Morgunblaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 15. marz 1960 MORGUNBLAÐIÐ 19 Frum- herji V UM hádegi sl. föstudag skutu Bandaríkjamenn á loft nýjum gerfihnetti, sem ætlað var a'ð komast á braut umhverfis sólu. Þriggja "þrcpa eldflaug af gerðinni Thor Able var not uð til að koma hnettinum á loft og á myndinni nér til hægri sézt eldflaugin í flugi á Canaveral höfða í Florida. 160 sekúndum eftir flugtak hætti fyrsta þrepið að starfa og 100 sekúndum seinna hætti annað þrepið. En 23 mínútum eftir flugtak losnaði gerfi- hnötturinn við eldflaugina og hélt einn áfram ferðinni. Um miðjan dag á mánudag var gerfihnötturinn, sem ne/n ist Frumherji V., kominn um 800,000 km. vegalengd frá jörðinni. Frumherji V. er bú- inn tveim senditækjum og er annað þeirra fimm vatta send ir, en hitt 150 vatta. Vísinda- menn í Jodrell Bank rannsókn arstöðinni í Bretlandi sendu Frumherja V. merki á mánu- dag, sem kom minna sendi- tækinu aftur á stað og heyrð ust sendingar hnattarins greinilega 30 míríútum seinna Var senditækið þá látið hætta. Verður þetta senditæki notað meðan til þess heyrist, senni- lega næstu tvær til þrjár vik- ur, en síðan verður stærra senditækið tekið í notkun. Fær það orku sína frá sólinni. Forstjóri Jodrell Bank rann- sóknarstöðvarinnar, A. C. B. Lovell prófessor, segir að ef stærra senditækið verki þeg- ar að því kemur, vonist hann til að unnt verði áð fylgjast með Frumherja V. um 50—100 Vilja brezkir sjó- merm á ísl. skip? I LAUGARDAGSBLAÐI Dagens Nyheder er frá því skýrt, sam- kvæmt Reutersfrétt frá Grimsby, að Islendingar hafi tekið upp nýstárlega sóknaraðferð í deilunni við brezka togara. Islendingar hafi einfaldlega tekið upp á því að ráða brezka sjómenn á íslenzku fiskiskipin. Muni fyrstu brezku sjómennirnir fara fljúgandi til ís- lands einhvern daginn. Ennfremur segir í fréttinni að forstöðumaður ráðningarstofunn- ar í Englandi, Witold Korsak fyrrv. kapteinn 1 pólska hernum, fullyrði að hann hafi fengið marg ar umsóknir frá brezkum sjó- mönnum, sem geti fengið 50 sterlingspund á mánuði auk afla- verðlauna á íslenzku fiskiskipun- um. Það sé meira en þeir vinni sér fyrir á brezkum skipum. Fjórir pólskir sjómenn komnir Blaðið leitaði í gær upplýsinga bæði hjá LlU og Bæjarútgerð- ínni um það hvort brezkir sjó- menn hefðu verið ráðnir til lands ins, en ekki vissu forráðamenn þessara fyrirtækja til að svo væri. Aítur á móti komu fjórir pólsk- ir ílóltamenn, sem hafa verið búsettir í London, með flugvél til landsms á sunnudag, en þeir eru ráðnir á Sæborgu fra Hafnar- firði, sem nú er gerð út frá V estmannaey j um. milljón kílómetra leið. Brezkir og bandarískir sér fræðingar vinna sameiginlega úr upplýsingum þeim er fást frá Frumherja V., en þær varða aðallega segulsvæði, geislun sólarinnar og geim- ryk. Myndin sýnir Frum- herja V., sem vegur 40,8 kg., Verður hann þriðja gerfiplá- netan, sem gengur umhverfis sólu, en hinar tvær eru Frum herji IV., sem skotið var á loft 3. marz 1959 og „Lunik“, sem er rússneskur. Hinsvegar ganga nú sjö gerfihnettir um- hverfis jörðu, sex bandarískir og „Sputnik III.“ frá Sovét- ríkjunum. Danir vilja 72 mílur ' Kaupmannahöfn, llf. marz. Einkaskeytí til Mbl. DANSKA stjórnarblaðið Aktuelt birtir í dag grein eft- ir Jens Otto Krag, utanríkis- ráðherra, um gang landhelgis málanna og afstöðu Danmerk ur gagnvart þeim. í lok grein- arinnar segir Krag: Fiskveiðarnar hafa sömu þýð- ingu fyrir bæði Færeyjar og Grænland og þær hafa fyrir ís- land. Hafa þessi landsvæði fyrir löngu farið fram á 12 milna fisk- veiðilögsögu, þar sem fiskveiðar eru aðalatvinnuvegur íbúanna hafa þeir lögmætan rétt á vernd- un. Ég efast ekki um að önnur lönd skilji að þetta sjónarmið hlýtur að ráða stefnu Danmerk- ur. Áríðandi er að samkomulag náist á Genfarráðstefnunni, sem hefst á fimmtudaginn, því ef það verður ekkí, mun líða langur tími áður en nýjar tilraunir verða gerðar til samninga. Þetta þýddi Friðrik teflir fjöltefli í kvöld í KVÖLD kl. 8 teflir Friðrik Ól- afsson, stórmeistari, fjöltefli við unglinga í Fram-heimilinu — á vegum Æskulýðsráðs Reykjavík- ur og Taflfélags Reykjavíkur. Er þetta liður í samstarfi þessara aðila, sem staðið hefur undan- farið, um skákkennslu og tafl- klúbba. Hefur Æskulýðsráð skipulagt taflklúbba fyrir ungl- inga, en félagsmenn Taflfélags- ins hafa annazt kennsluna að rr.estu. Öllum unglingum er heimil þátttaka í fjölteflinu í kvöld, eft- ir því sem húsrúm og aðrar að- stæður leyfa. það að óbreytt ástand ríkti áfram með réttaróvissu og deilum. Þá mun viðleitni til frekari útfærslu landhelginnar efalaust þróast hjá ýmsum löndum, og eftir því sem þetta óvissutímabil verður lengra þeim mun minni verða áhrif gildandi réttarreglna á hafinu. Sex plús sex Danir munu aftur bera fram tillögu sína um sex mílna land- helgi fyrir alla, að því viðbættu að þau lönd sem eru sérstaklega háð fiskveiðum, fái að auki sex mílna fiskveiðilögsögu. Við viðurkennum að þessi til- laga hefur sínar veiku hliðar. Það getur orðið erfitt að ákveða nákvæmlega hvaða lönd uppfylli skilyiði til að öðlast sex mílna lögsögu, þannig að ekki valdi deil um. Við megum ekki loka aug- unum fyrir því að réttlát lausn verður, ef hún á að fá stuðning tiiskilins meirihluta fulltrúanna á ráðstefnunni, að byggjast á við- urkenningu í grundvallaratriðum á 12 mílna fiskveiðilögsögu, en taka jafnframt tillit til þeirra ríkja, sem stunda víðtækar fisk- veiðar fjarri eigin ströndum en nálægt ströndum annarra. Varla eru öll Norðurlöndin sammála um þessa skoðun. En á fundi, sem haldinn verður áð- ur en Genfarráðstefnan hefst, verður samt reynt að koma á einhverri samvinnu Norðurland- Bretar slaka til — og þó Samkvæmt fréttum frá Lond- on, munu fulltrúar Breta á ráð- stefnunni bera fram tillögu um að landhelgin verði sex mílur og að þar við bætist sex mílna fisk- veiðilögsaga. En brezku fulltrú- arnir munu jafnframt krefjast þess að ákveðnar fiskveiðiþjóðir hafi sögulegan rétt til veiða inn- an fiskveiðilögsagnarsvæðisins! Mafsvein vantar strax á þorskanetabát frá Hafnar- firði. Uppl. í síma 50165. Við hjónin, þökkum af hjarta öllum vinum og vanda- mönnum, nær og fjær, sem auðsýndu okkur hlýhug og vinsemd í tilefni gullbrúðkaups okkar 12. þ.m. og heiðr- uðu okkur með stórgjöfum, fögrum blómum, símskeytum, kveðjum og kvæðum og gerðu okkur þennan hátíðisdag ógleymanlegan. — Guð blessi ykkur öll. Guðrún og Sigurður E. Hlíðar. Maðurinn minn og faðir ALFBEÐ H. SIGURÐSSON Njálsgötu 32B, lézt í sjúkrahúsi Hvíta Bandsins sunnud. 13. marz. Ásta Ólafsdóttir, Jóhann Alfreðsson. Maðurinn minn, faðir okkar og afi JÖHANN HJALTASON vélstjóri, lézt sunnudaginn 13. marz 1960. Guðný Guðjónsdóttir, börn og barnabörn. Hér með tilkynnist að bróðir okkar HALLGBlMUR EYJÓLFSSON Grímsstöðum, Breiðdalsvík. andaðist 11. þessa mánaðar. Halldóra Eyjólfsdóttir, Ólafía Eyjólfsdóttir. Móðursystir mín REGINA JÓNSDÖTTIR andaðist á Landakotsspítala 13. marz. Fyrir hönd ættingja: Jóna Ólafsdóttir, Haraldur Hjálmarsson Eiginmaður minn og faðir okkar DAVlÐ JÓHANNESSON. fyrrverandi póst- og símstjóri, verður jarðsunginn frá Fossvpgskirkju, miðvikudaginn 16. marz kl. 14,00. Blóm afbeðin. Sigrún Ámadóttir, Haukur, Baldur og Bolli Davíðssynir. Jarðarför konunnar minnar og móður AÐAI.BJARGAR SIGFÚSDÓTTUR Garðastræti 49, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 17. þ.m. kl. 2 e.h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Sigurður Sveinbjörnsson, Sigfús Sigurðsson. Jarðarför mannsins míns, ASGRlMS eyþórssonar fyrrverandi kaupmanns, fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 16. marz, n.k. kl. 2 e.h. og hefst með húskveðju að Elli og hjúkrun- arheimilinu Grund kl. 1. Soffía Þórðardóttir Þökkum innilega hlýhug og vinarkveðjur við fráfall og útför • HALLDÖRS TRYGGVASONAR frá Miðdal. Vandamenn. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu vegna andláts og jarðarfarar UNU JÓNSDÓTTUR skáldkonu, Sólbrekku, Vestmannaeyjum Guðmundur Guðlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.