Morgunblaðið - 19.03.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1960, Blaðsíða 1
16 síður og Le&frék «#M>il* 47. árgangur 66. tbl. — Laugardagur 19. marz 1960 Prentsmiðja Morgunblaðsins máríkin stóðu saman fyrstu Genf, 18. mars. Frá fréttaritara Mbl. FRÉTTASTOFUR birtu í nnorgun þá fregn, að John Hare. aðalfulltrúi Breta á Genfar-ráðstefnunni, hefði lýst því yfir á blaðamanna- fundi, að þriggja mílna land- helgin væri úr sogunni, hún væri nú dauð og ómerk. — Fregnin vakti geysimikla at- hygli hér, en síðar neituðu Bretar að hér væri rétt haft eftir, sögðu að fréttin væri tíl- hæfulaus. Hins vegar lýsti Stavropoulus, hinn mikils- virti formaður laganefndar Sþ og framkvæmdastjóri ráð- stefnunnar, því enn yfir, að samkvæmt sjónarmiði hans væri þriggja mílna landhelgin Leifi neitað um íendingu Varo od snúa frá tveimur borgum ÓHÆTT er að segja, að harka sé komin í Ioftferða- stríðið. í fyrradag var Leifi Eiríkssyni, Cloudmaster-flug- vél Loftleiða, neitað um lend- ingarleyfi, bæði í Kaupmanna höfn og Gautaborg, en flug- ' vélin átti að hafa þar viðkomu á leið frá Hamborg vestur um haf. Var Skymaster-vél send frá Stafangri til að sækja far- þegana, sem biðu í Kaup- mannahöfn og Gautaborg. Var farinn af stað Leifur fór héðan á miðviku- dagsmorgun til Hamborgar með viðkomu í Stafangri og Kaup- mannahöfn. Á fimmtudagsmorg- un hélt hann frá Hamborg með 36 farþega áleiðis til Kaupmanna hafnar. Var vélinni synjað um lendingarleyfi þar og síðar einnig í Gautaborg, svo að haldið var til Stafangurs, sem var þriðji við- komustaðurinn samkvæmt áætl- un. — Skymaster sendur eftir farþegunum Skymasterflugvél Braathens, önnur leiguflugvél Loftleiða, hafði verið til viðgerðar í Staf- angri. Var það sama véiin og Frh. á bis. lö. úr sögunní. — Ennfremur lét Wan, forseti ráðstefnunnár, svo um mælt, að hann bygg- ist við að ráðstefnan mundi ljúka störfum innan mánaðar. Ekki borðar hún klettinn Blöðin hér í Genf ræða lítið um ráðstefnuna í dag, en þó birtir Journal de Genéve forsíðu grein undir fyrirsögninni: Norð- urlandaþjóðirnar og sjóréttajrráð- stefnan. Blaðið er mjög vinsam- legt okkur og segir m.a.: Þessar þjóðir eru mjög háðar fiskveið- um, sérstaklega ísland, sem hef- ur af þeim 97% tekna sinna. ís- lendingar segja, að land þeirra sé klettur girtur sjó á alla vegu. Og í sjónum er fiskurinn. Þurrk- ið upp sjóinn og þjóðin hefur ekkert að lifa af. Ekki borðar hún kiettinn. Ekki Ianglíf úr þessu Blaðið heldur áfram og segir, að afleiðing þess, að ekki náðist árangur á síðustu Genfarráð- stefnu, hafi leitt til vandamála svo sem „fiskistríðsins" milli Breta og íslendinga. En ástandið hefur nú breytzt og nú er almenn tilhneiging í þá átt að landhelgi og fiskveiðitakmörk verði færð út. Þriggja mílna landhelgin verði ekki langlíf úr þessu. Fá orðið í réttri röð Á árdegisfundi voru ræddar fj.órar breytingatillögur, er full- trúi Mexico gerði á fundarsköp- um. Framh. á bls. 2. Grandaoi vífisvél flugvélinni ? Heyrðist vel milljón mílur JODRELL BANK, Englandi 18. marz. — Margrét prinsessa studdi í dag á hnappinn, sem setti sendi stöð Frumherja V. í gang. Var gervihnötturinn þá í meira en milljón mílna fjarlægð frá jörðu á leið sinni umhverfis sólu. Tutt- ugu og fimm sekúndum eftir að sendistöðin var sett í gang heyrð- ust hljóðmerki hans skýrt óg greinilega í Jodrell Bank. TELL CITY, 18. marz: — Olli tímasprengja flugslysinu mikla í gær, er Lockheed Electra-flug- vél frá Northwest Airlines, sprakk á flugi yfir Indiana með þeim afleiðingum, að allir, sem i vclinni voru, 63 manns, fór- ust. Flugvélin var á leið frá Minneapolis til Miami á Florida. Vélin hafði viðkomu í Chicago og hálfri annarri stundu eftir að hún fór þaðan hringdi til lögregl- unnar maður, sem ekki gaf upp nafn sitt, og sagði, að tíma- sprengju hefði verið komið fyrir i flugvélinni. Mikið lið leynilögreglumanna hóf í dag rannsókn í sambandi við líftryggingar farþeganna. Le^ nilögreglan tók einn ,{ þátt I starfi hermanna og lögriglu við að lína saman brakið úr flugvéi- inni, sem dreifzt hafði yfir stórt svæði. Fullvíst er, að sprenging grardaði flugvélinni. Þ tta er þriðja Eiectra-flugvélin, sem ferst í Bandaríkjunum á rúmu ári. Öll likin hafa fundizt, farþeg- anna 57 og sex manna áhafnar, en þau eru svo iila farin, að ekk- ert þeirra er þekkjanlegt. Ekki er iengra siðan en í jan- úar, að flugvél frá National Air- línes fórst yfir Norður-Karolina vegna þess að talið er, að einn farþeganna hafi haft vítisvél með ferðis. David Ben Gurion, hinn 73 ára gamli forsætisráðherra tsraels, og Adenauer kansl- ari. sem nú er 84 ára, hafa báðir verið í Bandaríkjun- um undanfarna daga og rætt við Eisenhower for- seta. Tilviljun ein réði því, að báðir bjuggu þeir í Wald orf-Astoria hótelinu í Nevv Vork. Og þar hittust þeir í fyrsta sinn á æfinni. Mynd in er tekin í hótelherbergi annars þeirra, þar sem þeir ræddust við langa hríð. Ben Gurion er til vinstri. £fin hrynur fylgið af verkamannaflokknum LONDON, 18. marz. — Macmill- an hefur hafnað heimboði, sem David Ben-Gurion, forsætisráð- herra ísraels, gerði honum. Er talið, að Macmillan óttist, að aft- ur muni hitna í glæðunum í sam- skiptum Breta við Arabarikin, ef hann heimsækti ísrael. LONDON, 18. marz: — Ekki er annað sýnt, en fylkið hrynji nú stöðiigt af brezka verkamanna- flokknum. Hann hefur beðið enn einn ósigurinn og ekki hvað minnstan, er íhaldsmenn unnu i aukakosningum í kjördæmi í Yorkshire þar sem verkamanna- Svaramaður Jones LONDON, 18. marz. — Jeremy Fry, 35 ára gamall, sem er gam- all vinur ijósmyndaráns þekkta Armstrongs Jones, hefir verið útnefndur svaramaður hans er hann gengur að eiga Margréti prinsessu 6. maí n. k., en þá hefir verið ákveðið að gefa þau saman. Er Jeremy sonur hins þekkta sælgætisframleið- anda Cecil Fry, sem rekur fyrir- tækið Fry and Sons, en það er þekkt allvíða. Athöfninni verð- ur sjónvarpað. Hefja Japanir veiðar á N-Atlantshafi? NORSKA blaðið Aftenposten sagði nýlega frá því, að lik- legt væri að Japanir bættust brátt í hóp þeirra þjóða, sem fiskveiðar stunda á norðan- verðu Atlantshafi. Myndu þeir þá að líkindum einkum leggja upp afla sinn í Irlandi. Blaðið hefur þessar fréttir eft- ir Lundúnafréttaritara sinum — og segir hann, að það hafi rennt stoðum undir sannleiksgildi þess- ara frétta, að sendimenn frá Japan hafi nýlega heimsótt ýms- ar fiskihafnir í írlandi, þótt ekki hafi verið greint opinberlega frá erindi þeirra. — Af opinberri háifu í íriandi hefur aðeins verið sagt, að engir samningar um slík efni hafi verið gerðir mi)H land- anna. Á árunum eftir striðið hafa Japanir mjög fært út kvíarnar á sviði fiskveiða — leitað til miða, sem þeir höfðu aldrei áður heim- sótt. M. a. stunda þeir nú tún- fiskveiðar á Mið- og Suður- Atlantshafi, og hafa þeir iandað afia sínum bæði í Evrópu og Suður-Ameriku. flokkurinn hefur alla tíð haft yfirhöndina. Samtimis fóru fram aukakosningar í einni af útborg- um Lundúna og hlaut ihalds- flokkurinn þingsætið sem fyrr, en verkamannaflokkurinn varð nu ekki annar í röðinni, eins og; áðor — heldur frjálslyndi Hokk- urinn. Deilt innbyrðis Meginástæðan fyrir þessum herfiiega ósigri er almennt tal- in sú, að sundrungin meðal flokksforystunnar fer stöðugt vaxandi og almenningur virðist vera að missa allt traust á flokknum. Daginn fyrir ko&n- ingar hófst t.d. mikil deila með leiðtogum flokksins um það „hve mikinn sósíalisma"-flokkurinn ætti að taka upp í stefnuskrá sína. Grimond ánægður I Yorkshire-kjördæminu, Brig- house and Spenborough, sigraði frambjóðandi ihaldsflokksins með 666 atkv. meirihluta, hlaut 21,806 atkv. í síðustu kosningum hafði frambjóðandi verkamanna- flokksins 47 atkv. framyfir. Þetta er í fyrsta sinn, sem íhaldsmenn vjnna þetta kjördæmi. í Lundúnakjördæminu Harrow hlaut íhaldsmaðurinn 18,526 at- kvæði, frjálslyndi 7,100 og verka- mannaframbjóðandinn 6,030 at- kvæði. Jo Grimond, leiðtogi frjálslyndra, sagði að úrslitum kunnum, að lengur væri ekki vafi á því, að fólkið væri að yf- irgefa verkamannaflokkinn og mundi fykja sér um frjálsíynda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.