Morgunblaðið - 19.03.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.03.1960, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. marz 1960 MORCVIS HL AÐIÐ 9 Bœndur kynntust merk- um tilraunum í Afvinnu- deild Háskólans MIÐVIKUDAGINN 16. marz bauð Búnaðardeild Atvinnudeild- ar Háskólans Búnaðarþingi og stjórn Búnaðarfélags íslands og starfsmönnum þess heim, til að kynnast því starfi, sem þar er unnið. Viðstaddir voru landbún- aðarmálaráðherra Ingólfur Jóns- son og menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason. Framkvæmdastjóri Búnaðar- deildarinnar, dr. Halldór Pálsson, bauð gesti velkomna með stuttri ræðu og síðan ávarpaði Stein- grímur Hermannson, formaður Rannsóknarráðs ríkisins gestina. Þá kynntu starfsmenn deildar- innar starf sitt, en það eru allt vísindamenn, hver á sínu sviði,- Engar sýruverkanir af Kjarna Dr. Björn Jóhannesson verk- fræðingur sagði m.a. í sínu er- indi, að samkvæmt tilraunum með „Kjarna“ væri ekki hægt að merkja neinar sýruverkanir í jarðvegi enn sem komið er, en Áburðarverksmiðjan hefur þetta mál nú til athugunar, og óskir hafa komið frá bændum um að fá á markaðinn blandaðan áburð. Einnig sagði hann frá kortagerð af gróðurlendi landsins, en hann hefur unnið við það að undan- íórnu. Nýir stofnar af kartöflum Sturla Friðriksson magister benti á í sínu erindi að fóðurkál og íóðurrófur gætu lengt sumarið að minnsta kosti um mánuð og taldi hann að fóðurrófur gætu gefið uppskeru af ha. sem svar- aði 160 kg. af töðu miðað við þurrefni. Sturla hefur með höndum jurtakynbætur alls konar og hef- ur honum tekizt að rækta t.d. alfaalfa jurt með helmingi færri litningum en móðurpiantan hef- ur, en það hefur mikla þýðingu þegar leysa skal ýmis atriði arfgengisfræðinnar. Einnig hefur Sturla myndað nýja stofna af kartöflum, sem ræktaðar eru uþp af fræjum en þeir geta síðar meir haft mikla þýðingu fyrir kar- töfluræktina í landinu. Kartöfluhnúðormurinn og grasmaðkurinn Ingólfur Davíðsson grasafræð- ingur sagði frá baráttu deildar- innar við kartöfluhnúðorminn og væri nú í undirbúningi löggjöf á Alþingi um bann við að nota sýkta kartöflugarða. Geir Gígja skordýrafræðingur sagði frá rannsóknum sínum á grasmaðkinum og væri hann bú- inn að skrifa vísindalega ritgerð um hann, sem væri nú til í hand- riti en grasmaðkurinn hefur eins og kunnugt er gert Islendingum mikið tjón frá því landið byggð- ist. Áhrif Ijóssins á gangmál ánna Dr. Halldór Pálsson ræddi um ýmsar merkar tilraunir í sauð- fjárræktinni og m.a. um hor- mónatilraun, til þess að auka frjó semi áa og getur verið hagkvæmt fyrir þá, sem hafa leyst fullkom- lega fóðurspursmál sitt að nota hormóna til þess að auka frjó- semina. 1 desember sl. var byrjað á merkri tilraun á kynbótabúinu að Hesti í Borgarfirði um áhrif ljóss ins á gangmál ánna. Þessa til- raun á eftir að endurtaka vegna þess að tíminn var of stuttur, en þessi byrjun sýnir þó að ekki skyldu bændur hafa ljós í fjár- húsum sínum fyrri hluta vetrar um nætur. Einnig skýrði dr. Halldór frá beitartilraun, sem gerð var á Hjarðarheiði á Snæfellsnesi. Sauðfé var beitt á framræst mýr- lendi og var borið á landið að nokkrum hluta. Þrátt fyrir mik- inn grasvöxt sýndi það sig að sauðfé þreifst þar verr seinni hluta sumarsins en það sem gekk frjálst á afrétti, en geldneyti þrif- ust ágætlega. Ullarmagn minna, lambaþungi meiri Stefán Aðalsteinsson, eini sér- fræðingurinn sem við eigum í öllu því er viðkemur ull, skýrði frá tilraun sem gerð var á Reyk- hólum á síðastliðnu ári, en hún var þannig framkvæmd að 40 lömbum var skipað í tvo flokka. Annar flokkurinn var klipptur um haustið en hin höfð til sam- anburðar. Lömbin voru fóðruð eins. Heypt var til þeirra um veturnætur. Niðurstöður urðu þær, að heild ar ullarmagn af klipptu lömbun- Dó af harmi? BEVERLY Hills Kaliforniu Kona tenórsöngvarans fræga, Mario Lanza, sem varð bráðkvaddur i Róma- borg 7. október sl., fannst látin sl. föstudag í svefn- herberginu á heimili sinu. l'firlýsing hefir verið gefin um, að dánarorsök hafi ver- ið „eðlileg“. Það var kunnugt, að hið sviplega andiát Lanza fékk mjög á konu hans, og kunn- ingjar hennar segja, að hún hafi aldrei náð sér eftir það áfall. Nánustu vinir þeirra ltjóna hafa jafnvei látið í það skína, að þeir telji að hún hafi beinlínis dáið af liarmi. um var minna, en það mUn hafa stafað af því að ullin á þeim var greiðari og þau týndu henni frek- ar um vorið. Klippti flokkurinn fóðraðist aðeins betur. Lömbin voru 1 kg. þyngri nýfædd og við slátrun um haustið reyndist kjötþungi þeirra 2,5 kg. meiri að meðaltali en hjá þeim flokknum, sem hafði fengið að halda ull sinni um veturinn. Stefán vinnur nú að því að athuga arfgengi gráa sauðarlit- arins, en nú eru gráar gærur í mjög góðu verði, þar eð þær eru notaðar í loðfeldi. íblöndunarefni í súrhey Pétur Gunnarsson, tilrauna- stjóri, talaði um tilraunir í sam- bandi við votheysgerð, og þar á meðal ýms íblöndunarefni í því sambandi, en erfitt er að fram- leiða gott vothey án þeirra. íblöndunarefnin eru mjög dýr, en við verðum að flytja þau öll inn og mælti Pétur helzt með maurasýru og melasse, en það er úrgangsefni, sem kemur við fram leiðslu sykurs. Einnig sá Pétur um tilraunir með fúkalyf gegn Hvanneyrarveikinni, en hún vill geisa sem eldur í sinu, ef slæmt vothey og þurrheysrekjur eru gefnar. Þessar tilraunir hafa sýnt að þessi lyf koma að ágætum not um og þó einkum Aromysin, en takmarkið er það ekki þurfi að gefa skemmt fóður. Pétur talaði nokkuð um kjarn- fóður og sagði hann að um 70% af öllu kjarnfóðri í Bandaríkjun- um væri flutt heim til bænda ósekkjað og spöruðu bændur um 270 kr. á tonn við það. Þá sagði hann frá samburðar tilraun á töðu og töðu af gömlum túnum hvað efnainnihald snertir og reyndist nýræktartaðan vera verri og það litið magn var í henni af steinefnum, að ekki dugði handa kúm í geldstöðu hvað þá handa kúm í fullri nyt. Form. Búnaðarfélags íslands og forseti Búnaðarþings Þor- steinn Sigurðsson á Vatnsleysu þökkuðu höfðinglegar móttökur og mikinn fróðleik. Sv. G. Brúðuleikhúsið frumsýndi um siðustu helgi brúðuleikinn „Gosa“ í Iðnó. Vakti brúðan Gosi mikla hrifningu hjá ungtt áhorfendunum. Á sunnudaginn kl. 4 verður önnur sýning á leiknum, og er ætlunin að hafa sýningar nokkra næstu sunuu- daga á eftir. Sýningarnar eru á vegum Æskulýðsráðs. Sat í stjórn fyrirtækis- ins — og engar bætur í HÆSTARÉTTI er gengirm dóm- ur í skaðabótamáli frá Vest- mannaeyjum. Húsgagnasmiður, Þorvaldur örn Vigfússon, Hóla- götu 43 þar í bænum, höfðaði málið gegn Nýja Kompaníinu h.f. þar, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 317.668,55 auk vaxta frá 15. okt. 1956. Þennan dag varð Þorvaldur Örn fyrir því slysi í vinnustofu Nýja Kompanisins, að hægri hönd lenti í vélhefli með þeim af leiðingum að hann missti framan af þrem fingrum handarinnar. Nýja Kompaniið var sýknað í undirrétti. í Hæstarétti var sá dómur staðfestur og segir svo í forsendum dóms Hæstaréttar: Árið 1960, mánudaginn 14. marz, var í Hæstarétti í málinu nr. 67/1959: Kristmann Gubmundsson skrifar um För um fornar hetgislóðir FÖR UM FORNAR HELGISLÓÐIR Eftir Sigurð Einarsson. ísafoldarprentsmiðja. Það skal játað, að ég bjóst við talsvert miklu, af ferðabók frá Landinu helga, eftir Sigurð Ein- arsson í Holti. Og því var það uff ég les með hálfgerðri ólund fyrstu kafla bókarinnar, eigin- lega allt þar til að höf. kom til Landsins helga. Þetta eru svo sem ágætar ferðalýsingar, ekki vantar það, Sigurður kann bæði að sjá og segja frá því sem máli skiptir. En nú hefur maður lesið svoddan fjandafælu af bókum og frásögnum um þessi lönd, sem hann fer um í fyrri hluta bókar- innar, og það er eins og höf. finni það sjálfur, því að hann nær sér ekki verulega á strik fyrr en hann nálgast hina helgu jörð. En úr því hætti ég líka að geispa og líta á klukkuna, þó að talsvert væri liðið á nótt er ég kom að þessum köflum. Ég hef, í stuttu máli sagt, aldrei lesið jafn bráðlifandi lýsingu, frá hinu helga landi, þar sem Frelsari vor fæddist og gekk um í æsku sinni og manndómi, heldur en þessar greinar Sigurðar í Holti. Honum tekst meðal annars, að gera Jerúsalem svo bráðlifandi fyrir hugskotssjónum lesandans, að manni finnst blátt áfram að mað- ur hafi verið honum samferð að minnsta kosti úr því að hann fer yfir ána Jórdan, og leggur af stað upp brekkurnar til þess- arar fornu höfuðborgar Júða. — Sr. Sigurður Einarsson Það er augljóst að för þessi hef- ur haft mikla þýðingu í lífi höf- undarins, frásögn hans ber þess merki, hún er blátt áfram inn- blásin, jafnvel þó að þar sé einatt notuð einfaldari orð enn Sig- urður á vanda til. En þarna lifir allt, landslagið, borgirnar, menn- irnir fortið og nútíð, jafnvel framtíðin! Lýsingarnar á eldri hluta Jerúsalemsborgar, og stöð- um sem bundnir eru við líf og dauða Jesú, eru bráðlifandi og heillandi í senn, þar er hvergi bláþráður á. Ég held að Sigurði hafi fátt tekizt betur í prósa, en þessar lýsingar. Honum tekst að láta lesandann sjá með augum sínum, finna með taugum sín- um, það er ekki lítið afrek og heldur sjaldgæft í ferðabókum. Fróðleik um forna sögu borgar- innar og úr lífi Jesú, er hæfilega dreift um nútímalýsingarnar, svo að þær eignast af því ilm og lit, sem gerir þær að töfrandi lesn- ingu. Athuganir hans á ýmsum greinum guðspjallanna, eru mjög athygilsverðar, eins og til dæm- is á frásögninni um piltinn, sem stekkur nakinn úr höndum her- mannanna, og fyrst og fremst at- hugun hans á frásögn Jóhannes- ar um brauðin fimm og fiskana tvo. Það er eins og veruleiki þessa kraftaverks færist næ’r manni og verði eðlilegur, eftir að höf. er búinn að skýra frá athug- unum sínum. Já, það er einmitt eins og hið heilaga land verði meiri veru- leiki og færist nær eftir lestur bókar Sigurðar. Það er höfuð- kostur hennar, og fyrir bragðið verður hún ekki lesin aðeins einu sinni, heldur mun oft verða tek- in ofan úr hillunni og lesin aft- ur, síðari hluti hennar að minnsta kosti. Bókin er smekklega og vel út gefin. Nokkrar ágætar ljós- myndir prýða hana. Áfrýjandi, Þorvaldur Örn Vig- fússon, sem hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. apríl 1959 og fengið gjafsókn hér fyrir dómi, krefst þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 317.668,55 eða til vara lægri fjárhæð ásamt 6% ársvöxtum frá 15. október 1956 til greiðsludags svo og málskostn að í héraði og fyrir Hæstarétti eins og málið væri ekki gjafsókn- armál gegn Nýja Kompaníinu h.f, hér fyrir dómi. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti að matt dómsins. Ný gögn Eftir að dómur gekk í héraði hefur verið aflað ýmissa nýrr* gagna. Vitni hafa verið leidd og áfrýjandi hefur að nýju komið fyrir dóm. Skoðunargerð hefur farið fram á vélhefli þeim, sem um ræðir í málinu, og einnig hefur verið aflað álits öryggis- málastjóra um vélhefil þann og hættu þá, sem af notkun hans kann að hafa stafað. Kveður ör- yggismálastjóri vélhefil þann, sem um var að ræða, vera búinn hlíf yfir hefilvalsinum og telur, að hún hefði komið í veg fyrir slysið, hefði hún verið á vélinni. í svipaða átt hnígur álitsgerð hinna dómkvöddú skoðunar- manna. Kröfurnar rökstuddar — Sjálfur i stjórn fyrirtækisins Áfrýjandi (Þorvaldur Örn Vig- fússon) styður kröfu sína um skaðabætur fyrst og fremst þeim rökum, að öryggisbúnaði vélhef- ilsins hafi verið áfátt, þar sem á hann hafi vantað hlíf til varnar slysum, er við hann var unnið. Beri stefndi (Nýja Kompaníið) ábyrgð á þessu. Áfrýjandi var í stjórn hins stefnda félags, vann sjálfur við vélhefilinn og þekkti gerla til slíkra véla og verka. Bar honum þá sem stjórnanda í félaginu skylda til að hefjast handa um, að öryggishlíf væri sett á vélhefilinn, og getur hann því ekki haft uppi kröfur á hend- ur félaginu sökum þess, að þetta var vanrækt, er honum sjálfum bar að annast. Sökin hans f öðru lagi heldur áfrýjandi (Þ.ö.V.) því fram, að trésmíði, einkum með ýmis konar vélum, sé hættulegur atvinnurekstur, og í Frh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.