Morgunblaðið - 19.03.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.1960, Blaðsíða 6
6 MORCUTSBLAÐÍÐ Laugardagur 19. marz 1960 Deilur meðal stúdenta VEGNA blaðaskrifa um nýfram- komið frumvarp til laga um Stúd entaráð Háskóla íslands og al- menna stúdentafundinn 15. þ. m., viljum við undirritaðir vekja at- hygli á eftirfarandi: 1. Hér skal ekki rætt um meg- instefnu frumvarps þessa, þótt fjölmargir háskólastúdentar séu henni andvígir, heldur viljum við benda á, að á frumvarpinu eru það margir og stórvægilegir vankantar, að stúdentum má ekki skammlaust vera, ef sam- þykkt yrði óbreytt. Ærin ástæða er til að vanda til frumvarps sem þessa, því að hér mun ekki tjald- að til einnar nætur, heldur er því ætlað að móta störf og stefnu stúdentaráðs um ókomin ár. Við teljum, að nái frumvarp þetta fram að ganga, verði starfsemi stúdentaráðs stór háski búinn. 2. Um almenna stúdentafund- inn er þetta að segja: Fylgjend- ur frumvarpsins smöluðu óspart á fundinn og höfðu jafnvel heil- an bílaflota til afnota. Þegar á fundinn kom, var ljóst, að stuðn- ingsmenn frumvarpsins voru þar í öruggum meirihluta og neyttu þess óspart. Lítt var skeytt um algengustu lýðræðisvenjur, svo sem málfrelsi og fundarsköp, en margir létu vilja sinn hvað eftir annað í ljós með ópum og stappi. Framsögumaður frumvarpsins talaði langa stund. Síðan töluðu tveir menn, en í miðri tölu þess þriðja ákvað fundurinn að loka mælendaskrá og stytta ræðu- tíma þeirra, er þá höfðu beðið um orðið, niður í 3 mín. Mætti þó ætla, að meirihlutinn hefði getað unnt minnihlutanum þess að ræða jafnmikilvægt mál. Ekki naut þó nema einn maður þessa „frelsis", því að er hann hafði lokið máli sínu, var samþykkt að slíta umræðum þegar í stað og ganga til atkvæða. Öllum breytingartillögum var vísað frá í einu lagi og fengust hvorki skýrðar né ræddar. Fjölmargar breytingartillögur fengust ekki einu sinni lesnar upp, þótt lagð- ar hefðu verið fram. Þegar minnihluti fundarmanna reyndi að krefjast réttar síns, var því svarað með óhljóðum einum, svo að minnihluti sá sér ekki annað fært en að ganga af fundi. Var þá frumvarpið borið upp í einu lagi og samþykkt í heild, þrátt fyrir að áður hefðu kom- ið fram tilmæli um, að það yrði borið upp í einstökum greinum. Óþarfi er að sinni að ræða frekar alla málsmeðferð á fund- inum, en frásagnir tveggja dag- blaða hafa verið mjög rangsnún- ar. — Frá Alþingi TVEIR þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, þeir Jón Árnason, 4. þm. Vesturlands, og Kjart- an J. Jóhannsson, 3. þm. Vest- fjarða, flytja í efri deild Al- þingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um síldar- útvegsnefnd o. fl. Var frum- varpið tekið fyrir til 1. um- ræðu í efri deild Alþingis í 3. Sá misskilningur hefur kom- ið fram, að tvö stjórnmálafélögin í háskólanum standi óskipt að frumvarpinu. Sannleikurinn er hins vegar sá, að þessi félög eru bæði klofin um málið. T. d. má geta þess ,að formaður Fél. frjálslyndra stúdenta (Fram- sókn) er eindreginn andstæð- ingur frumvarpsins, og fulltrúi þess félags í stúdentaráði bar fram gagngerðar breytingartil- lögur á fundinum. Þær fengust einungis lesnar upp til hálfs, en síðan öllum vísað frá. 4. Góðir háskólastúdentar! Kynnið ykkur frumvarpið rækilega og öll skrif um það. Mætið síðan allir á fundinum kl. 2 í dag í Sjálfstæðishúsinu. Logi Guðbrandsson, Magnús Þórðarson, Skúli Pálsson. gær og mælti Jón Árnason fyrir því. Hann sagði m. a.: — í frumvarpinu er lagt til að síldarútvegsnefnd, sem nú er skipuð 5 mönn- um, verði skip- uð 7 og þeir 2, sem k o m a til viðbótar í nefnd ina v e r ð i til- nefndir frá Fé- 1 a g i síldarsalt- enda á Norður- o g Austurlandi og Félagi síldar- saltenda á Suðvesturlandi, sinn frá hvoru félaginu. Nefndin er nú þannig skipuð að þrír menn eru kosnir hlutfallskosningu af sameinuðu Alþingi, einn til- nefndur af Alþýðusambandi ís- lands og einn kosinn af síldar- útgerðarmönnum. —• Þegar til nefndarinnar var stofnað, mun það fyrst og fremst hafa átt að yera hlutverk hennar, að koma í veg fyrir það neyðarástand, sem rikjandi var í sambandi við síldarsöltunina, bæði hvað snerti ótakmarkaða framleiðslu og algert öryggisleysi um það, hvort hverju sinni næðist það lág- marksverð sem nauðsynlegt er. Með þessu frumvarpi er lagt til, að framleiðendum verði tryggð aðild að nefndinni og má það teljast eðlileg þróun. Aðrar breytingar á núgildandi lögum, sem frumvarp þetta felur í sér, eru að mestu leyti varðandi atriði í lögunum, sem nú eru úrelt. — * Leikfélag Reykjavíkur hefur nú sýningu í Iðnó á laugardags- kvöldi og verður það 20. sýning á gamanleiknum „Gestur til miðdegisverðar". — Myndin sýnir Sigríði Hagalín og Brynjólf Jóhannesson í hlutverkum sínum. Saltendur fái fulltrúa í síldarútvegsnefnd UlcutAj&iS1: Á LÍFSLEIÐINNI stöndum við mjög oft á vegamót- um. Við eigum um tvær leiðir að velja. Til dæmis réttir ástargyðjan okkur höndina; við tökum í hana eða virðum hana ekki viðlits. Við eigum kost á at- vinnu; við tökum boðinu eða höfnum því. Oft og einatt gefst aðeins stutt stund til að taka ákvörðun. Við get- um ekki breytt vali okkar eftir á. Ef við gerum það, komumst við aðeins að raun um, að elskhuginn fann aðra konu og annar maður fékk atvinnuna. Þá sjáum við eftir, að við skyldum ekki taka hinn kostinn. Elskhuginn, sem við vísuðum á bug, hlýtur mikinn frama í starfi sínu. Konan, sem hafnaði honum, kveinar: „Ef ég hefði bara séð þetta fyrir .... Hvernig gat ég verið svona mikill bjáni .... Bara að ég gæti • byrjað á nýjan leik .... Aldrei framar á ævinni mun mér bjóðast slíkur kostur... .“ Hún sökkur sér niður í endalausar vangaveltur yfir því, sem hefði getað orðið. Hún öfundar vinkonu sína, sem valdi sér greiðfærari leið. „Og verst er, að ég skuli bera ábyrgðina sjálf. Ef ég hefði þennan ör- lagaþrungna dag farið leiðina til hægri, sem lá alveg eins beint við, væri ég í dag allt önnur kona, ham- ingjusöm, rík og ánægð“. Nei, kæra frú. Þér skulið ekki ímynda yður það. Full ástæða er til að ætla, að þér væruð engu betur stödd í dag, þó að þér hefðuð valið leiðina til hægri. Hvers vegna? Af því að mikilvægasti þátturinn í lífi yðar væri óbreyttur eftir sem áður, og sá þáttur er yðar eigin eðli. Hamingjusamt líf er ekki síður háð atburðunum, sem henda okkur en því, hvernig við tökum þeim. Á æviferli flestra manna skiptast á mis- tök og velgengni. Við sjálf breytum þessari blöndu af blíðu og stríðu í hamingju eða óhamingju. Segjum svo, að á morgun segi töframaður við yð- ur: „Þér getið ekki sætt yður við þá staðreynd, að þér völduð veginn til vinstri? Þá það. Ég skal gefa yður aftur kost á að standa á vegamótunum. Þá munuð þér eiga rétt á að velja aftur og byrja nýtt líf“. Hvernig myndi fara? Á hinni leiðinni mynduð þér sennilega fremja sömu mistökin, sem myndu hafa í för með sér sams konar erfiðleika. Hver er boðskapur þessa spjalls? Hann er sá, að við verðum að endurbæta lunderni okkar í stað þess að harma það, sem hefði getað orðið. Ef þér hefðuð farið til hægri, hefðuð þér brátt komið á önnur vega- mót, alveg eins mikilvæg, og yður hefði reynzt valið jafnerfitt og í fyrra skiptið. Það varðar mestu í lífi hvers manns, að hann harmi ekki hlutskipti sitt, heldur athugi vandlega þá leið, sem hann hefur þegar valið sér, og láti sér verða sem mest úr því, sem þar verður á vegi hans. Þegar öllu er á botninn hvolft, er þessi leið ekki sem verst. Hún er heillandi á sinn hátt, og meðfram veginum vaxa falleg tré. Yndislegt landslag blasir við milli trjánna. Vinir verða okkur samferða spölkorn. Blóm vaxa í grasivöxnum brekkum. Sannleikurinn er sá, að báðar leiðirnar eru góðar, ef við erum trú þeim kosti, sem við völdum, og neitum að horfa um öxl. Mikill heimspekingur sagði, að iðrun jafngilti öðru afbroti. Þetta á einnig við um fánýta eftirsjón. skrifar úr dqqleqa hfimi D * Þær töluðu saman hástöfum Velvakanda hefur borizt eftirfarandi bréf: — Ég hafði mikið heyrt tal- að um hvað leikritið Karde- mommubærinn væri skemmti legt, jafnt fyrir fullorðna sem börn. Ákvað ég því að fara með alla fjölskylduna í leik- húsið til að gera okkur einu sinni ærlegan dagamun. — Keypti ég miða á þrjúsýningu á öskudaginn á 13. bekk í saln. um. Sá ég fljótlega, eins og ég raunar hafði búizt við, að það voru aðallega börn á þess ari sýningu. Kveið ég því, að þau myndu verða hávær og þurfa að masa mikið. En viti menn! Það voru þá aðrir háværari í salnum. Á bekk fyrir aftan okkur voru þrjú börn með mömmu sinni og ömmu. Um leið og sýningin hófst byrjuðu þær mamman og amman að tala saman há- stöfum, jafnvel hærra og meira en leikaramir á svið- inu, og voru þeir og þó margir. Við hjónin snerum okkur til þeirra æ ofan í æ og báðum þær að tala ekki svona mikið. Það virtist duga dálitla stund fyrst en svo hafði það ekkert að segja og var það þá eins og að skvetta vatni á gæs. Kon- urnar virtust hafa séð leikritið áður og voru m. a. oft að upp- lýsa hvor aðra og börnin, hvað kæmi næst. * Saumaklúbbur betri t börnunum, sem voru þat na með, heyrðist ekki, enda hefðu þau ekki komizt að. En mæðgurnar skemmdu þessa leikhúsferð að verulegu leyti fyrir okkur og það þykir fólki, sem of sjaldan á þess kost að komast í leikhús, hart að- göngu. Mér kom til hugar að tala við starfsfólk leikhússins, ef það væri þama nærri og biðja það að þagga niður í málgefnu konunum, en lét það þó vera. En með sjálfum mér fannst mér, að saumaklúbbur hefði verið hentugri samkomustað- ur en leikhús fyrir slíkar mælskumanneskjur. — G * Kvartania- og aðfinnslur Eins og þeir munu gerzt þekkja, sem oftast lesa dálka Velvakanda, er hér oft minnzt á ýmislegt af því sem miður fer í þjóðfélaginu. Flest eða öll þau bréf, sem dálkunum berast eru aðfinnslur við hinu og þessu. Þessar aðfinnslur eru oft réttmætar og Velvak- andi er fyrir sitt leyti stoltur af því, að margt hefur komizt til betri vegar, sem kvartað var um hér í dálkunum. En eilífar kvartanir og að- finnslur eru leiðinlegar til lengdar. Því vill Velvakandi beina því til lesenda sinna og bréfvina, að það er líka tekið á móti viðurkenningarbréfum og þau birt. Mönnum hættir oft til að einblína um of á það sem miður fer, en hitt á ekki síður athygli skilið, sem vel er gert eða prýðilega. — Væri heldur ekki óeðlilegt að menn sæju betur það sem vel er, þegar skammdeginu er af létt og jafndægur á næsta leiti. Boð til ritliöf- undar RITHÖFUNDASAMBANDX Is- lands hefur borizt bréf frá sænsku samvinnufélögunum, þar sem þau bjóða íslenzkum rithöf- undi til ókeypis dvalar á skóla- setri sínu. Vár Gárd í þrjár vik- ur, dagana 21. marz til 1«. apríl næstkomandi. Mörg undanfarin ár hafa rithöfundafélögin ís- lenzku fengið sams konar boð, og hafa nokkrir íslenzkir rithöf- undar dvalið um skeið á Vár Gárd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.