Morgunblaðið - 19.03.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.03.1960, Blaðsíða 8
8 M ORGVTSKLÁfítÐ Laugardagur 19. marz 1960 Útg.: H.f Arvakur, Reykjavík. yramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. UTAN UR HEIMI VERTÍÐIN OG FRAMLEIÐSLAN ■yERTÍÐIN stendur nú sem hæst. Yfirleitt má segja, að hún hafi gengið vel í flest- um verstöðvum. Gæftir hafa verið sæmilegar og afli góð- ur. Netaveiði er nú almennt hafin og þar með komið að mesta annatíma vertíðarinn- ar Netaveiðarnar hafa verið að færast mjög í vöxt á und- anförnum árum. Má segja, að netin séu stórvirkustu og af- kastamestu veiðitæki báta- flotans á vetrarvertíð. Ýmsir sjómenn telja að vísu að gjalda beri varúð við notk- un þeirra, a. m. k. á hrygn- ingarsvæðum fiskjarins. Er áreiðanlega æskilegt að þeim ábendingum sé gefinn gaum- ur. Ofveiðin bitnar fyrr eða síðar á sjómönnunum sjálf- um. Yið verðum að gæta þess, að ekki er allt fengið með því að færa fiskveiðitakmörkin út og banna togveiðar innan þeirra. Við verðum að haga veiðiaðferðum okkar skyn- samlega innan sjálfar fisk- veiðilandhelginnar. Þátttakan í fiskveiðunum Allmikil brögð hafa verið að Vinnuaflsskorti í mörgum ver- stöðvum á þessum vetri. Sér- staklega hefur vinnuafls- skorturinn bitnað hart á tog- urunum. Hafa sumir þeirra orðið að liggja við landfestar í lengri eða skemmri tíma vegna þess að ekki hefur ver- ið hægt að fá mannskap á þá. Til þessa hefur bátaflotanum orðið betur til liðs. Þó mun skortur á sjómönnum einnig hafa skapað bátaútgerðinni verulega erfiðleika. Við svo búið má vissulega ekki standa. Fiskiskipafloti okkar á ekki að þurfa að liggja í höfn í bið eftir er- lendum sjómönnum. Við eig- um og verðum að hafa mann- dóm til þess að tryggja hon- um innlendan mannafla. Þetta er ekki hvað sízt mikil- vægt nú. Óhætt er að full- yrða, að árangur hinna nauð- synlegu viðreisnarráðstaf- anna, sem gerðar hafa verið í efnahagsmálum þjóðarinn- ar velti mjög á því að við getum einmitt nú haldið fram leiðslunni í fullum gangi og aukið útflutningsverðmæti hennar verulega. Þegnskylduvinna? Það er vitanlega æskileg- ast, að þjóðin auki þátttöku sína í útflutningsframleiðsl- unni af fúsum og frjálsum vilja. En ef hún ekki gerir það, ef stórfelldur skortur á sjómönnum heldur áfram að ríkja á næstu vertíðum, kem- ur það fyllilega til greina, sem ýmsir hafa minnzt á, að taka upp einhvers konar þegn- skylduvinnu í þágu útflutn- ingsframleiðslunnar. Enginn ungur Islendingur t. d. á aldr- inum 18—25 ára er vissulega of góður til þess að vinna 6—8 mánuði á fiskiskipi til þess að unnt sé að reka þau framleiðslutæki, sem afkoma þjóðarinnar veltur að lang- samlegu mestu leyti á. Ungt skólafólk í ýmsum verstöðv- um, hefur líka oftlega sýnt það, að það hefur fullan skiln- ing á þörf framleiðslunn- ar fyrir vinnuafl. Stórir hóp- ar af æskufólki hafa tekið upp störf í hraðfrystihúsum og vinnslustöðvum, þegar mest hefur borizt að af fiski um hávertíðina. Að störfum þessa unga fólks hefur víða orðið mikið gagn. Við íslendingar verðum að gera okkur það ljóst, að við getum ekki krafizt lífskjara sem eru fylJilega sambærileg við það sem bezt þekkist með- al annarra þjóða, án þess að leggja eitthvað á okkur, án þess að leggja okkur fram um að halda framleiðslutækjum okkar í gangi og tryggja heil- brigðan rekstrargrundvöll þeirra. Grundvöllur félagslegs öryggis Á því leikur enginn vafi, að því aðeins getum við haldið uppi fullkominni félagsmála- löggjöf og skapað þjóðinni fé- lagslegt öryggi að atvinnu- vegir okkar og framleiðslu- tæki séu rekin á heilbrigðum grundvelli. Ef hallarekstur undan- farinna ára heldur áfram, getur það .ekki haft aðrar afleiðingar en versnandi lífskjör, minnkandi fram- kvæmdir og kyrrstöðu í landinu. En þetta vill ís- lenzka þjóðin ekki að ger- ist. — Rœður eitt atkvæði FYRIR rúmri viku sat laganefnd öldungadeildar Kalíforníu á f undi og ræddi tillögu Browns ríkis- stjóra um að dauðarefsing yrði afnunnn. Stóð fundurinn í 12V2 klukkustund og að honum lokn- um var gengið til atxvæða um tiiiöguna. Var tillaga ríkisstjór- ans felid með 8 atkvæðum gegn 7. Eii.s atkvæðis muriur virðist eiga að ráða því að Caiyl Chess- man eg tuttugu og þrír aðrir dauðadæmdir fangar í San Quen- tin fangelsinu verða teknir af lífi. Tvisvar áður hefir eins at- kvæðis munur ráðið örlögum Chessmans. Brown ríkisstjóri hef ur tvisvar farið fram á það að Hæstiréttur Kaliforníu breyti dómi Chessman í ævilanga fang- elsisvist, en Hæstiréttur neitaði í bæði skiptin með 4 atkvæðum gegn 3 að verða við þeim tilmæi- um. Nú kveðst Brown ekki geta gert meira í málinu. Eina vonin sé að Hæstíréttur endurskoði dóm sinn með tilliti til hins litla atkvæðamunar hjá laganefnd- inni. Jafnvel Eisenhower forseti hefur ekki völd til að náða C'hess man. Málið heyrir algjörlega undir dómstóla Kaliforníuríkis, er algjört innanríkismál. Af 50 rÍKjum Bandaríkjanna, hafa að- eins sjö afnumið dauðarefsingu. En níu ilki, sem áður höfðu af- numið dauðarefsingu, hafa nú komið henni á aftur. örlögum Chessmans? Mál Chessmans hefur vakið feikna athygli um alian heim. Var hann fyrst dæmdur til dauða ár- ið 1948, og þar sem svo Íangt er um liðið, skal hér aðeins rakinn ferill hans. UPPRUNINN Caryl Wittier Chessman er fæddur árið 1921. Faðir hans vann í kvikmyndaveri í Holly- wood við þöglar myndir og var skuldum vafinn. Hafði hann tvisv ar gert tilraunir til að fremja sjálfsmorð, áður en sonurinn fæddist. Móðir hans hafði lent í bifreiðaslysi og var hálflömuð örkumlakona. Var .Chessman mjög hændur að henni. Sem barn var Chessman skyn- ugur, lífsglaður og mannblend- inn, en eftir gjaldþrot föðurins, snerist hugur hans smám saman í hatur á mannfélaginu. Ohessman var fyrst handtekinn fyrir þjófnað úr búð „til að hjáipa foreldrum sínum“, og var honum þá komið fyrir á uppeld- isstofnun fyrir unglinga. Þaðan var hann látinn laus árið 1938, en var oft tekinn fastur næstu tíu árin og má segja að helmingi þessi tíma hafi hann varið innan fangelsisveggja. 23. JANÚAR 1948 Svo rann upp föstudagurinn 23. janúar 1948. Tveir lögregluþjónar voru á eftirlitsferð í bifreið í Holly- wood. Klukkan var 40 mínútur gengin í átta um kvöldið. Allt í einu kom á móti þeim Ford-bif- reið, sem alveg samsvaraði lýs- ingu, sem sendistöðvai lögregl- unnar höfðu útvarpað dag og nótt undanfarnar vikur. Lögregluþjón arnir sneru við og hugðust hafa tal af ökumanni Ford-bifreiðar- innar. En þegar hann varð var við t:tirförina jók hann ferðina, og hófst nú æðisgenginn kapp- akstur. Lögregluþjónarnir voru nú sannfærðir um að sá sem þeir eitu væri eftirlýstur glæpamað- ur, sem lögregla Los Angeles og nálægra borga hafði árangurs- laust reynt að handsama undan- farnar vikur. Um nokkurra vikna skeið hafði þessi ofbeldismaður fyllt íbúa, eða öllu heldur elskendur, Dauðaklefinn Los Angeles ótta og skelfingu. Hann hafði þá reglu að aka um afskekkt stræti í útjöðrum borg- arinnar, þar sem oft stóðu bílar plskenda með slökkt ljós. Þegar hann kom auga á bráðina, kveikti hann á rauðu merkjaljósi eins og notuð eru af lögreglu- og sjúkra- bifreiðum, en því hafði hann kom ið fyrir á Ford-bifreiðinni. Var þetta gert til að fórnardýrin héldu að hér væri lögreglan á ferð. Þvínæst gekk hann að bíl elskendanna, lýsti hann upp með vasaljósi, og heimtaði að fá að sjá skilríki þeirra. En í Banda- ríkjunum eru skilríkin venjulega áföst við peningaveskið. Þegar elskendurnir drógu upp penmga- veski sín, fengu þeir að líta skammbyssuhlaup árásarmanns- ins. HANDTEKINN Stundum tók hann aðeins pen ingana, stundum stakk hann öllu í vasann. Svo tók hann oftar og oftar að þvinga konurnar til að fara með sér. Ef þær báðu hann vægðar, hlustaði hann án þess að grípa fram í. En þegar þögn varð, spurði hann „búin“? Ef svarið var jákvætt, framkvæmdi hann sinn ósiðsamlega verknað. Ef konan brast í grát, beið hann ró- legur þar til hún hætti og spurði svo „loksins búin“? Dagblöðin réðust hart á lög- regluna fyrir að hafa ekki upp á árásarmanninum, en allar tilraun ir voru til einskis, þar til þetta föstudagskvöld, þegar lögreglu- bifreiðin elti flýjandi Ford-bif- reiðina. Eltingaleiknum lauk í hliðar- götu. Þegar Ford-bifreiðin reyndi að snúa við, ók lögreglan á hana. Ökumaðurinn reyndi að hlaupa burtu, en á sjö metra færi skaut annar lögregluþjónanna á flótta- manninn og hæfði hann framan í ennið og fletti af því skinni og hári. Flóttamaðurinn reyndist vera Caryl Wittier Ohessman. DÆMDUR Fimm mánuðum seinna, hinn 2 5. júní 1948, var hann dæmdur fyrir 17 afbrot, rán, brottnám og nauðganir. Fyrir 15 afbrotanna hlaut hann fangelsisdóma, þar af einn í ævilangt fangelsi. En fyrir tvö afbrotana úrskurðuðu kvið- dómendur — ellefu konur og einn maður — að hann skyldi tekinn Frh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.