta atkvæða. í stað íslenzku tillögunnar var samþykkt með 67 atkv. gegn engu en 10 sátu hjá, — málamiðlunartillaga frá Suð ur-Afríku, sem gekk miklu skemmra, en verður þó að teljast merkileg fyrir þá sök, að þar er viðurkenndur í fynsta skipti forgangsréttur strandríkis til að beita sér fyr- ir friðunaraðgerðum á haf- svæðum utan við fiskveiðiland helgi þess. Var sérstaklega at- hyglisvert, að tillagan var samþykkt með miklu atkvæða magni mótatkvæðalaust. Þessi mál, fiskiverndarmál- in voru ptrædd að sinni á ráð stefnunni 1958 og verða ekki til umræðu á hinni væntan- legu Genfarráðstefnu, sem hefst á fimmtudaginn. í næstu grein mun ég síðan ræða deilurnar um sjálf land- helgismálin. — Þ. Th. '1ðr -£r WAtL550f/ * v- 3? 550M I L k* Vegna mikillar aðsóknar vérður enn ein skemmtun í kvöld kl. 23,15- Aðgöngumiðasala í Austurbæjarbíói. Aðeins þetta eina sinn KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.