Morgunblaðið - 19.03.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.03.1960, Blaðsíða 12
12 MORGUNfíLAÐIÐ Laugardagur 19. marz 1960 Afturkölluð? Hvers vegna aft- 1 arkölluð? Hvers vegna hringdu þeif til mín um miðja nótt, klukk an hálf eitt og afturkölluðu svo simtalsbeiðnina? Eitthvað hlaut að hafa komið fyrir, sem ég vissi ekki um, en sem ég varð að vita. í>að var hræoilegt, skelfilegt .‘.f geta ekki þurrkað út tíma og fjar lægð. Átti ég sjálfur að hringja til Condors? Nei, ekki núna um miðja nótt. Konan hans myndi verða hrædd. Sennilega var þetta of seint fyrir hann. Hann hafði auðvitað ákveðið að hringja til mín aftur eldsnemma á morgun. Oh, þessi nótt, mér er með öllu ógerlegt að lýsa henni. Villtar hugsanir, ruglingslegar ímyndan ir, herjuðu huga minn stöðugt og miskunnarlaust. Og sjálfur ég örþreyttur og samt andvaka, beið og beið með hverri taug lík- ama míns og hlustaði eftir hverju skóhljóði í stigunum og gangin- um, hverri hringingu og skrölti á götunni, hverri hreyfingu og hverju hljóði og samtímis magn- þrota af lúa, örvita, uppgefinn. Og að lokum kom svo svefninn, alltof djúpur, alltof langur svefn, endalaus eins og dauðinn, botn- laus eint og tómið. Þegar ég vaknaði, var bjaptur dngur. Ég leit á úrið mitt: Hálf ellefu. Guð minn góður, og of- urstinn hafði skipað mér að gefa mig þegar fram til þjónustu. Enn einu sinni, áður en ég hafði tíma til að hugsa um nokkuð persónu- legt mál, byrjaði hinn hernaðar- legi hluti heilans ósjálfrátt að starfa. Ég flýtti mér í einkennis fötin og hljóp niðuy stigana. Dyra vörðurinn reyndi að sitja fyrir mér. Nei — allt annað varð að bíða seinni tíma. Fyrst varð ég að efna það drengskaparheit, er ég hafði gefið ofurstanum. Ég lagfærði á mér liðsforingja axlarlindann, áður en ég gekk inn í herstjórnarskrifstofurnar. En þar var enginn nema lítill, rauðhærður, skipunarbréfslaus liðsforingi, sem starði á mig ótta sleginn, þegar hann sá mig. „Flýtið þép yður niður undir Lof mér að skýra þetta fyrir þér þingmaður. Fólkið þarfnast Blmenningsgarða og friðaðra evæða og notar hvorttveggja eins, hr. liðsforingi. Ofurstinn hefur skipað svo fyrir að allir liðsforingjarnir og meðlimir setu liðsins skuli hafa fylk' liði stund víslega kl. ellefu. Flýtið yður, í öllum bænum“. Ég þaut niður stigana. Þarna var það, allt setuliðið, úti í garð- inum. Ég hafði rétt tíma til að taka mér stöðu, næst herprestin- um, áður en ofurstinn birtist. — Hann gekk einkennilega hægt og 1 átíðlega, tók skjal úr skjala- tösku sinni og las með hvellri röddu: „Það hefur verið framinn hræðilegur glæpur, sem fyllt hef- ur Austurríki — Ungverjaland og allan hinn menntaða heim skelfingu". — Hvaða glæpur? hugsaði ég skelfdur. Ég fór ósjálf rátt að skjálfa, eins og ég væri sjálfur glæpamaðurinn. — „Hið svívirðilegasta morð.. “ Hvaða morð? „Hins elskaða ríkisarfa, Hans keisaralegu hátignar, erki- hertogans Franz Ferdinands og Hennar keisaralegu hátignap erkihertogafrúarinnar". — Hvað? Ríkiserfinginn hafði verið myrt- ur? Hvenær? Ah, það var auð- vitað þess vegna sem svo mikill mannfjöldi hafði safnazt saman umhverfis auglýsinguna í Brúnn — þarna kom það — „hefur lost ið keisaraætt vora dýpzta harmi og sorg. En það er umfram allt hinn keisaralegi her. . ..“ Ég gat naumast heyrt meira. Af óskýranlegum ástæðum höfðu orðin „glæpur" og „morð“ níst mig í hjartað eins og rítingsodd- ur. Ég hefði ekki getað verið skelfdari, þótt ég hefði sjálfur verið morðinginn. Glæpur, morð — þetta voru orðin, sem Condor hafði notað. Allt í einu gat ég ekki lengur skilið það sem þessi ofursti í bláu einkennisfötunum, með fjaðraskúfana og heíðurs- merkin, var að öskra og æpa. — Allt í einu mundi ég eftir síma- kvaðningunni síðastliðna nótt. — Hvers vegna hafði Condor ekki hringt til mín í morgun? Hafði eftir allt saman eitthvað komið fyrir. Án þess að gefa mig fram mjög mikið. Háu-skógar eru svæði á borð við Gulgrýtisgarð, Hveravelli og Floridafenin og ættu að vera friðland. við ofurstann, notfærði ég mér hið almenna uppnám, sem orð hans ollu, til að laumast til baka inn í gistihúsið. Kannske hafði Condor hringt til mín, á meðan ég var úti. Dyravörðurinn rétti mér sím- skeyti. Það hafði komiö snemma um morguninn, en ég hafði flýtt mér svo fram hjá honum, að hann hafði ekki getað afhent mér það. Ég opnaði það. Fyrst skildi ég ekki neitt í neinu. Engin undir skrift. Gersamlega óskiljanleg orðsending. Svo rann upp ljós fyrir mér: Þetta var bara tilkynn ing frá pósthúsinu, þess efnis, að það hefði reynzt ómögulegt að koma til skila símskeytinu, sem ég hefði afhent > Brúnn, kl. 3,58 e. m. daginn áður. Ón.ögulegt að koma því til skila? Ég starði á orðin. Ómögu- legt að koma skeyti til Edith von Kekesfalva? En hver maður í þorpinu þekkti hana. Nú gat ég ekki lengur þolað þessa nagandi óvissu. Ég pantaði viðtal við dr. Condor. „Áríðandi?" spurði dyra vörðurinn. — „Já áríðandi — mjög áríðandi". Eftir tuttugu mínútur náðist símasamband við heimili Con- dors og — þvílík undur! Condor var heima og svaraði sjálfur í símann. Á þremur mínútum heyrði ég allt. Djöfullegir duttl- ungar örlaganna höfðu ónýtt all- ar fyrirætlanir mínar og hin ógæfusama stúlka hafði ekki fengið að vita um iðrur. mína, hin einlægu og hreinskilnu áform mín. Allar tilraunir of- urstans til að halda málinu leyndu höfðu reynzt árangurs- lausar, því að í stað þess að fara beint heim úr kaffihúsinu, höfðu þeir Ferencz og félagar hans skroppið inn í litla barinn, þar sem þeir, til allrar óhamingju, hittu lyfsalann í fjölmennum hópi kunningja og Ferencz, hinn góðlyndi klaufi, hafði af ein- skærri velvild til mín, tekið hann til bæna. í áheyrn allra bar hann það á lyfsalann að hann hefði breitt út viðbjóðs- Markús, þú ert draumóramað- ur. Þú ert óraunsær. En Watson þingmaður. Þú sagð ir þetta sjálfur í síðustu kosninga legri lygi um mig. Þarna hafði orðið hið mesta rifrildi og dag- inn eftir höfðu aJlir borgarbúar heyrt það, því að lyfsalinn, sem taldi heiður sinn í hættu, hafði flýtt sér beint til herskálanna til þess að neyða mig til að stað- festa söguna. Og þegar hann fékk þau grunsamlegu svör, að ég væri horfinn, hafði hann ekið beint heim til Kekesfalva. Þeg* ar þangað kom hafði hann ruðzt inn í skrifstofuna til gamla mannsins og ausið yfir hann skömmunum með svo miklum ofsa, að gluggarúðurnar glömr- uðu, sagt að Kekesfalva hefði gert hann að fífli, með þessari kjánalegu síma-orðsendingu sinni og að hann sem virðingar- verður borgari, ætlaði sér ekki að sætta sig við móðganir og sví- virðingar frá þessum ungu liðs- foringja-yrðlingum. Hann kvaðst vita hvers vegna ég hefði strokið á svo ragmennskulegan hátt. — Þeir gætu ekki talið sér trú um að þetta hefði allt verið tilhæfu- laust gaman. Hér væri áreiðan- lega um einhverja óknytti af minni hálfu að ræða. Hann skyldi fá fullnægjendi skýringu á þessu máli, jafnvel þótt hann þyrfti að leita til hermálaráðuneytis- ins. Hann ætlaði ekki að láta nokkra ábyrgðarlausa unglinga misbjóða sér á opinberum stað.. Það hafði einungis með erfiðis- munum verið hægt að stilla hann og koma honum út úr hús- inu. Mitt í skelfingu sinni, var það aðeins eitt, sem Kekesfalva hafði vonað — að Edith heyrði ekki orð af því, sem sagt var. En samkvæmt vilja örlaganna höfðu skrifstofugluggarnir verið opnir og orð lyfsalans höfðu borizt út mjög greinilega, yfir húsagarð- inn og inn um gluggann á stof- unni, þar sem hún var einmitt stödd. Hún hefur eflaust ákveðið að framkvæma hið lengi undir- búna áform sitt tafarlaust, en fór sér þó að engu óðslega. Hún hafði látið sýna sér enn einu sinni nýju fötin sín, hlegið og gert að gamni sínu við Ilonu, ver ið elskuleg við föður sinn, spurt um ótal mörg atriði viðvikjandi ferðalaginu og fullvissað sig um að öllum undirbúningi væri lok- ið. Án þess að nokkur vissi, hafði hún falið Josef að hringja til her- skálanna og spyrja hvenær ég kæmi aftur og hvort ég hefði ekki skilið eftir nein skilaboð. Svarið sem hún fékk: að ég yrði í burtu um óákveðinn tíma og hefði ekki skilið eftir nein skilaboð, reið algerlega baggamuninn. í ofsan- um hafði hún neitað að bíða einum degi, einni klukkustund baráttu þinni. Þess vegna studdi ég þig. Tímarnir hafa breyzt, drengur minn. Jörðin snýst, þú skilur. lengur. Ég hafði brugðizt henni svo gersamlega, veitt henni svo banvætt högg, að henni var um megn að bera nokkurt traust til mín lengur. Þrekleysi mitt hafði veitt henni hættulegan styrk. Eftir hádegisverð hafði hún látið flytja sig upp á svalirnar og Ilona, sem óttaðist hina óvæntu glaðværð hennar, hafði ekki vikið frá henni eitt andar- tak. Klukkan hálf fimm — þegar ég var vanur að koma og nákvæm lega stundarfjórðungi áður en skeytið mitt og Condor kom — hafði Edith beðið hana að sækja fyrir sig sérstaka bók og sam- kvæmt vilja örlaganna hafði Ilona orðið við þessari, að því er virtist, saklausu bón. Og hin ógæfusama stúlka, sem ekki gat ráðið við tilfinningar sínar leng- ur, hafði notfært sér þetta eina, stutta augnablik, til að fram- kvæma hið hræðilega á.form sitt — alveg eins og hún hafði sagt mér, að hún myndi gera þarna á svölunum, alveg eins og ég hafði séð hana gera í hinum ógn- þrungnu draumum mínum. Hún var enn með lífsmarki þegar Condor kom. Á einhvern óskiljanlegan hátt, hafði hinn veikbyggði líkami hennar ekki sýnt nein merki um alvarleg meiðsli og hún hafði verið flutt meðvitunarlaus í sjúkravagni til Wien. 1 fyrstu hafði læknirinn vonazt til að geta bjargað henni og þess vegna hafði hann hringt til mín frá sjúkrahúsinu klukk- an átta um nóttina. En nóttina fyrir hinn 29. júní, daginn sem erkihertoginn var myrtur, voru allar stjórnardeildir ríkisins í uppnámi og allar símalínur voru í notkun hinna borgaralegu og hernaðarlegu yfirvalda. 1 fjórar klukkustundir hafði Condor beð- ið árangurslaust eftir því að ná símasambandi við mig. Og loks, rétt eftir miðnætti, þegar lækn- unum kom saman um að engin lífsvon væri lengur, afturkallaði hann símakvaðninguna. — Hálfri klukkustund síðar var hún dáin. Af öllum þeim þúsundum manna, sem kallaðir voru í strið ið þessa ágústdaga, voru áreiðan lega fáir sem fóru til vígstöðv- anna jafn kærulausir, ef ekki óþolinmóðir, og ég. Ekki svo að skilja, að ég væri neitt sérlega stríðssinnaður. Fyrir mig var það einungis undankomuleið. Ég flýði í stríðið, eins og glæpamaður flýr í myrkrið. Þessar fjórar vikur, áður en lýst var yfir striði, kvaldist ég sifellt af sjálfs-óbeit, örvæntingu og vonleysi, sem ég minnist nú í dag með jafnvel meiri hryllingi, en ægilegustu augnablikanna á vígstöðvunum. Ég var nefnilega sannfærður um það, að með þrekleysi minu, meðaumkun minni, þessari með- aumkun, sem til skiptis kom og hvarf, hefði ég myrt mannlega SHtltvarpiö Laugardagur 19, marz 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir) . 14.00 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son). 17.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 18.00 Tómstundaþáttur barna og ung- lir.ga (Jón Pálsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt“ eftir Stefán Jónsson; XV. lestur (Höfundur les). 18.55 Frægir söngvarar: Alexander Kipnis og Max Lichtegg syngja lög og aríur eftir Mozart, Wagner, Strauss og Tjaikovskíj. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: ,,John Gabriel Borkman" eftir Henrik Ibsen, í þýðingu Helga Halldórssonar. — Leik- stjóri: Indriði Waage. Leikendur: Valur Gíslason, Anna Guðmunds- dóttir, Jóhann Pálsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Indriði Waage og Kristín Waage. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (29). 22.20 Danslög, þ. á. m. leikur hljóm- sveit Kristjáns Kristjánssonar. Elly Vilhjáíms og Oðinn Valdi- marsson. 02.00 Dagskrárlok. Skáldið oc| mamma litla 1) Hvað Heyri ég? Mamma þín seg- ir, að þú hafir verið að fikta með sígarettu! 2) Eg ætla bara að vona, að þú ger- ir þetta aldrei aftur! 3) Já, en það var Reykir þú þær ekki? Chesterfield!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.