Morgunblaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 20
V E Ð R I Ð Sjá veðurkort á bls. 2. 62. tbl. — Þriðjudagur 15. marz 1960 Líf og Ijóð Sjá bls. 11. eru hjá póststjdrninni FYRIR helgina var hér í blaðinu sagt frá íslenzk- um frímerkjum með mynd af Háskóla íslands og áletruninni 1940. Voru þessi merki á sýningu í Kaupmannahöfn á veg- um fyrirtækisins Th. de la Rue, en hér höfðu þessi merki aldrei sézt og könn- uðust frímerkjamenn ekki við þau. Nú hefur komið á dag- inn að frímerkin liggja enn innpökkuð í geymslu hjá póstmálastjórninni. — Einor Signrðsson tekur sæti n Alþingi EINAR Sigurðsson, útgerðarmað- ur, tók sæti á Alþingi í gær, sem varemaður Jónasar Péturssonar, S. þingmanns Austurlands, er nú hverfur af þingi um skeið vegna anna heima fyrir. Á fundi sameinaðs þings í gær las forseti bréf frá forseta neðri deildar með ósk um að kjörbréf Einars Sigurðssonar yrði rann- sakað. Var gert hlé á fundi með- an kjörbréfanefnd rannsakaði bréfið. Hafði Alfreð Gíslason, 8. landskjörinn þm., framsögu af íhálfu nefndarinnar, er lagði til einróma að kjörbréfið yrði sam- þykkt. Einar Sigurðsso* undirritaði síðan eiðstaf og forseti samein- aðs þings bauð hann velkominn Hafa pakkarnir ekki ver- ið opnaðir og frímerkin aldrei gefin út hér. Blaðið leitaði í gær frétta af þessu hjá Agli Sandholt, póstritara. — Kvað hann það rétt vera að pakkarnir væru hjá póststjórninni, en kvaðst ekki tilbúinn til að veita upplýsingar um hvernig á því stæði að frímerkin hefðu aldrei verið gefin úf. — Er svo Iangt síðan þessi viðskipti fóru fram, að ekki er enn húið að draga fram öll bréfaskipti mál- inu viðkomandi og því ekki hægt að fá nánari upplýsingar sem stendur. ★ Seint í gærkvöldi barst hins vegar skeyti frá fréttaritara blaðsins í Lundúnum, og segja heimildarmenn hans þar að íslenzk póstyfirvöld hafi pantað frímerkin hjá de la Rue og þau verið send áleiðis með SS Horsa, sem skotið var niður í júní 1940. Aðeins 4 eintök í Lundúnum Frímerkin á sýningunni í Kaupmannahöfn hafa áður verið sýnd á frímerkjasýningu í Regent Street í London, sem haldin var 1958 í tilefni þess að de la Rue fyrirtækið var að flytjast í nýtt hús. Hefur fréttaritarinn fengið þær upplýsingar í Lundúnum, að þessi eintök af frímerkjun- um séu þau einu sem til séu. Þau séu aðeins fjögur, því fyrirtækið Th. de la Rue hafi sem framleiðandi aðeins leyfi til að taka fjögur eintök frá af þeim frímerkjum, sem það prentar. Noti fyrirtækið þau aðeins sem sýnishorn á vinnu sinni á frímerkjasýningum, en muni aldrei selja þau. Heimsþekkt trúnaðar- prentsmiðja Fyrirtækið Th. de la Rue er heimsþekkt trúnaðarprent- smiðja, segir ennfremur í skeytinu frá Lundúnum. Öll prentmót eru geymd í peninga skáp í húsi fyrirtækisins, en hann verður ekki opnaður nema með samstæðum lyklum frá Th. de la Rue og frá ís- lenzka sendiráðinu. Hefur full trúi frá sendiráðinu alltaf samband við fyrirtækið, til öryggis, þegar frímerki eru í prentun. Fyrrnefnd Háskólafrímerki eru eign De la Rue fyrirtækis- ins og því ekki geymd í hinum venjulega skáp. Óbreytt fiskverð í V estmannaeyjum Ekkert varð úr verkfalli Vestmannaeyjum, 14. marz. A LAUGARDAGINN sömdu út- gerðarmenn og sjómenn í Vest- mannaeyjum og var þá aflýst verkfalli því sem boðað hafði verið til. Samningar eru þannig, að fiskverð til sjómanna er ó- breytt frá í fyrra, en til að sam- ræma kjör sjómanna í Vest- mannaeyjum kjörum sjómanna í verstöðvunum við Faxaflóa, var samþykkt að borga kr. 3.60 til viðbótar á hverja lest af slægð- um fiski með haus á netavertíð. — Fréttaritari. Bergsteinn Andrés ' Sóf us Jóhann Grímur Stjórnarkjör í Bifreioarstj.fél. Frama í dag og á morgun Listi lýðræðissinna er A-listinn STJÓRNARKJÖR fer fram í Bifreiðastjórafélaginu Frama í dag og á morgun. — Kosið er í skrifstofu félagsins, Freyjugötu 26 og hefst kosningin kl. 1 í dag og er kosið til ki 9 síðd. Á morgun (miðvikud.) heldur kosningin áfram frá kl. 1 til 9 sd. og er þá lokið. Tveir listar eru í kjöri: A-listi, sem borinn ei' fram af lýðræðis- sinnum og skipaður andstæðingum kommúnista og B-listi komm- únista. — A-listinn er þannig skipaður: Formaður: Bergsteinn Guðjóns son, Bústaðaveg 77, Hreyfill. Varaformaður: Andrés Sverris- son, Álfhólsvegi 14 A, B.S.R. Ritari: Sófus Bender, Guðrún- argötu 5, Borgarbílstöðin. Meðstjórnendur: Jóhann V. Jónsson, Álfheimum 15, B.S.R., Grímur Runólfsson, Álfhólsvegi £ A, Hreyfill. Varastjórnendur: Guðmundur Björgvinsson, Reynihv. 22, Borg- arbílstöðin, Guðjón Hansson, Framnesveg 54, Hreyfill. Trúnaðarmannaráð: Gestur Sig urjónsson, Lindargötu 63, Hreyf- ill. Ólafur Sigurðssson, Njáls- götu 108, Hreyfill. Jens Pálsson, Sogaveg 94, B.S.R. Pálmi Stein- grímsson, Langholtsveg 37, Bæj- arleiðir. Varamenn í trúnaðarmanna- ráð: Kristján Sveinssson, Hamra- 'hlíð 23. B.S.R. Magnús Vilhjálms son, Nökkvavog 54, Hreyfill. Endurskoðandi: Sveinn Krist- jánsson, Bólstaðarhl. 28, Hreyfill. Vara-endurskoðandi: Þorvald- ur Þorvaldsson, Langagerði 124, B.S.R. f stjórn Styrktarsjóðs: Sigur- jón Jónsson, Laugaveg 145, Hreyf ill. Varamaður í stjórn Styrktar- sjóðs: Einar J. Guðmundsson, Ránargötu 6 A, Hreyfill. f bílanefnd: Ingimundur Ingi- mundarson, Vallartröð 1, Hreyf- ill, Bjarni Einarsson, Kópavogs- braut 44, B.S.R. Þorgeir Magn- ússon, Bragagötu 16, Bæjarleiðir, Arnijótur Ólafsson, Holti, Sel- tjarnarnesi, Borgarbílast. Gísli ÞRIR af fimm Olympíuför- um íslands til Sqiuaw Valley komu heim um sl. helgi. — Þeir létu vel yfir förinni í gær, en viðtal við fararstjór- ann Hermann Stefánsson er á íþróttasíðu bls. 18. Her- mann er hér á myndinni að baki Eysteins (í miðið) og Skarphéðins Guðmundssonar O * '1£1 • •• •* r • ^jalrkjonð 1 vinnu þegadeild Frama LISTI lýðræðissinna í vinnuþega deild Bifreiðastjórafélagsins Frama var sjálfkjörinn, en list- inn er þannig skipaður: Óli Berg holt Lúthersson formaður, Þórir Jónsson, varaformaður og Kári Sigurjónsson, ritari. Brynjólfsson, Bogahlíð 16, Hreyf- ill. Varamenn í bílanefnd: Har- aldur K. Guðjónsson, Skjólbraut 9, Hreyfill. Sveinn Jónasson, Engi hlíð 12, B.S.R. Narfi Hjartarson, Mávahlíð 38, Bæjarleiðir. Ólafur H. Auðunsson, Hjarðarhaga 30, Borgarbíl. Guðmundur Ámunda- son, Snorrabraut 30, Hreyfill. í Gjaldskrárnefnd: Kristinn Níelsson, Drápuhlíð 22, Hreyfill, Guðmundur Jónsson, Barmahlíð I, Borgarbílst. Varamenn í Gjaldskrárnefnd: Egill Hjartarson, Flókagötu 12, Hreyfill. Hálfdán Helgason, Hall- veigarstíg 10, B.S.R. í fjáröflunarnefnd Húsbygg- ingarsjóðs: Páll S. Guðmunds- son, Freyjugöu 5, Hreyfill, Páll Valmundsson, Skólagerði 1, B. S. R. Varamenn: Þórir Tryggvason, Bogahlíð 22, Borgarbílst. Jón Ingvarsson, Shellveg 2, Hreyf- ill. í skemmtinefnd: Gísli Sigur- tryggvason, Mávahlíð 46, Hreyf- ill. Jakob Þorsteinssson, Siglu- vog 16, B.S.R. Varamenn: Ingimar Einarsson, Bugðulæk 13, B.S.R. Herbert Ásgrímsson, Tunguveg 15, Borg- arbílstöðin. ■—o— Bifreiðastjórar, kjósið snemma og veitið lýðræðissinnum aðstoð við kosningarnar. Munið X—A—listann. Vængur- inn dæld- aðist SKYMASTER í eigu Braat- l hens, leiguflugvél Loftleiða, varð fyrir smáskemmdum á leið vestur yfir haf frá Reykjavík til New York i fyrri viku. Af einhverjum ástæðum var lokað fyrir loftventil á eldsneytisgeymi í öðrum væng flugvélarinn- ar svo að ekkert loft kom í geyminn, þegar farið var að eyða úr honum benzíni á fluginu. Lagðist geymirinn að nokkru saman og mynd- aðist smádæld í vænginn af þeim sökum. Var flugvél inni flogið til Noregs til við gerðar, en engir farþegar teknir með austur yfir haf- ið. Einhver leki mun hafa komið að geyminum. — Norsk áhöfn var með flug- vélina, er þetta gerðizt, og flaug hún vélinni einnig til Noregs. — Þetta átti að verða síðasta ferð þessarar vélar að sinni. Henni var ætlað að fara til skoðunar Dularfullu frimerkin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.